Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 6

Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARFÉLAGIÐ Þingeyjarsveit hefur undirritað viljayfirlýsingu með Orkuveitu Reykjavíkur, Orkuveitu Húsavíkur og Norðurorku á Akureyri um samstarf um virkjun Skjálfanda- fljóts við Hrafnabjörg í Bárðardal, svonefnda Hrafnabjargavirkjun. Munu þessir aðilar stofna félag um verkefnið á næstu vikum. Á vefsíðu Þingeyjarsveitar segir að aðilar séu sammála um að skoða fleiri hugsanlega virkjunarkosti í Skjálf- andafljóti. Heimamenn í Bárðardal hafi lengi vitað um þessa virkjunar- möguleika og margir verið áhuga- samir um að þeir verði kannaðir. Hins vegar hafi m.a. verið lýst áhyggjum af Suðurá og fossum í Skjálfandafljóti komi til virkjunar, og var þeim skila- boðum komið á framfæri við undirrit- un viljayfirlýsingarinnar. Undirbúningsfélagi er ætlað að hefja rannsóknir á ýmsum sviðum og verður ákvörðun um virkjun ekki tek- in fyrr en að loknum viðamiklum und- irbúningi. Hafa aðilar einnig lýst vilja sínum til að ráðast í leit að hugsanleg- um kaupendum orkunnar sem er for- senda þess að virkjað verði. Tekur undirbúningur, m.a. umhverfismat og frekari rannsóknir, tvö ár hið minnsta. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er lögð sérstök áhersla á að orka frá virkjuninni verði nýtt á Norðurlandi. Fyrirhugað undirbúningsfélag muni á virkan hátt markaðssetja orkuna og þá kosti sem fyrir hendi séu á Norð- urlandi til að laða að orkufrekan iðnað eða aðra þá starfsemi sem leitt geti af sér ný atvinnutækifæri á svæðinu. Landsvirkjun með umsókn um rannsóknarleyfi Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðið hefur Landsvirkjun einnig lýst áhuga á virkjunarmöguleikum í Skjálfandafljóti. Jóhann Guðni Reyn- isson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir Landsvirkjun ekki hafa óskað eftir samráði við sveitarfélagið um þetta verkefni en samkvæmt viljayfir- lýsingunni skuldbinda þessir aðilar sig til að vinna ekki með öðrum að verkefninu á meðan því stendur. Jó- hann Guðni leggur áherslu á að hér sé aðeins farið af stað undirbúningsferli, engar ákvarðanir liggi fyrir um virkj- unarframkvæmdir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði fyrir- tækið hafa um nærri tveggja áratuga skeið rannsakað virkjunarkosti í Skjálfandafljóti og þar á meðal Hrafnabjargavirkjun. Landsvirkjun hefði í vor sótt um rannsóknarleyfi fyrir þá virkjun með forgangi til byggingar hennar. Á þeim tíma hefði umsókn um slíkt leyfi ekki borist ráðuneytinu frá Orkuveitu Reykjavíkur. „Landsvirkjun telur og hefur kynnt þá skoðun sína opinber- lega að samstarf orkufyrirtækja um rannsóknir og byggingu virkjana á Norðurlandi sé æskilegt og jafnvel nauðsynlegt eigi að virkja þar orku til stóriðju,“ sagði Þorsteinn. Viljayfirlýsing um virkjun Skjálfandafljóts Þingeyjarsveit í samstarf við Orkuveitu Reykja- víkur, Orkuveitu Húsavíkur og Norðurorku Ljósmynd/Emilía Höskuldsdóttir Skrifað undir yfirlýsinguna. F.v. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, Guðmundur Þóroddsson forstjóri, Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, Hreinn Hjartarson, veitustjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Jóhann G. Reyn- isson sveitarstjóri. Fyrir aftan f.v. eru Haraldur Bóasson oddviti, Friðrika Sigurgeirsdóttir úr sveitarstjórn, Ás- geir Margeirsson, aðstoðarforstjóri OR, og Garðar Jónsson og Ásvaldur Æ. Þormóðsson sveitarstjórnarmenn. itage-safni í St. Pétursborg í Rúss- landi. Hér er á ferð íburðarmikil útgáfa á völdum sögubútum úr fjór- um lykilsögum íslenskra forn- bókmennta sem rússneskir lista- menn hafa skrautritað, mynd- skreytt og bundið inn í forláta kápur úr skinni og eðalmálmum. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj átti hugmyndina að verkefninu og stóð straum af kostn- aði við það en Abramovitsj er talinn næstríkasti maður Rússlands og er á Íslandi líklega hvað þekktastur fyrir það er hann festi kaup á breska knattspyrnuliðinu Chelsea. Útgáfa bókanna var samvinnu- verkefni Hermitage-safnsins og út- gáfufélagsins Fágætar bækur úr Pétursborg (Rare books of St. Pet- ersburg) undir ritstjórn Piotrs Suspitsyn en félagið Fágætar bæk- ur hefur það að leiðarljósi að við- halda þeirri hefð að gefa bækur út í listrænum og einstaklega vönd- uðum útgáfum. Komu 7 listamenn að verkinu þar sem fjórir listamannanna unnu myndskreytingar hver við sína sögu af þeim fjórum sem fyrir val- inu urðu. Einn skrautritaði texta bókanna og tveir hönnuðu bókband. Egils sögu skreytti Youri Bor- ovitsky, Grettis sögu Boris Zab- irokhin, Mikhail Gavrichkov myndskreytti Gunnlaugs sögu ormstungu og Yury Lukshin Njáls- sögu. Hver þeirra gerði 12 þrykki- myndir með mismunandi tækni og ljær hver þeirra viðfangsefninu sitt persónulega handbragð og túlkun. Allir teljast þeir í fremstu röð rúss- neskra samtímamyndlistarmanna og hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. „HVAÐ Rússland varðar eru Ís- lendingasögurnar ekki bara dæmi um góðar erlendar bókmenntir, heldur eru þær besti holdgervingur þess anda norrænnar rómantíkur og krafts sem víkingarnir fluttu með sér inn í það sem varð grunn- urinn að rússnesku samfélagi. Það- an á uppruna sinn andi rússneskrar alþýðulistar og þjóðsagnahefðar.