Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 48

Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 48
ÍÞRÓTTIR 48 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, sagði á opnum fundi um málefni félagsins sem fram fór í gær í Reykjavík að rekstr- arumhverfi félagsins hefði batnað með hverju árinu sem liðið hefði frá yfirtöku íslensku fjárfestanna sem eiga meirihluta í Stoke Holding. „Það er gert ráð fyrir að Stoke verði rekið með um 100 millj. kr. tapi á rekstrarárinu en fyrir ári var tapið um 170 millj. kr. og árið þar á und- an seldum við nokkra leikmenn sem skiluðu af sér um 170 millj. kr. hagnaði. Stjórn félagsins hefur ekki gert upp hug sinn um hver næstu skref verða varðandi leikmannakaup en við munum taka ákvörðun um það á næstu vikum,“ sagði Gunnar. Í máli hans kom fram að ef Stoke City myndi ná að komast í úrvalsdeild myndi félagið fá í það minnsta 2 milljarða kr. í auknum tekjum vegna sjónvarpssamninga og annarra tekna. Gunnar var spurður eftir því hvort von væri á auknu hlutafé í Stoke Holding og kom fram í svari hans að slíkar þreifingar hefðu átt sér stað en viðbrögðin hefðu ekki verið mikil enn sem komið er. „Það horfir vel hvað varðar næstu leiktíð en nú þegar höfum við selt 9.600 ársmiða en um 6.200 ársmiðar voru seldir fyrir keppnistímabilið sem nú er að ljúka,“ sagði Gunnar en að meðaltali hafa um 14.000 áhorfendur mætt á leiki liðsins í Stoke og er það svipaður fjöldi og undanfarin misseri. Stoke tapar líklega um 100 milljónum kr. Morgunblaðið/Eggert Gunnar Þór Gíslason LOKEREN, með fjóra íslenska knattspyrnumenn innanborðs, Arn- ar Grétarsson, Arnar Þór Viðars- son, Rúnar Kristinsson og Marel Baldvinsson, gæti orðið mótherji Fylkis í Intertoto-keppninni í sum- ar. Fylkir á að leika gegn belgísku liði í 1. umferðinni í júní, nánar til- tekið gegn þriðja liði Belgíu sem þar leikur. Flest bendir til þess að Genk, lið Indriða Sigurðssonar, og Westerlo, sem eru í 5. og 6. sæti 1. deildar þegar þrjár umferðir eru eftir, verði fulltrúar Belgíu sem koma inn í keppnina í 3. umferð. Germinal Beerschot, sem er í 7. sæti, hefur ekki áhuga á að taka þátt í keppninni, þannig að liðið sem endar í áttunda sæti fær keppnisrétt og mætir Fylki. Lokeren og La Louviere eru nú jöfn að stigum í 8. og 9. sæti og möguleikar Lokeren á að ná Inter- toto-sætinu eru því nokkuð góðir. Ef af því verður, mun leikurinn við Fylki þó ekki fara fram á leikvangi Lokeren þar sem hann uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópukeppni, og því yrði trúlega leikið í Gent. Talið er að Georges Leekens, fyrrum þjálfari Anderlecht og belg- íska landsliðsins sem nú stýrir Moeskroen, taki við þjálfun Loker- en í sumar. Þrátt fyrir að Lokeren hafi gengið vel undir stjórn Franky Van der Elst eftir áramótin, þegar hann tók við liðinu, eru litlar líkur á að hann verði áfram. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest hjá forráða- mönnum Lokeren. Lokeren mótherji Fylkis í Intertoto-keppninni? Pulis hefur dvalið hér á landi und-anfarna daga ásamt John Rudge, samstarfsmanni sínum, og hafa þeir fundað með stærstu hlut- höfum í Stoke Holding. Pulis segir að hann vonist til þess að íslensku hlut- hafarnir haldi áfram á sömu braut með rekstur félagsins. „Sem knatt- spyrnustjóri er það ósk mín að fá úr meira fé að moða, og þannig gæti ég náð í betri leikmenn sem myndi auka líkurnar á því að Stoke næði betri ár- angri. En það er auðvelt að tala um að eyða peningum sem aðrir eiga og ég virði þá ákvörðun sem stjórn félags- ins mun taka. Verði mér ætlað að vinna með sama leikmannahóp án þess að fá liðstyrk í sumar mun ég að sjálfsögðu gera mitt besta til þess að ná betri árangri. En ég væri að skrökva ef ég segðist ætla að koma liðinu upp í úrvalsdeild miðað við þær forsendur sem við erum að vinna með í dag. Stjórnin veit að ég hef óskað eftir fjármagni til þess að styrkja liðið fyrir næsta keppnistímabil og hún mun fara yfir sín mál á næstunni.