Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNA hefur heyrst til þeirra Slowblow-félaga Dags Kára Pét- urssonar og Orra Jónssonar en vert væri því þær tvær plötur sem þeir hafa sent frá sér eru hreint af- bragð, sérstaklega sú fyrri, Quicksilv- er Tuna, sem kom út fyrir áratug, en átta ár eru liðin síðan Fousque kom út. Þeir Dagur og Orri hafa verið uppteknir við annað en tónsmíðar og upptökur, Dagur Kári við nám í kvikmynda- gerð og síðan sem kvikmyndagerð- armaður og Orri við ljósmynda- nám, ljósmyndun og upptöku- stjórn. Þetta ár verður aftur á móti áhugamönnum um Slowblow gott því væntanleg er þriðja breiðskífa Slowblow og fyrir skemmstu kom út plata með kvikmyndatónlist eftir þá félaga. Kvikmyndin Nói albínói er mörgum eftirminnileg, enda fyrir- tak, vel gerð í alla staði, áhrifamik- il og ágeng. Tónlistin var snar þáttur í því hve myndin var vel heppnuð, undirstrikaði stemmn- inguna. Líkt og vill verða með kvik- myndatónlist eru lögin sveimkennd á köflum, það vantar eitthvað til að halda sér í. Með endurtekinni hlustun opnast þó fyrir áheyranda undraheimur, töfrandi fegurð og djúpur tregi. Sum laganna eru ekki nema skissur, heillandi og horfin áður en maður nær að festa hendi á þeim, til að mynda kemur „Hole“ og fer án þess að maður verði var við nema uppkast að skemmtilegri lag- línu, og „Love on a Couch“ er rétt byrjað þegar það er búið, skemmti- lega jarðbundið með hljóðfæra- marri og braki. Þeir Slowblow-félagar hafa ótrú- legustu stílbrigði á valdi sínu, vissulega flest tengd órafmögnuð- um hljóðfærum og óhreinum hljómum, en þó fjölskrúðug. Sjá til að mynda þunglamalegan gervi- djassinn í „Dinner, banjóið gefur „Hillbilly“ viðeigandi“ Appalach- ian-blæ, og „Groove“ er grodda- og losaralegt rokk með plötuskrámi. Harmaljóð Sjostakovitsj er einkar fallegt og vel flutt á disknum, gef- ur honum mjög skemmtilega breidd. Eins og getið er er framlag þeirra Slowblow félaga í senn æv- intýralegt og heillandi, en Sigríður Níelsdóttir er þó stjarna disksins. Hún á á honum tvö lög, „Morg- unn“, sem hljómar eins og kynn- ingarlag í barnatíma anno 1880 eða svo, sérdeilis létt og skemmtileg samsetning, og svo „Komdu litla barnið“, snilldarlag sem þrungið er trega þess sem sér barnið vaxa úr grasi og hverfa á braut. Lagið er vel samið, hljómarnir rísa og hníga eins og andardráttur barns, og undirspilið smekklegt. Sigríður syngur lagið af miklu næmi, frá- bært lag og flutningur. Eina lagið sem sungið er á disknum, að lagi Sigríðar frátöldu, er lokalag hans, „Aim for a Smile“. Það stingur nokkuð í stúf við það sem á undan er komið, er til að mynda mun nær hefðbundinni tón- list en önnur lög og lagabrot á disknum. Það er þó bráðgott engu að síður og virkar eins og eins- konar samantekt á því sem á und- an er komið, ekki síst þar sem harmljóð Sjostakovitsj skilur það frá annarri tónlist á disknum. Þessi diskur Slowblow er einna skemmtilegastur áheyrnar fyrir þá fjölmörgu sem séð hafa myndina því brot úr henni standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þegar hlustað er á hann. Hann er þó einnig talsverð skemmtun fyrir þá sem ekki hafa séð myndina og búa því til eigin myndskreytingu við hæfi. Töfrandi fegurð og djúpur tregi Slowblow Nói albínói  Tónlistin úr kvikmyndinni Nóa albínóa eft- ir Dag Kára Pétursson. Tónlistina sömdu þeir og útsettu Dagur Kári og Orri Jóns- son sem skipa dúettinn Slowblow. Þeir léku líka á flest hljóðfæri. Tvö lög á Sig- ríður Níelsdóttir, semur þau og flytur. Árni Matthíasson KVARTETTINN Rodnet hefur leikið tvisvar á Íslandi og er skip- aður finnska trompetleikaranum Jarkko Hakala, Hauki Gröndal sax- ista úr Garðabæ, norska bassaleik- aranum Lars Tor- mod Jenset og Helga Svavari Helgasyni tromm- ara frá Siglufirði. Þeir félagar hafa starfað saman með hléum í nær þrjú ár og kynntust á Rýþmíska konservatoríinu í Kaup- mannahöfn. Tónlistin þeirra, sem að mestu er samin af Hauki Gröndal, er að hluta frjálsleg en þó er hinn hefðbundni þáttur sterkari enda hljóðfæraleikararnir