Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 35
sín vegna. Að þessu sinni barðist
hún vegna dætra sinna. Þær mega
vita að þær áttu móður sem munaði
um, sem vann störf sem eftir var
tekið, sem í áratugi lagði sitt þunga
lóð á vogarskálar betra samfélags í
þágu þeirra og annars ungs fólks.
Við Hjörleifur vottum þeim samúð
okkar sem og foreldrum Snjólaugar
og systkinum.
Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur.
Það er þyngra en tárum taki þeg-
ar fólk á besta aldri er hrifið burtu,
fólk sem er fullt af lífskrafti og bar-
áttuvilja, hugmyndum, áræði og
hugsjónum. Þannig var Snjólaug
Stefánsdóttir sem í dag er til mold-
ar borin rétt rúmlega fimmtug.
Fráfall hennar er mikill missir,
mestur að sjálfsögðu fyrir dætur
hennar, Brynju og Líneyju sem eru
enn innan við tvítugt, og hún þráði
umfram allt að geta annast og verið
með svo miklu lengur. Við sam-
starfsfólk hennar og vinir til
margra ára vitum að hún gegndi
þýðingarmiklu hlutverki í umræðu,
þróun og umbótum í viðkvæmum
málum og finnum sárt til þess að
eiga hana ekki lengur að. Snjólaug
beitti sér ótrauð á mörgum sviðum,
í forvarnarstarfi og í fjölskyldumál-
um þar sem hún lét sig sérstaklega
varða hag barna og ungmenna.
Málefni fólks af erlendum uppruna,
ekki síst kvenna, voru hennar hjart-
ans mál.
Snjólaug sagðist oft vera svo lán-
söm að saman færu starf og áhuga-
mál. Hún beitti sér óhikað og sá
gjarnan tækifæri þar sem ýmsir
sáu hindranir. Hún var órög við að
fara nýjar leiðir og hvetja sam-
félagið allt til þess. Hún trúði því
ekki aðeins að hægt væri að ná ár-
angri heldur sýndi fram á að þannig
mætti að verki standa. Niðurstöður
rannsókna, sem gerðar voru á með-
an á sameiginlegu átaki ríkisstjórn-
arinnar, Reykjavíkurborgar og evr-
ópsku samtakanna European Cities
Against Drugs sem stóð yfir á ár-
unum 1997–2002 og hún stýrði,
sönnuðu það. Hún var eitilhörð bar-
áttukona fram á síðasta dag. Hún
gafst heldur ekki upp fyrir mein-
semdinni, krabbameininu, sem
herjaði á höfuð hennar, fyrr en í
fulla hnefana. Hún hafði svo margt
að lifa fyrir.
Snjólaug var starfsmaður
Reykjavíkurborgar frá árinu 1981
og þar til hún lét af störfum á síðari
hluta ársins 2003 vegna veikinda.
Snjólaug var sannfærð um að við
Íslendingar hefðum allar forsendur
til þess að skapa börnum okkar – án
tillits til uppruna – betri aðstæður
en bjóðast annars staðar í heim-
inum. Þessi sannfæring endur-
speglaðist í störfum Snjólaugar fyr-
ir Reykjavíkurborg sem náðu í raun
langt út fyrir þann ramma. Hún
hafði lag á því að leiða til samstarfs
ólíka aðila. Snjólaug var frum-
kvöðull í slíkum vinnubrögðum þeg-
ar hún undirbjó tillögu að stofnun
fjölskylduþjónustu í Grafarvogi og
kallaði til verka forsvarsmenn fé-
lagasamtaka og stofnana í hverfinu.
Hún var frumkvöðull þegar hún
kallaði saman hópa útlendinga og
leiddi saman sveitarfélög til þess að
standa að stofnun Alþjóðahúss í
Reykjavík og efndi um leið til um-
ræðu um þann mannauð sem býr í
nýjum Íslendingum Hún var frum-
kvöðull í baráttunni gegn eiturlyfj-
um þar sem hún fékk stórfyrirtæki
landsins og foreldra til samstarfs
og gerði vímuefnavanda unglinga
að sameiginlegu verkefni þjóðar-
innar. Allir muna eftir slagorðun-
um; Foreldrar stöndum saman!
Elskum börnin okkar óhikað! Segj-
um nei!
