Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 13
AFAR góð aflabrögð hafa verið við
norðausturhornið á undanförnum
vikum, að sögn Gunnars Jónssonar,
vinnslustjóra hjá GPG á Raufar-
höfn. Raufarhafnarbátar lögðu net-
in í febrúar og almennt má segja að
þegar hefur gefið á sjó hafi verið
skínandi góð veiði. „Ég satt að
segja man ekki eftir öðrum eins
aflabrögðum á þessum tíma árs,
segir Gunnar á heimasíðu Brims.
„Til dæmis fékk trillukarl um ellefu
hundruð kíló á færi einn daginn og
þetta var stór og góður fiskur, með-
alþyngd yfir 3 kg. Það hefur því
verið nóg að gera í vinnslu GPG á
Raufarhöfn, sem framleiðir léttsalt-
aðar þorskafurðir fyrir Spánar-
markað. Nú eru 32 á launaskrá hjá
fyrirtækinu og hefur eilítið fjölgað
að undanförnu. Á föstudag var
raunar frí hjá starfsfólkinu, það
vann á sumardaginn fyrsta, og tók
út fríið á föstudag í staðinn, eins og
kjarasamningar kveða nú á um að
megi gera. „Við brúum bilið núna í
hrygningarstoppinu með vinnslu á
Rússafiski. Við miðum við að eiga
alltaf slíkan fisk í geymslum hjá
okkur þannig að við þurfum aldrei
að stoppa vinnsluna, segir Gunnar.
Lítið sem ekkert er nú í birgðum
hjá GPG á Raufarhöfn. Flutninga-
skip tók um 100 tonn af afurðum í
síðustu viku og annað skip kom 5.
apríl sl. og tók svipað magn. Skip-
unum er siglt beint niður til Vigo á
Spáni.
Góð veiði við
norðausturhornið
ÚR VERINU
NÝR bátur, Linni SH 303, kom til
heimahafnar á Ólafsvík á sunnudag.
Hafa feðgarnir Gautur Hansen
og sonur hans Eiríkur fest kaup á
Linna SH. Linni SH er tæplega 78
brúttórúmlestir að stærð. Báturinn
var smíðaður á Seyðisfirði árið 1974
og hét hann upphaflega Vingþór
NS. Síðar fékk hann nöfnin Stur-
laugur ÁR, Guðfinnur KE og Berg-
ur Vigfús GK.
Búið er að breyta bátnum mjög
mikið. Hann hefur verið lengdur
tvívegis, 1995 og 1997, og þilfarið
var hækkað árið 1988.
Fjölmargir gestir voru saman-
komnir á bryggjunni í Ólafsvík til
að taka á móti þeim feðgum við
komuna og þáðu margir veitingar
sem voru um borð hjá þeim feðg-
um.
Heldur Linni SH heldur fljótlega
á netaveiðar, en hann er einnig
útbúinn á dragnót.
Morgunblaðið/AlfonsLinni SH við komuna til Ólafsvíkur.
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Feðgarnir Eiríkur og Gautur Hansen um borð í Linna SH 303.
YFIRMENN ísraelska hersins
nafngreindu í gær þann mann sem
þeir telja hafa tekið við af Abdel
Aziz Rantisi sem leiðtogi Hamas-
hreyfingarinnar, en Ísraelar drápu
Rantisi með flugskeytaárás 17. apríl
sl. Þeir segja að Mahmoud Zahar,
sem er læknir að mennt og lengi
hefur verið í hópi harðlínumanna í
röðum Hamas, hafi verið skipaður
leiðtogi hreyfingarinnar.
Hamas-samtökin hafa neitað að
greina frá því hvaða maður hafi ver-
ið útnefndur leiðtogi í stað Rantisi
og neituðu í gær fullyrðingum Ísr-
aela um að Zahar hefði orðið fyrir
valinu. Sögðu talsmenn samtakanna
að um væri að ræða tilraun af hálfu
Ísraela til að fá
fram í dagsljósið
upplýsingar um
skipurit forystu
Hamas.
