Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 8

Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þingræðið má víst bara orðið þakka fyrir að fá að dingla með í darraðardansi auðsins. Háskóli unga fólksins Unglingar í háskólanámi Háskóli unga fólksinsverður starfrækt-ur á vegum Há- skóla Íslands dagana 14.– 19. júní næstkomandi. Skólinn er fyrir alla ung- linga fædda 1988–91 og verður nemendum boðið upp á 22 mismunandi nám- skeið þar sem fastakennar- ar og nemendur Háskóla Íslands munu kenna. Skráning stendur nú yfir á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is. Skráningar- gjald er 10 þúsund krónur og innifalið í því eru allt að átta námskeið, kennslu- gögn og léttur hádegis- verður. Skráningu lýkur á morgun, fimmtudaginn 10. júní. Hvað er Háskóli unga fólksins? „Þetta er sumarháskóli fyrir unglinga á aldrinum þrettán til sextán ára, sem starfræktur er af Háskóla Íslands og hefst í næstu viku, á mánudaginn kemur. Skól- inn er opinn öllum ungmennum sem fædd eru á árunum 1988 til 1991, og er ekki um nein inntöku- próf eða aðrar hömlur að ræða. Hver sem er á þessum aldri getur skráð sig í skólann. Síðasti kennsludagur í Háskóla unga fólksins verður föstudaginn 18. júní en daginn eftir verður braut- skráningar- og uppskeruhátíð á flötinni fyrir framan aðalbyggingu Háskólans með afhendingu braut- skráningarskjala, tónlist og gleði. Í boði eru 22 mismunandi nám- skeið og getur hver nemandi valið að sækja allt að átta þeirra. Þau raða því saman stundatöflum sín- um líkt og gert er í áfangaskólum og verður meðal tímasókn milli sextán og tuttugu tímar.“ Hvernig vaknaði hugmyndin um Háskóla fyrir ungt fólk? „Hugmyndin varð til hjá rektor Háskóla Íslands, Páli Skúlasyni, og markaðs- og kynningarsviði skólans og kemur í beinu fram- haldi af starfsemi sem Háskólinn hefur sinnt á síðustu árum, sem er miðlun þekkingar til ungs fólks. Dæmi um slíkt eru t.d. vísindadag- ar, vísindavefur og tungumála- námskeið sem haldin voru um allt land fyrir nokkrum árum. Segja má því að það sé rökrétt framhald af þessari starfsemi að Háskólinn reki sumarháskóla sem þennan. Þetta verkefni er þó meira um sig en önnur skyld verkefni, sem Há- skólinn hefur starfrækt, því um er að ræða heilan skóla, þótt í smækkaðri mynd sé.“ Hver er tilgangurinn með rekstri slíks sumarháskóla? Hverju á hann að skila? „Þessa viku verða nemendurnir í raun í hlutverki háskólastúdenta, en ætla má að námið hér geti orðið þeim dýrmæt reynsla þegar kem- ur að því að velja námsleið í menntakerfinu þegar fram í sækir. Það verður að minnsta kosti spennandi fyrir þau að sjá hvað fer fram innan veggja Há- skólans og vonumst við til að nemendurnir fái innsýn í námsbrautir og greinar sem eru í boði við Háskóla Íslands. Svo er tilgangurinn líka að lífga að- eins upp á háskólasvæðið og há- skólasamfélagið. Nemendurnir eiga náttúrlega að geta skemmt sér meðan á náminu stendur og kennararnir hafa líka af því bæði gagn og gaman að umgangast svona unga og áhugasama nem- endur. Stór hluti af starfi háskóla- fólks er að miðla þekkingu sinni til annarra og því tilvalið að virkja það til að vekja áhuga unglinga á háskólanámi.“ Hverjir koma til með að kenna í Háskóla unga fólksins? „Meðal kennara eru fastakenn- arar við Háskólann og nemendur í framhalds- og grunnnámi við Há- skóla Íslands. Hópurinn er mjög skemmtilega saman settur því bæði er um að ræða gamla reynslubolta og yngra fólk.“ Hvers konar námskeið standa nemendum til boða? „Þau eru mörg og margvísleg og er ætlað að vera sæmilegur þver- skurður af því sem boðið er upp á í venjulegu námi við Háskóla Ís- lands. Af því vinsælasta má nefna sálfræðinámskeið þar sem nem- endur kynnast nokkrum hug- myndum sálfræðinga um skynjun- ar- og ályktunarvillur og að ekki er allt sem sýnist. Þá er heimspeki- námskeiðið vinsælt, en í því verður hugað að spurningum um hvað það sé að vera sá sem maður er. Meðal annarra áhugaverðra námskeiða eru guðfræðinámskeið þar sem fjallað verður um trúarstef í kvik- myndum og kynjafræðinámskeið þar sem rætt verður um kynja- hlutverk og fyrirmyndir sem móta hugmyndir okkar um kynin. Af verklegri námskeiðum má nefna heilbrigðistækninámskeiðin þar sem nemendur fá að kynnast því hvernig svefnrannsóknir fara fram og fá að fræðast um heilarita, sem mæla breytingar á starfsemi heilans. Nemendur munu geta kynnt sér undirstöðuatriði í hin- um ýmsu tungumálum, sjúkdómsgreina vélar, ræða markmið og ár- angur fyrirtækja og beita stærð- fræði til að leysa hagnýt vandamál. Einnig mun þeim standa til boða að læra aðferðir til að anda betur, kynnast ólíkum myndum orkunn- ar og takast á við spurningar eins og „Hvað eru lög og til hvers eru þau?“. Annars eru námskeiðin jafn margvísleg og þau eru mörg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Björn Þorsteinsson  Björn Þorsteinsson er fæddur árið 1967 í Kaupmannahöfn. Hann lauk BA-námi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1993 og hlaut MA-gráðu í heimspeki frá há- skólanum í Ottawa í Kanada árið 1997 og leggur nú síðustu hönd á doktorsritgerð frá Universite Paris 8. Björn hefur unnið við bókaútgáfu, þýðingar og greina- skrif og hefur undanfarið starfað sem verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins. Björn er kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, sagn- og menningarfræðingi, og eiga þau tvær dætur. Dýrmæt reynsla fyrir framtíðina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.