Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mikil flugeldasýning ogfjöldagleðskapur munhefjast í höfuðborgun-um Tallinn, Riga, Viln- ius og víðar í Eystrasaltslöndunum þremur á miðnætti á föstudag. Þá ganga í gildi samningar um aðild Eistlands, Lettlands og Litháens að Evrópusambandinu, ásamt fimm annarra ríkja Mið- og Austur-Evrópu og Miðjarðarhafseyríkjanna Möltu og Kýpur. Við þessi tímamót fagna þjóðirnar þrjár miklum áföngum í sögu sinni. Það er aðeins rúmur áratugur síðan þau losnuðu úr viðjum Sovétríkjanna og endurheimtu sjálfstæði sitt. Ríkin þrjú tóku þá strax stefnuna á fulla þátttöku í öllum helztu samstarfs- stofnunum vestrænna ríkja. Sú við- leitni hefur nú skilað þeim bæði inn í raðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins. Fyrir flestum íbúum landanna þriggja er inngangan í bæði bandalög tvær hliðar á sama peningi; með NATO-aðildinni sé verið að tryggja öryggið gagnvart rússneska grann- anum stóra, og ESB-aðildin opni nýja markaði og viðskiptatækifæri og flýti fyrir velmegunarþróun. Eistneski þingmaðurinn Trivimi Velliste orðar kjarna málsins svo: „NATO er líf. ESB er gott líf.“ Norræn-baltnesk samstaða Allt frá því Íslendingar urðu sjón- armun á undan Dönum að endurnýja viðurkenningu sjálfstæðis Eystra- saltsríkjanna árið 1991 hafa Norður- löndin staðið með þessum grannþjóð- um sínum í austri. Ísland var heldur ekki eftirbátur hinna Norðurland- anna í stuðningi við stefnu Eystra- saltslandanna inn í bæði bandalög. Eystrasaltslöndin eru með auka- aðild að Norðurlandaráði og Ísland, sem gegnir nú formennsku í Nor- rænu ráðherranefndinni, hefur stutt með ráðum og dáð við nánari teng- ingu þeirra við Norðurlönd. Hefur þessi stuðningur komið fram í starf- inu innan Norðurlandaráðs, Eystra- saltsráðsins og í pólitískum yfirlýs- ingum í tengslum við stækkun ESB og NATO. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra hefur ítrekað látið þau ummæli falla að hin fyrirhugaða inn- ganga Mið- og Austur-Evrópuríkja í ESB væri einkar áhugaverð fyrir Ís- land vegna þeirra auknu samskipta- og viðskiptamöguleika sem það hefði í för með sér á Evrópska efnahags- svæðinu (EES) í heild sinni. Eistland var hið eina Eystrasalts- landanna þriggja sem var tekið í „fyrstu-lotu-hóp“ aðildarviðræðna árið 1998. Að Eistum skyldi takast – svo fáum árum eftir endurheimt sjálf- stæðisins – að vera nógu vel á leið komnir á umbótabrautinni til að telj- ast í stakk búnir að hefja samninga um inngöngu í Evrópusambandið var mikil viðurkenning fyrir það erfiði sem þjóðin hafði lagt á sig að þessu marki. Hún hafði brett upp ermar og ráðizt í það mikla verk að hrista af sér arfleifð hálfrar aldar nauðungarsam- runa við stjórn- og efnahagskerfi Sovétríkjanna og náð undraverðum árangri á skömmum tíma. Nú er eist- neskt samfélag með þeim þróuðustu t.d. hvað varðar notkun Netsins og nútímafjarskiptatækni. Rússavandinn Stjórnvöld í Lettlandi og Litháen voru ósátt við þessa mismunun. En löndin tóku sig öll á í umbótaþróun- inni og nutu við það margþætts stuðnings af hálfu ESB, og tókst að ljúka aðildarsamningunum á sama tíma, þ.e. á leiðtogafundinum í Kaup- mannahöfn í desember 2002. Í árlegum matsskýrslum fram- kvæmdastjórnar ESB á aðildarund- irbúningi Eystrasaltsríkjanna var eitt atriði jafnan gagnrýnt hvað mest, en það var staða ríkisfangslausra (rússneskumælandi) íbúa landanna. Einkum voru Eistland og Lettland gagnrýnd fyrir stefnuna í málefnum þessa fólks, sem ESB þrýsti á um að fengi allt ríkisborgararéttindi sjálf- krafa. Stjórnvöld í Tallinn og Riga telja hins vegar eðlilegra að gera kröfu um að þetta fólk taki próf í rík- ismálinu (eistnesku í Eistlandi, lettn- esku í Lettlandi) og aðrar aðgerðir til að aðlaga það því þjóðfélagi sem það býr í. Vilji stjórnvalda beinist líka að því að þetta fólk sýni fram á hollustu sína við það ríki sem það býr í – ekki