Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 26

Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í SÍÐASTA nýársávarpi sínu gerði forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, m. a. heimsvæð- ingu viðskiptanna að umtalsefni auk frumkvæðis Íslandinga í alþjóðlegu samsstarfi og nýsköpun í listalífi. Undir lok ræðunnar varpaði hann fram þremur spurningum, sem lúta að því, að hagnaður af heimsvæðingunni komi bæði íslenskum al- menningi og hinum auðskapandi, nýju at- hafnaskáldum til góða. Forsetinn svaraði svo eigin spurningum óbeint á þessa leið: „Svörin munu ráða miklu um þróunina og höfum í huga að opnun hagkerfisins er þess eðlis, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að fyrirtækin geta ein- faldlega flutt heimkynni sín, skatt- skyldu og þjóðþrifaframlög til ann- arra landa ef tökin eru hert um of hér heima. En fyrirtækin þurfa líka að skilja að miklum árangri fylgja ríkar samfélagslegar skyldur og ábyrgð. “ Þegar ég heyrði þessi orð á ný- ársdag, gerði ég mér ekki grein fyr- ir marktækum tengslum milli Ólafs Ragnars Grímssonar og fjölmiðla- hluta Hagasamsteypunnar, né held- ur, að slík tengsl myndu valda hon- um vanda í starfi. Hitt gerði ég mér auðvitað ljóst eftir orðanna hljóðan, að forsetanum væri í mun, að ekki yrði þrengt „um of“ að hag stórfyrirtækja á íslenskum markaði og hann skírskotaði jafn- framt til félagslegs þroska stjórnenda slíkra fyrirtækja. Í ljósi þess, sem síðar hefur gerst, gæti það að mínu viti verið í rökréttu samhengi við tilvitnuð ummæli, að Hagasamsteypan, sem með orðafari hæstvirts forsætisráðherra ræð- ur yfir „ógrynni fjár“, keypti Morgunblaðið, og ætti þar með öll dagblöð á Íslandi, en réði jafnframt blaðinu ritstjóra, sem hefði ríkan skilning á samfélags- legum skyldum og ábyrgð sam- steypunnar! Ef þetta gerðist, yrði ótvírætt stigið skref í átt að óhæfi- legu fáræði um skoðamyndun á Ís- landi. Væri slíkt vissulega óskastaða einskis manns, hvorki þingmanna í meirihluta, né minnihluta eða nokk- urs annars utan Hagasamsteyp- unnar. Vestur í Bandaríkjunum er vara- forseti, Dick Cheney að nafni, sem áður var tengdur stórfyrirtækinu Halliburton og var þar raunar starfsmaður. „Cheneýs relationship with Halliburton has been nothing but trouble since he left the comp- any in 2000“ (Time 7. 6. 2004). Af hverju þessi vandamál milli varafor- setans og stórfyrirtækisins? Jú, Cheney er að hygla sínum gömlu vinnuveitendum um verktöku í Írak og væntanlega víðar. Hagsmuna- Hagar og Halliburton Þorkell Jóhannesson fjallar um forsetann ’Að fenginni reynslusíðustu daga tel ég ein- sýnt að taka eigi þann rétt af forsetanum að geta gengið í berhögg við Alþingi.‘ Þorkell Jóhannesson Í STAKSTEINUM Morgun- blaðsins í gær er spurt: „Hvað hefur „mikill asi“ með lögfræði að gera? Hvaða lögfræðilega þýð- ingu hefur það á hvaða hraða mál fara gegnum þingið? Um leið og lögfræðilegir álitsgjafar breytast í pólitíska álitsgjafa verða álit þeirra metin með öðrum hætti en áður.“ Nú hlýtur Alþingi sjálft sem stofnun – jafnt stjórnarlið sem stjórnarandstaða – að ákveða hvernig það hagar störfum, þar á meðal hvort það fær nauðsynlegt tóm til að afla upplýsinga og ræða mál. Ef sá meirihluti sem styður stjórn hverju sinni virðir ekki þennan rétt þrátt fyrir rökstudd mótmæli stjórnarandstöðu og við- varanir sérfróðra manna veikir það stöðu Alþingis sem stofnunar gagnvart framkvæmdarvaldinu og þá um leið stöðu þess innan stjórnskipunarinnar. Álitaefni þar að lútandi falla undir stjórnskip- unarrétt sem er ein grein lögfræð- innar. Stutt athugasemd um stöðu Alþingis Höfundur er fyrrverandi prófessor. Sigurður Líndal ÉG ER einn þeirra sem aldrei hafa viljað þann mann í forsetastól sem þar hefur setið í um 8 ára skeið. Ég taldi þann mann ekki hæfan í embættið af ýmsum ástæðum. Þær eru helstar að hann var einhver umdeildasti stjórn- málamaður sinnar tíðar, jafnvel verri Hriflu-Jónasi og er þá langt seilst. Í annan stað, þá gat hann sjaldnast stillt sig um að koma höggi á andstæðinga sína, jafn- vel á mjög rætinn hátt, auk þess að hann hafði uppi einhver óviðfelld- ustu ummæli um for- sætisráðherra þjóð- arinnar, sem fallið hafa á Alþingi. Þá taldi ég einn- ig að hann gæti ekki stillt sig um að stíga nið- ur úr friðarstóli þeim sem forseti hefur jafnan setið á og varpa inn „pólitískum sprengjum“ annað veifið. Maður sem getur ekki hamið sig þannig að hann gerist ekki dónalegur eða rætinn taldi ég að ætti ekkert erindi í forsetastól. Það kom síðan á daginn að hann fór fram úr björtustu vonum bölsýnis- manna sinna í þessum efnum. Þarna taldi ég að nánast hvaða annar fram- bjóðandi sem var ætti meira erindi en sá sem hnossið hlaut. Á stóli forseta þarf að vera maður sem heldur still- ingu sinni þannig að enginn geti sagt að hann dragi taum einhverra stjórn- málaskoðana. Þá á enginn að geta sagt að hann misbeiti valdi sínu vegna ein- hvers sem menn gætu túlkað að hann geri af geðþótta eða til að gjalda ein- hverjum gamla greiða. Þetta hefur nú- verandi forseti, að minni hyggju, gert sig sekan um. Þannig má segja að hann hafi gróflega rofið trúnað við landsmenn, um þá sátt og hefð sem ávallt hefur ríkt um embættið. Þá er til að nefna að eitt fárra kosningaloforða hans, hefur hann einmitt nýlega svikið með því að bjóða sig fram til embættis- ins hið þriðja sinni. Leiðrétti menn mig ef ég fer með rangt mál, en ég minnist þess að hann hafi lofað kjósendum því að hann myndi ekki sækjast eftir emb- ættinu oftar en í tvígang. Synjunarvald Synjunarvald það sem 26. grein stjórn- skipunarlaga segir fyrir um og forset- inn hefur sagst vera að nýta sér nú, getur vart átt við hann vegna þess sem segir í 13. grein sömu laga, um að for- seti láti ráðherra framkvæma vald sitt. Ef þessi ákvörðun forsetans er ekki beiting valds, hvað er hún þá? Hún er vitaskuld gróf íhlutun í störf og laga- samþykktir lýðræðislega kjörinna aþingismanna, sem þeir hafa sett á fullkomlega stjórnskipulegan hátt. Má enda nefna það, vegna ummæla um flausturslega og skjóta afgreiðslu laga þeirra sem um ræðir, að fá frumvörp til laga hafa fengið meiri umfjöllun á Alþingi hvað ræðutíma snertir. „For- seti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ samkvæmt 11. grein stjórnskipunarlaga þannig að nú ber væntanlega forsætisráðherra ábyrgð á þeirri stöðu sem forseti hefur komið þjóðinni í, í trássi við vilja meiri- hluta Alþingis og framkvæmdarvalds- ins, sem forseti á ábyrgðarlausa aðild að. Það er einmitt 2. grein stjórnskip- unarlaga sem segir að „Alþingi og for- seti Íslands fara saman með löggjaf- arvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með fram- kvæmdarvaldið. Dóm- endur fara með dóms- valdið.“ Þarna má sjá að forseti er aðili bæði að framkvæmdar- og lög- gjafarvaldinu og lætur ráðherra, sem starfar í umboði Alþingis, fram- kvæma vald sitt. Þjóðaratkvæði? Ég er einn þeirra, eins og hægt er að lesa úr orðum mínum hér að of- an, sem aðhyllast túlkun Þórs Vilhjálmssonar og fleiri um að forseti sé ekki bær til að synja lögum staðfestingar nema með atbeina ráðherra, sem ber ábyrgð á honum. Útspil forsetans er einhver au- virðilegasta kosningabomba, að mínu viti, sem sést hefur lengi og er gersam- lega á skjön við fyrri orð hans um dauða bókstafinn sem synjunarvaldið væri. Ég held að ríkisstjórnin