Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. BRENNISTEINSMENGUN hefur aukist veru- lega í Jökulsá á Sólheimasandi undanfarna daga. Jarðfræðingar segja aukna mettun brennisteinsvetnis vera einkenni kvikusöfnunar undir Kötlu og afleiðingu aukins jarðhita sem henni fylgir. Jarðvísindamaður fékk nýlega eitrunareinkenni af þessum sökum. Almanna- varnadeild ríkislögreglustjórans og lög- reglustjórinn í Vík hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við því að fólk sé í nágrenni við upptök Jökulsár á Sólheimasandi. Hætta er á brennisteinseitrun, en helstu einkenni hennar eru sviði í augum og óþægindi frá önd- unarfærum ásamt ógleði og höfuðverk. Nýlega fékk Ólafur Ingólfsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, snert af brenni- steinseitrun þegar hann var við undirbúning kennsluferðar. „Við vorum fyrst hjá Sól- heimajökli og svo keyrðum við nánast upp að Kötlujökli. Mikill brennisteinsfnykur lá í loftinu, sérstaklega við Sólheimajökul,“ segir Ólafur. „Nóttina áður hafði verið nokkur skjálftavirkni og þá hefur komið gusa af vatni sem hefur verið mettuð af þessum gastegundum.“ Alvarleg eitrun getur leitt til dauða Þegar líða tók á daginn fór Ólafur að finna fyrir þeim eitrunaráhrifum sem fylgja brenni- steinsvetni, ertingu í augum og vaxandi höf- uðverk. „Þegar frá leið varð höfuðverkurinn mjög skæður og ég var alveg að sálast, en þetta leið hjá eins og gengur og gerist. Þetta var ekki mjög alvarleg eitrun, ég var við Sólheimajökul í þrjá til fjóra tíma.“ Að sögn Ólafs geta alvarleg eitrunaráhrif verið firnahættuleg og getur mikill styrkur brennisteinsvetnis valdið blindu og jafnvel löm- un í öndunarfærum og dauða. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur segist ekki þekkja dæmi um slíka eitrun. „Ef fólk veit að þetta hefur gerst áður við Jök- ulsá á Sólheimasandi, þá viljum við endilega heyra frá því,“ segir Magnús Tumi. „Þetta gerð- ist daginn eftir að leiðnin var sem hæst í Múla- kvísl og gæti tengst auknu jarðhitavatni undan Mýrdalsjökli.“ Magnús Tumi segir þessa auknu brenni- steinsmyndun geta stafað af því að kvika safnist fyrir undir Kötlu og jarðhiti aukist við það. „Þessir atburðir einir og sér eru ekki merki um það að Kötlugos sé að hefjast, heldur vænt- anlega afleiðing af auknum jarðhita síðustu misserin. Jarðhitaaukningin hefur verið sam- fara hægu en ákveðnu landrisi og nokkuð auk- inni jarðskjálftavirkni. Allt eru þetta dæmigerð- ir forboðar eldgosa í megineldstöðvum. Það er hins vegar alls óljóst hversu lengi þessi þróun þarf að standa áður en gýs. Það geta verið vik- ur, mánuðir eða ár. Einnig er möguleiki á að þessi þróun hætti og ekki gjósi í Kötlu í bráð.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Við upptök Jökulsár á Sólheimasandi, við Sólheimajökul, í gærkvöld. Fólk er varað við því að vera þar á ferð. Aukin brennisteinsmengun við Kötlu Fólk varað við að vera í nágrenni við upptök Jökulsár á Sólheima- sandi – Jarðvísindamaður fékk einkenni brennisteinseitrunar SAMKEPPNISSTOFNUN hefur tekið sér lengri frest til að skoða samruna Norð- urljósa og Fréttar ehf. og Skífunnar og verslunarsviðs Tæknivals, eða fram í seinni hluta júní. „Það að við skulum taka okkur þennan tíma þýðir auðvitað að við teljum hugs- anlegt að þarna séu einhver ljón á veg- inum,“ segir Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Við samrunann kom meðal annars fram að Skífan yrði eftir breytingarnar með 85% markaðshlutdeild í tónlistar- og tölvu- leikjasölu á Íslandi. Guðmundur segir að eitt af því sem horft sé til hjá Samkeppn- isstofnun sé að Hagar, sem er að stórum hluta í eigu Baugs Group, reki verslunar- keðjuna Hagkaup, sem sé