Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 4

Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí Golfvörur Bæjarlind 1Húsgagnahöllinni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 UM SEXTÍU manns mættu á fræðslu- og umræðufund um út- lendingafrumvarp dómsmálaráð- herra sem haldinn var fyrir fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þess í gærkvöld í kjallara Hallveig- arstaða að Túngötu 14. Fulltrúar Fjölmenningarráðs og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Ís- landi kynntu efni frumvarpsins og þær athugasemdir sem gerðar hafa verið við það. Þá upplýstu full- trúarnir fundargesti um hvar málið væri statt í hinu lýðræðislega ferli og hver væru næstu skref í því ferli. Að sögn Tatjönu Lationvic, vara- formanns Samtaka kvenna af er- lendum uppruna, voru margir fundargestir forvitnir um efni frumvarpsins og spurðu margs. Morgunblaðið/Golli Hope Knútsson, formaður Fjölmenningarráðs, kynnti efni frumvarpsins. Fjölmenni á fundi um útlendingafrumvarpið STJÓRNARFRUMVARP um eign- arhald á fjölmiðlum gerir verðmæti ljósvakahluta Norðurljósa að engu, enda enginn kaupandi að honum og alveg ljóst að látið verður reyna á málið fyrir dómstólum. Haldi menn að frum- varpið verði til þess að verja frjálsa fjölmiðlun er eins og menn séu í einhverju búri og skynji ekki umhverfi sitt. Þetta segir Jón Ás- geir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, en Baugur er stærsti einstaki hlut- hafinn í Norðurljósum. Verið að þurrka út eigur manna „Eign þessara aðila sem eiga í félaginu er fyrir bí, að minnsta kosti sá hluti sem tengist ljósvakahlutanum. Hver vill kaupa fjölmiðil í dag hafandi þetta yf- ir sér. Sá sem myndi kaupa gæti allt- af átt á hættu að lögunum yrði breytt afturvirkt þannig að menn myndu ekki vita hvaða verðmæti þeir væru með í höndunum. Ekki nóg með það, hvaða banki halda menn að láni svona fyrirtæki,“ segir Jón Ásgeir. Jón segir alveg ljóst að það verði látið reyna á málið fyrir dómstólum. „Að sjálfsögðu ætlum við að láta reyna á það hvort menn geti leyft sér að þurrka út eigur manna með svona afturvirkum lögum.“ Spurður um hvort menn ætli að halda í dagblaðahlutann svarar Jón því til að hann neiti að trúa að þessi lög fái staðist. Þangað til annað komi í ljós munu Norðurljós vera rekin áfram með því sniði sem þau eru rekin í dag. Aðspurður segir Jón Ásgeir að tekist hafi að hagræða um 300 til 400 milljónir með því að sameina Frétt og Norðurljós. Hann nefnir sparnað í yfir- stjórn, fjármálastjórn- un og síðan hafi menn haft ýmsar hugmyndir varðandi auglýsinga- söluna, fréttamál síðar meir o.s.frv. „Það er al- veg klárt að við hefðum aldrei keypt Norður- ljós nema við hefðum séð að ekki væri á móti því að sam- eina þau Frétt,“ segir Jón Ásgeir. Vanhugsað frumvarp Hann segir frumvarp um eignar- hald á fjölmiðlum vera mjög van- hugsað. „Það er verið að tala um að verja frjálsa fjölmiðlun og ef þetta gengur út á það þá er eins og menn séu í einhverju búri og skynji ekki umhverfi sitt. Hverjir verða biðlarnir í röðum að kaupa fyrirtæki sem hafa þessa ógn yfir sér? Jón segir að þegar Baugur og aðrir hluthafar hafi tekið við Norðurljós- um hafi ekki verið búið að greiða af lánum þess í tvö ár og ekki vexti í 12– 14 mánuði, ef sig minni rétti. Spurður um hugsanlega kaupendur segir Jón Ásgeir að það sé enginn kaupandi að þeim. „Það er enginn kaupandi að ljósvakamiðlunum. En við ætlum ekki að gefa þetta eftir. Það gerist ekkert með Norðurljós. Það eru tvö ár og við reynum að spila eitthvað úr því. Við ætlum að leita réttar okkar. Það sem er alvarlegast í þessu líka er framtíðin. Mér finnst menn ekki fók- usera á það, fínt að það sé hægt að taka af okkur útvarpsleyfin en hvað með þann næsta sem kaupir sjón- varpsstöð að hafa það yfir sér að reglunum verði kannski breytt, að enginn megi eiga nema 10%. Hvað þá?“ Enginn fjárfestir í eða lánar til ljósvakamiðla Jón segir illa komið fyrir því fólki sem haldi því fram að þetta muni verða til þess að viðhalda eða auka fjölbreytni á fjölmiðlamarkaðinum. „Þetta mun bara gera eitt, menn verða ófáanlegir til þess að koma og fjárfesta í ljósvakamiðlum og bankar munu ekki lána til ljósvakamiðla. Og ef það vantar fjármagn og lánsfjár- magn verður enginn rekstur,“ segir Jón. Spurður um lán Norðurljósa hjá Landsbankanum segir Jón Ásgeir að samið verði við bankann og menn muni standa í skilum með sín lán eins og menn hafi alltaf gert. Hins vegar sé deginum ljósara að það myndi ekki þýða fyrir Stöð 2 að fara af stað á morgun og reyna að slá lán. „Eins og menn séu í einhverju búri og skynji ekki umhverfi