Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 09.06.2004, Síða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 45 Hið árlega golfmót Samiðnar verður haldið á golfvellinum við Hellu sunnudaginn 13. júní nk. Mótið er opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Nánari upplýsingar í síma 535 6000 og á heimasíðu Samiðnar www.samidn.is. Ath. að nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir kl. 15 föstudaginn 11. júní í síma 535 6000 eða með tölvupósti helga@samidn.is eða postur@samidn.is Útilíf styrkir mótið Golfvöllurinn er nú kominn í sumarbúning. Þetta er mjög góður 9 holu völlur og er staðsettur ofan Hveragerðis. Golfskálinn er opinn virka daga kl. 13 til 21 og kl. 10 til 21 um helgar. Ýmis tilboð í gangi, verið velkomin. Golfklúbbur Hveragerðis Gufudal auglýsir: LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast fyrir utan Laugardalsvöllinn í fyrrakvöld þegar leikur Fram og Fylkis á Íslandsmótinu í knattspyrnu fór þar fram. Fjöldi vallargesta lagði bifreiðum sínum ólöglega í kringum völlinn og blöstu sekt- armiðarnir við mörgum þegar þeir sneru aftur að ökutækjum sínum að leik lokn- um. „Það er með ólíkindum hvernig menn leggja bílum sínum í kringum völlinn, á meðan fjöldi bílastæða er laus á svæðinu. Þetta getur valdið miklum vandræðum og það munaði litlu að sjúkrabifreiðar sem kallaðar voru að vellinum í gærkvöldi kæmust ekki að honum af þessum sök- um,“ sagði Jóhann G. Kristinsson, vall- arstjóri Laugardalsvallar, við Morg- unblaðið. DREGIÐ verður í riðla fyrir heimsmeist- aramótið í handknattleik í Túnis þann 31. júlí í sumar en keppnin fer fram í janúar á næsta ári. 24 þjóðir taka þátt í mótinu og hafa 20 þjóðir tryggt sér keppnisréttinn. Liðin sem höfnuðu í fjórum efstu sætunum á HM í Portúgal í fyrra fengu sjálfkrafa sæti á HM í Túnis, en það voru Króatía, Þýskaland, Slóv- enía og Danmörk. Níu Evrópuþjóðir til við- bótar tryggðu sér keppnisréttinn um síðustu helgi en þá fóru fram síðari leikirnir í um- spili. Ísland, Tékkland, Spánn Frakkland, Grikkland, Noregur, Rússland, Serbía og Sví- þjóð komust áfram og auk þeirra hafa Alsír, Kúveit, Japan, Katar, Angóla og Egyptaland tryggt sér þátttökurétt ásamt gestgjöfunum í Túnis. Eftir á að útkljá hvaða þrjár þjóðir frá Ameríku komast á HM og ein frá Eyjaálfu.  CLAUDIO Ranieri var í gær ráðinn knattspyrnuþjálfari Valencia til tveggja ára en hann var rekinn sem þjálfari Chelsea í síðustu viku. Ran- ieri, sem er 52 ára gamall Ítali, var knattspyrnustjóri Valencia frá árun- um 1997–1999. „Þegar þeir hringdu sagði ég að ég myndi koma aftur þótt ég þyrfti að synda alla leið,“ sagði Ranieri við dagblaðið Marca í gær  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur sagt að enginn leikmaður muni yfirgefa United í sumar. „Það mun enginn leikmaður verða seldur frá United í sumar,“ sagði Ferguson en hann vill styrkja leikmannahóp liðsins.  THOMAS Gravesen, leikmaður Everton, hefur fengið þau skilaboð frá David Moyes, knattspyrnustjóra liðsins, að hann megi yfirgefa félagið ef hann vill það. „Ef hann vill ekki spila fyrir Everton er ljóst að hann mun ekki leika fyrir félagið á næsta tímabili,“ sagði Moyes en umboðs- maður Gravesen hefur gefið til kynna að hann vilji leika með öðru liði.  MICHAEL Owen, leikmaður Liv- erpool, er tilbúinn að taka vítaspyrn- ur fyrir England í Evrópukeppninni en honum hefur gengið mjög illa að skora úr þeim fyrir Liverpool. „Ef ég verð beðinn um að taka vítaspyrnu fyrir England mun ég ekki hika við að segja já. Ég hef ekki skorað úr mörg- um fyrir Liverpool en ég hef tekið þrjár vítaspyrnur fyrir England og skorað úr þeim öllum, sagði Owen.  CARLOS Boozer, leikmaður Cleve- land Cavaliers í NBA, hefur verið val- inn í landslið Bandaríkjanna í körfu- knattleik sem leikur á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar. Boozer er 22 ára kraftframherji.  