Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 27 ÞAÐ er laugardagskvöld í Bisk- upstungum. Kyrrðin og vænt- anlegt vorið fellur þétt að vídd sjóndeildarhringsins. Það er dul- úðug kyrrð yfir landinu og vor- fuglarnir eru á næsta leiti. Skyldi ég eiga einhvern sér- stakan rétt á því að vera hér? Er ég sérstök íslenzk kennitala og skattstofn eða bara einn af hinum fjölþjóðlegu milljörðum þeirrar dýrategundar, sem heldur því fram í alvöru að hún beri Guðs mynd? Dýrategund sem drepur meðbræður sína gjarnan í nafni Guðs almáttugs og bókfastrar for- sjár en hefur samt stjörnusjón- aukann Hubble í þjónustu sinni. Ég man nú orðið nokkuð langt aftur í tímann. Ég man þá tíð að efnaleg gæði lífsins voru mun tak- markaðri en þau eru núna. Það var miklu færra fólk, færri hús, færri tré og færri tækifæri. Þetta var á tímum skömmtunarseðlanna og stofnaukanna. Löngu fyrir sjónvarp og þættina „Já ráð- herra“, þar sem Humphrey stýrði breska heimsveldinu af stakri snilld framhjá hugdetttum hins kjörna fulltrúa fólksins. Eins kon- ar Guðjón bak við tjöldin eins og skáldið sá fyrir sér. Það var fjölbreyttur hópur fólks, sem kom út úr rútunum hans Ólafs Ketilssonar á Geysi- splaninu í þá daga. Þarna voru út- lenzkir túristar á pokabuxum að spóka sig með Helga frá Brennu, sem fékk sendar filmur að sunnan með bílnum. Þarna komu þjóð- kunnir menn til að vera í sum- arfríi. Í minningunni er sífellt sól- skin á þessum dögum þó að ég viti að það rigndi eiginlega alltaf. Mik- ið fannst mér vindurinn þjóta sér- kennilega í símalínunum þegar hinn heimsvani jafnaldri minn Þórir kallaði „Reygjavík, Reygja- vík“ í símstöðina Síberíu, sem tengdi Haukadalinn okkar við hina fjarlægu höfuðborg, sem lá þá mestöll vestan Elliðaánna. Fólk þetta hafði margt skundað með mér á Þingvöll í stóru rign- ingunni 1944 til þess að stofna lýð- veldið Ísland og gekk því með lýð- veldismerkið í skíðahúfunum til sönnunar. Hvers vegna hafði þetta fók verið að leggja þetta á sig? Var það haldið einhverri sérstakri íslenzkri þjóðerniskennd eða ein- hverjum Danaleiða? En fjölþjóðleg hugsun var líklega komin til að vera eftir stríðið, sem þannig breytti okkur varanlega. Ekkert verður sem fyrr og heimurinn hefur minnkað mikið síðan. Ég las í Morgunblaðinu grein eftir töluglöggan mann um það, að Asíubúum á Íslandi hefði fjölgað hér tífalt á síðasta áratug. Afríkubúum væri einnig að fjölga hér gífurlega og myndu þeir skipta þúsundum eftir örfá ár. Hvers vegna skyldi þetta vera svona? Er þetta þróun sem er óhjákvæmileg? Hvers vegna skyldi afkomendum þeirra Íslend- inga, sem stofnuðu lýðveldið Ís- land 1944, liggja svona mikið á að gefa þetta land til annarra kyn- stofna og þjóða? Vantar svona mikið ódýrara vinnuafl meðan Ís- lendingar þiggja ekki framboðin störf? Fjölmenningarsamfélag heitir það víst, sem nú skal stefnt ótrautt að. Án þess að þess hafi verið getið sérstaklega í síðustu kosningastefnuskrám þeirra flokka, sem vildu láta mig kjósa sig í síðustu kosningum. Og sé þetta ekki bein stefna neins stjórnmálaflokks, hvaða afl skyldi þá stjórna hinni íslenzku innflytjendastefnu? Skyldi ég hafa kosið það yfir mig óvart? Eða kemur það inn um einhverjar ópólitískar bakdyr. Dyr sem ein- hver Guðjón bak við tjöldin stjórn- ar? Skyldi hann vera þá þegar bú- inn að ákveða hversu margir Afríkubúar til dæmis eigi að búa hér í lok þessarar aldar? Tíu þús- und? Hundrað þús- und? Hvar eða hvern getur maður spurt? Ég mátti ekki á minni hestatíð flytja inn arabíska gæðinga þótt mig