“ Pulis sagðist búast við að sam- keppnin í 1. deild yrði enn harðari á næsta ári þar sem von væri á liðum á borð við Plymouth, QPR og Bristol City upp úr 2. deild og líklega myndu Leeds, Leicester og Wolves falla úr úrvalsdeild. „Liðin sem koma upp úr 2. deild eru með metnað til þess að ná langt og liðin þrjú sem falla úr úrvals- deild fá í það minnsta hálfan milljarð kr. á ári í tvö ár eftir fallið vegna sjón- varpssamninga. Ég gæti vel hugsað mér að vinna með slíkt fjármagn, til viðbótar því sem við höfum unnið með undanfarin misseri.“ Á fundinum í gær kom fram að heildarlaunakostnaður Stoke á yfir- standandi rekstrarári er um 430 millj. kr. og eru þá öll launatengd gjöld og kaupaukar tekið með í reikninginn. Pulis segir að margir leikmenn séu undir smásjánni hjá honum, líkt og áður á þessum árstíma, en hann er á höttunum eftir leikmönnum með rétt hugarfar og mikinn metnað. „Það eru of margir leikmenn sem hafa það of gott í dag og hafa misst það hungur sem einkennir þá sem vilja sanna sig. Það skiptir engu máli hvaðan leik- mennirnir eru; ef þeir uppfylla þær kröfur sem ég geri til þeirra þá eru þeir áhugaverðir,“ sagði Pulis er hann var inntur eftir því hvort hann væri á höttunum eftir íslenskum leikmönn- um. HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit, fyrri leikur: Hlíðarendi: Valur - ÍR.......................... 19.15 Ásvellir: Haukar - KA .......................... 19.15 Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit, fyrri leikur: Vestm.eyjar: ÍBV - FH ........................ 19.15 BLAK Úrslit karla, annar leikur: Hagaskóli: HK - Stjarnan.................... 20.15 KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna, efri deild: Leiknisvöllur: Valur - Stjarnan................ 18 Leiknisvöllur: KR - Breiðablik................. 20 Í KVÖLD KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin 16-liða úrslit: Austurdeild: New York - New Jersey .................... 94:100  New Jersey sigraði, 4:0, og er komið í undanúrslit Austurstrandar. Vesturdeild: Memphis - San Antonio ..................... 97:110  San Antonio sigraði, 4:0, og er komið í undanúrslit Vesturstrandar. KNATTSPYRNA Vináttuleikur U19 karla Norður-Írland - Ísland .............................2:0  N.-Írar skoruðu á 11. og 90. mín. ÚRSLIT  UNGVERSKI landsliðsmaðurinn Krisztian Lisztes, einn af lykil- mönnunum í Werder Bremen, toppliðinu í þýsku Bundesligunni, verður frá æfingum og keppni næstu 6–7 mánuðina en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í viðureign Bremen og Bochum í fyrradag. Lisztes verður því ekki með Ungverjum sem taka á móti Íslendingum í undankeppni HM sem fram fer ytra 8. september í haust.  