Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 28

Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit fundi formanna stjórnarflokk- anna og stjórnarandstöðuflokkanna um fjölmiðlamálið þegar um fimm- tán mínútur voru liðnar af fundinum, en hann hófst um kl. 11 í Stjórnar- ráðinu í gærmorgun. Davíð sagðist hafa slitið fundinum eftir að Ög- mundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fór að setja skilyrði „sem ætti að vinna eftir, um hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera,“ útskýrði Davíð. „Það var okk- ar skoðun [forystumanna stjórnar- flokkanna] að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðilinn setti þau skilyrði að hann fengi ráða þessu öllu saman.“ Talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna segja að með þessari niður- stöðu hafi málinu verið stefnt í al- gjört uppnám. Formenn stjórnar- flokkanna boðuðu fundinn í gær- morgun að ósk formanna stjórnar- andstöðuflokkanna vegna stöðunnar í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að þetta hafi ekki verið fundur til að ræða innihald frumvarpsins um þjóðaratkvæða- greiðsluna. „Þetta var ekki fundur til að ræða um innihald þess frum- varps sem þarf að flytja. Hvorki ég né forsætisráðherra erum tilbúnir með afstöðu í því máli. Við teljum að það sé mikil óvissa í því og að það þurfi að fara vandlega yfir það sem hefur verið skrifað og það sem hefur komið fram um það hvernig staðið skuli að því. Þess vegna fáum við lög- fræðinga til að undirbúa það. Rík- isstjórnin hefur frumkvæðisskyldu í þessu máli. Þess varð vart á fund- inum að menn væru með fyrirfram skoðanir í þessum efnum, en það er Alþingi sem á að taka ákvörðun um það en ekki formenn stjórnmála- flokkanna á fundi sem þessum.“ Halldór tekur þó fram að það sé mikilvægt að á fundinum hafi náðst samstaða meðal manna um að Al- þingi komi saman í byrjun júlí og að rétt sé að stefna að því að þjóðarat- kvæðagreiðslan fari fram í fyrri- hluta ágústmánaðar. „Það tel ég vera mikilvæga niðurstöðu.“ Taka ekki í útrétta hönd Ögmundur sagði við Morgunblað- ið í gær að stjórnarandstaðan hefði á fundinum óskað eftir því að koma að allri ákvarðanatöku í tengslum við fjölmiðlamálið „bæði varðandi það hvenær þing kæmi saman og um allt fyrirkomulagið“, útskýrði hann. „Þegar hins vegar var farið að ræða efnisatriði, og þá sérstaklega hug- myndir sem uppi eru um takmörkun á stjórnarskrárvörðum rétti þjóðar- innar, varð samstarfsviljinn ekki meiri en svo að forsætisráðherra sleit fundinum í miklum styttingi. Ég verð að segja að mér finnst mikið áhyggjuefni hvernig komið er og ég sé ekki betur en að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar séu að setja hér alla stjórnsýslu og stjórnskipan í fullkomið uppnám. Það er dapurlegt að þeir vilja ekki taka í útrétta hönd okkar um að setjast sameiginlega yf- ir málið og reyna að ná samkomulagi um alla þætti þess strax á frumstigi umræðna. Það hefur komið í ljós að það er enginn vilji til slíks.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, útskýrði í samtali við Morgunblaðið í gær að fundurinn hefði hafist á umræðum um þinghaldið og hvenær kalla ætti þing saman. Sagði hann að mönnum hefði ekki litist á að kalla þing saman í júní vegna þjóðhátíðardagsins og forsetakosninganna. „Menn voru komnir inn á það að eðlilegt væri að kalla þing saman í upphafi júlí og forsætisráðherra lét hafa það eftir sér að 5. júlí væri góður í því sam- bandi. Við sögðum að það væri út af fyrir sig ekki slæm niðurstaða.