Snjólaug trúði því að víðsýni og
virðing fyrir öllu fólki, hvar sem
það býr í heiminum og hvaðan sem
það væri upprunnið, væri grund-
vallaratriði og við Íslendingar vær-
um lánsamir að fólk af erlendum
uppruna kysi að setjast hér að. En
að það gerði jafnframt kröfu um að
við hin, almenningur og íslensk
stjórnvöld, hefðum þann metnað að
búa vel að nýjum íbúum. Hún batt
miklar vonir við starfsemi Alþjóða-
hússins og hlutverk þess í fjöl-
menningarlegu samfélagi. Hún
skrifaði margar greinar í dagblöð,
m.a. á síðasta ári þar sem hún
brýndi okkur í þessu máli og fleir-
um tengdum samfélagsþróun. Hún
hvatti okkur til þess að standa vörð
um fjölskylduna, ekki síst unga
fólkið í fjölskyldunum.
Snjólaug sótti dætur sínar,
Brynju og Líneyju, til Indlands og
Sri Lanka sem kornabörn. Hún
ætlaði sér að sjá þær verða að full-
vaxta konum sem settu mark sitt á
samfélagið og var óhemju stolt af
þeim. Mér svíður það mjög að hún
skyldi ekki lifa að sjá þessa drauma
sína rætast að fullu og efnilegu
stelpurnar sínar blómstra fullvaxta
konur. Þær munu hinsvegar ávallt
búa að því góða uppeldi og atlæti
sem mamma þeirra veitti þeim.
Snjólaug var mér í senn, náinn
vinur og góð samstarfkona. Vina-
bönd styrktust frá ári til árs, djúp
og innihaldsrík. Ekki síst þess
vegna tekur mig óendanlega sárt að
kveðja hana nú.
Ég tala fyrir hönd okkar sam-
starfsfélaganna á þróunar- og fjöl-
skyldusviði Reykjavíkurborgar
þegar ég segi að stórt skarð er
höggvið í okkar hóp en við búum
áfram að því sem hún lagði til mál-
anna. Við og fjölmargir aðrir starfs-
menn Reykjavíkurborgar þökkum
Snjólaugu fyrir allt og allt. Ég votta
dætrum Snjólaugar, Brynju og Lín-
eyju, Margréti móður hennar og
fjölskyldunni allri dýpstu samúð,
með bæn um að almættið styrki þau
í sorg sinni.
Kristín A. Árnadóttir.
Snjólaug markaði djúp spor í vit-
und samferðamanna sinna. Með
henni er horfin af sjónarsviðinu góð
manneskja sem skilur eftir sig mik-
ið lífsverk. Og vinum sínum færði
Snjólaug margar gjafir sem lifa í
minningunni.
Starfskrafta sína helgaði Snjó-
laug börnum og unglingum. Störf
hennar á þeim vettvangi voru risa-
vaxin og verða ekki gerð skil í fá-
tæklegum minningarorðum. Ég lít
á það sem sérstaka gæfu að hafa
starfað með henni að margvíslegum
verkefnum, sem spanna yfir hart-
nær tuttugu ár. Einkum þótti mér
dýrmætt að eiga Snjólaugu að í síð-
ustu stjórnarnefnd Unglingaheim-
ilis ríkisins og eftir að Barnavernd-
arstofa tók til starfa árið 1995. Á
þessum tíma var unnið að nýskipan
í meðferðarmálum barna og ung-
linga á Íslandi, sem bæði var flókið
viðfangsefni og viðkvæmt. Hún átti
stærri þátt í þeim breytingum en
kannski er á vitorði margra. Per-
sónulega á ég henni mikið að þakka
frá þessum tíma þegar hún veitti
vel af brunni reynslu sinnar og
visku.
Brosið hennar Snjónku var leiftr-
andi og hlátur hennar var smitandi.
Hvort tveggja bar vitni þeim eðl-
iskostum sem helst prýddu hana:
lífsgleði, jákvæðni, hlýja, kímni og
óþrjótandi orka. Athugasemdir
hennar voru skarpar og málefna-
legar, ekki löng orðræða en beint
að kjarna málsins. Málstaðurinn
var ætíð með þeim sem áttu undir
högg að sækja, sem þörfnuðust
verndar og skjóls. Málafylgjan var
knúin áfram af sterkri réttlætis-
kennd og mannúð. Þannig hafði hún
sterka nærveru, var gefandi, hvetj-
andi og bjó yfir einstökum hæfi-
leikum og vilja til að láta gott af sér
leiða.
Vinir Snjólaugar fylgdust með
því æðruleysi og reisn sem hún
mætti veikindum sínum. Eðlislæg-
ur baráttuandinn kom þá í ljós eins
og svo oft áður, kjarkurinn og ósér-
hlífnin sem á tímabilum fékk mann
jafnvel til að trúa að hún gæti farið
með sigur af hólmi. Þrátt fyrir dvín-
andi þrek gafst hetjan ekki upp
fyrr en í fulla hnefana.