TIM Duncan, miðherji SA Spurs, var valinn í lið ársins í NBA-deild- inni sjöunda árið í röð en valið var kunngert í gær. Duncan, sem tvö undanfarin ár hefur verið útnefnd- ur leikmaður ársins, var valinn í lið- ið ásamt Kevin Garnett, Minnesota, sem fékk flest atkvæði í kjörinu, Shaquille O’Neal, LA Lakers, Kobe Bryant, LA Lakers, og Jason Kidd, New Jersey. FÓLK Það er svo sem hægt að velta sérupp úr því að Vestmannaeyja- liðið sé orðið lúið og að stúlkurnar hafi orðið fyrir ein- hverjum ægilegum vonbrigðum með úr- slitin í Evrópu- keppninni. Mér finnst það dálítið barnaleg umræða, en maður hefur svo sem séð allt í þessum íþróttum. Vestmannaeyjaliðið er rosalega reynslumikið og stúlkurnar hljóta að gera sér grein fyrir því að í Evrópu- keppninni voru þær að leika við lið sem var einfaldlega miklu betra en þeirra lið. Breiddin er meiri og þess- ar þýsku stúlkur voru einfaldlega sterkari á flestum sviðum íþróttar- innar. Eyjastúlkur voru búnar að standa sig mjög vel í keppninni og komnar mjög langt í henni og það má vel vera að þær hafi alið með sér ein- hverja drauma um að komst í úrslita- leikinn. Þær hljóta hins vegar að hafa séð það eftir fyrri leikinn að sá mögu- leiki var mjög óraunhæfur. Það hlýtur því að vera keppikefli Eyjastúlkna að ljúka keppnistíma- bilinu með sigri í mótinu og verða þar með fyrsta liðið frá því 1998 að ég held, sem vinnur þrefalt,“ segir Ragnar. Eyjastúlkur urðu deildarmeistar- ar, þær sigruðu í bikarkeppninni og eru nú komnar í undanúrslit Íslands- mótsins. „Stelpurnar eiga möguleika á að vinna þrefalt og hljóta að stefna að því. Keppnistímabilið hjá þeim er auðvitað ekki nema hálfklárað ef þær ná ekki í þennan titil. Bikarinn er svona uppákoma. Liðið kemst í Höll- ina og vinnur þar einn leik. Deildin er auðvitað erfið og mikið afrek að vinna þar, en hún er bara of lágt skrifuð hér á landi eins og þetta er sett upp. ÍBV hefur mannskapinn til að sigra FH, kanski ekki 2-0, en þær vinna samt. FH-liðið er ágætlega mannað og með fínar stelpur í flestöllum stöðum, en ÍBV er einfaldlega skrefinu á und- an í flestum stöðum. FH-liðið verður því að eiga algjöran toppleik og von- ast til að Eyjastúlkur séu í hálfgerð- um sárum eftir Evrópukeppnina og leiki eitthvað undir getu. Það held ég sé eina von FH. Undir öllum eðlilegum kringum- stæðum ættu Vestmanneyingar að vinna 2-0 og þá í talsverðu ströggli í síðari leiknum, sem verður í Kapla- krika, en ef það gengur ekki hjá þeim þá vinna þær í versta falli 2-1,“ sagði Ragnar. Liðin hafa mæst þrívegis í deild- inni, ÍBV vann 24:15 í lok september, 27:31 í Firðinum í nóvember en FH vann í Eyjum, 33:26 í síðasta leikn- um. Morgunblaðið/Þorkell Anna Yakova leikur stórt hlutverk í liði Eyjamanna og hér skor- ar hún með uppstökki í leik gegn varnarmanni Hauka. Ragnar Hermannsson spáir í undan- úrslitaviðureign Eyjastúlkna og FH-inga Auðvelt hjá ÍBV ef allt er eðlilegt „EF allt er eðlilegt þá á þessi viðureign að vera tiltölulega auðveld fyrir Eyjastúlkur,“ sagði Ragnar Hermannsson, sem þjálfaði Hauka- stúlkur í vetur, þegar hann var spurður um undanúrslitarimmu ÍBV og FH í 1. deild kvenna í handknattleik, en liðin mætast í fyrsta leik í Eyjum í kvöld. Eftir Skúla Unnar Sveinsson MARKMIÐ mitt er að gera Stoke City að betra liði og ná árangri. Það er ljóst að við verðum um miðja deild að þessu sinni en ég er sáttur við árangur liðsins, sé miðað við það fjármagn sem við höfum unnið með. Að mínu mati höfum við kannski náð betri árangri en búast mátti við,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri enska liðsins Stoke City, í gær á opnum fundi sem stjórn félagsins hélt í gær á Grand Hótel í Reykjavík. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, vonast eftir meira fjármagni frá hluthöfum félagsins „Mun virða ákvörð- un stjórnarinnar“ Leiðrétting Í blaðinu á föstudag var rangt farið með nafn Írisar Önnu Skúladóttir, sigurvegara í kvennaflokki í 89. víðavangshlaupi ÍR, sem fram fór á fimmtudag. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.