Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lalli lánlausi
ÞÚ FÉLST AFTUR
LALLI. ENN EITT
NÚLLIÐ
© LE LOMOMBARD
Grettir
Grettir
Smáfólk
HVERT ERT ÞÚ
AÐ FARA?
EKKI NEITT HINGAÐ OG EKKI
LENGRA
LEITT AÐ
KOMA SEINT
ÞAÐ ÞYKIR ÞÉR
ÖRUGGLEGA
NÚNA ÞEGAR
VIÐ ERUM
BÚIN MEÐ
SKÓNA OF
ÁVEXTINA
SÆLL...
ÞÚ HEFUR
VERIÐ
VALINN Í
SÉRSTAKT
VERKEFNI
ÞEGAR MAÐUR ER VALINN Í
SÉRSTAKT VERKEFNI AF
YFIRHUNDINUM ÞÁ KVEÐUR
MAÐUR ALLA OG DRÍFUR SIG!
ÉG HEF ALDREI HITT NEINN
SEM HEFUR VERIÐ VALINN Í
VERKEFNI AF YFIR-
HUNDINUM ÁÐUR
NÚ SKALT ÞÚ SKRIFA
100 SINNUM MARG-
FÖLDUNARTÖFLUNA
MEÐ
ÁNÆGJU
FINNST ÞÉR ÞAÐ
FYNDIÐ!!
JÁ HERRA, REFSINGAR ERU
EINS OG GRÁU HÁRIN. EFTIR
SMÁ TÍMA TEKUR MAÐUR
EKKI LENGUR EFTIR ÞEIM
HUGSAÐU ÞÉR SKÓLASTJÓRI, ÞESSI TOSSI
KANN EKKI MARGFÖLDUNARTÖFLUNA
SVONA, SVONA,
HANN HLÝTUR AÐ
KUNNA EITTHVAÐ
NEI, EKKERT!!! ALHEIMS TÓMIÐ!! BOTLAUST
TÓM EINS OG FJÁRLÖG HEILBRIGÐISKERFISINS
AFSAKIÐ, ÉG KEM
STRAX AFTUR
LALLI HVAÐ ERT
ÞÚ AÐ GERA HÉR
ÉG VEIT AÐ ÞETTA
ER KENNARA-
STOFAN. ÞIÐ MEGIÐ
EKKI HALDA AÐ ÉG
SÉ AÐ FARA AÐ
VINGAST VIÐ
ÓVININN. EN HÉR ER
LJÓSRITUNARVÉLIN
LJÓSRITUNARVÉL? SAGÐIR ÞÚ MÉR
EKKI AÐ SKRIFA
100 SINNUM
MARGFÖLDUNAR
ATÖFLUNA
NÚ, HÉRNA ER
ÞETTA ALLT
SAMAN
ÉG BIÐ SVO AÐ HEILSA HINU
LÁGLAUNALIÐINU Á
KENNARASTOFUNNI
TAKTU NÚ ÞESSU BARA MEÐ RÓ.
SKÓLASLITIN VERÐA EFTIR 30 DAGA
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MAN ég þá tíð þegar stjórnvöld á
Íslandi skikkuðu almenning að
neyta smjörlíkis í stað smjörs.
Gefnir voru út skömmtunarseðlar
til handa fjölskyldum landsins svo
að þær eyddu
ekki um efni
fram. Allt var
skömmtunum yf-
irvalda háð. Allri
neyzlu almenn-
ings var stýrt of-
an frá af valdhöf-
um sem sjálfir
gátu farið í kring
um reglurnar
sem og þeirra nánustu gæðingar.
Ekkert skorti á heimilum þeirra.
Fjölskyldur þeirra ólust upp við
þann „eðlilega veruleika“ að finna
sig hafnar yfir náungann og sam-
borgarann, sem varð að láta sér
lynda það sem í hann var hreytt.
Ekki þóttu það „góðar tvíbökur“ og
var því fyrirkomulagi breytt eins
og allir vita. Enn er þó til fólk sem
finnst það æðra öðrum samborg-
urum og eiga betra skilið en þeir.
Smjör frekar en smjörlíki.
Man ég þá tíð þegar fjármunir til
heilbrigðismála voru í höndum
sjúkrasamlags og peningarnir sem
fólk greiddi til þess voru eyrna-
merktir velferðarkerfi þjóðarinnar.
Aurarnir fóru einungis í það verk-
efni. Ekki til sendiráðsbygginga
úti í heimi, ekki til svonefndra
„menningarmála“, ekki til sæ-
greifa, ekki til gírugra sjálfskömm-
untargæðinga og eiginkökusk-
arara. Þá hafði fólk von um að það
fengi eðlilega umönnun og nauð-
synlega meðhöndlun, þegar og ef
það þyrfti á því að halda seinna á
lífsleiðinni. Almennt sá samborg-
arinn ekki eftir þessum greiðslum
til sjúkrasamlagsins, enda var
tryggt að þær kæmu honum sjálf-
um til góða, hvenær svo sem það
yrði. Í trausti þess greiddi fólk sitt
framlag til samábyrgðarinnar
umyrðalaust.
