Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 25 Þ jóðlistasafnið í Wash- ington býr yfir slíku umfangi heimslista í aldanna rás að fáu er við að jafna, eitt og sér ærin ástæða til að sækja höf- uðborgina við Potomac-fljótið heim. Var reist fyrir þjóðina eftir að þingið hafði samþykkt að þiggja gjöf hins mikla listaverka- safnara Andrews W. Mellon 1937, vígt af Franklin D. Roosevelt 17. mars 1941 og opnað almenningi daginn eftir. Áhersla lögð á list Vesturlanda, frá málaranum og arkitektinum Giotto di Bondone (um 1267–1337), mikilvægasta full- trúa umskiptanna frá gotík til end- urreisnar. Og allt fram á tutt- ugustu öld, amerískar sam- tímalistir gærdagsins ekki und- anskildar. Þannig að um hlutlægt og skilvirkt yfirlit er að ræða, framstreymandi klið aldanna, sem eins og tekur þéttingsfast í hend- urnar á gestunum og býður þeim að þroska með sér eigin skoðanir. Hin gefnu stefnumörk líkast til lykillinn að hinni miklu og jöfnu aðsókn hvarvetna þar sem slík eru í heiðri höfð. Fólk kemur til að sjá og upplifa og halda á braut með mikla og ferska þekkingu í maln- um, umfram allt eigin uppgötv- anir. Um tvær ólíkar byggingar, hvora sínum megin við Con- stitution-breiðgötuna að ræða, eldri reisulega vesturálman úr Tennessee-marmara vísar til klassískra stílbragða, hönnuð af John Russel Pope. Austurálman, neðanjarðartengingin og svæðið ofanjarðar með litlum gler- píramídum, gosbrunni og vatns- flæði, verk hins fræga arkitekts I.M.Pei, hins sama og teiknaði glerpíramídann við Louvre í París, og fullgerður var áratug seinna. Nýja álman leggur áherslu á sam- tímalistir og hinar fjölþættustu minni og stærri sýningar, fram- kvæmdirnar voru styrktar af syni og dóttur stofnandans Paul Mellon og Ailsa Mellon Bruce, ásamt stofnun sem kennd er við hann sjálfan. Nýja álman var svo opnuð af Jimmy Carter forseta 1. júní 1978, einnig rétt að geta skúlptúr- garðs sem vígður var 23. maí 1999, en að baki hans stóð stofnun Morris og Gwendolyn Cafritz. Mikill fjöldi auðugra velunnara hefur hér komið við sögu eins og gerist um stórsöfn í Bandaríkj- unum, þeirra helstir og meðstofn- endur; Samuel H. Kress, Rush H. Kress, Joseph Widener, Cester Dale, Ailsa Mellon Bruce, Lessing J. Rosewald og Paul Mellon. Allt nafntogað fólk í bandarísku þjóð- lífi um sína daga, Lessing J. Rose- wald einnig mikill áhrifavaldur um uppgang bandarískrar myndlistar og kom víða við sögu. Þetta allt tekið fram hér því það segir okkur að Þjóðlistasafn hins mikla og volduga iðnríkis er merkilega ungt, til að mynda mun yngra en Metropolitan-safnið í New York, sem lagður var grunnur að 1870 og innréttað í klassíska byggingu á fimmtu tröð 1905, og nokkuð yngra en núlistasfnið MoMA, sem grunnur var lagður að 1929, inn- réttað í byggingu á 53 stræti sem hönnuð var af Edward D. Stone og Philip L. Godwin 1939, seinna stækkað af fleirum, meðal annars þeim fræga Philip Johnson, og enn gengst það undir viðamikla útvíkkun. Opnar aftur í upphafi næsta árs, þó ekki með öllu óvirkt því innréttað hefur verið útibú í Queens og hlutar safneignarinnar að auki á ferðalagi um heiminn. Miðað við Evrópu er þannig allt á byrjunarreit vestanhafs, en hví- líkur byrjunarreitur, og hvílík framsýni og mannvit liggur ekki að baki þessum athöfnum. Gætu menn yfirhöfuð