Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 49
Í GÆR var undirritað sam-
komulag á milli körfuknattleiks-
deildar Hamars í Hveragerði og
Selfoss þar sem félögin skuldbinda
sig til þess að vinna saman næstu
fimm árin. Meistaraflokkar félags-
ins í karla- og kvennaflokki munu
leika undir merkjum Hamars/
Selfoss á næstu leiktíð en karlalið-
ið leikur í úrvalsdeild og kvenna-
liðið í 2. deild.
Pétur Ingvarsson mun þjálfa
karlaliðið á næstu leiktíð en hann
hefur gert samning til næstu
þriggja ára. Pétur sagði í gær að
markmiðið með sameiningunni
væri að efla starfsemi félaganna.
„Heimaleikir liðanna verða til
skiptist í Hveragerði og á Selfossi
en þar er að rísa nýtt íþróttahús
sem menn renna hýru auga til
enda er þar parket og góð að-
staða. Yngri flokkar félaganna
munu æfa í Hveragerði og á Sel-
fossi en keppa undir sameiginlegu
merki félagsins. Það verður því
ekki mikið rask á æfingum þeirra.
Við ætlum að efla körfuknattleik-
inn á þessu svæði með sam-
komulaginu og teljum að kostirnir
séu margir, enda er um að ræða
7000 manna samfélag sem hefur
ýmislegt upp á að bjóða. Það eru
ekki nema 10 km. á milli staðanna
og við sjáum ekkert nema kosti
við að vinna með nágrönnum okk-
ar. Markmiðið er að bæði karla og
kvennaliðið verði í keppni um titla
í efstu deild í framtíðinni,“ sagði
Pétur.
Hamar og Selfoss
sameinast í körfunni
ARNAR Sigurðsson og félagar
í Pacific Tigers urðu há-
skólameistarar í tennis í Vest-
urdeildinni í Bandaríkjunum
þegar þeir sigruðu Santa
Barbara, 4:1, í úrslitaleik í
fyrrinótt. Með þessum sigri
öðlaðist lið Pacific keppnisrétt
í úrslitakeppninni um meist-
aratitil bandarísku háskól-
anna sem hefst um miðjan maí.
Arnar vann örugga sigra í
sínum viðureignum, bæði í ein-
liðaleik og tvíliðaleik, en hann
hefur verið nánast ósigrandi í
vetur. Tenniskeppni banda-
rísku háskólanna er mjög
sterk en margir af efnilegustu
tennisleikurum Bandaríkj-
anna og víðar að úr heiminum
velja að fara í háskóla og
keppa þar áður en þeir fara út
í atvinnumennskuna.
Arnar Vest-
urdeildar-
meistari
með Pacific
ÁSGEIR Sigurvinsson landsliðs-
þjálfari sagði að það hefði ekki
verið annað hægt en gefa Eiði
Smára Guðjohnsen, fyrirliða
landsliðsins, frí frá leiknum gegn
Lettlandi í Riga. „Við gerðum
okkur fyllilega grein fyrir því að
hann er að fara að leika einn
þýðingarmesta leik sinn sem
knattspyrnumaður, er hann leik-
ur með Chelsea gegn Mónakó í
Meistaradeild Evrópu í næstu
viku á Stamford Bridge í London.
Chelsea á möguleika á að komast
í úrslitaleik um Evrópumeist-
aratitilinn og það hefði ekki verið
sanngjart að láta hann leika hér í
Riga þegar Chelsea væri að und-
irbúa sig fyrir þann leik. Það er
mikið undir, þar sem Chelsea
þarf að vinna upp tap í Mónakó,
3:1, til að komast í úrslitaleikinn.
Eiður Smári hefur verið að
leika mikið undanfarið og var
byrjaður að finna fyrir meiðslum
í nára og þá fékk hann flensu
fyrir fyrri leikinn gegn Mónakó.
Síðan meiddist hann í baki og
þurfti að fara í sprautumeðferð.
Hann þarf á hvíld á að halda. Við
vitum fullkomlega hvað hann get-
ur, þannig að það er ekki Eiður
Smári sem við þurfum að skoða
mest í æfingaleikjum. Það eru
aðrir leikmenn en hann,“ sagði
Ásgeir.
