Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 44
DAGBÓK
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag eru væntanleg
Arnarfell og Lómur.
Hafnarfjarðarhöfn: Í
dag eru væntanleg
Skarus og Koralnes.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
sími. 867 7251.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað og vinnustofa, kl. 9
jóga, kl. 13 postulíns-
málun. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og handavinna, kl.
9–12.30 bókband, kl. 9
leikfimi, kl. 9.30 dans,
kl. 9.45 boccia, kl. 13–
16.30 smíðar, kl. 20.30
línudans.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–
11.30 sund, kl. 14–15
dans, kl. 15 boccia.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðsla, kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16
handavinnustofan opin
og vefnaður, kl. 13.30
myndband.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1. Í dag kl. 9 að-
stoð við böðun, kl. 13
frjáls spilamennska.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa 9–16.30, leikfimi
kl. 10–11, versl-
unarferð í Bónus kl.
12.40, bókabíllinn á
staðnum kl. 14.15–15.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hársnyrting, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Dval-
arheimilinu, Hlað-
hömrum. Kl. 13–16
föndur, spil og bók-
bandsnámskeið, kl. 16–
17 leikfimi og jóga.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Karla-
leikfimi kl. 13. Þeir
sem koma með muni á
vorsýninguna eru
beðnir um að koma
með þá í safn-
aðarheimilið í dag.
Lokað í Garðabergi.
Kirkjan er með opið
hús í safnaðarheim-
ilinu.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3. Kl.
9 Moggi, rabb, kaffi.
Kl. 10 ganga. Kl. 11.30
leikfimi. Kl. 13 saumar,
brids og glerskurður.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Skák kl. 13.
Miðvikud.: Göngu-
Hrólfar ganga frá Ás-
garði kl. 10.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9-16.30
vinnustofur opnar,
m.a. glerlist. Kl. 10 létt
ganga. Kl. 13 boccia.
Sími 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 10–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
línsmálun, kl. 9.05 og
kl. 9.55 leikfimi, kl.
10.50 róleg leikfimi, kl.
14 ganga, kl. 14.45
boccia, kl. 19 brids. Í
dag kl. 14 kemur kór
Snælandsskóla í heim-
sókn.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.05 og 9.55
leikfimi, kl. 9. 15 postu-
línsmálun, kl. 10
ganga, kl. 13–16
handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum.
Hraunbær 105. Kl. 9
postlín og glerskurður,
kl. 10 boccia, kl. 11
leikfimi, kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13 mynd-
list, línudans og hár-
greiðsla. kl. 15
línudans.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9. 30 boccia, kl. 9–16.30
handavinna, kl. 13.30
helgistund. Fótaað-
gerðir virka daga, hár-
snyrting þriðju- til
föstudags.
Korpúlfar Grafarvogi.
Miðvikudagur: Fundur
í Miðgarði kl. 10.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 opin vinnustofa,
kl. 9 hárgreiðsla, kl.
10–11 boccia, kl. 14
leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
skinnasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 9.15–16 postulín, kl.
10.15–11. 45 enska, 13–
16 spilað og bútasaum-
ur.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 glerskurður og
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerðir og leik-
fimi, kl. 13 handmennt,
og postulín, kl. 14 fé-
lagsvist.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 10–
12 verslunin opin, kl.
13–16 keramik, tau-
málun, almennt fönd-
ur, kl. 15 bókabíllinn.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði kl. 20, svar-
að í s. 552 6644 á fund-
artíma.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu Hátúni 12.
Kl. 20 opið hús, spilað
UNO.
Öldungaráð Hauka.
Munið fundinn annað
kvöld, miðvikudag, kl.
20 á Ásvöllum.
Í dag er þriðjudagur 27. apríl,
118. dagur ársins 2004. Orð dags-
ins: Því að náð Guðs hefur opinber-
ast til sáluhjálpar öllum mönnum.
(Tít. 2, 11.)
Vefþjóðviljinn segir aðminna sé um verkföll
en áður. Því hafi kaup-
máttur vaxið hratt síð-
asta áratuginn. „Verkföll
eru þó ekki óþekkt hér á
landi og þegar litið er yfir
tíu ára tímabilið 1993-
2002 […] má sjá að verk-
föll hér á landi eru miklu
algengari en í nokkru
þeirra landa sem við ber-
um okkur almennt saman
við. Jafnvel Frakkar, sem
alltaf virðast vera í verk-
föllum, voru aðeins einn
dag í verkfalli fyrir
hverja fimm verkfalls-
daga Íslendinga á þessu
tímabili. Þess ber þó að
geta að líklega yrði nið-
urstaðan önnur ef litið
yrði til allra síðustu ára.
Verkföll eru sér-kennilegt fyrirbæri,
því að með þeim taka
sumir sér rétt til að banna
öðrum að vinna. Maður
sem ýmist hefur vinnu
eða er að leita sér að
vinnu og býðst að vinna
þegar sumir launþegar
hafa ákveðið að fara í
verkfall, verður að sæta
því að mega ekki vinna.
