Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 4

Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ REIKISTJARNAN Venus gekk fyrir sólina í fyrsta skipti í 122 ár í gærmorgun. Vensus byrjaði að sjást sem lítil depill á sólinni frá Reykjavík um 20 mínútur yfir fimm og lauk þvergöngunni svo- kölluðu rétt fyrir klukkan hálftólf. Snævarr Guðmundsson, formað- ur Stjörnuskoðunarfélags Sel- tjarnarness, var einn af þeim sem fór í fyrrinótt austur fyrir fjall til þess að fylgjast með. „Þetta var sérstakt, líka vegna þess að þetta er sögulegur viðburður,“ sagði Snævarr og bætti við að gaman væri að rifja það upp að þetta væri viðburður sem tengdist upphafi kvikmyndavéla. Árið 1882 hefði verið reynt að ná sams konar við- burði með frumstæðri hreyfi- myndavél. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur skrifar um þennan við- burð í Almanak Háskóla Íslands og segir þar m.a.: „Venus gengur um sólina líkt og jörðin en fjar- lægð hennar frá sólu er um fjórð- ungi minni en fjarlægð jarðar og umferðartíminn mun styttri (7½ mánuður). Venus skeiðar því fram úr jörðinni ef svo mætti segja, með rúmlega eins og hálfs árs millibili. En þótt hún gangi þá milli jarðar og sólar ber hana sjaldnast í sólina því að brautin hallast lítið eitt miðað við jarðbrautina. Venus fer því yfirleitt fyrir ofan eða neðan (norðan eða sunnan) sólkringluna. Tvisvar í hverri umferð gengur Venus gegnum brautarflöt jarðar. Ef jörðin er þá stödd á réttum stað á braut sinni, er unnt að sjá Venus í þvergöngu sem lítinn, dökkan díl á sólinni.“ Venus gengur fyrir sólina Ljósmynd/Reynir Eyjólfsson Þessi mynd af þvergöngu Venusar var tekin undir Eyjafjöllum kl. 08.17 en þá var gangan um það bil hálfnuð. ÁSTÞÓR Magn- ússon forseta- frambjóðandi segir Ólaf Ragn- ar Grímsson, for- seta Íslands, hlaupast undan því að svara áskorun sinni um að ræða ákvörð- unina um synjun staðfestingar fjölmiðlalaganna í Kastljósþætti Sjónvarpsins. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði Ástþór, að hann hefði ítrekað reynt að fá viðbrögð við áskorun sinni, en ekki fengið nein svör. Þar spyrji hann beint út hvort forsetinn gangi erinda Norðurljósa. „Mér var bent á að tala við lög- mann Norðurljósa, Gunnar Jónsson, en ég sagðist ekkert hafa við þann mann að tala, ég væri að beina mínu erindi til forseta Íslands,“ sagði Ást- þór. Forsetinn í Bláa lóninu Ástþór segist hafa heyrt á skrif- stofu forsetans að hann væri í Bláa lóninu. Ástþór fór þá af stað í Bláa lónið, en mætti forsetabílnum á leið- inni og sneri við. „Um leið og þeir sjá þetta er bara gefið í og keyrt á 150 kílómetra hraða, allan Keflavík- urveginn,“ sagði Ástþór. Veitti Ást- þór forsetabílnum eftirför, og endaði förin á skrifstofu forseta við Sól- eyjargötu. Ástþór segir forsetann hafa farið hlaupandi í loftköstum út úr bílnum og inn á skrifstofuna, og sér hafi verið meinað að ná tali af honum. „Svo var ég þarna í líklega einn og hálfan klukkutíma og bað um að fá að hitta hann, og því var synjað,“ bætir hann við. Loks fór Ástþór að Bessastöðum, en þá meinaði lögregla honum að- komu að öðrum byggingum en kirkjunni, að hans sögn. Ástþóri er spurn hvað forsetinn hræðist. „Hann getur ekki kastað svona hlut inn í kosningabaráttu tveimur eða þremur vikum fyrir kosningar, og neitað svo að hitta meðframbjóðend- ur sína og ræða þessi mál,“ sagði Ástþór. „Þetta er náttúrlega mjög stórt mál um forsetaembættið, og það er jafnvel verið að tala um að leggja eigi embættið niður út af þessu,“ bætti hann við. Mun ræða við útvarpsstjóra Aðspurður segist Ástþór næst munu fara á fund útvarpsstjóra, þar sem Ríkisútvarpið neiti að birta fréttir af tilraunum hans til að ná tali af forseta Íslands. Á sama tíma sé ávarp forsetans um þetta mál á heimasíðu RÚV, „en ekki boðið upp á að ég geti komið með mótvægi við þetta ávarp hans. Það er bara hans áróður þarna,“ segir Ástþór. „Ég vil að þjóðin viti um þessar tilraunir. Forsetinn hagar sér eins og krakki. Það hæfir ekki forseta Ís- lands,“ sagði Ástþór að lokum. Ástþór Magnússon reyndi ítrekað að ná tali af forseta Íslands Vill ræða við forseta um fjölmiðlalögin