Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Ég veit við völdum báðir okkar eigin leiðir í þessu lífi og lágu þær sjaldan saman en þegar þær mættust voru þær í minnum mér lengi. Ég vildi að mér hefði gef- ist meiri tími til að kynnast þér en tíminn líður hratt og áður en maður veit er komið að lokum þessa lífs, þessir síðustu dagar sem ég var við hlið þér undir lokin er tími sem ég met mikils og mun ætíð halda nærri hjarta mínu og er ég þakklátur og stoltur að hafa fengið að vera þér við hlið þegar mest á reyndi. En nú kveð ég þig í hinsta sinn og veit þú hvílir á betri stað. Vertu sæll, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Ólafur Ómarsson. Elsku pabbi minn. Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Aðeins þrír mánuðir síðan við fengum þær hræðilegu fréttir að þú, elsku pabbi, værir með krabba. Við vorum ekki mjög dugleg að halda sambandi síð- ustu ár en ég gleymi aldrei þeim stundum sem við áttum saman. Manstu til dæmis þegar ég stalst alein á hestbak, aðeins níu ára. Þú áttir aldeilis ekki að komast að því, ég ætlaði að vera komin til baka áður en þú kæmir að gefa hestunum. Hesturinn neitaði hins vegar að fara til baka upp í hesthús og þú komst og fannst mig. Þetta var í eina skiptið sem ég sá þig reiðan. Svo eru þeir ómetanlegir þessir þrír mánuðir sem við áttum saman. Við vorum dugleg að hittast og tala ÓMAR PÁLSSON ✝ Kristjón ÓmarPálsson, fyrrver- andi bóndi á Geld- ingaá í Leirársveit, fæddist 13. október 1944. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 1. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd 7. júní. saman. Þér hrakaði svo hratt síðustu viku en við vorum svo heppin að fá að vera með þér dag og nótt síðustu fjóra daga ævi þinnar. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kveðja þig og halda í höndina á þér meðan þú tókst þinn síðasta andar- drátt. Elsku pabbi minn, við kveðjum þig nú í síðasta sinn. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert nú. Ég elska þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir Thelma, Finnur og Aníta Jasmín. Elsku pabbi minn, það er svo sárt að missa þig svona snöggt. Ekki er hægt að skilja hversu sterkur þessi sjúkdómur er. Ég gleymi því aldrei hversu gott var að fá að vera með þér þó að þær stundir hefðu mátt vera margfalt fleiri. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar þú labbaðir með mér og Thelmu út í flóa á Geldingaá og leyfðir okkur að velja sitt folaldið hvorri og á ég mitt enn. Enn er ég ósátt við að þú gast ekki fylgt mér í hjartaaðgerðina þegar ég var ung- lingur og fannst mér alltaf vanta þig þar en þú tókst vel á móti mér og eft- ir það hafðir þú alltaf mestar áhyggj- urnar af mér. Þú bættir mér upp missi þegar ég vaknaði upp eftir bílslysið og þú sast og hélst í höndina á mér alla nóttina. Ég hefði ekki viljað hafa neinn annan á þeirri stundu. Þegar ég flutti til þín til Keflavík- ur 2000–2001 var mjög góður tími sem við áttum saman og kom Gabríel mikið til okkar. Hann var ekki nema tveggja ára þegar ég hóf nám í FS og var ég mikið í burtu frá honum þenn- an vetur. En ég sé ekki eftir því, þetta var okkar tími saman, minn og þinn. Ég og Thelma höfðum alltaf mikl- ar áhyggjur af þér í gegnum árin, því þurfti ég að vera stóra og sterka systirin og og rækta samband okkar svo ég gæti líka sagt Thelmu litlu fréttir af þér. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og þú saknar okkar mjög mikið. Elsku pabbi, ég elska þig ávallt. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín dóttir og barnabarn, Halldóra Harpa og Gabríel Örvar. Margar af mínum bestu æskuminningum tengjast afa og ömmu í Keflavík, hvort sem það var á Suðurgötunni eða austur í bústað. Í heimsóknum hjá þeim var alltaf mikil matarveisla fyrir mig, matargikkinn sem ekki borðaði hvað sem var. Hjá þeim fékk ég það sem ég vildi og þau þekktu sérvisku mína og létu eftir duttlungum mínum. Þegar ég var einn mánuð í sveit á Spóastöðum um tíu ára aldurinn, þá varð það mér til lífs að helminginn af þeim tíma voru afi og amma í bú- staðnum. Þá gat sú matvanda sem kunni ekki að meta góðan mat í sveit- inni hlaupið í Cocoa Puff’s pakkann hjá afa og ömmu. Einnig komu þau í nær hvert skipti sem ég lagðist í ein- hverja pest í Hafnarfirðinum og færðu mér auðvitað uppáhaldið mitt, vínber og mandarínur. Þrátt fyrir að hafa fengið allt að borða sem ég vildi var ekki um enda- laust dekur eða agaleysi að ræða. Ég bar virðingu fyrir afa og ömmu og þau höfðu stjórn á sínum ólátabelgjum án hávaða eða láta. Aldrei man ég eftir því að hafa verið skömmuð þótt oft hafi verið ærið tilefni til eftir rúðu- brot, strok og fleira í þeim dúr. Aftur á móti töluðu þau rólega við mig og það hafði áhrif. Afi var maður sem var mjög vinnu- samur og féll aldrei verk úr hendi. Oft fékk ég að rétta honum hjálparhönd við smíðar eða slátt fyrir austan. Við krakkarnir vorum mikið varaðir við Brúaránni, en samt sem áður tókst mér einu sinni að steypast út í ána en komst nú upp úr straumnum og í land. Afa og ömmu var brugðið þá. En svo gantaðist afi með þetta í næstum hvert skipti sem ég hitti hann, hló og spurði hvort ég væri ekki að koma austur að baða mig í ánni. Mér er líka minnisstætt að þegar ég gerði eitt- hvað sem afa líkaði, þá rótaði hann í hárinu á mér og sagði brosandi: „Mik- ill höfðingi ertu, Dúa.“ Amma hafði endalausa þolinmæði til að spila við okkur krakkana. Ýmsir ógeðslegir tilraunadrykkir voru blandaðir í eldhúsinu og alltaf mátti fara í útilegu í stofunni. Vegna ákveð- inna aðstæðna minnkaði samband mitt við afa og ömmu á unglingsárun- um þótt auðvitað hafi verið heimsókn- ir af og til. Amma passaði alltaf vel upp á það að sambandið rofnaði ekki alveg. Þegar dóttir mín, Vala Mar- grét, fæddist var amma 91 árs en fylgdist grannt með öllu. Amma var alveg með það á hreinu hvað skottan mín þyngdist og stækkaði mikið og allar hennar framfarir. Á æskuárum mínum veittu afi og amma mér, Margréti mömmu minni og Agli bróður mínum ómetanlega að- stoð og verðum við öll þrjú þeim æv- inlega þakklát fyrir það. Núna þegar afi og amma eru bæði EGILL ÞORFINNSSON ✝ Egill Þorfinns-son fæddist á Spóastöðum í Bisk- upstungum 27. des- ember 1913. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 30. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Kefla- víkurkirkju 8. júní. farin með aðeins árs millibili, situr maður uppi með ákveðið tóm sem ekki verður fyllt. Auðvitað er þetta gang- ur lífsins og þau bæði ef til vill hvíldinni fegin komin á þennan aldur og orðin lasburða. Hins vegar markar þetta ákveðin sár endalok góðs hluta af lífi mínu. Þegar ég heimsótti afa síðast var hann orð- inn veikur og var rúm- liggjandi. Hann klapp- aði létt á lakið vinstra megin í rúminu og sagði við mig: ,,Hérna sefur konan mín.