Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hjartkær vinur og frændi, Arnljótur Björnsson, hæstarétt- ardómari og prófessor, er látinn um aldur fram. Ég varð þeirrar gæfu njótandi að eiga hann að vini og frænda. Arnljótur var góðum gáfum gædd- ur, heilsteyptur og farsæll maður í sínu lífi. Á unga aldri bundumst við vináttuböndum sem var mín gæfa að njóta alla hans ævidaga. Hann hafði um margt óvanalega skapgerð. Skarpar gáfur, létta lund þar sem kímnin skein í gegn til síð- asta dags. Ég vil að lokum minnast vinar míns Arnljóts með þessum frábæru orðum Matthíasar Jochumssonar: Jafn varstu að vígi vits og starfa, jafn að fimleik til flestra dáða, jafnfær fremstum í flestri stöðu; heimilissómi höfðingi í lund. Ég sendi eiginkonu hans, Lovísu Sigurðardóttur, börnum og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Anna Tryggvadóttir McDonald. „Pusi, heldurðu, að það geti verið, að við séum eilífir?“ Það eru aðeins fáeinir mánuðir síðan Arnljótur spurði mig þessa. Ég gaf ekki svar, enda ekki til þess ætlast. Við brostum hvor til annars og héldum svo áfram að tala saman á sömu nótum og við höfum gert í meira en 50 ár. Tilefni spurningarinnar vissum við báðir. Í kunningjahópi var nokkru áður rætt um það, hve unglegir við værum, heilsan góð og framtíðin björt. Já, það var ánægjulegur dagur, sem við átt- um saman í býlinu mínu við Land- eyjasand síðastliðið haust. Ég man ekki hvort það var þá eða áður sem Arnljótur sagði að gefnu tilefni: Kannski skrifar þú um mig grein. Satt best að segja datt mér ekki í hug, að í maí yrði ég að efna loforð mitt. Það hefur verið háttur okkar hjóna nokkur undanfarin ár að senda litlum hópi útvalinna vina ljóð í tilefni jóla eða nýárs. Einhverra hluta vegna fórst þetta fyrir um síðustu jól. Það voru mistök mín að senda konu úr fyrrnefndum hópi handskrifað ljóð í stað venjulegrar áritunar. Arnljóti barst þetta til eyrna. Af því tilefni átti hann við mig tal: „Þú sendir mér ekki ljóð.“ Mér fannst, að nokkur broddur væri í athugasemdinni, enda sérstök áhersla á orðinu mér. Það var sann- gjarnt, að hann væri sá fyrsti til að fá ARNLJÓTUR BJÖRNSSON ✝ ArnljóturBjörnsson fædd- ist í Reykjavík 31. júlí 1934. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hringbraut á hvítasunnudag, 30. maí síðastliðinn, og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 8. júní. kveðju í ljóði, enda hafði hann áður lýst áhuga á uppátæki okkar: „Það er gaman að fylgjast með þróun í ljóðagerð þinni,“ hafði hann sagt. Það er full seint að senda ljóðið nú, en til að friða mína samvisku er mér nauðugur sá kost- ur. Ljóðið, sem ég nefni „Engill dauðans“, verð- ur að skoðast sem eintal minnar sálar. Er rís ég að kveldi úr ellinnar kör, því komin til enda er ævinnar för, hver einasti sigur er glataður sýnum, þá sveipar þú anda minn vængjunum þínum. Svo hefjum við flug yfir heiðar og strönd. Við höfum í sjónmáli alkunnug lönd. Hvert minningabrot sýnist hrapandi heimur. Hulinn er auganu framtíðargeimur. Þá hvíslar þú: „Líttu á framtíðarland lyftast úr djúpi við fjörunnar sand. Hvert sandkorn er ómur af yfirsjón þinni, svo ekki er tryggt, að ég leiðina finni.“ Þá hljómar í hjarta mér tónlistin tær. Það titrar hver strengur, sem snertingu fær, því listanna gyðja á hörpuna leikur, en leiðina umlykur kolsvartur reykur. Til lítils var flogið um heiðar og fjöll fyrst framtíðin hulin er auganu öll. Með villunnar ljósi er veginum lokað, en landnemans bænir fá engu um þokað. Þá heyri ég kallið, sem kannast ég við og kærleikans móðir mér stendur við hlið. Í eyra mitt hvíslar hún bænunum hlýju og himneska fegurðin birtist að nýju. Er það hugsanlegt, að við séum ei- lífir eftir allt? Hver veit? Ég bið blaðið að flytja kveðju okk- ar hjóna á Kjarrveg 6. Filippus Björgvinsson. Vinur minn Arnljótur Björnsson er látinn. Leiðir okkar Arnljóts lágu saman snemma í menntaskóla, Menntaskólanum í Reykjavík. Við bundumst fljótt