gerði best í því að gefa út yfirlýsingu um að þjóðaratkvæði fari ekki fram og þeir sem ekki verða sáttir við það, leiti til dómstóla og fæst þá úr þessu álitamáli skorið án þeirrar hvatvísi sem virðist einkenna málflutning manna í þessu efni. Í framhaldi af þessu ætti Alþingi að koma sér saman um að breyta stjórnskipunarlögum á þann veg að ekki verði neinum vafa undirorpið hvert vald eða valdleysi fylgi embætti forseta lýðveldisins. Það er ófært með öllu að sameiningartákn þjóðarinnar geti á svo gróflegan hátt tekið fram fyrir hendurnar á löglega kjörnu Al- þingi. Þetta land er jú eins og segir í 1. grein stjórnskipunarlaga: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“. Þjóðkirkjan o.fl. Þá get ég vart látið vera að minnast á eitt af mikilvægari hlutverkum sem forseti fer með á ábyrgð kirkju- málaráðherra, sem er að vera æðsti yf- irmaður Þjóðkirkjunnar. Mönnum er vafalaust í fersku minni úr kosninga- baráttunni fyrir átta árum að rifjuð voru upp orð frambjóðandans um að Guð væri ekki til og fleira í þeim dúr. Þess vegna kom það þægilega á óvart þegar forsetinn, við innsetning- arathafnir sínar, virtist fara með post- ullegu trúarjátninguna. Guð láti gott á vita varð mér að orði þá. Mér þótti ófært að slíkur embættismaður og höf- uð þjóðkirkjunnar tryði ekki á Guð, fannst það fara verulega illa saman. Þá kom það mér illilega á óvart, eftir til- finningalega svigrúmið sem forsetinn bað þjóðina um að veita sér, að hann skyldi ekki vígjast í hjónaband innan þeirrar kirkju sem hann er „höfuð“ fyrir, fannst það beinlínis móðgun. Víst er að hann gekk að eiga konu sem er Gyðingatrúar, en ég geri ráð fyrir að Herra byskupinn yfir Íslandi hefði ver- ið alsæll með að framkvæma vígsluna í félagi við einhvern rabbía að vali brúð- hjónanna. Þá þótti mér einnig ófært hvernig forsetinn móðgaði, að mínu viti, hennar konunglegu hátign, drottn- inguna af Danmörku og þjóð hennar. Tilefnið er auðvitað að forsetinn mætti ekki í brúðkaup krónprinsins sem embætti hans var búið að þiggja boð um að mæta í fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar. Til allrar hamingju var þarna hans ágæti, sendiherra Íslands í Dan- mörku, sem minnkaði verulega skað- ann af þessu upphlaupi forsetans, sem var öldungis óþarft. Þá ber einnig að nefna það að furðu sætir að forsetinn gat ekki sýnt þá kurteisi að boða til rík- isráðsfundar vegna ákvörðunar sinnar að undirrita ekki hin umdeildu lög. Mönnum eru í fersku minni yfirlýs- ingar forsetans í kjölfar fjarveru hans á 100 ára afmæli heimastjórnar á Ís- landi, að ein mikilvægasta skylda for- seta væri að veita þeim fundum for- sæti. Fullvíst má telja að ég mun ekki nýta atkvæði mitt á komandi kjör- fundi, til að endurnýja umboð sitjandi forseta. Ég mun vissulega fara á kjör- fund, þó ekki væri nema til þess að „skila auðu“ eins og kallað er. Hitt er annað mál, að oft hef ég hugleitt hvers vegna við erum yfirleitt að burðast með þetta embætti forseta Íslands. Hingað koma erlend fyrirmenni og arka til veislu forsetans ásamt ein- hverjum fjölda ráðherra. Næsta dag fara þeir, ásamt forseta jafnvel, í veislu til forsætisráðherra ásamt sömu veislugestum, að meginstofni til. Til hvers þetta tvöfalda kerfi? Ekki þurfa til dæmis Svisslendingar slíkt embætti forseta. Þar taka á móti erlendu fyr- irmenni höfuð ríkisstjórnar hverju sinni. Það er kannski þörf á umræðu í fullri alvöru, hvort við ættum ekki að leggja þetta embætti niður? Bessa- staðir gætu verið embættisbústaður forsætisráðherra hverju sinni. Sameiningartákn? Þorsteinn Halldórsson skrifar um forsetaembættið ’Maður sem getur ekkihamið sig þannig að hann gerist ekki dóna- legur eða rætinn taldi ég að ætti ekkert erindi í forsetastól.