stórseljandi geisladiska og mynddiska. Samruni Fréttar við Norðurljós og hluta Tæknivals við Skífuna Lengri frestur til að skoða samkeppnis- áhrif samruna  Samkeppnisstofnun/12 EKKI verður af samningum milli Loftleiða Icelandic, dótturfélags Flugleiða, og ísraelska flugfélagsins Israir um leiguflug milli Tel Aviv og New York. Að sögn Sigþórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Loftleiða Icelandic, gátu Loftleiðamenn ekki gengið að kröfum Ísr- aelsmanna um ýmis öryggisákvæði. Sam- kvæmt samningsdrögum áttu m.a. að vera vopnaðir öryggisverðir um borð í vélunum, eins og tíðkast hjá ísraelskum flugfélögum. Segir Sigþór að ekki hafi náðst að samræma þessar kröfur þeim vinnureglum sem félagið og áhafnir á þess vegum fylgja. Loftleiðir- Icelandic munu hins vegar leigja ísraelska flugfélaginu eina flugvél á svokallaðri þurr- leigu, þ.e. án áhafna. Halldór Þ. Sigurðsson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir af- stöðu íslenskra flugmanna skýra og hún hafi komið fram áður. „Sú stefna hefur verið tekin upp bæði hjá flugmönnum innan FÍA og hjá samtökum flugmanna erlendis að það auki ekki öryggi að hafa vopnaða flugmenn um borð,“ segir Halldór, en flugmenn telja að frá- gangur farþegalista og öryggisleit á farþegum eigi að vera fullnægjandi áður en þeir ganga um borð. „Ef það þarf vopnaðan vörð um borð teljum við að áhættan sé svo mikil að það sé betra að fella niður flugið.“ Halldór segir vopnaðan ör- yggisvörð í vélinni þar fyrir utan skapa hættu. „Ef hann beitir skotvopni getur hann valdið skemmdum á vélinni og einnig stefnt lífi far- þega í hættu. Þegar vopnið er komið um borð er heldur ekki víst að öryggisvörðurinn haldi á því lengur, einhver annar getur náð því af honum.“ FÍA vísar algjörlega á bug að hafa vopnaða verði um borð í vélum. Loftleiðir Icelandic leigja vél án áhafnar til Israir í stað leiguflugs Íslenskar áhafnir höfnuðu vopnuðum öryggisvörðum ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra telur að skipta eigi um formann útvarpsréttarnefndar verði frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum að lögum en það varðar einkum útgáfu útvarps- leyfa. Því sé rétt að Kjartan Gunnarsson, núverandi formaður nefndarinnar, sem á sæti í bankaráði Landsbankans, víki úr formennskunni. „Nú er verið að auka valdsvið nefndar- innar og þá tel ég óheppilegt að formaður útvarpsréttarnefndar sé meðal annars bankaráðsmaður í Landsbankanum. Þetta undirstrikar það sem við höfum sagt að okkur er fyllsta alvara með því að setja hér fram almennar leikreglur. Enginn getur verið vændur um að koma fram með þetta mál vegna einhverra annarlegra hags- muna. Við erum fyrst og fremst með hags- muni almennings í huga,“ segir mennta- málaráðherra. Þorgerður Katrín tók fram að Kjartan hefði staðið sig vel sem formaður nefnd- arinnar og einkamiðlarnir í landinu hefðu fremur hagnast á veru hans þar en hitt. Telur rétt að skipta um for- mann í útvarps- réttarnefnd VIÐRÆÐUM um kjarasamninga milli Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair var síðdegis í gær vísað til rík- issáttasemjara. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir til fundar kl. 13 í dag. Síðasti kjarasamningur flugmanna og Icelandair rann út 15. mars sl. og mun hægt hafa miðað í viðræðum síðustu daga. Samninganefnd FÍA hefur mælst til þess við flugmenn Icelandair að þeir virði kjara- samninga í hvívetna og að menn vinni ekki á frídögum. Þá hefur samninganefndin boðað flugmenn félagsins til fundar í kvöld, þar sem þeim verður kynnt staðan og framhald- ið ákveðið, að því er fram kemur á vef FÍA. Deila FÍA og Icelandair til sáttasemjara ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.