Ásgeir sagði að hann væri alls ekkisammála þeim sem héldu því
fram að æfingaleikur sem þessi hér í
Ríga hefði enga þýð-
ingu fyrir okkur. „Ég
tel að það sé mjög
mikilvægt að fá sem
flesta leiki. Það eru
ákveðin kynslóðaskipti í íslenska
landsliðshópnum núna, þannig að það
er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að
fá landsleiki. Við fengum tækifæri í
Albaníu á dögunum til að prófa okkur
áfram og nú er önnur prófraun fram-
undan hér í Ríga. Við munum hugs-
anlega gera einhverjar breytingar á
liðinu.
Eftir átökin hér í Ríga koma tveir
mjög þýðingarmiklir leikir á þriggja
þjóða móti í Manchester í byrjun júní,
þar sem við leikum fyrst gegn Japan
og síðan gegn Englandi. Eftir það
koma Ítalir í heimsókn til Reykjavík-
ur í ágúst. Allt eru þetta leikir sem
hafa þýðingu.
Við fáum mjög góðan tíma með
strákana í Englandi, þar sem við
verðum saman í tíu daga við æfingar
og keppni. Þegar við höfum farið í
gegnum þessa dagskrá hefst alvaran
– undankeppnin fyrir heimsmeistara-
keppnina í Þýskalandi 2006,“ sagði
Ásgeir og hann bætti við: „Ef við nýt-
um okkur ekki að leika æfingaleiki á
alþjóðlegum leikdögum, eins og flest-
ar þjóðir gera, þá ættum við í erfið-
leikum með að fá vináttuleiki.
Við verðum alltaf að nýta þá mögu-
leika að fá að sjá sem flesta leikmenn
leika undir merkjum Íslands. Þá er
nausynlegt að geta kallað leikmenn
okkar saman reglulega áður en út í al-
vöruna er komið. Við gerðum okkur
grein fyrir því að leikurinn í Albaníu á
dögunum yrði erfiður, en aðalatriðið
var að fá hópinn saman.“
Ásgeir sagði að Lettar væru erfiðir
mótherjar, sem sýndu góða leiki í
Evrópukeppninni gegn Svíum, Ung-
verjum og Tyrkjum og tryggðu sér
rétt til að leika í Evrópukeppni lands-
liða í Portúgal í sumar. „Við mætum
hér til leiks til að reyna að leggja þá
að velli. Ég er mjög spenntur að sjá
hvernig leikmenn taka á málum. Við
gerum okkur grein fyrir því að við
þurfum að bæta okkur töluvert frá
leiknum í Albaníu. Róðurinn verður
erfiður, því að það segir allt um Letta
að þeir lögðu Tyrki að velli í auka-
leikjum um Evrópusætið – bæði hér í
Ríga og í Istanbúl. Við erum ekki
komnir hingað til að leika eingöngu
vináttuleik. Það verður allt gert til að
fagna sigri. Við erum með stóran hóp
af atvinnumönnum sem vita út á hvað
leikurinn gengur. Ég og Logi Ólafs-
son spáum þó ekki eingöngu í úrslitin.
Aðalatriðið er að við fáum að sjá að
leikmenn okkar leggi hart að sér. Það
berjast margir leikmennum stöður í
landsliðinu og við höfum sagt strák-
unum að það eigi enginn fast sæti í lið-
inu. Takmark okkar er að gera betur
en í síðustu keppni – Evrópukeppni
landsliða. Strákarnir vita að það er
stefnan og ef menn eru ekki tilbúnir í
slaginn verður kallað á nýja menn í
hópinn,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson leggja á ráðin á æfingu íslenska lands-
liðsins en þeir eru staddir í Ríga í Lettlandi þar sem leikið verður gegn heimamönnum á morgun.
