Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sölu- og markaðsstjóri IGS Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, sem stofnsett var 1. janúar 2001, býður viðskiptavinum sínum, íslenskum og erlendum flugfélögum, upp á alla flugtengda flugvallarþjónustu við flugfélög og farþega á Keflavíkurflugvelli. Félagið er eitt af dótturfélögum Flugleiða hf. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 400 starfsmenn og þar er rekin markviss starfsþróunar- og símenntunarstefna. G R O U N D S E R V I C E S Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli - laus störf: Umsóknir berist Starfsmannaþjónustu IGS, Fraktmiðstöð IGS, byggingu 11, 235 Keflavíkurflugvelli, fyrir 15. maí. Nánari upplýsingar veitir Starfsmanna- þjónusta IGS í síma 4250230. Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) leitar að öflugum einstaklingi í spennandi og krefjandi nýtt starf sölu- og markaðsstjóra. Viðskiptavinir Flugþjónustunnar Keflavíkurflugvelli ehf. eru íslensk og erlend flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Staðan heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Helstu verkefni: – Sala og markaðssetning allrar þjónustu IGS, í samráði við stjórnendur einstakra sviða og deilda – Koma á og viðhalda góðum tengslum við núverandi viðskiptavini og afla nýrra – Veita viðskiptavinum upplýsingar – Umsjón með heimasíðu IGS – Innri markaðssetning – Þátttaka í alþjóðlegum kaupstefnum, ráðstefnum, sýningum og fundum Hæfniskröfur: – Háskólamenntun sem nýtist í starfi – Reynsla í alþjóðlegri markaðssetningu – Mikið frumkvæði og frjó hugsun – Góð íslensku- og enskukunnátta – Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð – Þekking á þörfum flugrekenda æskileg Starfsmaður í grænmetisvinnslu Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfs- mann til starfa í vinnslu fyrirtækisins í Reykja- vík. Viðkomandi verður að vera stundvís og samviskusamur. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Reynis- son verkstjóri í síma 575 6054. Skólastjóri Hér með framlengir sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps umsóknarfrest um stöðu skólastjóra við Grenivíkurskóla til 5. maí 2004. Umsóknum skal skila á skrifstofu Grýtubakka- hrepps, Gamla skóla, 610 Grenivík. Nánari upplýsingar veitir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri, í síma 463 3159. Laus störf hjá Íslenskum lyfjarannsóknum ehf. Íslenskar lyfjarannsóknir ehf. – Encode er dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar ehf. og starfar á sviði lyfjarannsókna. Auk hefðbund- inna klínískra rannsókna sérhæfir fyrirtækið sig í lyfjaerfðafræðirann- sóknum og er eitt af leiðandi fyrirtækjum á því sviði. Aðsetur er í nýjum og glæsilegum húsakynnum á Krókhálsi 5d. Fyrirtækið auglýsir eftir rannsóknarfulltrúa (Clinical Research Associate) til starfa í klín- ísku rannsóknardeild fyrirtækisins og sérhæfð- um aðstoðarmönnum til starfa við framkvæmd klínískra rannsókna á rannsóknarsetrum (Study Co-ordinators/Study Nurses). Umsækjendur um starf rannsóknarfulltrúa skulu vera með háskólagráðu í raunvísindum/ lífvísindum. Gott vald á ensku og tölvukunnátta er nauðsynleg og æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu/reynslu á klínískum rannsóknum eða reynslu af samstarfi við erlend lyfjafyrir- tæki. Sérhæfðir aðstoðarmenn við klínískar rann- sóknir skulu hafa hjúkrunarfræðimenntun eða aðra menntun á heilbrigðissviði, gott vald á ensku og góða tölvukunnáttu. Þá er æskilegt, en ekki skilyrði, að viðkomandi hafi þekkingu/ reynslu af klínískum rannsóknum. Allir nýir starfsmenn fá ítarlega þjálfun áður en þeir hefja störf. Frekari upplýsingar veita Svandís Kristjáns- dóttir, svandisk@encode.is, og Þór Sigþórs- son, thor@encode.is. Heildverslun í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni við ýmis störf svo sem sölu, útkeyrslu og lagervinnu. Þarf að hafa meirapróf. Samviskusemi og þjón- ustulund skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist á póstfang jgr@simnet.is fyrir 5. maí nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR KENNSLA Útboð Veiðifélag Grímsár og Tunguár – tilboð í leigu á rétti til stangveiða á félagssvæðinu. Lex ehf., f.h. Veiðifélags Grímsár og Tunguár óskar eftir tilboðum í leigu á rétti til stangveiða á félagssvæði veiðifélagsins fyrir laxveiðitíma- bilin árin 2005-2007 að báðum meðtöldum. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 5.000 frá og með 27. apríl 2004 á skrifstofu Lex ehf., Sundagörðum 2 í Reykjavík. Tilboðum skal skila til skrifstofu Lex ehf. í Sundagörðum 2 í Reykjavík fyrir kl. 15.00 hinn 14. maí 2004 þar sem þau tilboð sem borist hafa verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. F.h. Veiðifélags Grímsár og Tunguár, LEX ehf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands Boðað er til ársfundar Eftirlaunasjóðs Slátur- félags Suðurlands. Fundurinn verður haldinn á Fosshálsi 1, 3. hæð, mánudaginn 10. maí nk. kl. 17:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings, tryggingafræðilegrar úttektar og fjárfestingastefnu. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Félags rafeindavirkja verður haldinn í dag, þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 17.30 á Stórhöfða 31, 1. hæð, gengið inn að norðanverðu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn Félags rafeindavirkja. TILBOÐ / ÚTBOÐ I.O.O.F. Rb. 1  1534278 — 9.III* mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.