Hann kann að vera sáttur
við það sem boðið er, en
engu að síður skal hann
sitja heima aðgerðarlaus
vegna þess að aðrir eru
ósáttir við kjör sín og
krefjast þess af honum að
hann aðstoði þá í kjara-
baráttunni. Með slíkum
aðferðum hefur verka-
lýðsfélögum gjarnan tek-
ist að þrýsta launum ofar
en fyrirtæki ráða við, sem
hefur ýmsar neikvæðar
afleiðingar. Þekktustu
neikvæðu afleiðingarnar
hér á landi eru gengisfell-
ing, verðbólga og kaup-
máttarrýrnun.
En það er ekki aðeinsmeð verkföllum sem
verkalýðsrekendur reyna
að halda mönnum frá
vinnu. Í viðtali sem birt
var í tímariti á dögunum
sagði formaður VR frá
kjörum og kjarabaráttu.
Þar kom meðal annars
fram hjá formanninum að
í kjarasamningi hefði ver-
ið kveðið á um að versl-
anir skyldu vera lokaðar
á sunnudögum og um
helgar yfir sumartímann.
Formanninum segist
þannig frá að VR hafi
reynt að „reka VR-félaga
úr búðum á þessum um-
sömdu frídögum“, en það
hafi verið „óvinnandi veg-
ur því alltaf hafi ein-
hverjir verið tilbúnir í að
svíkja lit og vinna“. Ja,
það eru nú meiri ófreskj-
urnar þetta fólk sem er
bara til í að svíkja lit og
vinna. Fólk sem telur að
það hafi sjálft rétt til að
meta hvort það vinnur
um helgar eða ekki hlýt-
ur að vera að misskilja
stöðu sína illilega. Auðvit-
að er það formaður VR
og aðrir forkólfar í
verkalýðshreyfingunni
sem eiga að ákveða hvort
fólk vinnur um helgar
eða ekki. Fólk sem vill
verða sér úti um ein-
hverjar krónur aukalega
með því að vinna um
helgar verður að átta sig
á því að verkalýðsfélagið
er best til þess fallið að
meta hvað fólki er fyrir
bestu.“
STAKSTEINAR
Svíkja lit og vinna
Víkverji skrifar...
Víkverji er harður stuðningsmaðurArsenal og fagnaði því þrett-
ánda Englandsmeistaratitli félags-
ins innilega um liðna helgi. Það var
ekki amalegt að innbyrða hann í höf-
uðvígi erkióvinarins, Tottenham
Hotspur, þó oft hafi liðið nú leikið
betur.
Það er alltaf gaman að vinna titla.
Stærstu verðlaun Arsenal á þessum
frábæra vetri er eigi að síður ekki
meistaratitillinn heldur, eins og á
síðustu árum, þetta stórbrotna lið
sem Arsène Wenger hefur byggt
upp. Knattspyrnan sem það leikur
er unaðsleg á að horfa. Sjaldan hafa
lið verið fljótari að fara milli víta-
teiga og Arsenal hefur fært mönnum
heim sanninn um það að þessi
dásamlegi leikur, knattspyrna, er í
raun afar einfaldur.
Liðið í dag er besta lið sem Arsen-
al hefur nokkru sinni teflt fram og
líklega eitt það besta frá upphafi
vega í ensku knattspyrnunni. Fari
liðið í gegnum tímabilið án þess að
tapa deildarleik – það eru fjórir leik-
ir eftir – getur það að sönnu gert til-
kall til þeirrar nafnbótar. Það yrði
afrek sem seint verður leikið eftir.
Þegar litið er á mannskapinn þarf
þetta svo sem ekki að koma á óvart.
Patrick Vieira, Robert Pires, Sol
Campbell og Dennis Bergkamp eru
allir í hópi bestu leikmanna sem
klæðst hafa búningi Arsenal. Þarna
eru líka Fredrik Ljungberg, Edu,
Ashley Cole og nýstirnið Kolo
Touré, að ógleymdum fulltrúa okkar
dauðlegra manna, Ray Parlour.
x x x
Einn maður er þó fremstur meðaljafningja: Thierry Henry. Þetta
franska viðundur er án efa besti fót-
boltamaður samtímans. Hann hefur
allt, hraða, kraft, tækni og útsjón-
arsemi. Maður hélt sig hafa séð allt á
síðasta tímabili en í vetur hefur hann
bætt enn frekar við sig. Henry hefur
þennan einstaka hæfileika til að
koma fólki sífellt í opna skjöldu.