“ – Svo hljóða inngangsorð Mikh- ails Piotrovsky safnstjóra í riti í til- efni af sýningu á sérstakri úrvals- útgáfu af Íslendingasögunum sem fram fer í hinu sögufræga Herm- Ljósi varpað á land og líf söguhetjanna Þær sögur sem urðu fyrir valinu voru sérstaklega valdar með tilliti til bæði mikilvægis og vinsælda á Íslandi, í Rússlandi og um heiminn allan. Úr hverri sögu voru valdir 10 söguhlutar og var þá haft til hlið- sjónar vægi hvers sögubúts við framvindu sögunnar, en einnig að hver bútur varpaði ljósi á land og líf söguhetjanna og gæfi listamönn- unum gott efni að fást við. Gefnar eru út 10 númeraðar bækur og er hver þeirra bundin í kápu úr kálfskinni og selskinni sem skreytt er silfri, kopar, gulli og gimsteinum. Var kápuhönnun í höndum Viktors Nikolsky og Pav- els Yekushev. Allur texti í bók- unum er handskrifaður af lista- skrifaranum Yury Nozdrin og eru inngangslínur hvers sögubúts skrif- aðar á íslensku en textinn í heild sinni á rússnesku. Hver bók um sig er 94 blöð eða 188 síður og 43 cm á hæð en 33 cm á breidd. Tvö fyrstu eintökin af þessari viðhafnarútgáfu Íslendingasagn- anna eru til sýnis í Hermitage- safninu en á sýningunni eru jafn- framt innrammaðar síður úr útgáf- unni, ljósmyndir frá vinnuferlinu og heimildarmynd um þá áskorun sem verkefnið fól í sér fyrir listamenn- ina. Sýningin er opin til 4. júlí. Nánari upplýsingar má finna á: http://www.hermitage.ru. Íslendingasögurnar á rússnesku Hver síða er handskrifuð og blöðin bundin inn í forláta kápur úr nautsleðri og selskinni. Á kápunni er málmvirki úr silfri, gulli og kopar skreytt gim- steinum en á bókinni til hægri má sjá stílfærða mynd af Íslandi á bakgrunni úr selskinni sem tákna á hafið. Bókin til vinstri sýnir opnubrot úr Grettis- sögu með myndskreytingu Borisar Zabirokhins. St. Pétursborg. Morgunblaðið. asgeiri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir þremur er- lendum mönnum, sem komu hingað til lands 6. maí, ýmist með fölsuð eða stolin skilríki. Sæta þeir því gæslu til 16. júní. Í greinargerð lögreglu fyrir gæsluvarðhaldskröfu sinni kemur fram að eftir að mennirnir komu til landsins hafi vaknað grunur um að ekki væri allt með felldu og voru þeir handteknir 25. maí. Uppi sé rök- studdur grunur um skjalafals opin- berra ferðaskilríkja, brot gegn út- lendingalögum og hugsanleg tengsl við innbrot í Danmörku. Ekki sé hægt að útiloka að mennirnir tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi. Unnið sé að rannsókn málsins í samvinnu við alþjóðadeild ríkislögreglustjór- ans, Interpol og dönsk lögregluyfir- völd. Rannsóknin beinist að því að staðfesta hverjir mennirnir séu, upp- lýsa um ferðir þeirra og hugsanlega vitorðsmenn, þekkta sem óþekkta, hér á landi, upplýsa um hina meintu fölsun og notkun vegabréfanna og veita dönsku lögreglunni rannsókn- araðstoð. Nöfn sem þeir gáfu upp séu ekki þau sömu og þeir gáfu upp hjá lögreglu. Hafi þeir kannast við að hafa keypt vegabréf til þess að koma til landsins. Ennfremur sé ljóst að þeir hafi framvísað fölsuðum vega- bréfum við komuna hingað. Þá liggi fyrir að þeir hafi látið hjá líða að til- kynna yfirvöldum um veru sína hér, eins og skylt sé samkvæmt útlend- ingalögum þrátt fyrir að hafa verið á landinu um tæplega þriggja vikna skeið. Fyrst eftir handtöku þeirra hafi komið fram umsókn frá þeim um hæli hér á landi. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til forsendna héraðsdóms og tók fram að ætluð ætluð brot mannanna gætu varðað þá fangelsisrefsingu samkvæmt 1. mgr. 155. gr. hegning- arlaga II. og III. kafla útlendinga- laga. Allt að 8 ára fangelsi liggur við broti á umræddri grein hegningar- laga. Málin dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Ingi- björg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandur mannanna voru Sigmundur Hannes- son hrl., Bjarni Hauksson hdl. og Jón Einar Jakobsson hdl. og sækj- andi Egill Stephensen, saksóknari lögreglustjórans í Reykjavík. Þrír erlendir menn í gæsluvarðhaldi Ekki unnt að útiloka tengsl við alþjóð- lega glæpa- starfsemi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.