Ástþór Magnússon NORRÆNIR verkefnisstjórar skólaverkefnisins Dagblöð í skólum héldu ráðstefnu um dagblaðalestur barna og unglinga og áhrif lestursins á þau síðastliðna daga. Þátttakendur á ráðstefnunni voru um fjörutíu tals- ins, og meðal þeirra var norski barnasálfræðingurinn Magne Raun- dalen frá Bergen, en hann hélt fyr- irlestur um áhrif alvarlegra frétta á börn. Hann starfar við sérstaka stofnun um áfallaviðbrögð barna í Bergen. Börn vita hvað er í fréttum „Börn fylgjast mun betur með fréttum en við gerum okkur grein fyrir,“ sagði Raundalen í samtali við Morgunblaðið. „Þau þekkja fréttir og velta þeim mikið fyrir sér. Foreldrar og aðrir aðstandendur huga hins veg- ar ekki nægilega vel að samræðum við börnin um fréttirnar og vita ekki nógu vel hvernig hægt er að svara spurningum þeirra um ýmsar alvar- legar fréttir,“ bætti hann við. Raundalen segir það hafa orðið ljóst fyrir um þrjátíu árum að börn þekki fréttir og taki þær inn á sig. „Rannsóknir í Finnlandi á þeim tíma leiddu í ljós að fimm og sex ára börn töluðu mikið um fréttir í skólanum. Þau tileinka sér brot og brot úr frétt- unum en skortir heildarsamhengi þeirra. Þrátt fyrir þessa vitneskju er engin skýr stefna innan skóla um hvernig eigi að höndla alvarlegar fréttir og áföll með nemendum,“ seg- ir Raundalen. Eiga skilda eigin fréttasíðu Raundalen tók sig til og skrifaði bók um hvernig hægt er að bregðast við áhrifum frétta á börn og nefnir í því sambandi að undanfarna áratugi hafi helstu áhyggjuefni barna breyst; á níunda áratugnum hafi það verið kjarnorkuógn, á þeim tíunda mengun og nú sé það hryðjuverkaógn. „Eina verkefnið sem hefur tekið á þessum þætti er Dagblöð í skólum. Ég tel nauðsynlegt að meira sé gert af fjölmiðlaumfjöllun í skólum, og að dagblöðin sinni börnum frekar, til dæmis með daglegri fréttasíðu fyrir börn,“ segir hann. Með þeim hætti megi nýta dagblöðin enn frekar inn- an skólans og leyfa börnum að átta sig frekar á efni frétta. Hann telur einnig mjög mikilvægt að átta sig á skorti á tengslum milli kynslóða, þar sem foreldrar átti sig ekki á að koma börnum sínum til aðstoðar við að skilja umhverfi sitt. Þarna séu börnin sett til hliðar á upplýsingaöld. Að sögn Arnar Þórissonar, áskrift- arstjóra Morgunblaðsins, er þetta í fyrsta sinn sem verkefnastjórarnir hittast hér í Reykjavík. „Verkefnið Dagblöð í skólum hefur verið und- anfarin fjögur ár í íslenskum skólum, og var rætt um ýmis atriði varðandi dagblaðalestur ungs fólks á ráðstefn- unni,“ segir Örn. Meðal annars kynnti Þorbjörn Broddason niður- stöður könnunar um dagblaðalestur barna og unglinga á Íslandi og Einar Már Guðmundsson rithöfundur hélt erindi. Dagblöð í skólum eina verkefnið sem kynnir börnum fréttir Börn sett til hliðar á öld upplýsinga Frá ráðstefnu verkefnisstjóra Dagblaða í skólum. KOSTNAÐUR við stjórn Íslensku friðargæslunnar í Kabúl er áætlaður um 220 milljónir króna, að sögn Arn- órs Sigurjónssonar, yfirmanns Ís- lensku friðargæslunnar í utanríkis- ráðuneytinu. Innifalin eru laun 17 starfsmanna í Kabúl og tveggja starfsmanna í utanríkisráðuneytinu, kostnaður vegna undirbúnings, þjálfunar og búnaðar starfsmanna. Að sögn Arnórs liggur nákvæm skipting kostnaðar ekki fyrir. „Við erum tiltölulega ánægð með þróun launakostnaðar miðað við Pristina. En eftir sem áður gerum við okkur grein fyrir því að við erum að senda menn þarna við mjög erf- iðar kringumstæður og það er ekki gert nema það sé nokkurn veginn boðlegt.“ Fá greitt „óþægindaálag“ Laun starfsmanna í Kabúl skiptast í grunnlaun, svonefnt „óþægindaálag“ og dagpeninga, skv. reglum ríkisins. Arnór minnir á að sóst sé eftir sérfræðingum í störf og aðstæður á staðnum séu erfiðar. Þess má geta að heildarfjárveiting til Íslensku friðargæslunnar 2004 var tæpar 330 milljónir og renna um 220 milljónir til verkefnisins, sem fyrr segir. Atlantshafsbandalagið greiðir hins vegar allan meiriháttar rekstrarkostnað. Um 220 af 330 milljónum sem Íslenska friðargæslan hefur til umráða í ár renna til verkefnisins í Kabúl „Tiltölulega ánægð með þróun launakostnaðar“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.