CLARENCE Seedorf, miðjumaður Hollands og AC Mílan, getur ekki spilað á móti Þýskalandi vegna meiðsla í opnunarleik liðanna í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu.  FRANSKA frjálsíþróttakonan Mary Jose Perec tilkynnti í gær að hún ætlaði ekki að keppa framar á meðal þeirra fremstu. Hin 36 ára Per- ec varð þrívegis Ólympíumeistari í 200 og 400 metra hlaupum, tvívegis heimsmeistari í 400 metra hlaupi og Evrópumeistari einu sinni í sömu grein. FÓLK Núna státar hann af tveimur stór- titlum, UEFA-bikarnum og Meist- arabikarnum, með Porto, liði sem hefur úr litlu fé að spila og þykir hann hafa gert kraftaverk á þeim bæ. Líkt og Wenger þykir Mourinho snjall málamaður og talar spænsku, ítölsku, frönsku og portúgölsku og vald hans á enskri tungu er líklegast betra en margra enskra leikmanna. Mourinho hefur sagt að opinbert samkiptamál innan liðsins verði enska. Hjá Chelsea búast menn jafnvel við að hann læri eitthvað í rússnesku. Stuðningsmenn hans lýsa honum sem nákvæmum og öguðum manni, en þeir sem ekki kunna allt of vel við kappann segja að hann sé hrokafull- ur, montinn og fáskiptinn. „Mér þykir leitt að ég er dálítið hrokafullur, en við erum með frá- bæran knattspyrnustjóra,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi hjá Chelsea á dögunum. „Ég er Evrópu- meistari. Ég held ég sé einstakur.“ Reuters Jose Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea frá London, er einn nýrra útlendinga sem stýra ensku úrvalsdeildarliði á næstu leiktíð en hann tekur við af Ítalanum Claudio Ranieri. BELGÍSKU tenniskonurnar Just- ine Henin-Hardenne og Kim Clijst- ers munu ekki taka þátt í Wimble- don-mótinu í tennis en þær eru í tveimur efstu sætunum á heims- listanum. Hardenne sem er í efsta sæti listans telur sig ekki vera í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að þola álagið og Clijsters sem er í öðru sæti heimslistans er meidd á úlnlið og verður ekki með. Henin-Hardenne sagði í gær að samkvæmt ráðleggingum sjúkra- þjálfara myndi hún ekki geta tekið þátt en hún komst í undanúrslit mótsins í fyrra og er þetta eina stórmótið af fjórum sem hún hefur ekki unnið á sínum ferli. Árið 2003 sigraði hún á Opna franska og bandaríska meistaramótinu. Í upp- hafi þessa árs bar hún sigur úr býtum á Opna ástralska meist- aramótinu. „Því miður mun draumur minn um að halda á sigurverðlaununum að loknum síðasta keppnisdeginum á Wimbledon ekki verða að veru- leika. Ég mun þurfa að bíða í eitt ár til viðbótar en ég er bjartsýn á að ná mér af veikindum mínum á næstu vikum og mæti sterk til leiks á ný. Ég óska að sjálfsögðu öðrum keppendum góðs gengis á Wimble- don í ár,“ sagði hin belgíska Just- ine Henin-Hardenne á fundi með fréttamönnum í gær. Hardenne og Clijsters ekki með á Wimbledon PETER Reid, knatt- spyrnustjóri Coventry, er bjartsýnn á að Bjarni Guð- jónsson leiki með Coventry á næstu leiktíð en Bjarni er samningsbundinn þýska lið- inu Bochum. Bjarni var í láni hjá enska liðinu á síðasta keppnistímabili og þótti standa sig mjög vel. „Við höfum verið í við- ræðum við Bjarna og um- boðsmann hans og ég er bjartsýnn á að við náum sam- komulagi við þá. Ég hef fylgst með ferli Bjarna og hann er mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður. Hann get- ur bæði skorað mörk og lagt þau upp fyrir félaga sína og ég vil sjá hann í búningi Cov- entry á næsta tímabili,“ segir Peter Reid, nýráðinn stjóri liðsins, í viðtali á heimasíðu Coventry. Sjálfur hefur Bjarni lýst því yfir að hann vilji leika áfram með Coventry á næsta tímabili en hann lék 18 leiki með liðinu síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Peter Reid vill fá Bjarna Fjöldi vallar- gesta fékk sekt Guðmundur Guðmundsson 20 þjóðir komnar inn á HM í Túnis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.