hugsað sér Banda- ríkin án hinna heimsþekktu safna sem dreifst hafa um víðan völl, frá Washington, Fíladelfíu og New York til Síkagó norður og alla leið til Malibu í vestri. Þar hefur á seinni árum átt sér stað gríðarleg uppbygging í skjóli olíumilljarða Pauls J. Ghetty heitins, og við- komandi vaða í peningum til kaupa á listaverkum. Aðalviðburðirnir á Þjóðlista- safninu í Washington um þessar mundir eru tilþrifamiklar kolteikn- ingar núlistamannsins Jim Dine af gifsstyttum í vesturálmunni og stórkostleg sýning á list Maya til forna í austurálmunni, sem stend- ur til 25. júlí. Báðar álmurnar teljast þannig úr núliðinni fortíð, í ljósi hinna aldagömlu bygginga er hýsa hin ýmsu þjóðlistasöfn Evrópu, engu að síður státar safnið af fjölmörg- um lykilverkum heimslistarinnar, enda hefur engin þjóð verið eins iðin við listaverkakaup á síðustu öld og Bandaríkin. Fellur eins og flís við rass að hinni miklu upp- byggingu þjóðarinnar á tímabilinu og hafði um leið gríðarleg áhrif á listþróunina í Evrópu út öldina. Einkum hana ofanverða þá Banda- ríkjamenn hrifsuðu til sín foryst- una í núlistum, skildu Mekka hennar, sjálfa Parísarborg, eftir með sárt ennið. Í upphafi ald- arinnar voru þetta nokkrir ein- staklingar með brennandi áhuga á núlistum eins og til að mynda Leo og Gertrude Stein, ásamt þeim Ettu og Gabriel Cone, en vatt svo upp á sig eins og snjóbolti. Svo komið þykja málverk vera traust- ustu skuldabréfin á hinum þræl- skipulagða innan- landsmarkaði, um leið hafa Banda- ríkjamenn komið sér upp nær ókleifum landhelg- ismúrum til verndar honum. Myndlistarverk amerískra núlista- manna jafnframt þau dýrustu í heimi, eins og Ís- lendingar hafa fengið nasasjón af. En með engu móti hægt að merkja neinn ung- gæðisbrag á þess- um athöfnum, því gengið hefur verið til verks af viti, yfirvegun og skipulagi. Ræður hér meira innsýn í grunneiningar sterks þjóðfélags en peningar enda hafa þjóðir Evr- ópu keppst um að fara að fordæmi þeirra, einkum á seinni hluta lið- innar aldar og á jafnt við hinar ríku sem efnaminni. Vík einungis að einu mál-verki meðal þúsunda,sem á leiðarvísi safnsinshefur verið valið til að vera kennimark þess í ár. Um að ræða hið fræga málverk Leon- ardos da Vinci af Ginevru de’ Benci, sem um leið er sagt eina verk Leonardos sem finnanlegt er í öllum Bandaríkjunum, þótt hug- viti hans sjái stað í risastórri myntsláttu á sögusafninu, en er annars eðlis. Samtímaheimildir herma að Leonardo hafi málað unga flórent- ínska konu er bar nafnið Ginevra d’ Americgo Benci, sem dags dag- lega var einfaldlega nefnd de’ Benci, fræðimenn nú almennt sammála um að þetta sé rétta myndin. Hún lengi í eigu furstans af Liechtenstein, var um árabil í láni á Listasafni Vínarborgar og hékk uppi í sölum þess en furstinn tók það til baka og rataði mál- verkið þá aftur í höll hans í Vaduz, höfuðborg furstadæmisins. En þetta eru nákvæmlega 40 ára gamlar heimildir og þekki ég ekki sögu þess í millitíðinni, en líkast til hefur furstinn sett það á upp- boð eða safnið keypt það milliliða- laust, meiginveigurinn þó að hér er um eina af perlum þess að ræða. Álitið að Leonardo, sem á tímabili bjó hjá Benci-fjölskyld- unni, hafi málað það í þakklæt- isskyni fyrir gestrisnina. Ginevra gekk í hjónaband 1474 og myndin líkast til máluð af því tilefni sam- kvæmt hefð. Myndin í öllu falli máluð á tímabilinu 1474–80 og ber þess vitni hve snemmþroska mál- arinn var í meistaratöktum sínum. Málverkið hefur haldið sér mjög vel, andstætt flestum öðrum verka Leonardos og lítið krukkað í það af eftirkomendunum, en hann hafði það að vafasamri venju, óseðjandi forvitni og rannsókna- áráttu, að vera stöðugt að gera til- raunir með liti og olíur til blönd- unar. Árangurinn ekki alltaf upp á það besta þannig að menn hafa verið neyddir til að gera við og yf- irmála hin fáu málverk sem hann lét eftir sig. Snilldartaktar höfund- arins skína þó jafnaðarlega í gegn þótt misjafnlega færir listamenn hafi farið höndum um þau, brosið í málverkinu af Jóhannesi skírara nálgast þannig frekar að vera gretta en að geta verið frá hendi mannsins sem málaði Monu Lisu og Guðsmóðurina í hellinum. Því miður hefur neðri hluti málverks- ins af Ginevru de’ Benci, þar sem sá í hendurnar, glatast, en skýr- asti vitnisburðurinn um höfund málverksins er einmitt yfirmáta fallegt forriss af þeim sem varð- veist hefur. Á bakhlið mynd- arinnar er málað yndisþokkafullt skreyti með einiberjatré sem nefn- ist ginepro á ítölsku, genevra á mállýsku, grein af sama tré um- lykja svo pálma- og lárberjagrein- ar, hnýttar saman með bandi á mjög einkennandi hátt fyrir Leon- ardo. Algengt á þeim tímum að málarar afhjúpuðu myndefni sín með myndgátum og tilvísunum, sem Leonardo notfærði sér óspart, og erfitt að ímynda sér að hægt hafi verið að móta skýrari kenni- leiti um myndefnið en í þessu til- felli. Á bandinu stendur: Virtuna forma decorat, sem útleggst: Dyggðin mótar hið ytra. Af jaðri bakgrunnsins geta menn slegið föstu að hér hafi verið framhald. Engan veginn má skrifaskemmdir á myndverkumLeonardos alfarið á reikn-ing listamannsins, þannig mótaði hann á árunum 1480–90 risastyttu í gifs af hesti fyrir Lodovico Sforza í minningu föður hans Francesco Sforza og eru ýmsir á því að það hafi verið eitt af fegurstu meistaraverkum end- urreisnarinnar, en aldrei kom til þess að styttan væri steypt í eir eins og fyrirhugað var. Hertoginn hafði annað að gera við bronsið, nefnilega senda til svila síns sem átti í hernaði og þurfti efni í fall- byssur og fleiri mikilvægari virkt! Styttan var farin að láta á sjá er Lodovigo Sforza missti Mílanó í hendur Frökkum árið 1500, og þá gerðist það að bogaskyttur sig- urvegarans notuðu hana sem skotskífu! Einnig má vísa til þess að franskir hermenn, sem bjuggu í dóminíkanaklaustri heilagrar Mar- íu af Grazio í Mílanó, hvar freskó- málverk Leonardos af kvöld- máltíðinni er til húsa í borð- salnum, höfðu til siðs er þeir fóru úr stígvélunum að kasta þeim í höfuðið á svikaranum Júdasi Ískaríót. (meira síðar) Vesturálma Þjóðlistasafnsins í Washington úr Tennessee-marmara hönnuð af John Russel Pope. Leonardo da Vinci: Ginevra de’ Benci, 1474–1480. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Washington Austurálman hönnuð af hinum heimsþekkta arkitekt I.M. Pei. Finnski karlakórinn Wasa Sångargille flytur tónverkið Jónas - frelsari gegn vilja sínum, eftir Kaj-Erik Gustafsson við texta Lars Huldén í Langholtskirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 20.00 Stjórnandi Stefan Wikman ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.