sterkum vináttu- böndum þrír bekkjarbræður og var Filippus Björgvinsson sá þriðji. Hef- ur sú vinátta staðið alla tíð síðan. Hef- ur Arnljótur átt mestan þátt í að rækta hana og efla. Við þremenning- arnir áttum reyndar ólíkar rætur. Arnljótur borinn og barnfæddur Reykvíkingur en við Filippus sveita- menn, en ekki var það nein hindrun á vegi og eftir á að hyggja e.t.v. hið gagnstæða. Fjórði félaginn á þessum árum, á meðan hans naut við, var Ólafur Zoëga, flugmaður. Heimili Arnljóts, foreldra hans, Þórdísar Ófeigsdóttur og Björns Snæbjörnssonar, stóð okkur jafnan opið. Sóttum við Ingibjörg kona mín þau oft heim, ekki síst í boði þeirra síðdegis á sunnudögum og nutum þar gestrisni og drógum mikinn lærdóm af fróðlegum umræðum og höfðing- legri framkomu. Stöndum við þar í þakkarskuld. Við Arnljótur innrituðumst í laga- deild Háskóla Íslands að loknu stúd- entsprófi 1954 og lukum báðir kandidatsprófi vorið 1959. Arnljótur tók laganámið föstum tökum og kom þá strax fram sem síðar varð, að hann taldi engin lausatök hæfa lagastörf- um. Eftir lagapróf lagði hann einkum stund á skaðabótarétt, vátrygginga- rétt og sjórétt. Var þekking hans í þessum greinum djúpstæð, enda vel vandað til rannsókna og öflunar þekkingar. Engu að síður hafði Arn- ljótur trausta þekkingu og yfirsýn yf- ir lögfræðina í heild. Var það þýðing- armikið í starfi hans sem hæsta- réttardómari. Í störfum sínum gerði Arnljótur strangar kröfur, en alltaf mestar til sín sjálfs. Gerhygli hans og vand- virkni var við brugðið. Hér verða ekki rakin margháttuð störf, sem honum voru falin. Við ræddum oft lögfræði- leg efni og voru þær umræður alltaf gagnlegar mér. Arnljótur var gæfumaður í einka- lífi, kvæntur Lovísu Sigurðardóttur og eiga þau fjögur börn. Á skilnaðar- stund er okkur Ingibjörgu efst í huga áratugalöng vinátta þeirra hjóna og fjölmargar gleðistundir. Við sendum fjölskyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gaukur Jörundsson. Ég lít til þess, þegar tilveran grein- ist úr grámóðu bernskuminningar- innar, þá var Arnljótur Björnsson þar. Í gleði og leikjum æskunnar. Fyr- irmynd í skóla og námi, til upp- fræðslu og fróðleiks, þá var hann þar. Til góðra ráða og viðvörunar, yf- irvegunar og sátta, hollustu og trún- aðar, þá var hann þar. Í sorg og mótlæti, til að samgleðj- ast eða til að hughreysta, þá var hann þar. Til að berjast fyrir hugprýði, heið- arleika og góðum siðum, alltaf var hann þar. Aðeins dauðinn sjálfur gat bundið enda á þessa alltumlykjandi vináttu eftir 65 ár. Jóhann J. Ólafsson. Vinur okkar, Arnljótur Björnsson, prófessor emeritus, fyrrum hæsta- réttardómari, er látinn. Með honum er genginn góður maður og grandvar sem mátti í engu vamm sitt vita. Um hann má því hafa orð rómverska skáldsins Hórasar: Integer vitae scelerisque purus non eget Mauris iaculis, neque arcu nec venetatis gravida sagittis, Fusce pharetra, sem í þýðingu Gríms Thomsens hljóma þannig: Vammlausum hal og vítalausum, fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Arnljótur Björnsson þurfti ekki að beita banvænum eiturskeytum í sam- skiptum við fólk eða reyna bardaga- list með fleinum og boglist til þess að færa rök fyrir máli sínu, eins og al- gengt er á þessu landi bardagalistar orðsins. Hann beitti hins vegar gam- ansemi og kímni til þess að vekja fólk til umhugsunar eða til þess að skemmta vinum sínum. Hann hafði gaman af orðsins list án þess að meiða og beitti fyrir sig orðaleikjum, sem hann hafði vel á valdi sínu, eða sagði góða sögu á góðri stund með góðum vinum, því að kímni var hon- um í blóð borin. En það sem ein- kenndi þó fremur öðru dagfar hans og var honum runnið í merg og blóð var heiðarleiki, vandvirkni, elskusemi og hlýja. Það var mikill fengur að kynnast Arnljóti Björnssyni þegar hann gekk að eiga bekkjarsystur okkar úr Menntaskólanum á Akureyri, sæmd- arkonuna og einkavin okkar Lovísu Sigurðardóttur frá Stykkishólmi. Arnljótur féll inn