“ Þetta segir kannski meira en þúsund orð um samband afa og ömmu, sem fá nú að hvíla aftur hlið við hlið. Takk fyrir allt, elsku afi og amma. Sigþrúður Þorfinnsdóttir. Þrátt fyrir að afi og amma hafi bæði verið komin á tíræðisaldur verð- ur að segjast að andlát þeirra beggja hafi komið á óvart. Amma dó í maí í fyrra, 93 ára gömul, en hafði verið við hestaheilsu fram til hins síðasta. Minni hennar var með öllu óbrigðult og fylgdist hún vel með öllu hvort sem það voru stjórnmál eða Leiðarljós í sjónvarpinu, enda var staða mála í þeirri sápuóperu alltaf rædd þegar ég kom til Keflavíkur. Afi aftur á móti horfði ekki á svoleiðis ,,vitleysu“ að eigin sögn. Á allri minni ævi minnist ég ekki annars en að hann hafi látið sér nægja að horfa á fréttirnar. Þó átti hann erfitt með að halda sér vak- andi yfir þeim enda oft æði þreyttur eftir langan og strangan vinnudag, sem fól í sér langa viðveru á skrifstof- unni og mikil ferðalög á milli útgerð- arstaða þar sem hann var að meta báta og tjónaskoða. Hann var kominn yfir áttrætt þegar hann hætti að vinna og hafði skilað miklu og merku ævistarfi. Afi lærði skipasmíði hjá Landssmiðjunni á sínum tíma og var þá skipasmíði og er erfitt starf lík- amlega og ekki á allra færi að leggja hana fyrir sig. Afi hlífði sér aldrei og var ham- hleypa til allra verka. Því kynntist ég sérstaklega þegar við vorum austur í bústað sem hann átti í Biskupstung- um. Þann bústað smíðaði hann í lok sjötta áratugarins. Fjórum sinnum stækkaði hann bústaðinn og í síðasta skiptið kominn fast að áttræðu. Ef hann var ekki við smíðar fyrir austan þá var verið að mála, grafa gryfjur, veiða, setja niður grænmeti eða taka upp. Eitt lærði ég af afa og það var að kunna að meta og þekkja náttúruna og voru þá okkar ótal mörgu laxveiði- túrar góður skóli fyrir mig. Fyrir ut- an að hafa kennt mér að veiða þá held ég að ég þekki aðra hverja þúfu á landinu með nafni. Afi mátti ekki sjá misfellu í landslaginu án þess að spyrja mig hvað hún héti. Ef stóð á svari hjá mér fékk ég að vita að ekk- ert vissi ég. Afi gat virst nokkuð þungur stund- um en var það ekki í raun. Hann grín- aðist mikið með sig og aðra. Einnig kom hann fólki fljótt og vel til aðstoð- ar ef það var hjálparþurfi og alla mína ævi gerði hann marga mikla og góða hluti fyrir mig og mína nánustu. Aldrei minnist ég þess að afi og amma í Keflavík segðu eitt einasta styggðaryrði við mig og oft ótrúleg- ustu hlutir sem mér var leyft að prakkarast með. Þegar ég batt og negldi aftur hurðirnar á sumarbú- staðnum, þannig að enginn komst út, þá kom afi skríðandi út um salern- isgluggann og krafðist úrbóta á út- gönguleiðum sem ég varð við. Síðan var ekki minnst á þetta meir. Nú síðustu þrjú árin hafði ég það fyrir reglu að heimsækja afa og ömmu á tveggja mánaða fresti. Alltaf var gert vel við mig og undantekning- arlaust útbjó afi steik. Afi og amma voru einstök í sinni röð og áttu fáa sína líka. Þeirra verður sárt saknað af öllum sem til þeirra þekktu. Egill Þorfinnsson. Það er skrýtið að geta ekki hringt á Suðurgötuna og heyrt í þér og fengið fréttir. Ég veit að þér líður betur núna, kominn til ömmu. Þið voruð yndisleg hjón, svo ólík en samt svo samstiga og samrýnd. Það var fátt skemmtilegra en að fá að fylgja afa, hvort sem það var að fara með honum í vinnuna eða upp í