Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 8

Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Eftir lögmáli kerfisins verður varla langt í að byrjað verði að pakka niður, svona einum og einum. Ráðstefna um rekstur flugstöðva Athygli vakin á breytingum Ráðstefna um rekst-ur flugstöðva ogframtíðarhorfur í ferðaþjónustu og öryggis- málum verður haldin á Hótel Nordica í Reykjavík næstkomandi fimmtudag, 29. apríl og hefst dagskrá- in klukkan 13. Morgun- blaðið lagði af þessu tilefni nokkrar spurningar fyrir Höskuld Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. – Hvert er tilefni þess- arar ráðstefnu? „Tilefnið er einfaldlega að vekja athygli á þeim miklu breytingum sem orðið hafa á flugstöðvar- rekstri undanfarin ár, ekki bara hér á landi heldur ekki síður erlendis, en rekstur þessara flugstöðva hefur verið að færast úr þessum hefðbundna ríkisrekstri yfir í hlutafélag- arekstur.“ – Í stuttu máli, hvað felst í því? „Á ráðstefnunni verður leitast við að fara yfir þær breytingar sem um ræðir. Við getum orðað það svo, að áður snerist starfsemi flugstöðva um það eitt að koma fólki og farangri til og frá flug- stöðvum, nú til dags eru áherslur gerbreyttar. Nú eru flugstöðvar orðnar þjónustumiðstöðvar þar sem áherlan er ekki síst á afþrey- ingu og þægindi. Rekstrarformið snýst um hvaða þjónusta er innt af hendi og auknar kröfur í örygg- ismálum.“ – Hvernig hefur þessi breyting gengið fyrir sig hér á landi? „Breytingin hefur í raun gengið mjög vel hvað varðar rekstur og uppbyggingu, í raun hefur þetta gengið vonum framar í ljósi þess að nýjum áherslum fylgja ný vinnubrögð.“ – Hver er staða þessara breyt- inga hér á landi? „Það má segja að við séum í miðju ferlinu, að komast út úr kæruferli sem fylgdi forvali. Stefna hefur verið mótuð og fjölg- un þjónustu, veitingastaða og verslana er komin af stað.“ Spurður um dagskrá ráðstefn- unnar segir Höskuldur að hún hefjist klukkan 13.00 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra en síðan reki hvert er- indið annað. Klukkan 13.10 flytji Stefán Þórarinsson, varaformað- ur stjórnar FLE, erindi sem heit- ir Aðdragandi að stofnun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Næst fjalli Björn Ingi Knúts- son, flugvallarstjóri á Keflavíkur- flugvelli, um „Flugöryggi og flug- vernd“. Þar næst flytur Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, erindið „Landamæra- og öryggiseftirlit“ og þar á eftir kemur Magnús Oddsson ferðamálastjóri með er- indið „Þróun á umfangi ferða- þjónustu.“ Þá kemur „Framtíðar- sýn Icelandair“, erindi eftir Sigurð Helgason for- stjóra og „Framtíðar- sýn Iceland Express“ kemur í kjölfarið, hug- leiðingar Arnþórs Halldórssonar fram- kvæmdastjóra. Að kaffihléi loknu er erindið „Terminal Commercial Facilities – Why Important to Passenger Experience?“ eða Hvers vegna er verslun og þjónusta í flugstöðvum mikilvæg fyrir upplifun farþega, en það er Duncan Tolson, yfir- maður alþjóðlegrar viðskiptaþró- unar hjá BAA sem flytur það er- indið. Þar næst tekur annar erlendur gestur til máls og flytur erindið „The Nature of Duty Free Stores Within Air Terminals – The Fut- ure of the Duty Free Concept,“ eða Eðli fríhafnarverslunar í flug- stöðvum og framtíð hennar. Það er Alan Bork, ráðgjafi sem flytur erindið. Höskuldur slær svo sjálfur botninn í erindin með erindi sínu, Framtíðarsýn Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar: Upp- bygging og landnýtingaráform. – Mælir þú sérstaklega með einhverjum erindum öðrum frem- ur? „Öll eiga erindin heima í þess- ari umræðu, en hvað mig varðar þá verður fróðlegt að hlusta á þá Sigurð Helgason, forstjóra Ice- landair, og Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóra Iceland Ex- press, fjalla um framtíðarsýn sinna fyrirtækja, m.a. með tilliti til þróunar í fjölda ferðamanna til og frá landinu. Þetta eru jú fulltrúar þeirra fyrirtækja sem sjá um meginhluta áætlunarferða til og frá landinu. Þá er ég afar spenntur að heyra málflutning erlendra gesta okkar. Frá þeim fáum við þróunina er- lendis beint í æð. Duncan Tolson hefur gegnt stjórnunarstöðum á þremur stærstu flugvöllum BAA í Bretlandi, Heathrow, Gatwick og Stansted og starfar nú á aðal- skrifstofum BAA í Lundúnum þar sem hann ber ábyrgð á þró- un alþjóðlegrar versl- unarstarfsemi, leiðir teymi ráð- gjafa á þessu sviði og fer fyrir fjarskiptatæknisviði BAA. Alan Bork starfaði hins vegar á Kaup- mannahafnarflugvelli í 10 ár þar sem hann bar ábyrgð á þróun verslunarstarfsemi og veitinga- þjónustu á flugvellinum. Síðustu tvö árin hefur hann starfað sjálf- stætt við ráðgjöf á þessu sviði.“ Höskuldur Ásgeirsson  Höskuldur Ásgeirsson er fæddur 29.3. 1952. Fisktæknir frá Fiskvinnsluskólanum 1976 og viðskiptafræðingur frá HÍ 1981. Meistarapróf (MBA) í rekstrarhagfræði frá Brunel Henley-viðskiptaháskólanum í Englandi 1989. Markaðs- og sölustjóri Marel 1983–86, fram- kv.stjóri Iceland Seafood í Frakklandi og Bretlandi 1987– 97, forstjóri Gelmer Iceland Seafood 1997–2000 og fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá 2000. Giftur Elsu Þuríði Þórisdóttur förðunarmeistara og eiga þau þrjú börn, Ásgeir Leif (26), Ingu Rós (15) og Þóri Frey (10), en auk þess á Höskuldur Sturlu (29). Flugstöðvar orðnar þjónustu- miðstöðvar ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.