í hópinn og varð elskur að öllum og allir voru elskir að honum og sjálfur kallaði hann sig tengdason bekkjarins, enda var hann einnig tengdur Menntaskólanum á Akureyri með öðrum hætti, því að langafi hans, séra Arnljótur Ólafsson á Bægisá, barðist fyrir endurreisn Norðlenska skólans og Sigurður skólameistari Guðmundsson kallaði séra Arnljót „föður skólans“. Margs er að minnast við leiðarlok eft- ir samferð hartnær hálfa öld: ferða á Þingvöll eða að Heklu í sólskini, gagnkvæmra heimsókna fyrir sunn- an og norðan og samvista í Kóngsins Kaupmannahöfn, en ekki síst minn- umst við samskiptanna sumarið 1972, þegar við komum heim frá Noregi, húsnæðislaus og vegalaus, með fimm börn okkar. Þá gengu þau Addi og Lolla ekki aðeins úr rúmi fyrir okkur heldur gengu þau úr húsi fyrir okkur með börn sín fjögur og fluttust í sum- arbústaðinn við Elliðavatn, sveita- setrið, eins og hann kallaði bústaðinn. Við dvöldumst í Hjálmholtinu í vel- lystingum þar til úrslit voru ráðin um starf skólameistara við Menntaskól- ann á Akureyri. Við þökkum Arnljóti Björnssyni ein- staka samfylgd og vottum Lollu, börnum þeirra og barnabörnum hlut- tekningu okkar. Þið hafið misst mik- ið. Það er söknuður að góðum manni, góðum föður og góðum afa. Far þú í friði, bróðir og vinur. Gréta og Tryggvi. Minn góði vinur og bekkjarbróðir, Arnljótur Björnsson, lézt á hvíta- sunnudag hinn 30. maí sl. á 70. ald- ursári, eftir þungbær veikindi en skammvinn. Kynni okkar Arnljóts eru orðin löng. Þau hófust í gagn- fræðaskóla Vesturbæjar árið 1949. Síðan fylgdumst við að í gegnum Menntaskólann í Reykjavík, vorum þar bekkjarbræður í C-bekknum alla tíð og lukum stúdentsprófi frá þeim ágæta skóla árið 1954. Eftir það lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands, þaðan sem við lukum kandidatsprófi vorið 1959. Þá skildi leiðir, hvað nám og starf varðaði, en hin mannlegu tengsl héldu áfram þar til yfir lauk. Arnljótur, eða Addi, eins og við bekkjarsystkinin kölluðum hann, var dásamlegt sambland af grallaraspóa og alvörumanni í einstaklega hag- stæðum hlutföllum. Enn er það í minnum haft, er hann gekk á milli manna fyrir stafsetningarpróf, með- an zetan naut virðingar, og varpaði fram spurningunni: „Er klósett með zetu?“ Addi var góð eftirherma og skemmti okkur bekkjarsystkinunum oft með því að herma eftir kennurun- um í Menntó og náði sumum þeirra ótrúlega vel, bæði í fasi og tali. „Eigi veit ég það svo gerla,“ hafði hann eftir latínukennaranum, enda er eg eigi gerlafræðingur.“ Við samstúdentarnir höfum lengi haft þann sið að hittast árlega til að skemmta okkur og rifja upp endur- minningarnar. Síðast komum við saman í nóvember á liðnu ári. Þar tróð Addi upp með gaman og alvöru, öllum viðstöddum til óblandinnar gleði og ánægju. Engan grunaði þá, að hann ætti svo stutt eftir, sem nú er raunin. Það er gott að eiga þessa endurminningu um Adda, er hann stóð í pontunni, glaður og reifur, og reytti af sér brandara með sinni rómmiklu og sterku röddu. Addi var manna viljugastur til að taka að sér störf í þágu árgangsins. Sýndi hann mikinn þegnskap á því sviði og veit ég ekki til að hann hafi nokkurn tímann neitað að gegna við- viki, er til hans var leitað. Einnig átti hann sjálfur frumkvæðið að ýmsu í þágu okkar samstúdentanna, sem við erum þakklát fyrir og metum mikils. Því var Addi ávallt vinsæll og virtur meðal okkar samstúdentanna, eins og hann átti skilið. En Arnljótur Björnsson var ekki bara „den glade student“, sem söng um „studentens lyckliga dag“. Hann var maður alvörunnar, skyldurækn- innar og starfsins. Addi var einstak- lega skipulagður maður. Það var allt í röð og reglu í lífi hans, starfi og tóm- stundum, hvort sem það var sund, skíði eða golf. Menn þessarar gerðar ná ævinlega góðum árangri og drjúgu dagsverki, ef saman fara greind og dugnaður. Ekki vantaði greindina hjá vini mínum. Um það bera vitni, bæði frábær námsárangur hans í laga- deildinni, svo og