Rantisi hafði
aðeins verið leið-
togi Hamas í um
mánuð þegar
hann var drep-
inn, hafði tekið
við af Sheikh Ahmed Yassin sem
Ísraelar drápu 22. mars. Forysta
samtakanna hefur verið í felum á
Gaza-ströndinni frá því að Yassin
var drepinn, enda hafa Ísraelar sagt
að öll forystusveit Hamas sé rétt-
dræp.
Hamas-samtökin hafa staðið á
bakvið fjölda sjálfsmorðsárása und-
anfarin þrjú og hálft ár og hafa lík-
lega meira en 300 óbreyttir, ísr-
aelskir borgarar fallið í þeim.
Var áður næstráðandi
Þrjú helstu dagblöðin í Ísrael
nafngreindu öll Zahar í gær sem
nýjan leiðtoga Rantisis en Zahar
var áður næstráðandi í samtökun-
um. Var Moshe Yaalon, hershöfð-
ingi í Ísraelsher, hafður fyrir því að
Zahar hefði erft hlutverkið „sjálf-
krafa“. Gaf Yaalon til kynna að Ísr-
aelsher myndi ekki reyna að ráða
hann af dögum á meðan Hamas-
samtökin héldu sig til hlés.
Ísraelar segja Zahar
nýjan leiðtoga Hamas
Jerúsalem. AP.
Mahmoud Zahar
ÁÆTLAÐ er, að um 1,1 milljón
manna, aðallega kvenna, hafi tekið
þátt í mótmælagöngu í Washington
á sunnudag en þá var þess krafist,
að réttur kvenna til fóstureyðingar
yrði tryggður. Með göngunni von-
ast konur til að hafa áhrif á stjórn-
málamenn fyrir kosningarnar í
Bandaríkjunum í haust.
Konur á öllum aldri, víðs vegar
að úr Bandaríkjunum og frá mörg-
um öðrum löndum, tóku þátt í mót-
mælunum en þær halda því fram,
að George W. Bush Bandaríkja-
forseti stefni að því að rýra veru-
lega rétt kvenna til fóstureyð-
ingar. Segja skipuleggjendur
mótmælanna, að 1,15 milljónir
manna hafi tekið þátt í þeim en
lögreglan var ekki með mat á fjöld-
anum.
Á kröfuspjöldum mátti meðal
annars lesa „Rekum Bush“ og
„Fóstureyðingar verði áfram lög-
legar“ en áður en gangan lagði af
stað sagði öldungadeildarþingmað-
urinn Hillary Clinton, að hún von-
aðist til, að konunum tækist að
virkja þennan kraft í komandi
kosningum.
Meira en 1.400 borgaraleg sam-
tök stóðu að göngunni en margt
frægt fólk tók þátt í henni, meðal
annars leikkonan Whoopi Gold-
berg, Óskarsverðlaunahafarnir
Charlize Theron og Helen Hunt,
leikkonurnar Julia Stiles, Demi
Moore, Sharon Stone, Kirsten
Dunst, Salma Hayek og Uma Thur-
man, fyrirsætan Cindy Crawford
og poppsöngvararnir Christina
Aguilera og Pink.
Skoðanakannanir í Bandaríkj-
unum sýna, að nokkur meirihluti
er hlynntur fóstureyðingum.
Andstæðingar fóstureyðinga
efndu einnig til göngu á sama tíma
en hún var fámenn.
AP
Meira en milljón konur mótmæltu
Washington. AFP.
FERLI leyfisveitinga á Íslandi
vegna fiskeldis í sjó eru flókin og því
þarf að einfalda þau og samræma
kröfur sem gerðar eru. Í mati á um-
hverfisáhrifum eru Íslendingar að
komast á svipað stig og Noregur,
Skotland og Kanada. Í tengslum við
vöktunarferli geta Íslendingar lært
af þessum löndunum.