langaði í þannig hesta. Ekki heldur mátti ég setja sænska geddu eða rússneska styrju í Þingvallavatn. Ekki mátti ég sá lúpínu í Surtsey í tilrauna- skyni. Samt á Íslendingabók að- eins að geta batnað. Og ef við stefnum svona ótrauð að fjölmenningarsamfélagi, hvers vegna viljum við þá vera að skylda innflytjendur til að læra íslenzku? Gætu þeir ekki heldur viljað lesa um Múhameð spámann og kappa hans heldur en heldur ósennilega þætti af einhverjum Agli Skalle- grímssen? Kennum við ekki núna börnum þeirra á tugum tungumála í Austurbæjarbarna- skólanum mínum gamla? Og er ekki fjölmenningin fólgin í því að geta talað margar tungur? Hvað líka með þjóð- lega siði innflytjend- anna. Vilja þeir ekki halda í sína menningu eins og við okkar? Er það sanngjarnt af okkur að skipa mú- hameðsmönnum að hætta að umskera dætur sínar og svo framvegis ef það er þeirra bjargfasta menning- arhefð? Eigum við ekki að vera tillitssöm og umburðarlynd í þessu nýja fjölmenningarsamfélagi? Það er ekki víst að alla langi til að kveða Andrarímur eða lesa þjóð- sögurnar. Verðum við ekki bráð- lega að banna messur og pass- íusálma í útvarpinu af jafnréttisástæðum? Við hættum víst alveg að spyrja danskinn ráða eftir 1944 – að mað- ur tali ekki um eftir fjórtán-tvö – enda veit hann áreiðanlega ekkert um innflytjendamál sem við gæti átt hér. Skyldu Biskupstungur verða friðsælli en í kvöld, ef þorp Afríkumanna rísa á bökkum Tungufljóts? Hver skyldi hann annars vera þessi Guðjón? Hver er þessi Guðjón? Halldór Jónsson skrifar um fjölmenningarsamfélag ’Og sé þetta ekki beinstefna neins stjórn- málaflokks, hvaða afl skyldi þá stjórna hinni íslenzku innflytjenda- stefnu?‘ Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. Missir flú af milljónum í hverri viku Kauptu mi› a núna! Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 24 43 6 0 4/ 20 04 Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! “Konur, nýsköpun, fyrirmyndir og tengslanet” Sett verður upp sýning á nýsköpun kvenna frá Svíþjóð og Íslandi og haldinn fræðslufundur um nýsköpun, mikilvægi fyrirmynda og tengslanet í Ráðhúsi Reykjavíkur 30.apríl kl.13-17 Hvað eru konur að fást við í Svíþjóð ? En á Íslandi? Er einhver aðstöðumunur við að koma nýjungum á markað í þessum löndum? Geta Íslendingar lært af Svíum? Mikilvægi tengslaneta og fyrirmynda. Fyrirlestrar fara fram á ensku. Fundarstjóri : Maria Louisa Jobeus sendiherrafrú Svíþjóðar á Íslandi 13.00-13.20 Valgerður Sverrisdóttir, Iðanaðar- og Viðskiptaráðherra flytur ávarp 13.20-13.40 Women and Innovation in Sweden Ewa Degerstedt 13.40-14.00 EU-projektet Women inventors in the north part of Sweden, Lena Nordström och Gunilla Wendsjö 14.00-14.20 The path from idea to the product, Talozz, Gunilla Gustafsson 14.20-14.40 Design av hjälpmedel för funktionshindrade, Pauline Andersson 14.40-14.50 Fyrirspurnir og frjálsar umræður. 14.50 –15.20 Kaffihlé, kaffi og kleinur selt gegn vægu gjaldi. 15.20-15.40 Industrial design - takes you from idea to product. Cultural differences, Matilda Gregersdotter, Leiðtogi ehf 15.40-16.00 FCEM .International Women Entrepreneurs Conference in Glasgow October 2004, Aðalheiður Karlsdóttir, alþjóðanefnd FKA 16.00-16.20 Business UK/India, Hendrikka Waage, Beluga PR & Marketing Ltd. 16.20-16.40 Importance of networking and roll models, Elinora Inga Sigurdardottir formaður Landssambands hugvitsmanna og fulltrúi QUIN á Íslandi 16.40-17.00 Fyrirspurnir og frjálsar umræður. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.