Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 40

Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk KOMINN TÍMI TIL! MÉR FINNST GOTT AÐ BYRJA DAGINN HÆGT SVO HANN GETI VERIÐ SVONA ERU JÓLIN AÐ KOMA? NEI, EKKI FYRR EN EFTIR SJÖ MÁNUÐI ÞÁ ÆTTI ÉG KANNSKI EKKI AÐ HENGJA UPP SOKKINN MINN... NÚ MAN ÉG HVAÐ ÉG ÆTLAÐI AÐ GEFA HENNI SÍÐUSTU JÓL... DAGATAL! Risaeðlugrín © DARGAUD HANN HEFUR EINN VEIKLEIKA BALALALALALAL!!! HANN ER AFSKAPLEGA SIÐPRÚÐUR GUÐ MINN GÓÐUR! ÉG ER NAKINN!! NÚNA GETUM VIÐ ANDAÐ RÓLEGA. ÞAÐ TEKUR DÁLITLA STUND FYRIR FJAÐRIRNAR AÐ VAXA BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SEM Íslendingur búsettur erlendis í meira en 20 ár eru það mér tíðindi, að forseti Íslands neiti að staðfesta lög Alþingis. Fyrstu viðbrögð eru þá að athuga, hvaða hætta steðjar að landsmönnum sem forsetinn vill verja þjóðina með aðgerð sinni. Þegar stjórnarskrá Íslands var samin ríkti styrjaldarástand í Evr- ópu. Grannþjóðir voru helteknar of- urvaldi nasista og bandamenn og andspyrnuhreyfingar unnu saman við að bjarga þjóðum Evrópu til lýð- ræðis og frelsis. Íhuga verður anda stjórnarskrárinnar og skoða með til- liti til þessara aðstæðna. Mér verður hugsað til grannþjóð- ar okkar Norðmanna, þar sem kom- ið var á Qvislingastjórn, sem ekki var lýðræðislega kjörin en gerði samt tilkall til þjóðarinnar að vera réttmætur löggjafi og framkvæmd- arvald. Fyrir snarræði varnarliðs- manna í Noregi tókst norsku kon- ungsfjölskyldunni að flýja til London og í útlegð og, aðskilin frá þjóðinni, að vera réttmætur fulltrúi norska fólksins. Við slíkar kringumstæður er skilj- anlegt, að konungur hafi neitað að samþykkja lög Qvislingastjórnar eða lúta ofurvaldi erlends hervalds. Þar er þingið selt ofurvaldi og raun- veruleg gjá milli þings og þjóðar. Þegar ég lít á kringumstæður míns ástkæra fósturlands núna, sé ég enga slíka ógn steðja að þjóðinni. Þvert á móti sé ég líflegar umræður í dægurmálum, sem að mínu viti er gott tákn um virkni fólks og þjóðar í eigin málefnum. Alþingiskosningar virka sam- kvæmt lýðræðishefðum, alþingis- störf og löggjafinn virkar eðlilega og framkvæmdarvaldið starfar eins og lög og reglur kveða á um. Mín niðurstaða er sú, að engin sýnileg ógn steðji að íslensku þjóð- inni núna, sem getur réttlætt að for- setinn þurfi að grípa til þess neyð- arúrræðis, sem stjórnarskráin tryggir að hægt sé að nota, þegar vá stendur íslensku þjóðinni fyrir dyr- um. Forsetinn hefur skyldum að gegna við Íslendinga og íslensku þjóðina. Það er þjóðin, ekki forset- inn, sem kýs alþingismenn, sem síð- an mynda ríkisstjórn Íslands. Það er þjóðin sem segir sitt orð í alþing- iskosningum, hvaða mat þjóðin legg- ur á stjórnmálastefnur og hverjir eiga að stjórna landinu. Með orðum sínum um „gjá milli þings og þjóðar“ við núverandi að- stæður, skapar Ólafur forseti sína eigin Ólafsgjá. Í nafni embættis for- seta Íslands er hann að misnota ör- yggisventil lýðræðisins til varnar þjóðinni við válegum atburðum. Það er miður að upplifa vanvirð- ingu Ólafs Ragnars Grímssonar við lýðræðishefðir Íslands, að hann skuli ekki gegna forsetaskyldu sinni með því að boða ríkisráðsfund til að ræða málin en lætur í stað þess lýð- ræðiskjörna fulltrúa þjóðarinnar frétta á blaðamannafundi, að hann neitar að staðfesta lög Alþingis. Sem forseta ber honum skylda að ræða málin við ríkisstjórn og for- ystumenn stjórnmálaflokkanna áður en hann grípur til eigin aðgerða. Neyðarúrræðið er til að nota, þegar ekki er hægt að eiga slíkar samræð- ur. Allt málið fær enn alvarlegri blæ, þegar skoðað er, hvaða lög Ólafur Ragnar Grímsson vill stöðva. Lög um fjölmiðla sem snerta hagsmuni fjársterkra aðilja, sem hafa verið virkir í því að Ólafi tókst að komast að embætti forseta Íslands. Er Ólafur að greiða kosninga- stjórum sínum fyrri störf og framlög í kosningasjóð? Heila málið lyktar illa. Einkahagsmunir sem stjórna einu virtasta embætti þjóðarinnar. Ef að Íslandi steðjar einhver ógn á þessari stundu, þá er hún þessi: Fjársterkir einkaaðiljar geta í skjóli fjármagns keypt einstaklinga og kostað kosningabaráttu forseta- frambjóðenda og notað forsetaemb- ættið til að framfylgja eigin hags- munum í andstöðu við lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar og lög- gjafarvaldið. Ó, þú ástkæra þjóð, mitt fagra fósturland, hjartað mitt kæra, gættu þín vel hver þín næstu spor eru. Farðu hægt, flýttu þér hægt, lýð- ræðið er fjöreggið sem tengir okkur saman. GÚSTAF SKÚLASON, Polhemsvägen 47, SE-191 34 Sollentuna, Svíþjóð. Ólafsgjá verður ekki brúuð Frá Gústafi Skúlasyni: NÝLOKIÐ er ömurlegum leikþætti ykkar og nú virðist í uppsiglingu enn einn leikþátturinn. Efni þess leik- þáttar virðist vera „hvernig kem ég mínum málum fram og skiptir ekki máli þótt ólýðræðislega sé unnið, en gleymdu því“. Lýðræði er að sjálf- sögðu þingræðinu hærra. Það að synja lögum sem þjóðkjörið þing hefur sett krefst fullkomins lýðræð- is, það er að helmingur atkvæðis- bærra manna felli ákvörðun þing- ræðisins. Það skiptir ekki máli þótt aðeins 55% kjósenda komi á kjörstað ef þjóðarviljinn er svo ótvíræður að helmingur atkvæðisbærra manna synjar samþykktum sem gerðar hafa verið í meðförum þingræðisins. Minnumst þess að lýðræði hefur, því miður, ekki verið í hávegum haft hér, t.d. hefur enginn svo nefndur þjóðkjörinn forseti lýðveldisins verið kosinn ótvíræðri lýðræðislegri kosn- ingu. STEINAR STEINSSON, Holtagerði 80, Kópavogi. Ó, þið landsfeður Frá Steinari Steinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.