Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 11

Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 11
FARIÐ er að nota lyfjahjúpuð stoðnet við kransæðavíkkanir hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu en þau eru talin gefa betri árangur en hefðbundin stoðnet. Auk þess að víkka út kransæðar veitir lyfjahjúpur nets- ins ákveðna meðferð og segir Ragnar Dan- ielsen, sérfræðingur í hjartasjúkdómum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, að svo virðist sem mest gagn sé að þessum nýju netum hjá sykursýkissjúklingum. Ragnar segir þau ennþá fremur lítið notuð hér- lendis, nema hjá sykursýkissjúklingum, beð- ið sé frekari þróunar þeirra og neta frá fleiri framleiðendum sem hann telur að muni hafa verðlækkun í för með sér. Um níutíu hjartasérfræðingar og aðrar heilbrigðisstéttir frá Norðurlöndunum ræddu þessi mál og fleiri nýjungar í krans- æðavíkkunum á fundi í Reykjavík um helgina. Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna stóð að fundinum og sá Ragnar Dan- ielsen um skipulag hans. Hann segir um- ræður manna á fundinum hafa verið bein- skeyttar og menn skipst á skoðunum um fyrirkomulag meðferðar kransæðasjúkdóma ur á hvert net. Hefðbundin net geta kostað allt uppí um 70 þúsund krónur og ítrekar Ragnar að þegar meiri reynsla fæst af notk- un og árangri lyfjahjúpaðra neta muni notk- un þeirra eflaust breiðast út. Hann segir það virðast skipta máli hvernig netin eru hjúpuð og hvernig netið sjálft sé úr garði gert og margt sé því enn á reynslustigi varðandi árangurinn. Þegar meiri upplýs- ingar liggi fyrir og þegar fleiri framleið- endur komi til muni verð þeirra lækka með aukinni samkeppni. „Kostnaður kemur þannig alltaf eitthvað til álita þegar nýjungar eru annars vegar og það á við bæði hérlendis og erlendis,“ segir Ragnar. Stjórnir hjartasérfræðingafélaga á Norð- urlöndunum hittust einnig við þetta tæki- færi og sá Axel F. Sigurðsson, formaður ís- lenska félagsins, um þann hluta fundarins. Á þeim fundi var rætt um sameiginleg hags- munamál, svo sem tilhögun sérfræðináms, viðhaldsmenntun og hlutverk Norður- landanna innan Evrópusamtaka hjarta- lækna. að þær hafi í mörgum tilfellum leyst hjá- veituaðgerðir af hólmi en þær eru mun um- fangsmeiri. „Við þurfum að velja hvaða með- ferð hæfir hverjum sjúklingi, hvort það er kransæðavíkkun eða hjáveituaðgerð, en þar sem tækniframfarir hafa verið miklar á þessu sviði var það eitt aðalumræðuefni fundarins,“ segir Ragnar og vísar þar með til áðurnefndra lyfjahjúpaðra stoðneta. Ragnar telur vart unnt að nota slík net í miklum mæli enn sem komið er vegna kostnaðar sem er kringum 200 þúsund krón- í löndunum, einkum hjá sjúklingum með bráða kransæðastíflu en þar er kransæða- víkkunum beitt í vaxandi mæli á Norð- urlöndunum. Kosta mikið ennþá Þá sagði Ragnar einnig hafa verið rætt um hvaða meðferðarúrræði væru möguleg með kransæðavíkkunartækni hjá sjúklingum með sífellt erfiðari kransæðasjúkdóma og flókna áhættuþætti. Ragnar segir krans- æðavíkkanir fara vaxandi um allan heim og Nýjungar í kransæðavíkkunum ræddar á fundi sérfræðinga í Reykjavík Lyfjahjúpuð stoðnet gefa betri árangur við kransæðaaðgerðir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Má ég koma með? HVUTTI fylgdist spenntur með eiganda sínum taka fyrstu áratökin. Þessi kona var að prófa kajakinn sinn í flæð- armálinu við Hoepfnersbryggju á Akureyri. Veðrið hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og því er kjörið að drífa sig út með hund og hafurtask til að njóta sumarsins. Spáð er hækkandi hita á Norðurlandi næstu daga. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 11 MAGNÚS Sigurðsson varð dúx Menntaskólans í Reykjavík með 9,39 í meðaleinkunn, en hann útskrifaðist af málabraut. Magnús vinnur um þessar mundir í Blómavali, þar sem hann sýslar með sumarblóm, en um miðjan mánuðinn heldur hann til Kanada á vegum Snorraverkefnisins, sem hefur það að markmiði að treysta böndin við Vestur-Íslendinga. Magnús var að vonum ánægður með árangurinn og segir að þennan góða árangur í náminu megi fyrst og fremst þakka því að hann fylgist vel með í kennslustundum. „Ég held að ég læri ekkert meira en aðrir, en ég læri rétt og fylgist vel með í tímum og held að það sé það sem skiptir mestu máli. Í kennslustundunum sjálfum kemst maður að því hvað það er sem kennarinn leggur áherslu á og þá kemur hitt af sjálfu sér,“ segir Magn- ús. Verðlaunaritgerð um heimastjórnartímann Magnús hefur gaman af bók- menntum og tungumálum og þá sér- staklega íslensku, en fyrir skömmu vann hann til verðlauna í ritgerða- samkeppni framhaldsskólanemenda um heimastjórnartímann. Það kemur því ekki á óvart að hann hafi hug á því að skrifa í framtíðinni. „Mín helstu áhugamál utan skólans eru bók- menntir. Ég les mikið og reyni að skrifa sjálfur. Það er einungis spurn- ing um það hvort hæfileikinn sé til staðar, það verður að koma í ljós.