sumarbústað. Hvort sem hann var að byggja, gróðursetja eða slá, þá mátt- um við alltaf vera með. Fengum bara verkefni og hann lét það alltaf líta út sem ævintýri. Oftar en einu sinni lagði hann net út í Brúará, sem var okkar leyndarmál að hans sögn, við mættum alls ekki segja bóndanum. Svo var farið daginn eftir og fengur- inn hífður upp, þvílík spenna. Seinna meir komst ég þó að því að þetta hafði verið gert með vitneskju bóndans á Spóum. Afi fór með mig í bátsferðir um ána og sagði í leiðinni ýmsar háskasögur um ána. Eitt sinn spurði hann hvort við ættum að fara að þrífa jeppann. Til var ég. Fyrr en ég vissi vorum við komin út í miðja á, á lítið sandrif, og þar var bílinn þrifinn og svo var haldið til baka og þegar í land var komið var bíllinn náttúrlega jafn skítugur, en það var aukaatriði. Afi hafði miklar taugar til heima- haga sinna, þar sem hann reisti sum- arbústaðinn sinn. Hann sagði mér alltaf að þetta hefði verið fyrsti bú- staðurinn í Tungunum. Hann var oft skrefi á undan sinni samtíð, var oft til í að prófa eitthvað nýtt og framandi. Ég gæti skrifað margar minningar um hann afa, þennan merkilega mann, sem kenndi mér svo mikið og gaf mér svo margt. Mest þótti mér vænt um þegar hann aðstoðaði mig við ritgerðarsmíð í söguverkefni þeg- ar ég var í menntaskóla, hann þá 78 ára gamall. Hann var varla sestur nið- ur þegar við vorum búin. Landafræði og saga voru sérstakt áhugamál hjá honum, og ef við fórum í ferðalag um landið, kunni hann öll nöfnin á fjöll- unum og lækjarsprænunum sem urðu á vegi okkar. Elsku afi, ég kveð þig með þessu ljóði sem ég las og þótti svo eiga vel við: Nú líður óðum á lokaþáttinn. Mér er örðugt og þungt um andardráttinn. Hið ytra virðist í engu breytt, en sært er hjartað og sál mín þreytt. (Stefán frá Hvítadal.) Ég vil biðja guð um að veita móður minni styrk, en hún hefur verið for- eldrum sínum allt undanfarin ár. Hennar söknuður er mestur. Far þú í friði. Ástrún. Elsku afi. Nú ertu kominn til henn- ar ömmu og ég veit að þú skilar kveðju til hennar frá mér. Margt á eftir að breytast í lífi mínu þegar þú hefur kvatt. En ég veit að þú þráðir orðið hvíld eftir langa og viðburðaríka ævi. Margs er að minnast frá heimili ykkar ömmu sem lést fyrir ári síðan. Móttökurnar voru alltaf jafn innileg- ar og hlýjar og ekki mátti maður fara út frá ykkur svangur, það kom ekki til greina. Ég kom oft á skrifstofuna til þín og það skipti ekki máli hvort það væru menn hjá þér, þú varst alltaf tilbúinn að taka á móti mér. Oft fór ég með þér er þú fórst að skoða báta til Sandgerðis og víðar og þótti mér það alltaf jafn spennandi. Ferðirnar upp í sumarbústað eru eftirminnilegar, oft Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, systur og ömmu, HELGU BIRNU ÞÓRHALLSDÓTTUR, Langholtsvegi 108b, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, Landspítalans við Hringbraut og Karitas heimahjúkrun. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Blöndal Birgisson, Oddný Sigbjörnsdóttir, Þórhallur Viðar Atlason, Dagný Gísladóttir, Sigurður Ágúst Marelsson, Oddný Blöndal Ragnarsdóttir, Valdís María Ragnarsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Stefán Þórhallsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Elín Þórhallsdóttir, Ellert Eggertsson, Emelía Rut Þórhallsdóttir, Eyrún Aníta Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.