Auðvitað þurfti verkstjórn og
fjárvörslu, en hún var auðveldari
og liprari í þá daga, þar sem þetta
fé var ætlað til fyrrgreinds mála-
flokks og einskis annars.
Langt um liðið
Síðan hefur töluvert vatn runnið
til sjávar. Nú vaða allir í óskil-
greindan, sameiginlegan pott og
hver ráðherra, hver embættismað-
ur, já reyndar hver sem vettlingi
getur valdið reynir bara sem mest
hann má að moka til sín úr hrúg-
unni til þess að hygla sér og sínum
skjólstæðingum og áhugamálum
þeirra.
Framleiðsla sérfræðinga, (þ.e.
þeirra sem vita mikið um fátt), hef-
ur margfaldast og pólitískir frama-
potarar og eignhagsmunaseggir
hafa tröllriðið þjóðfélaginu um ára-
tuga skeið á kostnað þeirra sem
hafa grundvallarréttlæti og hags-
muni almennings í landinu að
leiðarljósi í lífinu. Þeir sem hafa
svokallaða almenna dómgreind,
(þ.e. þeir sem vita sitthvað um
margt), virðast hins vegar vera að
týna tölunni. Allt er útreiknað af
sérfræðingum og ályktað af nefnd-
um sérfróðra. Því miður virðist
marga þeirra vanta „common
sense“, og ekki skánar það þegar
þeim er þjappað saman í hóp, sem
ætlað er að komast að sameigin-
legri niðurstöðu um mál sem varða
aðra. Þá er með samningum komist
að útþynntum málamiðlunum, sem
ekki eru einu sinni fjarskyldar
grundvallarréttlætinu, sem þeir
voru fengnir til að vernda, og svo
ganga allir nefndarmenn af fundi
sælir og sáttir við sjálfa sig, hver
við annan og vel unnin störf. Nú
skal ennþá einu sinni vegið í sama
knérunn. Áfram skal tekjulausum,
sjúkum öryrkjum og öldruðum
gert að greiða meira til að halda
lífi. Lyfin sín skulu þeir greiða sem
þjást, hvað sem tautar og raular.
Við getum svo sem skaffað þeim
ódýr eftirhermilyf ef þeir þurfa
eitthvað til að japla á. Smjörlíki.
Við vitum hins vegar að mörg eftir-
hermilyfin eru ekkert lík þeim sem
við þurfum.
Enn ein niðurstaða sérfróðra
nefndarmanna hefur litið dagsins
ljós. Látum þá greiða sem njóta.
Vegna þess að óprúttnir lyfjaheild-
salar, innflytjendur lækninga-
tækja, smásalar og fégráðugir
læknar hafa mokað til sín svo
miklu af hrúgunni að ekkert er eft-
ir, skal hinn ósjálfbjarga öreigi
borga brúsann. Kostnaðurinn er
orðinn svo gífurlegur að segja þarf
upp „skúringakonunum“ og þú átt
ekkert með að verða veikur eða
hrumur nema að eiga fyrir því í
buddunni.
Samt eru allar deildir yfirfullar
af sjúklingum. Hvernig er þetta
hægt?
Hvers konar hugmyndir og til-
finningar hrærast inni í þessum
þykkhausum, sem kjörnir eru af
þjóðinni til þess að taka á þessum
málum? Er eitthvað þarna inni? Er
ekki allt í lagi heima hjá þeim?
Ekki vantar verkstjórn
Það segir sig sjálft að það vantar
alla verkstjórn í þennan málaflokk.
Þetta gengur ekki. Það er alveg
öruggt að meirihluti þjóðarinnar
vill að á þessum málum sé tekið af
viti og skynsemi, ábyrgð, festu og
réttlæti. Auðvitað eiga þeir sem
kjörnir eru af þjóðinni að sjá sjálfir
um verkstjórnina, en ekki skipa
stanslaust þúsundir nefnda svo-
kallaðra „sérfræðinga“ til þess að
losna undan vinnuskyldunni.
Réttlæti? Lítilmennskan er orðin
hroðalegur blettur á stjórnvöldum
landsins okkar.
Þau ættu að skammast sín, segja
af sér og hunzkast heim til sín ef
þau geta ekki sinnt þeim verkum
sem þau voru kjörin til að vinna.
Hvað á að gera?
Það virðist stundum réttlátara
að taka þessa sjúklinga af lífi,
skjóta þá bara á færi, í stað þess að
halda áfram að pína þá til dauða á
þennan grimmúðlega og andstyggi-
lega hátt, yfirfulla af samviskubiti
fyrir það að vera baggar á þjóðinni
og geta ekki rönd við reist.
STEFÁN AÐALSTEINSSON,
Melgerði 24, 108 Reykjavík,
stolla@isl.is
Lítilmennska
Frá Stefáni Aðalsteinssyni: