Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 10

Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG Pétursdótt- ir, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, segir að eðlilegt sam- ráð hafi verið haft við nefndina í aðdraganda ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að styðja innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar- innar, sagði á lands- málafundi flokksins um síðustu helgi að tími væri kominn til að fram færi hlutlaus rannsókn á því ferli sem leiddi til stuðnings Íslands við aðgerðirnar. „Ég bara skil ekki á hvaða veg- ferð formaður Samfylkingarinnar er í þessu máli. Hann eins og aðrir fulltrúar Alþingis og þjóðin öll veit að málið allt er margrætt og að af hálfu ríkisstjórnar- innar var fullkom- lega eðlilegt samráð haft við utanríkis- málanefnd Alþingis. Össur Skarphéðins- son ætti jafnframt að vita að þingnefndir eru ekki rannsóknar- nefndir,“ segir Sól- veig. Össur sagði m.a. í ræðu sinni að engin sjálfstæð rannsókn hefði farið fram á því af hálfu íslenskra ráðamanna hvað hafi verið á bak við staðhæfingar um gereyðingar- vopn í Írak. Sólveig segir að þessi málflutn- ingur komi henni spánskt fyrir sjónir. „Hvað á maðurinn við með því að segja að engin sjálfstæð rannsókn af hálfu íslenska ríkisins hefði farið fram á því hvort ger- eyðingarvopn væru í Írak. Hvaða forsendur ættu þar að liggja að baki. Ættu íslensk stjórnvöld að efast um hæfni sérfræðinga fjöl- þjóðlegra stofnanna sem ætlað er að leita að kjarnavopnum, efna- vopnum eða lífefnavopnum?“ spyr hún. Aldrei útilokað að styðja afvopnun Íraks með valdi sem síðasta úrræði Sólveig segir að engin stefnu- breyting hafi orðið af hálfu ís- lenskra stjórnvalda í afstöðu til „hættunnar sem stafaði af ógn- arstjórninni í Írak“, enda hafi hún almennt verið viðurkennd í sam- félagi þjóðanna og undirstrikuð í fjölmörgum ályktunum Sameinuðu þjóðanna. „Ályktanir SÞ um afvopnun Íraks voru í fullu gildi og það mátti öllum vera ljóst að aðgerðum var hótað ef ekki væri orðið við þeim ályktunum. Í aðdraganda Íraksstríðsins var fullreynt að ná samstöðu um nýja ályktun og miklar vonir bundnar við útkomu þeirrar vinnu. Því miður var óger- legt að ná slíkri samstöðu vegna m.a. óbilgirni Frakka sem sögðust myndu beita neitunarvaldi í öllum tilfellum. Vettvangur Sameinuðu þjóðanna var fullreyndur og komið hafði fram að forsenda fyrir að- gerðum gegn Írak væri ný ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld höfðu aldrei úti- lokað að styðja afvopnun Íraks með valdi sem síðasta úrræði,“ segir Sólveig. Eðlilegt samráð við utanríkismála- nefnd í aðdraganda Íraksstríðsins Sólveig Pétursdóttir SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti í gær landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Hún er unn- in á vegum Umhverfisstofnunar en henni ber að gefa út slíka áætlun til 12 ára sem endurskoða skal á þriggja ára fresti. Umhverfisráð- herra sagði á blaðamannafundi að þetta væri í fyrsta sinn sem slík áætlun væri gefin út og hún mark- aði því tímamót. Sett væru fram mælanleg markmið um að draga markvisst úr myndun úrgangs, minnka hlutfall úrgangs sem fer til förgunar og auka endurnýtingu. Landsáætlunin nær til hvers kyns úrgangs frá heimilum og fyr- irtækjum. Hún er sett samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs og mun samráðsnefnd um framkvæmd laganna fylgjast með hvernig markmiðum laganna er náð, meta kostnað og setja fram tillögur um hvernig kostnaði skuli mætt. Sveit- arstjórnum verður einnig skylt að semja eigin áætlun sem byggjast skulu á markmiðum landsáætlun- arinnar. Eiga þær fyrstu að koma út eigi síðar en 1. apríl 2005. Samræmdar aðgerðir Siv Friðleifsdóttir sagði að með samræmdum aðgerðum um landið allt væri ætlunin að auka ábyrga meðhöndlun úrgangs. Hún sagði að árið 1970 hefði landið nánast logað af opnum sorpbrennslum, þá hefði sorp verið brennt á um 60 stöðum, þeir hefðu verið orðnir helmingi færri árið 1990. Í dag eru opnar sorpbrennslur aðeins á tveimur stöðum. Fram kom á fundinum að for- sendur og aðferðafræði áætlunar- innar byggðust m.a. á útreikning- um og upplýsingum frá Sorpu og upplýsingum um mannfjölda og spár um árlega fjölgun. Vonast er til að þegar landsáætlunin verður endurskoðuð muni skýrslur sveit- arfélaga vera orðnar staðlaðri og nákvæmari þannig að unnt verði í ríkari mæli að taka mið af upplýs- ingum þeirra. Talið er að árið 2002 hafi fallið til ríflega 450 þúsund tonn af úr- gangi á öllu landinu. Af því féllu til um 283 þúsund tonn á höfuðborg- arsvæðinu. Þá er talið að um 30% teljist vera heimilisúrgangur og um 70% rekstrarúrgangur. Umhverfisráðherra sagði ýmsar breytingar fyrirsjáanlegar varð- andi meðhöndlun úrgangs, m.a. lokun urðunarstaða og úrelding brennslustöðva. Ný brennslustöð er þó í sjónmáli á Suðurnesjum. Þá er búist við auknu hlutfalli úrgangs á Austurlandi og fjölga á flokkum sem bera úrvinnslugjald. Setja á ný markmið fyrir umbúðaúrgang árið 2008 svo og skilyrði um mót- töku fyrir úrgang til urðunar. Vörur sem í dag bera úrvinnslu- gjald eru m.a. ýmsar vörur sem verða að spilliefnum, dekk, bílar, mjólkurfernur og heyrúlluplast. Gjaldið er lagt á við tollafgreiðslu og segir umhverfisráðherra það vera í fullu samræmi við kostnað sem hlýst af úrvinnslu viðkomandi vöru. Fleiri vörur munu bætast við á næstunni, svo sem veiðarfæri, umbúðir og raftæki. Kveðst ráð- herra vonast til að úrvinnslugjald á umbúðir geti t.d. leitt til þess að menn hugi að annars konar frá- gangi á innfluttum vörum, þ.e. dragi úr umbúðanotkun þar sem það er unnt og lækki þar með kostnað. Úrvinnslusjóður mun velta kringum 700 milljónum króna á þessu ári og er gert ráð fyrir að veltan verði um milljarður á næsta ári. Moltugerð og gasgerð Til að ná markmiðum landsáætl- unarinnar er nauðsynlegt að auka endurnýtingu lífræns úrgangs, um- búðaúrgangs og raftækjaúrgangs. Er það m.a. hægt með jarðgerð, moltugerð eða gasgerð. Í lokin kynnti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra framtíðarsýn sína fyrir byrjun ársins 2011. Þá verði urðun lífræns úrgangs 25% minni en árið 1995, engin dekk verði urðuð heldur brennd, 85% af bílhræjum fari í endurnýtingu og að 4 kg á ári af raftækjum verði endurnýtt. Þar er átt við að þau verði tekin sundur og efni þeirra flokkað í forvinnslu til viðeigandi endurvinnslu. Landsáætlun til að minnka úrgang Morgunblaðið/Sverrir Siv Friðleifsdóttir kynnir landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. Endurnýting úrgangs af umbúðum verði 50–65%. Endurvinnsla úrgangs af umbúðum 25–45%. Bannað verði að urða heil dekk eða kurla dekk frá 16. júlí 2006. Endurnýting bílflaka verði 85% frá ársbyrjun 2006 og 95% frá og með 2015. Þá verði viðeigandi meðhöndlun á raftækjum miðuð við 4 kg á íbúa frá 1. desember 2006 og urðun lífræns heimilisúrgangs á að minnka stigvaxandi til ársins 2020 miðað við magnið 1995 og vera þá orðin 65% minni en í dag. Árið 1995 er talið að um 240 þúsund tonn af lífrænum heimilisúrgangi hafi fallið til. Sé það framreiknað til 2020 er það talið verða orðið um 417 þúsund tonn og er markmiðið því að ekki falli þá meira til en um 84 þúsund tonn af lífrænum heimilisúrgangi. Helstu markmið landsáætlunarinnar STOFNFUNDUR klúbbs áhuga- fólks um Mið-Austurlönd verður haldinn í sal Reykjavíkuraka- demíunnar í JL húsinu við Hring- braut í dag og hefst klukkan 17, en markmið klúbbsins er að hlúa að og kynna menningu og mannlíf í Mið-Austurlöndum. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður segir að klúbburinn muni beita sér fyrir fyrirlestrum og fræðslu um Mið-Austurlönd og ef til vill námskeiðum í arabísku, auk ferðalaga til þessa heimshluta, en félagsmenn muni hafa forgang í þær ferðir. Með tímanum verði ef til vill reynt að fá fyrirlesara utan- lands frá og einnig langi fé- lagsmenn að koma matargerð svæðisins á framfæri og fleira þess háttar. Almennur áhugi ríkjandi Fram kom að þegar hafi sjötíu skráð sig sem stofnfélaga og Jóhanna segir að sér heyrist vera almennur áhugi ríkjandi í þessum efnum enda Mið- Austurlönd að mörgu leyti afskiptur heims- hluti þótt ekki líði sá dagur að ekki streymi þaðan mismunandi fréttir og ekki alltaf fagrar. „Þessi ferðalög sem ég hef farið með fólk þangað hafa sýnt mér að fólk fer að hugsa allt þetta upp á nýtt eftir þessar ferðir, fyrir utan að sjá þarna minjar mörg þúsund ára sögu og mannlíf nútímans, ger- ólíkt okkar en fólki þykir það lit- ríkt og kraftmikið. Verður kannski mest hissa þó á hversu viðmót íbúanna er ljúft gagnvart útlend- ingum og gleði og kátína ríkur þáttur í lífi þess.“ Stofna klúbb áhugafólks um Mið-Austurlönd Jóhanna Kristjónsdóttir RÍKISSTJÓRNIN lítur svo á að Þingvellir séu í eigu ríkisins en ekki þjóðkirkjunnar. Það kemur fram í greinargerð með lagafrumvarpi for- sætisráðherra um þjóðgarðinn, sem nú er til meðferðar í allsherjar- nefnd Alþingis. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er sammála þessu enda hafi hann sem formaður Þingvallanefndar komið að gerð frumvarpsins og samþykkt það í ríkisstjórn. Kirkjuráð hefur mótmælt því að í greinargerðinni séu Þingvellir sagð- ir tilheyra ríkinu. Ekkert formlegt afsal liggi fyrir og samkvæmt þing- lýstum eignarheimildum sé ótvírætt að kirkjan fari með eignarheimild- ina. Þingvellir hafi réttarstöðu sem prestsetur. Björn segir þetta sjónarmið kirkjunnar hafa verið sett fram áð- ur og því sé þetta ekkert nýtt. Kirkjuráð sé að halda til haga af- stöðu sinni til þessa máls og það sé gert nú í tilefni framlagningu frum- varpsins. Þetta sé viðfangsefni sem þurfi að leysa. „Það eru búnar að vera samn- ingaviðræður um kirkjueignir og prestsetur milli ríkisins og þjóð- kirkjunnar í mörg ár. Það er engin niðurstaða komin,“ segir Björn og að málið sé í ákveðnum farvegi inn- an ráðuneytisins. Viðmælendur rík- isins viti hvar málið sé statt. Hann segir engar viðræður í gangi núna en ræða þurfi stöðu Þingvalla í þessu samhengi. Þingvellir eru í eigu ríkisins HALLDÓR Gunnarsson í Holti, kirkjuráðsmaður og fulltrúi í samn- inganefnd kirkjunnar um kirkju- eignir til margra ára, segist forviða á orðum Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra í sjónvarpsfréttum á sunnudag þess efnis að Þingvellir séu eign ríkisins. „Mér finnst ótrú- legt að hafa heyrt forsætisráðherra segja þetta, vegna þess að um aldir hefur það verið svo að Þingvellir hafa verið prestssetur og kirkju- eign,“ segir Halldór. Lögin um prestssetur kveða svo á að ef prestssetur er selt renni andvirðið í prestssetrasjóð, en þá þurfi að liggja fyrir samþykki Al- þingis og kirkjuþings til þess að sal- an nái fram að ganga. „Þegar lögin voru sett um Þing- völl 1928 var talað um að Þingvöllur ætti að vera ævarandi eign íslensku þjóðarinnar og kirkjan vill ná sátt við ríkið og þjóðina um að það verði,“ segir Halldór. „Þar sem af- sal hefur ekki verið gefið á Þing- völlum af kirkjunni og eignarnám ríkisins hefur ekki farið fram, þá verður ekki til eignayfirfærsla með því að forsætisráðherra segi að rík- ið eigi Þingvöll.“ Halldór segir kirkjuna vænta þess að samningum við ríkið um prestssetrin og það sem þeim fylgir verði haldið áfram, en viðræður féllu niður árið 2002 þegar umboð samningaviðræðna ríkisins fór frá kirkjumálaráðherra og fjármálaráð- herra til forsætisráðherra. Halldór Gunnars- son í Holti Forviða á orðum for- sætisráð- herra ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.