vel menntaðir í nýboppi margsháttar. Skífan er glettilega góð og betri en tónleikar þeirra er ég hef heyrt. Hún hefst á „Repp“ eftir Hauk, nefnt í höfuð frænda hans Þorleifi Repps. Þar er lýrísk lína lögð í sam- stiga blæstri undir ferskum hryn. Jarko Hakala blæs fallegan sóló og svo tekur við argur spuni Hauks, einsog Repp gamli sé stiginn framá sjónarsviðið í frægri doktorsvörn við Hafnarháskóla. Við tekur haden- ískur bassi og laglínan „Pasquale“ þar sem höfundurinn Hakala blæs lýrískt að vanda. „Evil beaver“ er eitt besta verk skífunnar, skrifað af Hauki. Þar leiðir Hakala okkur til fæðingarborgar djassins og blæs undurmjúkt og breitt en þótt Hauk- ur Gröndal hefji klarinettsóló sinn á svipuðum nótum kreólskum er hann fljótlega kominn að mörkum hins frjálsa og bundna og svo tekur við bassasóló af Garrisonættinni áður en aftur er haldið á hinar klassísku djassslóðir. Eftir stuttan spunakafla upphefst enn ein melódían úr söngvabók Hauks, „Alphonso“, en að þessu sinni samin með bassaleik- aranum norska. Hrynurinn er fönkkendur en tónlistin ekki; meirað segja skýtur Ornette upp kollinum í melódíunni einsog svo oft. Síðustu fimm ópusarnir eru eftir Hauk ein- an; „Mekkanó“ er postbopplínan og rokktakturinn ríkir, skemmtilegur samspuni frjálslegur hjá blásurun- um og Jenset leikur fínan bogasóló. „Sulta“ er bopplína, en af Ornette ættinni þó. Frjáls samspuni blás- aranna um stund án hryns og svo kemur gamli góði Helgi hinn hryn- fasti og slær meirað segja sóló í klassískum nýboppstíl. „The bald guy“ er stutt dramatískt verk, þá tekur altóinn einn við í „Podex“, fínn tónn hjá Gröndal með Vesturstrand- arsniði; þremenningarnir bætast í hópinn en bæta þó litlu við – maður saknar þess að heyra Gröndal ekki spinna einan lengur þó trompetsóló Hakala sé laglegur og breiðtóna með frjálslegum tilþrifum en ríg- bundinn þó. Í lokalaginu, „The donkey on the mountain“, er Hakala afturá móti með alla frjálsdjassstæl- ana; ýlfrið og afskræmda tóninn – kannski er hann í hlutverki apans – en undir klarinett Hauks með klezmerblæ. Aðall skífunnar eru tónsmíðarnar og samspilið og þótt ýmsir sólóar hafi verið góðir, þá sérí lagi hjá Jarko Hakala, sem minnir oft á snillinga á borð við Howard Rob- inson sem hér blés á síðustu djasshátíð með Hilmari Jenssyni, þá skipta þeir minna máli en samspilið. Haukur Gröndal er aflvaki og höf- uðábyrgðarmaður þessa kvartetts og það er gleðilegt að heyra tón- skáldskap í þeim gæðaflokki sem má heyra á Beautiful monster. Með Hauki Gröndal hefur efnilegt tón- skáld haslað sér völl í Íslandsdjass- inum. Þetta er skífa sem allir djassunn- endur sem ekki eru fangar hins fjór- skipta takts verða að eignast. Hún er afrakstur mikillar vinnu og hæfi- leika skapandi tónlistarmanna, sem leita nýjrra leiða á þekktum stígum. Tónlist Norræn samvinna af bestu gerð Rodent Beautiful monster RODENT 0401 Nýr geisladiskur með norrænu djass- sveitinni Rodent. Jarkko Hakala tromp- et, Haukur Gröndal altósaxófón, klarin- ett og bassetthorn, Lars Tormod Jenset bassa og Helgi Svavar Helgason tromm- ur. Hljóðritað í Stúdíó Sýrlandi í janúar 2004. Vernharður Linnet Bílskúrshurðir Iðnaðarhurðir Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes Su 13/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 - Kr. 2.500 Áhorfendaverðlaun - diskótek BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Su 13/6 kl 20 SÍÐASTA SÝNING RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fi 10/6 kl 20, - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 Lau 12/6 kl 20- UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 - FÁ SÆTI Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI Besti leikari í aðalhlutverki: Gunnar Eyjólfsson Besti leikari í aukahlutverki: Björn Thors Besta leikmynd: Gretar Reynisson Besta leikskáld: Ólafur Haukur Símonarson til Grímunnar – Íslensku leiklistarverðlaunanna 4 tilnefningar Allra síðustu sýningar fös. 11/6 og lau. 12/6!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.