Snjólaugu var tíðrætt um þann
styrk sem hennar stóra og góða
fjölskylda veitti henni í veikindum
sínum. Dæturnar voru augastein-
arnir hennar og foreldrar, bræður
og mágkonur henni afar hjartfólg-
in. Þeim og öðrum ástvinum votta
ég samúð mína.
Bragi Guðbrandsson.
Elsku vinkona. Missirinn er mik-
ill og söknuðurinn sár.
Við söknum þín sem fagmann-
eskju sem taldir að stefnumótun í
málefnum ungs fólks skyldi alltaf
byggð á traustum rannsóknum. Sú
stefna sem þú lagðir grunninn að er
nú orðin viðtekin vinnuregla víða
um land og hefur vakið athygli á er-
lendri grundu. Línurnar sem þú
lagðir um samstarf rannsóknar-
fólks, stefnumótunarfólks og þeirra
sem starfa með ungu fólki, eru nú
orðnar að öflugu neti sem þegar
hefur skilað árangri í að bæta hagi
og líðan ungs fólks og munu tryggja
að svo verði áfram.
Við söknum þín sem hugsjóna-
manneskju sem trúðir því að Ísland
væri einstakt land tækifæra til að
ná árangri sem ekki byðist öðrum
þjóðum. Ófáar hugsjónir þínar hafa
þegar orðið að veruleika. Vímuefna-
neysla meðal ungs fólks hefur dreg-
ist verulega saman. Árangurinn er
augljós og ótvíræður. Áhersla þín á
að ná til foreldra með skýr skilaboð
skilaði sér með óyggjandi hætti. Á
nokkurra ára tímabili mátti greina
veigamiklar breytingar á útivistar-
tíma barna, auknum tíma ung-
menna með foreldrum og meiri
áherslu foreldra á eftirlit, aðhald og
stuðning við börn sín. Á sama tíma
dróst neysla ungmenna saman svo
um munaði. Hugsjónum þínum um
að Ísland skipi sér í fararbrodd
þeirra landa sem búa vel að útlend-
ingum, verðum við sem eftir stönd-
um að fylgja í höfn.
Við söknum þín sem heilinda-
manneskju og kærrar vinkonu sem
alltaf varst til í að miðla af reynslu,
efla anda og veita styrk.
Elsku Brynja og Líney. Þið eigið
stuðning okkar alltaf vísan.
Inga Dóra og Símon.
Fleiri minningargreinar
um Snjólaugu Stefánsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
frá Fjalli,
Öldustíg 8,
Sauðárkróki,
lést aðfaranótt föstudagsins 23. apríl.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 8. maí kl. 14.00.
Pétur S. Víglundsson, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir,
Guðmundur S. Pétursson, Elísabet Guðmundsdóttir,
Margrét B. Pétursdóttir, Björgvin M. Guðmundsson,
Víglundur R. Pétursson, Hafdís E. Stefánsdóttir,
Sólborg A. Pétursdóttir, Hallgrímur H. Gunnarsson,
Ragnar P. Pétursson,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og bróðir,
BJARNI HANS GUNNARSSON,
Teigaseli 5,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn
24. apríl.
Börn og systkini.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir
og systir,
LILJA BERNÓDUSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
24. apríl.
Svanur Wilcox, Katrín Anna Eyvindardóttir,
Daníel Þór Wilcox, Þórdís Lilja Wilcox,
Bernódus Halldórsson,
Erla Bernódusdóttir,
Halldór Bernódusson,
Guðmundur Bernódusson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐFINNA HELGADÓTTIR
frá Ey,
Njálsgerði 10,
Hvolsvelli,
lést laugardaginn 24. apríl á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Hún verður jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð
laugardaginn 1. maí kl. 14.00.
Margrét Karlsdóttir,
Hallbjörg Karlsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson,
Gunnar Helgi Karlsson, Berglind Bergmann,
Kristinn Arnar Karlsson, Irina Kamp,
Sigríður Karlsdóttir, Sölvi Sölvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMI SÆVAR ÞÓRÐARSON
matsveinn,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi aðfara-
nótt laugardagsins 24. apríl.
Björney Pálmadóttir, Davíð Jónsson,
Þórður Pálmason, Berglind Norðdahl,
Hafdís Pálmadóttir, Gunnar Pálsson,
Ásmundur Cornelius, Margrét Einarsdóttir,
afabörn og langafabörn.