Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 19 PRIMERA öllu Ein með Nýja Primeran er bíll framtíðar- innar. Hið einstaka N-FORM aksturskerfi gerir þér kleift að nota þrjá aðalrofa til að stjórna öllum helstu aðgerðum bílsins með fingurgómunum. Primeran er auk þess með myndavél að aftan sem sýnir þér hversu nálægt þú ert næsta bíl á skjá í mælaborðinu. Hugvitssamleg hönnun Nissan Primera kemur þér skemmtilega á óvart. Nissan Primera – prýðileg fyrir þá sem vilja eina með öllu. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Verð frá 2.260.000 F í t o n / S Í A 0 0 9 2 9 5 Reykjanesbær | Valbjörg Ómars- dóttir, nemandi í 10. bekk Njarð- víkurskóla, fékk í síðustu viku við- urkenningu fyrir hönnun á nýju merki Njarðvíkurskóla. Samkeppni var haldin í vetur um hönnun nýs merkis fyrir skólann og tók fjöldi nemenda þátt í keppn- inni og bárust margar góðar til- lögur. Hugmynd Valbjargar varð fyrir valinu sem fyrr segir en Eric Farley, myndmenntakennari og grafískur hönnuður, bjó merkið til prentunar. Síðastliðinn föstudag var fáni Njarðvíkurskóla með hinu nýja merki dreginn að húni við skólalóð- ina í fyrsta sinn. Hannaði merki á nýjan skólafána Reykjanesbær | Stofnfundur kvennasveitarinnar Dagbjargar var haldinn á dögunum í húsakynnum Björgunarsveitarinnar Suðurnes en strax að honum loknum var efnt til hátíðarfundar að viðstöddu fjöl- menni. Tilgangur sveitarinnar er að vera bakhjarl Björgunarsveit- arinnar Suðurnes sem fagnaði 10 ára afmæli við sama tækifæri. Félagsmenn og stuðningsaðilar eru samtals rúmlega sjötíu en á fundinum var jafnramt kynnt ein- kennismerki sveitarinnar sem hann- að er af félagskonum og sýnir hnött og eldtungur. Að sögn Kristbjargar Gunn- björnsdóttur, varaformanns sveit- arinnar, var mikil eftirvænting fyrir fundinn og þegar nafn og merki fé- lagsins var opinberað á stóru tjaldi var því fagnað með dynjandi lófa- klappi. Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur afhenti Dagbjörgu stofnfé, eitt hundrað þúsund krón- ur. Þá voru viðstaddir fundinn gestir frá Slysavarnafélginu Landsbjörgu og slysavarnadeildum úr Garði, Grindavík og Hafnarfirði sem einnig færðu sveitinni góðar gjafir. „Nú tekur alvaran við, markmiðið að vinna sem bakhjarl Björg- unarsveitarinnar og að slysavörnum í landinu, þar er alltaf nóg af verk- efnum og við vitum að sveitin okkar getur áorkað miklu í þeim efnum með stuðningi Suðurnesjamanna.,“ sagði Kristibjörg. Fjölmennur stofnfundur kvennasveitarinnar Dagbjargar Ljósmynd/Rósinkar Snævar Ólafsson Fjölmenni var á hátíðarfundi sveitarinnar sem haldinn var strax að loknum stofnfundi. Um 70 skráðir félagsmenn og stuðningsaðilar Styrkir | Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjanesbæjar ákvað á dög- unum að veita körfuknattleiksdeild Kefla- víkur 600 þúsund króna styrk úr íþróttasjóði vegna árangurs sem liðið náði þegar það varð Íslandsmeistari. Jafnframt hefur ráðið ákveðið að veita Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar 300 þús- und króna styrk vegna árangurs sundliðs sambandsins á innanhúsmeistaramóti Ís- lands sem fram fór í Vestmannaeyjum í síð- asta mánuði. Þar vann liðið alls 19 Íslands- meistaratitla. MÍT veitir styrki úr íþróttasjóði vegna Ís- landsmeistaratitla sem einstaklingar og fé- lög vinna til og voru báðar þessar styrkveit- ingar samkvæmt þeim úthlutunarreglum. Bókagjafir | Eins og greint var frá í Mbl. um helgina fá öll börn í Reykjanesbæ fædd 2002 bókagjöf í þessari viku vegna verkefn- isins „Lestrarmenning í Reykjanesbæ“. For- eldrar og forráðamenn geta komið með börnin á Bókasafn Reykja- nesbæjar til og með 30. apríl og fengið bók- ina afhenta. Gjafabókin í ár er „Svona stór“ eftir Þóru Másdóttur, sem Mál og menning gaf út árið 2001. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem gefur bókina. Grindavík | Það var mikið fjör á uppskeruhátíð körfuknattleiks- deildar UMFG sem haldin var í Festi á dögunum. Fram kom í máli þeirra sem fóru í ræðustól að árangurinn væri ekki sá sem menn hefðu vonast eftir en þó ljóst að framtíðin væri björt. Ný stjórn tekur við á næstu dögum og verður það hlutverk hennar að finna þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins. Hápunktur kvöldsins var eins og ætíð afhending verðlauna og það kom engum á óvart að hjá körlunum var það Páll Axel Vil- bergsson sem var kjörinn best- ur og hjá konunum var það Sól- veig Helga Gunnlaugsdóttir sem var best. Aðrar viðurkenn- ingar voru m.a. efnilegasti leik- maðurinn Ólöf Helga Pálsdóttir og besti varnamaðurinn Erna Rún Magnúsdóttir hjá konun- um. Hjá körlunum fékk Guð- mundur Bragason viðurkenn- ingu fyrir 20 ár í boltanum en hann segist hættur. Þá fékk Pétur Rúrik Guðmundsson við- urkenningu fyrir að vera besti leikmaður úrslitakeppninnar, mestu framfarir féllu Davíð Páli Hermannssyni í skaut og já- kvæðasti leikmaðurinn var kjör- inn Eggert Pálsson. Uppskeruhátíð körfu- knattleiksdeildar UMFG Morgunblaðið/Garðar Páll Axel og Sólveig Helga voru kjörin bestu leikmennirnir.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.