Þetta eru niðurstöður meistara-
prófsverkefnis Önnu Rósu Böðvars-
dóttur við líffræðiskor ranvísinda-
deildar Háskóla Íslands. Verkefnið
fjallar um fiskeldi í sjókvíum við
strendur Íslands, frelsi leyfisveit-
inga, mat á umhverfisáhrifum og
vöktunaraðferðir.
Fiskeldi er vaxandi iðnaður við
strendur Íslands, en sama þróun
hefur verið um allan heim á síðasta
áratug. Þekkt er að fiskeldi í sjókví-
um getur haft neikvæð áhrif á um-
hverfið. Áhrifin geta verið margvís-
leg allt frá sjónrænum áhrifum til
beinnar mengunar frá fiskeldi.
Helstu áhyggjuefni eru tengd upp-
söfnun lífrænna efna, uppsöfnun eit-
urefna, erfðablöndun við villta stofna
og skorti á sjálfbærni. Meginmark-
mið verkefnisins er að skoða hvort
staðið sé á sama hátt að málum á Ís-
landi í tengslum við leyfisveitingar,
mat á umhverfisáhrifum og vöktun-
araðferðir og hjá samanburðarlönd-
unum, Noregi, Skotlandi og Kanada.
Þá er reynt að benda á hvað gera
þurfi til að bæta meðferð þessara
mála á Íslandi. Verkefnið byggist á
því að kanna heimildir og safna upp-
lýsingum frá aðilum sem starfa við
þessi viðfangsefni bæði hér heima og
erlendis.
Anna Rósa heldur fyrirlestur um
verkefni sitt í sal 132 í Öskju, nátt-
úrufræðihúsi við Sturlugötu 7,
klukkan 16.15 í dag, þriðjudag.
Flókin ferli vegna leyfis-
veitinga til sjókvíaeldis
BANDARÍSKI
tónlistarmaður-
inn Michael
Jackson sagði
upp nú um
helgina lögfræð-
ingunum tveim-
ur, sem hafa ver-
ið verjendur
hans frá því í
nóvember er
hann var ákærður fyrir að sýna
barni kynferðislega áreitni.
Raymore Bain, talsmaður Jack-
sons, sagði í gær, að þeir Mark
Geragos og Benjamin Brafman
væru hættir en í þeirra stað hefði
komið Thomas Mesereau, sem
einnig er kunnur lögfræðingur.
Brafman sagði í viðtali að hann
teldi að Jackson væri að gera mis-
tök. „Ég tel ekki að það sé góð hug-
mynd að skipta um lögmenn þegar
lögmenn þínir eru að vinna gott
starf,“ sagði hann.
Jackson sagði sjálfur í yfirlýs-
ingu að hann hefði skipt um lög-
fræðinga vegna þess að „líf hans
væri í húfi“. Gaf Jackson til kynna
að hann teldi ekki að Geragos og
Brafman helguðu sig máli hans á
viðunandi hátt.
Jackson var birt ný ákæra í Kali-
forníu í síðustu viku en ekki hefur
þó enn verið upplýst hver sakarefn-
in eru. Bætist hún við ákæruliðina
sjö, sem honum voru birtir í desem-
ber, en þeir snúast um óviður-
kvæmilega hegðun gagnvart barni
og að hafa haldið að því áfengi.
Jackson hefur lýst þessum ákærum
sem „uppspuna“, sem hafi þann til-
gang einan að hafa út úr honum fé.
Fjölmiðlar vestra segja, að yfir-
heyrslur yfir barninu eða drengn-
um, sem um ræðir, hafi farið fram
að viðstöddum foreldrum hans, lög-
fræðingum og 19 manna kviðdómi
og hafi það verið niðurstaðan, að
næg ástæða væri til að draga Jack-
son fyrir dóm. Þá segir Los Angel-
es Times að saksóknarar séu að
kanna hvort kæra eigi aðstoðar-
menn Jacksons fyrir að hafa haft í
hótunum við fjölskyldu drengsins,
sem ásakað hefur Jackson.
Michael Jackson ákveður
að fá sér nýja lögfræðinga
Los Angeles. AFP.
Michael
Jackson