Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Frumvarp komið fram
Fyrirtækjum sem hafa rekstur
óskyldan fjölmiðlarekstri má ekki
veita leyfi til útvarps- eða sjónvarps-
reksturs samkvæmt frumvarpi rík-
isstjórnarinnar um eignarhald á fjöl-
miðlum. Þá má eitt fyrirtæki eða
fyrirtæki í samsteypu ekki eiga
meira en 25% í fjölmiðli.
Tekur sér lengri frest
Samkeppnisstofnun hefur tekið
sér lengri frest til að skoða samruna
Norðurljósa og Fréttar ehf. auk
samruna Skífunnar við versl-
unarsvið Tæknivals.
Hryðjuverki afstýrt
Yfirvöld í Jórdaníu greindu frá því
í gær að þau hefðu komið upp um
samsæri hryðjuverkamanna al-
Qaeda, sem hefðu áformað að fremja
hryðjuverk í höfuðborginni Amman
sem hefði getað kostað 80.000 manns
lífið. Hinir grunuðu hefðu ætlað að
nota 20 tonn af sprengiefni og eit-
urgas til hermdarverksins.
Höfnuðu vopnum um borð
Ekki verður af samningum milli
Loftleiða Icelandic og Israir um
leiguflug milli Tel Aviv og New
York. Munu Loftleiðir þess í stað
leigja Israir þotu á þurrleigu.
Strönduðu samningarnir m.a. á því
að íslenskar áhafnir hafna vopn-
uðum öryggisvörðum í vélunum.
Fjölmenn mótmæli kvenna
Áætlað er að um 1,1 milljón
manna, aðallega kvenna, hafi tekið
þátt í mótmælagöngu í Washington
á sunnudag en þá var þess krafizt,
að réttur kvenna til fóstureyðingar
yrði tryggður.
Brennisteinn við Kötlu
Aukinnar brennisteinsmengunar
hefur gætt undanfarið í Jökulsá á
Sólheimasandi. Að sögn jarðfræð-
inga er þetta eitt af einkennum
kvikusöfnunar undir Kötlu og afleið-
ing aukins jarðhita sem henni fylgir.
Jarðvísindamaður fékk nýlega eitr-
unareinkenni eftir nokkurra tíma
dvöl við Jökulsána.
Y f i r l i t
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablað frá Iðnnema-
sambandi Íslands.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 28
Viðskipti 12 Viðhorf 32
Erlent 14/15 Minningar 33/37
Höfuðborgin 17 Bréf 42
Akureyri 18 Dagbók 44/45
Suðurnes 19 Kvikmyndir 52
Landið 20 Fólk 50/53
Neytendur 21 Bíó 51/53
Listir 24/25 Ljósvakar 54
Umræðan 26/32 Veður 55
* * *
KNATTSPYRNUKAPPINN Eiður
Smári Guðjohnsen, sem leikur með
úrvalsdeildarliði Chelsea í Eng-
landi, er staddur hér á landi þessa
dagana. Hann er þó ekki hér á
landi til að æfa knattspyrnu.
Verkefnið er að leika í gos-
drykkjaauglýsingu fyrir Vífilfell.
Meðal annars lék Eiður listir sínar
með fótboltann á þilfari skips í
Reykjavíkurhöfn, með hvalbátana
í baksýn.
Eiður fær í flestan sjó
Morgunblaðið/Eggert
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra eru þeirrar skoðunar
að afnema eigi núverandi kerfi afnotagjalda Rík-
isútvarpsins.
Halldór sagði við fréttamenn að loknum þing-
flokksfundi framsóknarmanna í gær að hann teldi
rétt að breyta afnotagjaldakerfi RÚV og afnema
það. Halldór sagðist ekkert sérstaklega sáttur við
stöðu Ríkisútvarpsins. „Ég tel að ríkisútvarpið sé
á margan hátt heldur veikt og ég tel að við þurfum
að eiga öflugt ríkisútvarp. Ég tel að það sé rétt að
breyta afnotagjaldakerfinu og afnema það, það er
atriði sem við þurfum að taka á,“ sagði hann.
Davíð Oddsson forsætisráðherra tók í sama
streng að loknum þingflokksfundi sjálfstæðis-
manna og sagðist vilja afnema afnotagjöld RÚV.
„Ég hef lengi talið að við ættum að finna annan flöt
á því, en við höfum ekki fundið hann,“ sagði Davíð.
Hann sagði að þetta mál hefði lengi verið í um-
ræðunni, „og mér finnst vænt um það ef Fram-
sóknarflokkurinn er kominn inn á þá skoðun að við
ættum að breyta þar til.“
Hann sagði stjórnarflokkana iðulega hafa rætt
málefni RÚV á undanförnum átta árum, „og oft
hefur það skilað ágætum árangri, en meginbreyt-
ingar, eins og menn vita, hafa ekki verið sam-
þykktar á rekstri útvarpsins,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra í viðtölum við fréttamenn
Vilja afnema afnotagjöld RÚV
ÞORGERÐUR Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra vill
fela nefndinni um eignarhald á
fjölmiðlum það verkefni að skoða
áfram nokkur atriði sem fjallað
er um í skýrslu nefndarinnar en
ekki er tekið á í frumvarpi rík-
isstjórnarinnar.
Menntamálaráðherra lagði
fram minnisblað á síðasta rík-
isstjórnarfundi um þau atriði
sem hún telur að nefndin ætti að
taka til frekari skoðunar. „Ég tel
að við þurfum að skoða þessi at-
riði betur en með því er ég ekki
að segja að það eigi endilega að
taka undir þær breytingar sem
nefndin leggur til. Ég tel rétt að
fela nefndinni að skoða frekar
þau atriði sem hún bendir á, m.a.
um eflingu Ríkisútvarpsins og
hvort beri að setja siðareglur og
fleira,“ segir menntamálaráð-
herra.