við grannríkið stóra í austri, sem óum- beðið telur sig málsvara þessa fólks eins og ítrekað hefur komið fram í ummælum og aðgerðum rússneskra ráðamanna. Tilmæli erlendis frá hvað skuli gera í þessum málum frábiðja eistneskir og lettneskir stjórnmála- menn sér. Þannig hefur utanríkisráð- herra Lettlands sagt, að það sem skipti mestu máli þegar upp væri staðið sé ekki magnið – þ.e. fjöldi þeirra sem veittur er ríkisborgara- réttur – heldur gæðin, þ.e. að hinir nýju borgarar færi sönnur á hollustu sína gagnvart lettneska ríkinu. Hæst er hlutfall rússneskumæl- andi fólks í Lettlandi, yfir þriðjungur íbúa, og í Eistlandi er það um 30%. Í Litháen er rússneskumælandi minni- hlutinn innan við 10% íbúa. En þótt öll þrjú löndin hafi náð miklum árangri í umbótaferlinu, Ljósmynd/Auðunn Frá Vilnius. Árangur uppbyggingarskeiðsins frá því Eystrasaltslöndin losnuðu undan sovézka okinu sést bezt í höfuðborgunum Vilnius, Riga og Tallinn. Breytingarnar eru mun minna sýnilegar á landsbyggðinni. Frá Íslandstorgi í Tallinn, sem svo heitir til minningar um að Ísland var fyrst til að viðurkenna á ný sjálf- stæði Eystrasaltslandanna. Af sömu ástæðu er Íslandsgata í Vilnius.    MARGIR fyrrverandi æðstu menn í bresku utanríkisþjónustunni hafa rit- að Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, harðort bréf. Í því gagnrýna þeir hann fyrir að fylgja stefnu Bandaríkjanna í Írak og segja, að hún sé dæmd til að mistakast. Undir bréfið, sem á sér ekkert for- dæmi, skrifa 52 fyrrverandi sendi- herrar og fulltrúar konungdæmisins í samveldislöndunum, það er að segja æðstu menn utanríkisþjónustunnar. Í bréfinu segir, að „við höfum með vax- andi áhyggjum fylgst með þeirri stefnu, sem þér hafið fylgt í Mið-Aust- urlöndum og í Írak í náinni samvinnu við Bandaríkin“. Segja þeir, að þeim finnist vera kominn tími til að opin- bera þessar áhyggjur í von um, að þær verði ræddar á þingi og stefnunni verði breytt í grundvallaratriðum. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Í bréfinu gagnrýna sendimennirnir Blair og Bush Bandaríkjaforseta fyrir að hafa ekki haft neina áætlun um það, sem við ætti að taka að Saddam Hussein föllnum. Þá segja sendiherr- arnir, að það hafi verið mistök að treysta á, að Bandaríkjastjórn hefði eitthvert frumkvæði að því að leysa deilur Ísraela og Palestínumanna. Hún hafi ekkert gert til að stuðla að viðræðum eða halda aftur af ofbeldi. Tony Blair harðlega gagnrýndur Tímarnir tvennir HVER sá sem lifað hefur í 100 ár hefur upplifað tímana tvenna. En Aurora Voites, sem í þessari viku fagnar 101 árs afmæli sínu, hefur, rétt eins og föðurland hennar Eist- land, upplifað þvílíkar kollsteypur um ævina að það hálfa væri yfrið nóg. Hún fæddist er land hennar var hluti af rússneska keisaradæminu og hefur lifað það að sjá hálfa tylft innrásarherja draga fána sína að húni. Á dögum beggja heimsstyrj- aldanna sá hún heilu akrana þakta líkum. Hún upplifði gleðina þegar Eistar stofnuðu í fyrsta sinn í sög- unni sjálfstætt ríki árið 1920, von- brigðin þegar landið var innlimað í Sovétríkin árið 1940, innrás herja nazista og síðan Rauða hersins aft- ur. Tíundi hver landsmaður hennar týndi lífi eða var fluttur í fangabúð- ir Stalíns. Eftir nær hálfrar aldar „nauðungarvist“ í Sovétríkjunum upplifði hún svo gleðina er sjálf- stæðið var endurheimt í byrjun tí- unda áratugarins. „Ég hef séð svo mikinn dauða“ segir Voites, sem varði starfsævi sinni sem barnakennari. „Ég hef grátið svo mikið vegna þessara ungu manna sem þurftu að láta lífið vegna hroka einhvers annars, fyrir valdasælni annarra.