“ Guðjón sagði að ekki hefði þó náðst niðurstaða um hve þingið ætti að standa lengi yfir í sumar. Hann sagði að fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna hefðu lýst áhyggjum af því að setja ætti takmörk á stjórn- arskrárvarinn rétt þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu og í því ljósi sæju þeir ekki flöt á því hvernig þinghaldið ætti að fara fram. „Þá brást forsætisráðherra hinn versti við og sagði að ef menn ætluðu að setja skilyrði fyrirfram væri best að ljúka fundinum. Fauk hann upp og sleit fundinum.“ Guðjón bætti því við að með þessu væri verið að stefna málinu í algjört uppnám. Guðjón tók einnig fram að hann hafnaði því að stjórnarandstaðan ætti við hegðunarvandamál að stríða. Vísaði hann þar til ummæla Davíðs Oddssonar sem flutt voru í hádegisfréttum ljósvakamiðlanna í gær. Þar sagði Davíð hvort ágreiningur hefði r inum: „Nei, það var kan unarvandamál, ekkert an jón vísar þessum orðum bug. „Ég mótmæli því einhver hegðunarvand stjórnarandstöðunni. Ég sætisráðherra verði sjál skýringar á sinni hegðun Nýti réttinn til að tal Össur Skarphéðinsson Samfylkingarinnar, sagð inn hefði byrjað með frið móti. Kvaðst hann í up reifað sjónarmið stjórna flokkanna og lagt áher samráð milli stjórnar o andstöðu. Það fæli í sér arandstaðan þyrfti að ákvörðunum um framvin s.s. varðandi mögulegt þinghald og þjóðaratkvæ „Sömuleiðis vakti ég má varaformaður Sjálfstæ [Geir H. Haarde] hefði ri eftu grein stjórnarskrári ari umræðu, en hún felu fyrirmæli um hvernig þjóðaratkvæðagreiðslu. Þ meirihluti ráði lyktum.“ Össur sagði að þegar verið að því að ræða hvor að ná samkomulagi um h Fundur forystumanna flokk Segir ekki farsælt ar aðili setji skil Stjórnarand- staðan segir málinu hafa verið stefnt í algjört uppnám Þungt hljóð var í Össuri Skarphéðinssyni þegar hann gekk af fu Forystumenn stjórnarandstöðunnar, Guðjón Arnar Kristjánsson DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við blaðamenn í Stjórnarráðinu í gær að þing yrði kallað saman 5. júlí nk. til að undirbúa atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Á þinginu yrði kjördagur ákveðinn sem og fyrirkomulag kosninganna. „Við höfum ekki endanlega ákveðið kjördaginn en við vænt- um þess að það geti orðið fyrripart í ágústmánuði. Það yrði erfitt að bíða með það mikið lengur vegna stjórnarskrár.“ Staðan í fjölmiðlamálinu svonefnda var rædd á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun sem og á fundi formanna stjórnarflokk- anna og forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna að ríkis- Samkomulag um ALÞINGI BOÐAÐ TIL FUNDAR Ríkisstjórnin hefur ákveðið,að Alþingi komi saman tilfundar hinn 5. júlí nk. Það er gott að sú ákvörðun liggur fyr- ir. Þar með er allri óvissu eytt um hvenær þingið kemur saman. Það er að vísu umhugsunarefni nú, þegar stjórnskipun lýðveldisins er svo mjög til umræðu, að það skuli vera ríkisstjórn, sem tekur ákvörðun um þinghaldið. Í ljósi þess, að þrískipting ríkisvaldsins er grundvallarþáttur í okkar stjórnskipan er eðlilegra að forseti Alþingis taki ákvörðun um hvenær þingið er kallað saman til fundar og eðlilegt að þetta atriði verði tekið til umræðu við endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem augljós- lega er að hefjast, þrátt fyrir hefð- bundið pólitískt þras um aðdrag- anda þeirrar endurskoðunar. Davíð Oddsson forsætisráðherra skýrði frá því í gær, að gert væri ráð fyrir að þjóðaratkvæða- greiðsla um fjölmiðlalögin færu fram fyrri hluta ágústmánaðar. Væntanlega geta flestir orðið sam- mála um, að með því sé fullnægt ákvæðum stjórnarskrár um at- kvæðagreiðslu svo fljótt sem kost- ur er. Ríkisstjórnin hefur sett upp starfshóp lögfræðimenntaðra