Við stefnum að sjálf-
sögðu á sigur í Ríga
ÞAÐ var létt yfir landsliðshópi Íslands í knattspyrnu er hann kom
saman í Kaupmannahöfn í gær á leið til Lettlands, þar sem verður
leikinn vináttuleikur gegn Lettum í Ríga á morgun, á Skonto-
leikvellinum. Enginn leikmaður landsliðshópsins lagði upp frá Ís-
landi því að KR-ingarnir Kristján Finnbogason og Kristján Örn Sig-
urðsson komu frá Færeyjum þar semþeir léku með KR-liðinu um sl.
helgi, en aðrir leikmenn komu frá Noregi, Svíþjóð, Englandi, Dan-
mörku, Belgíu og Þýskalandi. „Það er alltaf ákveðin stemning þegar
landsliðshópurinn kemur saman og takmark okkar er að búa lands-
liðið sem best undir undankeppni heimsmeistarakeppninnar í
Þýskalandi 2006 sem hefst í haust,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson,
annar þjálfari landsliðsins.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar frá Ríga
Vináttulandsleikir eru mikilvægir, segir Ásgeir Sigurvinsson Eiður Smári
þarf á hvíld
að halda
FÓLK
GÍSLI Kristjánsson var útnefndur
leikmaður ársins af leikmönnum
danska úrvalsdeildarliðsins
Fredericia á lokahófi félagsins um
nýliðna helgi. Gísli gekk í raðir
Fredericia síðastliðið sumar en hann
var áður í herbúðum Gróttu/KR.
Gísli er línumaður og skoraði 70
mörk fyrir lið sitt á leiktíðinni og var
fjórði markahæsti leikmaður liðsins.
STEFÁN Guðmundsson úr
Breiðabliki hjó nærri Íslandsmeti
Sveins Margeirssonar í 3.000 m
hlaupi í flokki 17–18 ára er hann tók
þátt í Cenntennial Invitational
mótinu í Oregon á laugardaginn.
Stefán hljóp á 8.45,54 mín. sem er að-
eins fjórum sekúndum frá meti
Sveins sem sett var fyrir níu árum.
ROY Keane, fyrirliði Manchester
United, dró sig í gær út úr írska
landsliðshópnum í knattspyrnu sem
mætir Pólverjum í vináttulandsleik á
morgun. Keane varð fyrir meiðslum í
leiknum gegn Liverpool á laugardag.
SLITNAÐ hefur upp úr samninga-
viðræðum PSV Eindhoven og
Feyenoord um kaup fyrrnefnda fé-
lagsins á framherjanum Robin van
Persie, sem er tvítugur og þykir afar
efnilegur. Hollensk dagblöð greina
frá því að PSV hafi boðið 3 millj.
evra, um 260 millj. kr., en það hafi
verið of lágt að mati þeirra sem stýra
málum hjá Feyenoord. Ennfremur
er hermt að Arsenal, Sevilla og
Schalke vilji klófesta Persie og að
Arsenal sé reiðubúið að greiða 4,8
millj. evra fyrir framherjann.
DIEGO Maradona er örlítið að ná
sér á strik. Nú getur hann orðið and-
að sjálfur með aðstoð öndunarvélar,
en á sunnudaginn var hann svo
slappur að öndunarvélin varð alfarið
að sjá um að dæla súrefni í hann.
JONATHAN Woodgate, varnar-
maðurinn öflugi hjá Newcastle,
meiddist á læri í leiknum við Chelsea
í fyrradag og er óttast að hann leiki
ekki meira með liðinu á yfirstandandi
leiktíð. Þetta er enn eitt áfallið hjá
Sir Bobby Robson og lærisveinum
hans. Craig Bellamy og Kyeron
Dyer eru báðir á sjúkralistanum og
Andy O’Brien þarf að taka út
tveggja leikja bann en Newcastle er í
harðri baráttu um fjórða sætið í
deildinni og að komast í úrslit í
UEFA-keppninni.
RUUD van Nistelrooy hefur orðið
að draga sig út úr hollenska landslið-
inu sem mætir Grikkjum á morgun í
Eindhoven. Ástæðan er meiðsli.
Sömu sögu er að segja af löndum
hans Edgar Davids, Phillip Cocu og
Andy van der Meyde. Dick Advoca-
at, landsliðsþjálfari Hollendinga,
hefur eigi að síður úr vaskri sveit
leikmanna að velja. Hann hefur að-
eins kallaði í einn leikmann í stað
fjórmenninganna – það er Paul Bos-
velt, miðvallarleikmaður Manchest-
er City.