“ Nýjasti fáninn sem hún sér dreg- inn að húni fyrir utan íbúð sína í Tallinn er blái stjörnum prýddi Evrópufáninn. Þegar það gerist, nú um mánaðamótin, verður það í ann- að sinn á síðustu hundrað árum sem Eistland og hin Eystrasaltsríkin ganga í bandalag sem þeir voru ekki þvingaðir til þátttöku í. Það fyrsta var þegar löndin þrjú fengu aðild að NATO 2. apríl síðastliðinn. Eystrasaltsríkin Eistland, Lettland og Litháen hafa nú náð því markmiði að kom- ast í „örugga höfn“ NATO og ESB. Í til- efni af þessum tímamótum lýsir Auðunn Arnórsson stöðu þessara vinalanda Íslands. Eystrasaltsþjóðirnar komnar í örugga höfn ÁTTA íraskir uppreisnarmenn og bandarískur hermaður féllu í hörð- um bardaga í borginni Fallujah sem bandaríska hernámsliðið situr um. Tveir bandarískir hermenn biðu bana og þrettán særðust, þar af átta óbreyttir borgarar, í öflugri spreng- ingu í efnaverksmiðju í Bagdad sem hermenn réðust inn í vegna gruns um að þar væru framleidd efni í sprengjur, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Þá staðfesti breska stjórnin að hún hefði hafið viðræður um þann möguleika að hún sendi fleiri hermenn til Íraks vegna þeirr- ar ákvörðunar spænsku stjórnarinn- ar að kalla herlið sitt í landinu heim. Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá því að bandarískir herforingjar hefðu frestað fyrirhugaðri sókn inn í Fallujah gegn uppreisnarmönnum úr röðum íraskra súnníta. Náðst hefði samkomulag við íraska samn- ingamenn um að bandarískir her- menn og íraskar öryggissveitir hæfu sameiginlegt eftirlit í borginni. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að átta bandarískir hermenn hefðu særst í sprengju- og skotárás upp- reisnarmanna sem hefðu komið sér fyrir í mosku í Fallujah. Hermenn- irnir gerðu þá árás á moskuna og bænaturn hennar eyðilagðist. Eru þetta hörðustu átök sem blossað hafa upp í Fallujah frá því að vopna- hléi var lýst yfir fyrir skömmu. Fjölgað um allt að 2.000? Sjónarvottar sögðu að öflug sprenging hefði orðið í efnaverk- smiðju í Bagdad þegar bandarískir hermenn hefðu ráðist inn í hana. Óstaðfestar fregnir hermdu að her- mennirnir hefðu hafið skothríð á hurð til að opna hana og neisti hefði komið sprengingunni af stað. Tals- maður Bandaríkjahers sagði að grunur léki á að verksmiðjan hefði verið notuð til að framleiða „efni í vopn handa hryðjuverkamönnum og uppreisnarmönnum“. Sex óbreyttir borgarar og fimm hermenn særðust í sprengingunni. Spænskir hermenn felldu fimm Íraka eftir að hafa orðið fyrir árás í bænum Diwaniyah í S-Írak. Íraskur hópur, sem heldur þremur Ítölum í gíslingu, hótaði í gær að drepa þá nema efnt yrði til mótmæla á Ítalíu gegn þátttöku landsins í hernáminu. Pólska stjórnin skýrði frá því að Bandaríkin myndu taka við stjórn friðargæslu í tveimur af þeim fimm héruðum sem Pólverjar hafa borið ábyrgð á. Þetta var ákveðið eftir að stjórnvöld á Spáni, í Hondúras og Dóminíska lýðveldinu ákváðu að kalla hermenn sína heim, en þeir hafa verið undir stjórn Pólverja. Talsmaður breska varnarmála- ráðuneytisins sagði að stjórn Tonys Blairs forsætisráðherra hefði hafið viðræður við samstarfsríkin um þann möguleika að fjölgað yrði í breska herliðinu í Írak til að bæta upp brottflutning spænsku her- mannanna. „Engin ákvörðun hefur þó verið tekin,“ sagði talsmaðurinn. Um 8.700 breskir hermenn eru nú í Írak. The Times sagði að stjórnin væri að íhuga ýmsa möguleika, með- al annars að fjölga hermönnunum um allt að 2.000 og taka við stjórn að- gerða á stærra svæði. Jaap de Hoop Scheffer, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði í gær að NATO myndi ekki gegna auknu hlutverki í Írak nema írösk bráðabirgðastjórn, sem á að vera við völd eftir 30. júní, óski eftir aðstoð bandalagsins. Hann setti einnig það skilyrði að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýja áætlun þar sem sérstakt umboð yrði veitt til friðargæslu í Írak. Níu féllu í hörðum átökum í Fallujah Blair ljær máls á því að fjölga í breska herliðinu í Írak Bagdad, London. AFP. AP Íraki fagnar á þaki bandarísks her- jeppa sem eyðilagðist í sprengingu í efnaverksmiðju í Bagdad í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.