manna til þess að undirbúa laga- setningu vegna atkvæðagreiðsl- unnar. Það eru líka eðlileg við- brögð af hálfu ríkisstjórnarinnar. Augljóst er að slíka löggjöf þarf að undirbúa vel og með því að kalla þingið saman fyrstu dagana í júlí er tryggt að tími gefst til þess. Gera má ráð fyrir, að töluverðar umræður verði um þá löggjöf á þingi og í ljósi umræðna á op- inberum vettvangi síðustu daga er líklegt að deilur verði á þingi um efni hennar. Við því er auðvitað ekkert að segja. Ætla verður að deilur um efni slíkrar löggjafar snúist fyrst og fremst um það, hvort rétt sé að setja skilyrði um þátttöku og afl atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Þær tillögur, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar mun senda frá sér, taka vafalaust mið af þeirri sérstöku stöðu, sem nú er komin upp. En því má ekki gleyma, að vaxandi fylgi er við hugmyndir, sem m.a. Morgunblaðið hefur bar- izt fyrir undanfarin ár, um að þjóðaratkvæðagreiðsla og at- kvæðagreiðsla innan einstakra sveitarfélaga verði fastur þáttur í stjórnskipan okkar. Mikilvægt er að ákvæði um slíkar atkvæða- greiðslur verði fest í nýja stjórn- arskrá og að lög verði sett, sem af- marka rækilega verksvið Alþingis og um hvaða mál sé eðlilegt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu eða staðbundnum atkvæðagreiðslum. „EINA LANDSBYGGÐIN“? Í ávarpi sínu á sjómannadaginnspurði Páll Steingrímsson, for- maður sjómannadagsráðs Akur- eyrar, spurningar, sem ástæða er til að staldra við. Hann spurði: „… hversu lengi eigi að refsa okk- ur fyrir að hafa tvö vel rekin út- gerðarfélög hér og hvort Vestfirð- ir séu eina landsbyggðin.“ Er þetta sanngjörn athuga- semd? Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið eru annað mesta þéttbýlis- svæðið á landinu og eru smátt og smátt að ná þeirri stöðu að veita þéttbýlinu á suðvesturhorninu ákveðið mótvægi. Líklegt má telja, að í nálægri framtíð renni Eyja- fjarðarsvæðið saman og verði eitt öflugt sveitarfélag. Samgöngur á milli staða þar eru góðar og hafa lengi verið. Þetta svæði er orðið miðpunktur á Norðurlandi og Norðausturlandi. Þaðan liggja vegir til allra átta. Vestfirðir eiga undir högg að sækja. Vestfjarðakjálkinn er ekki í alfaraleið. Samgöngur á milli staða eru mjög erfiðar. Vestfjarðagöng- in hafa að vísu orðið til þess að styrkja byggðirnar við Djúpið og á norðanverðum Vestfjörðum. Vesturland, Suðurland og Suð- urnes njóta í vaxandi mæli ná- grennis við höfuðborgarsvæðið og augljóst er að fólk af því svæði leitar eftir búsetu eða að koma sér upp öðru heimili bæði fyrir austan fjall og á Vesturlandi. Mikill upp- gangur er á Austurlandi vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar og væntanlegrar byggingar álvers í Reyðarfirði. Í ljósi alls þessa er hægt að færa rök að því, að Vestfirðir séu að verða „eina landsbyggðin“ og ekki ástæða til þess fyrir fólk annars staðar á landinu að sjá ofsjónum yfir því, sem þar er gert. Þrátt fyrir að Vestfirðir liggi ekki í þjóðleið er ljóst, að þar er öll aðstaða til að byggja upp öflugt samfélag. Því veldur nálægð við gjöful fiskimið og hrikaleg og fög- ur náttúra, sem mun kalla til sín fólk í vaxandi mæli. Við Íslend- ingar eigum að leggja áherzlu á að Vestfirðir haldist í byggð en legg- ist ekki í eyði líkt og Hornstrandir og svæðin norðan við Djúp á fyrri hluta síðustu aldar. Strandirnar búa líka yfir sérstökum töfrum, sem eiga eftir að laða fólk að sér í vaxandi mæli, þótt sumir hafi sama hátt á og farfuglarnir að koma á sumrin og fara í burtu yfir vetrartímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.