Líkast til hefur manneskja ekki í
annan tíma verið betur löguð til
sparkiðkunar. Henry verður 27 ára
gamall í sumar og Víkverja þykir
tímabært að fara að máta hann við
fremstu sparkendur sögunnar,
menn á borð við Pelé, Diego Mara-
dona, Michel Platini og Johan
Cruyff. Það er auðvitað erfitt að
bera menn frá ólíkum tímum saman
en Henry hefur klárlega eitt fram
yfir alla þessa snillinga – holdlegt at-
gervi. Þar standa hinir honum langt
að baki. Raunar dettur Víkverja að-
eins einn hópíþróttamaður í hug til
samanburðar, körfuboltamaðurinn
Michael Jordan. Og það er ekki leið-
um að líkjast.
Oft fannst manni Jordan vera full-
orðinn maður að etja kappi við börn.
Slíkir voru yfirburðir hans, þó and-
stæðingarnir væru yfirleitt fram-
úrskarandi íþróttamenn. Víkverji
fær þetta sama á tilfinninguna þegar
Henry tekur flugið. Að hann sé
hreinlega kominn yfir „leyfileg“
getumörk. Áfram Arsenal!
Reuters
Thierry Henry: Bestur frá upphafi?
Einhæft eftirlit
SÍÐUSTU dagana hef ég
unnið uppi á Hellisheiði og
þar í grennd við akstur.
Það hefur vakið athygli
mína hversu ötullega lög-
reglan gengur fram í að
stöðva vöru- og flutninga-
bíla, væntanlega til þess að
vigta þá og skoða aksturs-
skífur og gæta þess að lög-
unum sé framfylgt í hví-
vetna.
Verði einhverjum á í
messunni, þ.e. ef bíll er of-
hlaðinn eða einhverju er
ábótavant varðandi ökuskrá,
er viðkomandi sektaður um
háar upphæðir.
Ég hef ekkert við það að
athuga að lögreglan sinni
vinnu sinni og sjái um að far-
ið sé eftir lögum og reglum.
Mér finnst það hins vegar at-
hyglisvert að áhugi þeirra
virðist eingöngu beinast að
atvinnubílstjórum, s.s. vöru-
og flutningabílstjórum, en
þeir láta sig lítið varða um
hvort eigendur annarra far-
artækja fara eftir settum
reglum.
Þetta nefni ég vegna þess
að þennan tíma sem ég hef
dvalist á Hellisheiðinni hafa
fleiri bílar en ég hef tölu á
verið með alltof stórar og
breiðar hestakerrur í eftir-
dragi.
Þetta eru iðulega kerrur
fyrir 4–6 hesta, bílarnir eru
margir hverjir ekki með
nógu breiða spegla og kerr-
urnar bæði alltof stórar og
þungar miðað við reglurnar.
Mér er óskiljanlegt hvern-
ig stendur á því að lögreglan
lætur þetta afskiptalaust, en
sýnir vörubílunum hins veg-
ar svona ógurlega mikinn
áhuga.
Bílstjóri.
Dýrahald
Tinni er týndur
TINNI hvarf frá heimili sínu
í Grafarvogi á hádegi sl.
laugardags. Tinni er tæp-
lega tveggja ára gamall.
Hann er blanda af púðli og
terrier, er með svartan krull-
aðan feld og lítinn hvítan
hring á bringunni. Hann er
ósköp tætingslegur, greyið,
en okkur þykir vænt um
hann og söknum hans. Sá
sem hefur séð hann eða veit
hvar hann er, er vinsamlega
beðinn að hafa samband við
Rósu í síma 567 5749, Jón í
síma 822 1749 eða Ægi í
síma 860 5152.
Brúskur er týndur
BRÚSKUR, sem er dísar-
páfagaukur, flaug út um
glugga í Hraunbæ 174 í gær,
26. apríl. Hann er grár með
gulan haus og rauðar kinnar.
Hans er sárt saknað. Þeir
sem hafa séð hann hafi sam-
band í síma 695 4236,
690 1915 og 567 1915.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 berja, 4 skipa fyrir, 7
falla í dropum, 8 mjólk-
urafurð, 9 brún, 11 um-
rót, 13 sjávardýrið, 14
gretta sig, 15 himna, 17
úrkoma, 20 púka, 22
skoðunar, 23 stórs nagla,
24 annríki, 25 peningar.
LÓÐRÉTT
1 hörfar, 2 einkennis,
3 mjög, 4 bakki, 5 óglatt,
6 flýtirinn, 10 litlar öldur,
12 ætt, 13 forfeður, 15
batna, 16 spilið, 18 bál,
19 þefar af, 20 hæðir,
21 sálar.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 andhverfa, 8 gutla, 9 aflar, 10 lin, 11 spils, 13
staka, 15 hross, 18 spaði, 21 kát, 22 skapa, 23 angur, 24
rauðaldin.
Lóðrétt: 2 nýtni, 3 hvals, 4 efans, 5 falla, 6 agns, 7 hráa,
12 las, 14 tap, 15 hass, 16 okana, 17 skarð, 16 stagl, 19
angri, 20 iðra.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html