Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 18
AKUREYRI
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
línuskautar
fullorðins.
Margar gerðir.
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
04
. 2
00
4
Línuskautar
hlífar og hjálmar
Varahlutir og viðgerðaþjónusta
ORLANDO
stækkanlegir barna línuskautar.
Skautinn stækkar með barninu.
Mjúk dekk og APEC legur.
Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40
fyrirtæki
í forystu í þróun
betri og þægilegri
línuskauta
Vaxtarsamningur| Kaupfélag Ey-
firðinga efnir til opins málþings með
yfirskriftinni; Vaxtarsamningur fyr-
ir Eyjafjarðarsvæðið. Það verður í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á
miðvikudag, 28. apríl kl. 18.
Framsöguerindi á fundinum flyt-
ur Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra. Að því loknu
verða pallborðsumræður þar sem
auk ráðherra taka þátt:
Halldór Jónsson, forstjóri FSA,
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj-
arfulltrúi á Akureyri, Helgi Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri Norð-
urmjólkur og stjórnarformaður
Matvælaseturs HA,
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há-
skólans á Akureyri og Benedikt Sig-
urðarson, formaður stjórnar KEA
Vanadís, völva og valkyrja| Val-
gerður H. Bjarnadóttir flytur fyr-
irlestur á Félagsvísindatorgi í dag,
þriðjudaginn 27. apríl, kl. 16.30 í
Þingvallastræti 23, stofu 14. Hann
nefnist: „Vanadís, völva og valkyrja
– fornar birtingarmyndir gyðjunnar,
endurspeglaðar úr minni íslenskrar
konu.“
Í erindi sínu ætlar Valgerður að
fjalla um kenningar um minni um
forna menningu þar sem gyðjan sit-
ur í miðju hringrásar lífsins, þar sem
jafnvægi ríkir milli konu, karls og
náttúru og þar sem stríð er óþekkt.
Hún fjallar um leit sína að þráðum
þessarar menningar í frásögnum af
Vönum í fornbókmenntum okkar en
einnig í tungu okkar og sögu. Val-
gerður mun gera grein fyrir af-
rakstri rannsókna sinna og hugs-
anlegri þýðingu þess sem hún hefur
orðið vísari fyrir nútímann.
LISTAKONURNAR Sveinbjörg
Hallgrímsdóttir og Arna Valsdóttur
hlutu starfslaun listamanna á Ak-
ureyri starfsárið 2004 til 2005, en til-
kynnt var um það á svonefndri Vor-
komu menningarmálanefndar
bæjarins á Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri á sumardaginn fyrsta.
Sveinbjörg hlaut starfslaun til 9
mánaða og Arna til 3 mánaða.
Sveinbjörg hefur frá árinu 1992
unnið samfleytt að list sinni og rekið
eigin vinnustofu. Hún stofnaði Gall-
erí Svartfugl á Akureyri, sem bæði
er vinnustofa og sýningarsalur árið
1997 og hefur starfrækt galleríið síð-
an, ýmist ein eða í samstarfi við aðra.
Hún hefur starfað sem myndlist-
arkennari í mörg ár og hin síðustu í
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Sveinbjörg er grafíklistakona og
nýtir sér ólík form þeirrar tækni.
Hún hefur haldið fjölda sýninga
bæði hérlendis og erlendis. Fram-
undan hjá Sveinbjörgu er einkasýn-
ing á höfuðborgarsvæðinu, hún vinn-
ur að tveimur sýningum í Danmörku
og í athugun er samsýning í Græn-
landi á næsta ári. Um þessar mundir
má sjá verk hennar á sýningu í kaffi-
húsinu Bláu könnunni á Akureyri og
raunar einnig í Almanaki Þroska-
hjálpar fyrir árið 2004.
Arna Valsdóttir hefur frá árinu
1999 tekið öflugan þátt í menningar-
lífi Akureyrar, tekið þátt í fjölmörg-
um sýningum, haldið fyrirlestra og
erindi og staðið fyrir því sem hún
hefur kosið að kalla listvís-
indasmiðjur. Upp á síðkastið hefur
hún vakið athygli fyrir Ævintýra-
dansleikhús barna á Akureyri, það
er verkefni sem hún hefur staðið fyr-
ir ásamt Önnu Richardsdóttur dans-
ara. Arna hefur sérhæft sig í sam-
þættingu listgreina og hefur aflað
sér mikillar reynslu og þekkingar á
því sviði, sérstaklega í samstarfi við
börn.
Á Vorkomunni var einnig tilkynnt
um heiðursviðurkenningar Menn-
ingarsjóðs Akureyrar og Húsvernd-
arsjóðs Akureyar. Það voru þau
Haraldur Sigurðsson og Kristjana
N. Jónsdóttir sem hlutu viðurkenn-
ingu Menningarsjóðs fyrir ómet-
anlegt framlag til menningarmála í
bænum. Viðurkenningu Húsvernd-
arsjóðs hlutu Kristján Magnússon
og Snjólaug Brjánsdóttir fyrir við-
hald og endurbætur á húseigninni
Oddeyrargötu 17.