sitt“ Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs. HREINN Loftsson, hrl. og stjórnarformaður Baugs, hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segir hann það gert vegna frumvarps ríkis- stjórnarinnar um eign- arhald á fjölmiðlum. Hreinn segist hafa vonað í lengstu lög að til þessa þyrfti ekki að koma. Hann hafi ungur gengið til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn og gekk í Heimdall strax og hann hafði aldur til. „Ég hef litið á mig sem sjálfstæðismann og geri það raunar enn, en mér ofbýður framganga þingmanna og ráðherra flokksins í þessu máli. Ég tel að það sé verið að brjóta öll grundvallar- sjónarmið sem flokkurinn hefur stað- ið fyrir, um atvinnufrelsi, einstak- lingsframtak, eignarrétt og að lög séu ekki afturvirk. Það er sama hvað hver segir þarna og mælir hver upp í annan í þingliði Sjálfstæðisflokksins, þetta eru auðvitað afturvirk lög. Stefnan er að brjóta upp fyrirtæki sem er sameinað og byggt upp á grundvelli lagaheimilda,“ segir Hreinn. Búið að kollvarpa öllum hugmyndum um fyrirtækið „Menn hafa ákveðnar, réttmætar og löglegar forsendur til þess að búa til þetta fyrirtæki, sem felst í því að sameina og treysta stoðir þessara fjölmiðla, sem stóðu höllum fæti. Það var lagt inn í þetta stórfé og mark- miðið var auðvitað að taka til í rekstr- inum. Það hefur allt verið á réttri leið og síðan var markmiðið jafnframt að setja fyrirtækið á almennan markað á næsta ári og gefa almenningi kost á því að vera með. Nú er búið að koll- varpa öllum þessum hugmyndum og það er sama hvað hver segir, það er búið að rýra verðmæti fyrirtækis- ins. Dettur nokkrum manni í hug að kaupa þetta fyrirtæki nú eða síðar, eða brot úr því, nema þá á hluta þess verðs sem eðlilegt hefði talist? Það eru fullkomlega löglegar forsendur fyrir því að Baugur og skyld fyrir- tæki fóru inn í þennan rekstur og það voru engin annarleg pólitísk sjónarmið sem því réðu. Tækifæri til að búa til sterkt fyrirtæki til mótvægis við RÚV Það mælir hver þingmanna stjórn- arflokkanna það upp í öðrum að það séu einhverjar annarlegar hvatir [að baki] vegna þess að það hafi aldrei tekist að reka fjölmiðla á Íslandi með hagnaði. Það er rangt. Morgunblaðið er glöggt dæmi um slíkan fjölmiðil, DV var lengi rekið með góðum hagn- aði og hið sama má segja um Stöð 2. Með því að hagræða í rekstrinum og treysta stoðir hans töldum við að það myndi skapa tækifæri til þess að búa til sterkt fyrirtæki til mótvægis við Ríkisútvarpið. Ef menn hefðu raunverulega haft áhuga á því að treysta sjálfstæða fjöl- miðlun og sjálfstæði fréttastofanna, af hverju var þá ekki líka litið á Rík- isútvarpið? Það er auðvitað vegna þess að þeir stýra Ríkisútvarpinu. Og hvert eiga menn síðan að sækja um útvarpsleyfin? Til Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæð- isflokksins. Þetta er einum of mikið fyrir mig,“ segir Hreinn. Ofbýður framganga ráðherra og þing- manna flokksins Hreinn Loftsson HREINN Loftsson, stjórnar- formaður Baugs, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna óánægju með fjölmiðla- frumvarpið. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fjölmiðlamenn síðdeg- is í gær að hann óskaði Hreini alls góðs. „Mér þykir það lak- ara, þetta er ágætur maður,“ sagði Davíð, inntur eftir því hvort sárt væri að missa Hrein úr flokknum. „En það er með flokka eins og minn og aðra flokka að menn eru þar algjörlega á eigin ábyrgð og samkvæmt eigin ákvörðun. Og menn ganga í flokka og fara úr flokkum. Í mínum flokki hefur það verið svo að menn ganga í og úr flokknum svona þrír til fjórir í viku. En mér finnst auðvitað sárt að Hreinn skuli frekar kjósa að vera í Baugi en í Sjálf- stæðisflokknum.“ Óskar Hreini alls góðs MAGNÚS Ragnars- son, framkvæmdastjóri Skjás eins, segir frum- varp um eignarhald á fjölmiðlum snerta Ís- lenska sjónvarpsfélagið afskaplega lítið. Það eigi bæði við sjálft eign- arhaldið og eins eigi fyrirtækið ekki í prent- miðli. „Það er enginn aðili hér sem á meira en 25% og er í óskyldum rekstri. Skjár einn starfar algjörlega óbreytt verði þetta frumvarp að lögum. Þetta veldur ekki neinu raski hjá okkur,“ segir Magnús. Spurður hvort þetta frumvarp tryggi fjöl- breytni fjölmiðla segist hann vera fylgjandi lagasetningu sem þess- ari í ljósi þess hvernig fjölmiðlamarkaðurinn hefur þróast á Íslandi. Hann vill þó taka það fram að hann er ekki bú- inn að lesa sjálft frum- varpið. Magnús segir að það geti komið til þess að erfiðara verði að fá fjár- festa inn í fjölmiðla því að enginn megi eiga meira en 25% í ljósvakamiðlum. Snertir ekki Skjá einn Magnús Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.