Menntamálaráðherra
Fjölmiðlanefndin
skoði áfram
nokkur atriði
BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, velti því
fyrir sér á Alþingi í gær hvort fjöl-
miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar
fæli í sér afturvirkni. Taldi hún
mikilvægt að ríkisstjórnin gengi úr
skugga um það. „Nú benda fréttir
til þess að frumvarpið sem kynnt
var í ríkisstjórninni feli í sér tak-
markanir sem ná ekki aðeins til
framtíðar heldur verði fyrirtæki á
fjölmiðlamarkaði brotin upp, reynd-
ar með tilteknum aðlögunarfresti
eftir því sem greint er frá,“ sagði
hún. „Það er áhyggjuefni margra
að slíkt frumvarp kunni að fela í sér
afturvirkni, enda grundvallaratriði
við lagasetningu að lög séu ekki
gerð afturvirk.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kvaðst í svari sínu ekki ætla að
ræða efnislega um frumvarpið að
þessu sinni. Sagði hann að þetta
myndi skýrast í umræðunni um
frumvarpið. „Það mun allt skýrast
við umræðu um málið en við teljum
ekki ástæðu til að ætla annað en að
það frumvarp sem þingflokkarnir
hafa nú samþykkt að leggja fram,
stjórnarflokkarnir, standist íslenska
stjórnskipun í hvívetna,“ ítrekaði
hann.
Grundvallaratriði að lög
séu ekki gerð afturvirk
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á þing-
fundi á Alþingi í gær að rétt væri að gera ráð
fyrir því að vorþingið gæti dregist töluvert fram
eftir maí, en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyr-
ir þingfrestun hinn 7. maí nk.
„Það er ljóst að ríkisstjórnin mun leggja
áherslu á að fá allmörg mál samþykkt sem veru-
lega þýðingu kunna að hafa og þurfa töluverða
umræðu,“ útskýrði Davíð fyrir þingheimi,
skömmu eftir að þingfundur hófst klukkan þrjú í
gær. „Þingflokkarnir hafa báðir tveir samþykkt
nú fyrir stundu frumvarp er varðar fjölmiðla í
landinu, sem ég geri reyndar ráð fyrir að verði
verulegur stuðningur við í þinginu miðað við þær
umræður sem hér hafa orðið á undanförnum ár-
um,“ sagði hann.
„Engu að síður tel ég nauðsynlegt að eiga um
það góðar umræður og því held ég að rétt sé að
gera ráð fyrir því að þingið geti dregist töluvert
fram eftir maí en ég þori ekki alveg að segja til
um það hversu langt það verður.“ Kvaðst hann
sammála Steingrími J. Sigfússyni, málshefjanda,
formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs, um að menn ættu að koma sér saman um
breytta starfsáætlun á vettvangi þingsins. „Af
hálfu ríkisstjórnarinnar get ég sagt að við þurf-
um örugglega lengri tíma en um hefur verið rætt
og ég hef reyndar tekið eftir því í umræðum
undanfarinna vikna að ýmsir þingmenn hafa tal-
ið betra að þingið stæði lengur en skemur.“
Vorþingið gæti dregist fram eftir maí
Í KASTLJÓSI í gærkvöld fullyrti
Andrés Magnússon blaðamaður að
Baugur hefði rift styrktarsamningi
við Háskólann í Reykjavík en for-
stjóri Baugs segir Andrés fara með
rangt mál.
„Í þessari nefnd [fjölmiðlanefnd-
inni] þar sat Davíð Þór Björgvinsson,
prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hvað gerðist í dag? Jú, síminn hring-
ir hér í Háskólanum í Reykjavík.
Styrktarsamningi Baugs við háskól-
ann er sagt upp vegna þessa og það
tekið fram. Svona fara menn með
vald sitt,“ sagði Andrés í Kastljósinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir full-
yrðingu Andrésar vera „haugalygi“
eins og svo margt sem frá honum
komi.
Þórdís Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri stjórnendaskóla HR,
segir fullyrðingu Andrésar ekki vera
rétta. „Við hörmum að nafn Háskól-
ans í Reykjavík skuli vera dregið inn
í umræðuna á þennan hátt og áttum
okkur engan veginn á því hvaðan
þetta er sprottið. Baugur er banda-
maður viðskiptadeildar HR og við
höfum verið að vinna með þeim.
Þetta samstarf okkar er í fullu gildi
eftir því sem ég best veit,“ segir Þór-
dís.
Styrktarsamningi
við HR ekki rift
MAÐURINN sem fékk í sig
sprengjubrot þegar lítil púðurfall-
byssa sprakk við setningu árshátíðar
Round Table og Ladies Circle á laug-
ardagskvöld var fluttur af gjörgæslu-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss í gærmorgun á almenna deild.
Eggert Jónasson, forseti landssam-
takanna, segir hann á batavegi eftir
að hafa fengið innvortis áverka.
Spurður hvort sérstakt leyfi þurfi
fyrir fallbyssu af þessu tagi segist
Eggert ekki vita til þess. Það hafi ver-
ið siður í 25 ár að skjóta inn árshátíð-
ina án þess að nokkuð hafi komið upp
á. Þetta hafi allt saman verið gert í
góðri trú um að allt væri í lagi. Hann
segir enga sambærilega fallbyssu
notaða í aðildarfélögum Round Table
og þessari viðhöfn verði hætt.
Á batavegi eftir að byssa sprakk
Engin sambærileg
fallbyssa í notkun