Arna og Sveinbjörg hlutu
starfslaun listamanna
Ljósmynd/Pedromyndir
Hlutu starfslaun: Listakonurnar Sveinbjörg Hallgrímsdóttir og Arna Vals-
dóttir hlutu starfslaun listamanna á Akureyri en tilkynnt var um það á
Vorkomu menningarmálanefndar á sumardaginn fyrsta.
GUTENBERG ehf. hefur samið við
Akureyrarbæ og orkufyrirtækið
Norðurorku hf. á Akureyri um
prentun og dreifingu á innheimtu-
seðlum, launaseðlum og öðrum föst-
um fjöldasendingum með svokölluð-
um ePósti. Með þessum samningi
næst umtalsverð hagræðing og
sparnaður hjá Akureyrarbær og
Norðurorku.
Eftir sem áður annast Akureyr-
arbær og Norðurorka álagningu og
innheimtu, en nú verður það fyrir-
komulag tekið upp að þessar upplýs-
ingar verða sendar rafrænt til Gut-
enberg, sem prentar út viðkomandi
upplýsingar með stafrænni tækni,
áritar til viðtakenda og pakkar í um-
slög. Síðan er viðkomandi sending-
um eða umslögum komið til viðtak-
enda með venjulegum pósti.
Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri
stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar,
segir í frétt að þetta hafi í för með
sér verulega vinnuhagræðingu og
lækki umtalsvert sendingarkostnað.
Í stað þess að senda út sérstaka
greiðsluseðla vegna t.d. fasteigna-
gjalda, leikskólagjalda, tónlistar-
skólagjalda o.fl. verða seðlar samein-
aðir í eitt umslag til hvers
viðtakanda. Með því sparist umtals-
verðir fjármunir.
Með samningi Gutenberg við
Norðurorku er ætlunin að orku-
reikningar, sem Norðurorka hefur
til þessa sent út til notenda, verði
sendir út í sama umslagi og reikn-
ingar frá Akureyrarbæ.
Umrædd þjónusta, ePóstur, var
áður þróuð hjá Offset, sem nú er
hluti af Gutenberg ehf. Góð reynsla
hefur fengist af þessari þjónustu og
hafa sífellt fleiri fyrirtæki, sveitar-
félög og stofnanir ákveðið að nýta
sér hana og spara þannig verulega
fjármuni.
Akureyrarbær og Norðurorka semja við Gutenberg ehf. um ePóst
Umtals-
verður
sparnaður
Samningar undirritaðir: Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Akureyrarbæjar, Þorkell Pálsson hjá Gutenberg ehf. og Sigurður J. Sig-
urðsson, fjármálastjóri Norðurorku hf.
TAEKWONDODEILD Þórs á Ak-
ureyri fékk afhenta viðurkenningu
sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á árs-
þingi ÍBA fyrir skömmu. Það var
forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram, sem
afhenti Þórdísi Úlfarsdóttur for-
manni deildarinnar viðurkenn-
inguna. TKD-deildin er minnsta og
yngsta deildin innan Þórs en hefur
unnið mjög faglega og skipulega.
Deildin státar af tvöföldum Norð-
urlandameistara í greininni, Rut
Sigurðardóttur, og er Rut fyrsta
konan til að verða Norðurlanda-
meistari í greininni og fyrsti Íslend-
ingurinn sem verður Norð-
urlandameistari tvö ár í röð. Þó að
þessi afrek liggi ekki til grundvall-
ar við afhendingu viðurkenningar
sem Fyrirmyndarfélag er þetta frá-
bær og eftirtektarverður árangur,
eins og segir á vefsíðu ÍSÍ.
Taekwondodeild Þórs Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Fyrirmyndarfélag: Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, ásamt meðlimum í
Taekwondodeild Þórs. Í fremstu röð er stjórn deildarinnar en fjórir af
fimm stjórnarmönnum eru á aldrinum 18–20 ára.
Deildin unnið faglega
og skipulega
VALGARÐUR Stefánsson sýnir um
þessar mundir í Ketilhúsinu í Gróf-
argili, alls 58 málverk. „Þetta eru allt
saman ný verk,“ segir hann, unnin
með stafrænni tækni. Hann segir
stafræna myndsköpun hafa verið
áberandi á undanförnum árum og átt
sinn þátt í að breyta listheiminum og
eigi eftir að gera það í ríkum mæli.
„Ég teikna fyrst fríhendis og skanna
myndina inn í tölvu, þar held ég svo
áfram með hana,“ segir Valgarður og
bætir við að þessi vinnubrögð séu
nýjung hvað sig varðar. Hann hafi þó
nýtt sér tölvu-
tæknina í 10 ár,
„en nú á þann hátt
að ég laga tölvuna
að mér og því sem
ég vil gera, ég læt
hana ekki lengur
ráða því hvað ég
geri.“
Verkin á sýn-
ingunni eru ýmist
þrykkt á striga
eða pappír með nýjustu tækni og öll
unnin stafrænt í bland við hefð-
bundnar myndlistaraðferðir. Á efri
hæð Ketilhússins sýnir eiginkona
hans, Guðfinna Guðvarðardóttir, litla
skúlptúra sem hún hefur tálgað í tré.
Valgarður sýnir
í Ketilhúsi
Valgarður
Stefánsson