“ Magnús ætlar sér að hefja nám við Háskóla Íslands í haust en er ekki viss um hvaða fag hann ætlar að leggja fyrir sig. „Ég fer í Háskóla Ís- lands og hef tvo daga til stefnu til þess að ákveða mig. Ég veit ekki hvað verður fyrir valinu, hugsanlega bók- menntir eða íslenska, saga eða eitt- hvað í líkingu við það. Einnig hef ég hug á að læra trúarbragðafræði eða ritlist.“ Magnús Sigurðsson dúxaði á stúdentsprófi í MR með 9,39 Reyni að fylgjast vel með í tímum Morgunblaðið/Eggert Magnús kann ágætlega við sig innan um sumarblómin hjá Blómavali. FYRIR kærunefnd jafnréttismála liggur kæra á hendur Fjölskyldu- og styrktarsjóði vegna meints jafn- réttisbrots sjóðsins. Kæran snýr að því að einungis konur hafi fengið úthlutað úr sjóðnum en karlar í sömu stöðu hafi ekki átt kost á sams konar framlögum. Fjölskyldu- og styrktarsjóður var settur á laggirnar árið 2000 í kjölfar stofnunar Fæðingarorlofs- sjóðs. Fjölskyldu- og styrktarsjóður var stofnaður vegna þess að við stofnun Fæðingarorlofssjóðs var farið að leggja aðrar launagreiðslur til grundvallar framlögum til fólks í fæðingarorlofi en gert hafði verið fram að því. Hinn nýi launagrunnur olli því að nokkur fjöldi kvenna fékk lægra framlag úr Fæðingaror- lofssjóði en þær hefðu fengið sam- kvæmt eldra kerfinu og hefur Fjöl- skyldu- og styrktarsjóður það hlutverk að leiðrétta þessa skekkju og greiðir hlutaðeigandi konum sem nemur mismuninum. Fyrir gildistöku laga um Fæð- ingarorlofssjóð var körlum ekki tryggður réttur til greiðslu launa í fæðingarorlofi og af þeim sökum komu karlmenn ekki til greina við úthlutun úr Fjölskyldu- og styrkt- arsjóði. Nokkrar athugasemdir hafa borist Þetta fyrirkomulag hefur nú ver- ið kært til kærunefndar jafnrétt- ismála á grundvelli þess að um ólöglega mismunun sé að ræða, þar sem karlmenn, sem voru í sömu stöðu og konur, fengu ekki framlög úr sjóðnum. Kæran sem liggur núna fyrir er fyrsta formlega kæran vegna Fæð- ingar- og styrktarsjóðs en sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hafa nokkrar athugasemdir borist vegna sjóðsins án þess að þeim hafi verið fylgt eftir. Þrjú stéttarfélög stóðu að stofn- un sjóðsins á sínum tíma; Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar, Banda- lag háskólamanna og Kennarafélag Íslands og það eru því aðeins fé- lagsmenn í þessum félögum sem eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum. Málið bíður nú afgreiðslu kæru- nefndar jafnréttismála. Fjölskyldusjóður kærður til jafn- réttisnefndar UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ákvæði í erindisbréfi fyrir matsmenn á æðardún, nr. 64 frá árinu 1972, eigi sér ekki lagastoð og hefur beint þeim tilmælum til landbúnaðarráðuneytisins að end- urskoða þetta ákvæði. Umboðsmaður tók til athugunar kvörtun æðarbónda yfir því að landbúnaðarráðuneytið hafði synj- að honum um heimild til að flytja út óhreinsaðan æðardún til hreins- unar erlendis. Taldi bóndinn að synjunin væri byggð á ófullnægj- andi lagagrundvelli. Umboðsmaður taldi hins vegar ekki ástæðu til að gera athuga- semdir við þá afstöðu ráðuneyt- isins að óheimilt væri að flytja úr landi dún nema hann væri veginn og metinn af lögskipuðum dún- matsmönnum, samanber lög um gæðamat á æðardún frá árinu 1970. Athugun á kvörtuninni varð um- boðsmanni þó tilefni til að kanna sérstaklega lagagrundvöll tiltek- inna ákvæða í erindisbréfi fyrir matsmenn á æðardún. Er það nið- urstaða umboðsmanns að 2. máls- grein 3. greinar erindisbréfsins, um að einungis megi flytja út 1. flokks æðardún, eigi sér stoð í lög- unum um gæðamat. Telur umboðs- maður að í ákvæðinu felist íþyngj- andi útflutningshömlur sem ekki verði komið við nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar. Þá tók umboðsmaður einnig til skoðunar 3. málsgrein 3. greinar sama erindisbréfs, þar sem lagt er bann við því að hafa æðardún á boðstólum innanlands sem mats- menn hafa metið sem lélega eða skemmda vöru. Telur umboðsmað- ur að í þessu ákvæði felist við- skiptahindrun sem ekki eigi sér fullnægjandi stoð í lögum, ákvæðið sé íþyngjandi fyrir framleiðendur æðardúns þar sem það takmarki möguleika þeirra á að koma vöru sinni í verð. Ákvæði um mats- menn á æðardún án lagastoðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.