ritverk hans á sviði lögfræðinnar síðar á ævinni, sérstak- lega í sérgreinum hans, skaðabóta- og tryggingarrétti. Þegar Ólafur Jó- hannesson, prófessor, varð forsætis- ráðherra árið 1971, hefir hann eflaust munað eftir hinum skyldurækna laganema, Arnljóti Björnssyni. Segir mér svo hugur um, að Ólafur hafi ráð- ið miklu um, að Addi var ráðinn pró- fessor við lagadeildina á þessum tímamótum. Var það vel ráðið. Hefi ég ævinlega heyrt nemendur hans lýsa honum sem traustum og góðum kennara. En Arnljóti var ætlaður meiri frami. Árið 1995 var hann kvaddur til dómarastarfa í Hæstarétti Íslands. Því starfi gegndi hann til ársins 2000, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þetta sýnir bezt, hvert álit menn höfðu á Adda. Honum treystu menn til allra góðra verka og vanda- samra. Ef ég ætti að lýsa manngerð- inni með einu orði, þá væri það með orðinu: Traustleiki. Ég kveð vin minn, Arnljót Björns- son, með söknuði og þakklæti í huga fyrir langa samfylgd og ánægjulega. Eiginkonu hans, Lovísu Sigurðar- dóttur, börnum og öðrum ástvinum, sendum við hjónin innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Arnljóts Björnssonar. Magnús Thoroddsen. Á fallegum sumardegi kvaddi kær vinur, Arnljótur Björnsson. Þegar lit- ið er til baka og hugleitt hvað það er sem þroskar mann á lífsleiðinni, fyrir utan fjölskyldu og skólagöngu, þá eru það samferðamennirnir. Ég kynntist þeim yndislegu hjón- um, Arnljóti og Lovísu, þegar ég kom til þeirra fyrst 11 ára gömul sem barnfóstra og síðar þegar ég dvaldist hjá þeim sumarlangt í Englandi. Alla tíð var ég sem ein af fjölskyldunni og vináttan við þau hefur haldist alla tíð síðan, og börn þeirra eru mér afar kær. Arnljótur var mjög fróður og skemmtilegur maður. Skopskyn hans var einstakt og hnitmiðað. Hann var frábær kennari og fræðimaður. Hon- um var það mikið í mun að litla barn- fóstran sinnti ekki eingöngu starfi sínu heldur drykki í sig menningu og fróðleik á stað og stund. Það var sannur heiður fyrir unga stúlku að njóta nærvistar við slíkan gáfumann sem endalaust gat frætt og leiðbeint af leiftrandi áhuga. Árin liðu og samband mitt við þau hjón breyttist í samskipti fullorðinna einstaklinga. Þá sem uppalandi dáð- ist ég að samheldnu fjölskyldulífi þeirra, þar sem Arnljótur var stöð- ugleikinn og staðfestan. Það sem ein- kenndi þau bæði var ótrúlega þægi- leg nærvera, jákvæð viðhorf og einstök umhyggjusemi. Ég verð fjarri þegar Arnljótur verður kvaddur en hugur minn er hjá Lovísu og fjölskyldunni. Mikill heið- ursmaður hefur kvatt. Arndís Björnsdóttir. Hinsta kveðja frá Menningar- félagi Háskóla Íslands Það er gott að stunda líkamsrækt þegar menn eru á kafi í andlegum störfum. Einkum er það gott í hópi vinar okkar Valdimars Örnólfssonar. Þar hafði Arnljótur oft gaman af að vera fremstur í flokki á hlaupunum. Þar eins og annarsstaðar lagði hann sig fram af lífi og sál, kappsfullur og áræðinn en alltaf kurteis og tillits- samur við félaga sína. Sannkallaður gull af manni. Hvar sem hann fór gaf sig allan að málum, og þar var réttur maður á réttum stað, því réttsýnn var Arnljót- ur, boðinn og búinn til að sníða sátt- argjörðir að tillögum manna eins og við var komið, en láta rétt lög og rétt- ar venjur skera úr að öðrum kosti. Við félagarnir minnumst hinna góðu daga með Arnljóti. Við sendum Lovísu Sigurðardóttur eiginkonu hans og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur og óskum þeim allr- ar blessunar í framtíðinni. Jónas Elíasson.  Fleiri minningargreinar um Arn- ljót Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR viðskiptafræðings, Hrauntungu 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi og heimaaðhlynningar fyrir sérlega góða umönnun. Jónína Margrét Bjarnadóttir, Björn Gunnlaugsson, Regína W. Gunnarsdóttir, Stefán Bj. Gunnlaugsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðmundur K. Gunnlaugsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.