Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 22

Morgunblaðið - 09.06.2004, Side 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF „ÉG FÓR á klósettið klukkan níu í gærkvöldi. Fór svo út af því að ég gat ekki sofnað.“ Margir eru haldnir þeim fordómum að allt blogg sé eitt- hvað í þessa veru en Sigríður Pét- ursdóttir dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu ætlar að afsanna það með útvarpsþáttunum Sögumenn samtímans sem hófu göngu sína á laugardaginn og verða á dagskrá Rásar 1 eftir kvöldfréttir öll laug- ardagskvöld í sumar. Sigríður valdi átta bloggara til að deila hugsunum sínum með hlust- endum í sextán útvarpsþáttum. Þor- grímur Haraldsson, Toggi Pop, reið á vaðið á laugardaginn, flutti bloggið sitt og valdi viðeigandi tónlist. Sig- ríði fannst vanta nýjar raddir á ljós- vakann og vildi sýna fram á að bloggararnir hefðu meira fram að færa en sjálfhverfar dagbók- arfærslur, eins og hún segir í grein- inni „Bloggað upphátt“ á vefsíðu sinni www.kvika.net. Auk Togga Pop munu þrír aðrir karlar og fjórar konur blogga upphátt í útvarpinu í sumar. Og það eina sem blogg- ararnir eiga sameiginlegt er að hafa húmor og hafa mjög mikið að gera í skóla eða vinnu. Sem eins og Sigríð- ur bendir á er þveröfugt við það sem sumir halda fram, að fólk bloggi vegna þess að það hafi ekkert að gera. Þetta er meðal fordómanna sem Sigríður vill uppræta. „Ég hef lesið mikið blogg og séð hvað blogg- ararnir eru snjallir að segja sögur. Það er ekki allt blogg innihaldslaust heldur er margt fullt af húmor, ádeilu, skemmtilegri nostalgíu og heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna.“ Sigríður segir að mörg þúsund íslenskar bloggsíður séu starfandi og hún hafi ekki séð nema brot af þeim. „Það gefur því augaleið að ég gat ekki valið alla. Ég valdi þessi átta með tilliti til þess hvað þau hafa að segja og hvernig þau passa inn í það sem ég hef í huga. En eflaust munu einhverjir velta fyrir sér af hverju ég valdi ekki einhverja aðra.“ Bloggararnir munu flytja nýtt efni og eldra og Sigríður segir það ekki saka því hópurinn sem hlustar á útvarpið sé líklega ekki sá sami og notar Netið. Stofnuð hefur verið bloggsíða sem tengist útvarpsþætt- inum og þar mun bloggið sem flutt er í þáttunum birtast. Hlustendum gefst svo kostur á að segja sitt álit eins og á öðrum bloggsíðum. Morgunblaðið/ÞÖK Bloggarar hittast: Ingólfur Gíslason, Þorgrímur Haraldsson, Anna Helga- dóttir, Sigríður Pétursdóttir, Hugrún Hrönn Ólafsdóttir, Þorkell Ágúst Óttarsson og Eva Hauksdóttir. Á myndina vantar Odd Ástráðsson og Sig- ríði Láru Sigurjónsdóttur. Bloggarar eru sögu- menn samtímans  ÚTVARP TENGLAR .............................................. www.blogg.is/sogumenn SKIPTAR skoðanir eru um hvort grá hár séu óboðnir gestir eða auki á töfra fólks. Sumir eyða miklum tíma og peningum í háralitun til að fela gráu hárin og finnst þau neikvæð ellimerki, á meðan aðrir taka þeim fagnandi og líta á þau sem þroska- merki. Fyrir þá sem óttast gráu hár- in berast þau fagnaðartíðindi frá rannsóknarstofum snyrtivörufyr- irtækisins L’Oreal að frumur þær sem gefa höfuðhárinu á okkur lit séu oft sprelllifandi löngu eftir að við er- um orðin gráhærð. Í vefmiðli Even- ing Standard kemur nýlega fram að þá séu frumurnar aðeins hættar að virka eins og þær eru vanar. Fræð- ingar þeir sem fara fyrir þessum rannsóknum segja að mögulegt sé að þróa lyf sem endurveki þessar frumur og þá fái hárið aftur sinn upprunalega lit. Einnig hafa þeir stundað miklar rannsóknir á genum fólks tengt því hvers vegna fólk gránar misjafnlega snemma og sama er að segja með skalla. Þeir vonast til að niðurstöður rannsókn- anna leiði til lausna innan fimm til tíu ára fyrir þá sem sætta sig illa við skalla eða grá hár of snemma á æv- inni. Lausnin verður að öllum lík- indum í formi lyfja eða krems. Slagurinn við gráu hár- in á enda? Associated Press Gráhærður og flottur. Leikarinn Richard Gere litar ekki á sér hárið.  