‘ Þorsteinn Halldórsson Höfundur er formaður Sjálfstæðis- félagsins Baldurs í Kópavogi. UNDARLEGT hefur verið að fylgjast með fjölmiðlum þessar vikurnar og enn undarlegra að fylgjast með umræð- unum á Alþingi við starfslok þess. Í aðdraganda for- setakosninga nú er ég hugsi yfir ýmsu og rifjast m.a upp fyrir mér þegar ég studdi Pétur Kr. Hafstein forseta- frambjóðenda árið 1996. Auðvitað var ég sannfærð um að Pét- ur myndi vinna þær kosningar, enda hafði hann allt til að bera að mínu viti til að geta orðið fyr- irmyndarforseti bæði sem persóna og ekki síður vegna þess að hann hafði ekki verið í forsvari í pólitík. Hann var og er líka maðurinn sem gat þannig leitt þjóðina sameinaða en ekki sett hana í fylkingar eins og núverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson virðist gera með sínum gjörðum. Á sömu forsendum var ég ánægð með Vigdísi Finn- bogadóttur sem forseta og tel að hún hafi sinnt því embætti með sóma. Ekki grunaði mig heldur að hinn umdeildi alþingismaður inn- an flokks og utan, Ólafur Ragnar, sem ekkert var heilagt hvorki í atlögu við fólk og fyrirtæki, né í ræðum sínum á Alþingi yrði for- seti þjóðarinnar. En sú varð þó raunin. Pólitískur er farsinn sem nú- verandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson er að leiða núna. Að hann geti ekki verið fulltrúi ís- lensku þjóðarinnar við kon- unglegt brúðkaup í Danmörku vegna „óvissu um afgreiðslu þing- mála“ forsetaembættisins. Þetta segir hann nýkominn frá Mexíkó og í þeirri utanlandsferð voru nokkur lög undirrituð. Svona tví- skinnungsháttur á ekki að eiga sér stað undir merkjum forseta Íslands. Forsetinn hefur verið hátt í þriðjung forsetatíð sinnar erlendis. Við megum ekki gleyma því að við höfum utanríkis- ráðherra, sendiráð og ræðisskrif- stofur sem sinna samskiptum við erlendar þjóðir. Að fjölmiðafrumvarpið hafi leitt þessi ósköp fram í dagsljósið, verður það kannski eftir allt saman til þess að fólkið sem studdi hann í þetta virðulega embætti setji aðeins spurning- armerki við það hvað það var að kjósa? Skín stjarna Ólafs Ragnars virkilega hæst meðal hans stuðningsmanna þeg- ar forseti velur sér að fjölmiðlafrumvarpið af öllum umdeildum málum skuli sett í þjóðaratkvæða- greiðslu? Einnig má virkilega rökræða um það hvort dómgreind eins einstaklings, þó for- seti sé, eigi að meta hvenær skuli vera þjóðaratkvæða- greiðsla. Ég skora á ríkisstjórnina að styrkja þá þing- ræðishefð sem verið hefur og færa þetta vald til alþingis. Búa til leikreglur er varða þjóð- aratkvæðagreiðslu. Að hafa forseta á Íslandi eru ekki allir sammála um, sumum finnst þetta þarflaust embætti, mér hefur hinsvegar alltaf fund- ist þetta mikilvægt embætti. Þess vegna er hryggð í mínu hjarta nú. Skyldi Ólafs Ragnars Gríms- sonar helst verða minnst fyrir það að stækka þann hóp sem finnst engin þörf á þessu emb- ætti, forsetaembættið sé sívax- andi peningahít sem skapi póli- tískar þrætur? Er það kannski þjóðaratkvæða- greiðslan sem við Íslendingar þurfum: Eigum við að hafa forseta á Ís- landi? Ég mun greiða atkvæði mitt gegn fosetaembættinu í þeirri at- kvæðagreiðslu ef ég eygi enga von um forseta sem talsmann allra frumkvöðla, allra fyrirækja, alls fólksins í landinu, óháð póli- tískri skoðun þess. Þjóðaratkvæða- greiðsla? Eydís Aðalbjörnsdóttir skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu Eydís Aðalbjörnsdóttir ’Pólitískur erfarsinn sem nú- verandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson er að leiða núna.‘ Höfundur er verkefnastjóri hjá Land- mælingum Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.