RANNSÓKNIR Húsavík | Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum hætti á Húsavík og lauk að venju með því að sjómenn voru heiðraðir í tilefni dags- ins. Að þessu sinni voru tveir sjómenn heiðraðir, þeir Halldór Þorvaldsson og Hörður Arnórsson, og fór at- höfnin fram í kaffifagnaði slysavarnadeildar kvenna. Stefán Stefánsson, formaður sjómannadagsráðs, sá um orðuveitingarnar en Bjarni Aðalgeirsson útgerðar- maður rakti sjómennskuferil þeirra Harðar og Hall- dórs. Morgunblaðið/Hafþór Halldór Þorvaldsson (t.v.) og Hörður Arnórsson voru heiðraðir á sjómannadeginum á Húsavík. Sjómenn heiðr- aðir á Húsavík Hellissandur | Við hátíðahöldin á Hellissandi og Rifi á sjó- mannadaginn afhentu hjónin Guðný Sigfúsdóttir og Grétar Kristjónsson Sjóminjasafninu lík- an af áttæringnum Blika til minn- ingar um foreldra Grétars, Krist- jón Jónsson og Helgu Elísdóttur á Gilbakka, en hann reri Blik- anum síðastur manna. Hátíðahöldin fóru fram með hefðbundnum hætti í blíðskap- arveðri. Einn eldri sjómaður, Við- ar Breiðfjörð, var heiðraður og sæmdur heiðursmerki sjó- mannadagsins. Að venju fóru flest keppnisatriðin fram við höfnina í Rifi en aðaldagskráin á sunnudaginn í Sjómannagarð- inum á Hellissandi. Hátíðaræð- una flutti Michael Sigþórsson, en hann átti sín æskuár á Hellis- sandi. Líkanið sem Guðný og Grétar afhentu safninu til varðveislu er smíðað af Grétari. Þau hjón voru einnig með tvær fallegar birki- plöntur sem þau settu miður við minningarstein um Kristjón í Trjágarðinum Tröð en Kristjón var jafnframt því að stunda sjó- inn mikill áhugamaður um trjá- og garðrækt og hóf að planta trjám í Tröðinni á sjötta áratug síðustu aldar. Afhentu safninu líkan af áttæringi Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Guðný og Grétar við minningar- steininn í Tröðinni eftir að hafa gróðursett birkiplönturnar. Grétar heldur á líkaninu af Blikanum. Sauðárkrókur | Þing Félags ís- lenskra lyflækna var haldið á Sauð- árkróki um síðustu helgi og sóttu þingið tæplega eitt hundrað læknar víðsvegar að af landinu. Þingið er hið sextánda í röðinni, en þing sem þetta eru haldin annað hvert ár og alltaf hafa þau verið haldin utan Reykjavík- ursvæðisins. Að sögn Runólfs Pálssonar, formanns Félags íslenskra lyf- lækna, tókst þingið með miklum ágætum, enda um að ræða einn besta vettvang sem lyf- læknar hafa til þess að kynna vísindarann- sóknir sem gerðar hafa verið og einnig að hitt- ast og fjalla um mik- ilvæg málefni sem lúta að starfi þeirra og starfsvettvangi. Run- ólfur sagði það sýna gróskuna í vísindastarfi því sem unnið væri að nú væru kynntar alls sjötíu og níu rannsóknir, fimmtíu og fimm með veggspjöldum, þar sem leiðsögumenn skýrðu spjöldin og svöruðu fyrirspurnum, en einnig voru tuttugu og fjórar rannsóknir kynntar munnlega. Þá sagði hann mjög áhugaverða kynningu, flutta af gestafyrirlesara, Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Hjartaverndar, sem fjallaði um hug- myndafræði og framkvæmd öldrun- arrannsóknar Hjartaverndar og fyrstu niðurstöður hennar, og ekki síðri fyrirlestur Yogen Sauntharar- ajah, sérfræðings í blóð- og krabba- meinslækningum frá University of Illinois í Chicago. Á málþingi var fjallað um lyf- lækningar í Evrópu, en Félag ís- lenskra lyflækna hlaut á síðasta ári fullgilda aðild að EFIM, sem eru samtök þessa hóps lækna og fjallaði Christoper Davidson, ritari EFIM, um meginviðfangsefni og stefnu samtakanna auk þess sem hann fjallaði um stöðu lyflækninga í Evr- ópu. Runólfur sagði að staða íslenskra lyflækna væri mjög sérstök meðal starfsbræðra í Evrópu, vegna hins víðáttumikla baklands sem skapað- ist af því að íslenskir læknar sæktu sér sína menntun til hinna ýmsu landa, og kæmu þá með heim reynslu og þekkingu úr mörgum áttum, á meðan evrópskir læknar væru flestir menntaðir í sínu heima- landi. Á síðasta degi þingsins var haldið málþing undir yfirskriftinni „Heil- brigðiskerfi í upp- námi – hvernig geta læknar sparað?“ Frummælendur á þessu málþingi voru Sigurður Guð- mundsson landlækn- ir og læknarnir Sig- urður B. Þorsteins- son, Jón Atli Árna- son, Már Krist- jánsson og Sigurður Ólafsson og sátu þeir í pallborði og svöruðu fyrirspurn- um þinggesta að loknum framsögu- ræðum. Á þinginu var góður gaumur gef- inn að vísindastörf- um ungra lækna og fjallaði einn dagskrárliður um tvo lækna sem voru verðlaunaðir fyrir vísindastörf á þingi fyrir tíu árum, og rannsóknir þeirra síðan þá, og við þinglok voru að venju veittar viðurkenningar fyrir vísindastörf ungs læknis og læknanema. Runólfur sagði að þingið nú hefði tekist í alla staði mjög vel og væri það mjög ánægjulegt að sjá grósku í störfum yngri læknanna, en ekki síður fulltrúa þeirra sem eldri væru – komnir jafnvel langleiðina að starfslokum og enn mjög virkir og vakandi í rannsóknum og vísinda- störfum. Gróska í vísindastarfi lyflækna hérlendis Þingfulltrúar fylgjast með framsöguerindum. Morgunblaðið/Björn Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.