Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 53

Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 53 FRUMSÝNT verður nýtt mynd- band við lagið „Liquid Substance“ með hljómsveitinni Maus í þætt- inum Hjartslætti á Skjá einum á fimmtudaginn í næstu viku. Leik- stjóri er Hlynur Magnússon og lauk tökum á myndbandinu um helgina. „Upprunalega átti myndbandið að vera við lagið „Replacing My Bones“ þannig að ég notaði þann titil í hugmyndavinnunni. Þetta er í raun stuttmynd og fjallar um veru, beinagrind sem vaknar upp í ís- lenskri náttúru og veit ekki að hún er dáin. Svo þegar veran sér speg- ilmyndina sína í vatni uppgötvar hún að hún er orðin beinagrind. Uppúr því verður framvinda, afturábak-rotnun þannig að það fer að vaxa aftur utan á beinagrindina, sem verður að manni á endanum,“ segir hinn 28 ára gamli leikstjóri. Lagið í spilun í vikunni Þrátt fyrir að myndbandið verði ekki frumsýnt fyrr en í næstu viku má búast við því að lagið fari í spil- un í vikunni. „Liquid Substance“ verður á væntanlegri safnplötu frá Maus en það er endurgerð á áð- urnefndu lagi, „Replacing My Bon- es“ sem er að finna á Musick. Lag- ið vann Maus með Delphi og hefur það tekið miklum stakkaskiptum og er í raun nýtt lag og var því gef- ið nýtt nafn. „Ég er útskrifaður úr Margmiðl- unarskólanum og stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Ég er að kenna núna í margmiðlunardeild Iðnskólans, m.a. „animation“ og „digital media“. Útskriftarverkefn- ið mitt úr Margmiðlunarskólanum var fimm mínútna „stop motion“- mynd sem vann til verðlauna hjá Bíó Reykjavík,“ segir Hlynur um bakgrunn sinn en hann hefur hug á að vinna við kvikmyndagerð og hreyfimyndagerð. Tólf ljósmyndir á sekúndu Eins og gefur að skilja er mann- eskja ekki í aðalhlutverki heldur brúða en myndbandið fellur undir hreyfimyndagerð. „Þetta er „stop motion“ og byggir á svipuðu og leirbrúðugerð en brúðan er byggð úr frauðplasti, vírum og fleira. Ég hreyfi brúðuna örlítið, tek ljós- mynd, hreyfi hana aðeins til við- bótar og tek aðra ljósmynd og svo koll af kolli þar til maður er búinn að taka um 12 ljósmyndir fyrir hverjar sekúndu,“ segir Hlynur og játar að þetta sé mikið þolinmæð- isverk. „Þetta er mikið nostur og ég er búinn að vera að vinna að þessu í um tvo mánuði með hug- myndavinnunni. Svo bjó ég líka til heilt sett með íslensku landslagi, nota hraun, pappamassa og mosa og fleira í það,“ segir Hlynur, sem athafnar sig við þetta í bílskúr í Norðurmýrinni, sem hann hefur á leigu. Hlynur fékk frjálsar hendur frá Mausverjum um myndbandsgerð- ina og gerir myndbandið alveg einn „þó það væri þægilegra að hafa hjálparkokk, en á móti hefur mað- ur meira frjálsræði til að gera til- raunir. Það reynir líka á sjálfan mann og ekki er hægt að kenna neinum öðrum um mistökin. Ég bara vona að fólk verði ánægt með þetta.“ Nýtt myndband með Maus frumsýnt Beinagrind og afturábak-rotnun Morgunblaðið/Árni SæbergMaus-liðar hengja buxur sínar sko ekki hvar sem er þegar kemur að því að velja hæfileikamenn til að gera myndbönd við lög þeirra. Morgunblaðið/Golli Hlynur Magnússon er leikstjóri nýs myndbands frá Maus en hann notast við hreyfimyndagerð og byggði sett í bílskúr. ingarun@mbl.is Með íslen sku tali  Tvíhöfði  DV  Roger Ebert Chicago Sun Tribune FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ OG „THE MUMMY RETURNS“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.30. B.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Kl. 4. ísl tal ÁLFABAKKI kl. 3.45. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hvað gerist þegar tveir andstæðingar gifta sig fyrir slysni? Það verður allt vitlaust! Skemmtilegasta og rómantískasta grínmynd ársins. Frá leikstjóra Johnny English KRINGLAN Sýnd kl. 5, 6.30 og 8. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. Stórviðburður ársins er kominn! Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric Bana í magnaðri stórmynd undir leikstjórn Wolfgang Petersen. B rad P i t t , O r lando B loom , E r ic Banai l l i AKUREYRI Sýnd kl. 5 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.40. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.20. Frábær ævintýramynd hlaðin tæknibrellum eins og þær gerast bestar í anda IndianaJones.Fyrsta stórmynd sumarsins þar sem hetjan Van Helsing á í höggi við Drakúla greifa, Frankenstein og Varúlfinn.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  HL Mbl  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  HL Mbl Laugavegi 32 sími 561 0075 Menntaskólinn við Hamrahlíð INNRITUN fyrir haustönn 2004 verður dagana 9. og 10. júní Hlutverk MH er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum. Markmið MH er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir. Leiðarljós MH er að virða ólíkar þarfir einstaklinga og ganga út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi. Námsbrautir eru félagsfræðabraut, málabraut, náttúrufræðibraut og alþjóðleg námsbraut (IB) til alþjóðlegs stúdentsprófs sem lýkur með International Baccalaureate Diploma. IB nám er 3 ára stúdentsprófsnám fyrir dugmikla nemendur. Námskipulag í MH er sveigjanlegt og býður m.a. upp á breidd í menntun, dýpkun á afmörkuðum sviðum og nám til viðbótar 140 einingum eftir því sem nemandi kýs. Nemendur sem stunda tónlistar- eða listdansnám eiga möguleika á að fá það metið inn á kjörsvið. Námstími er háður vilja og getu nemandans en er að lágmarki 3 ár að loknu grunnskólaprófi á öllum brautum. Umsóknarfrestur nýrra nemenda á haustönn 2004 er til 11. júní en æskilegt er að umsækjendur komi sjálfir í skólann og gangi frá umsóknunum dagana 9.-10. júní milli kl. 9 og 18. Upplýsingar um skólann og viðmiðunarreglur vegna innritunar nýrra nemenda má finna á heimasíðu skólans www.mh.is. Svör við umsóknum verða póstlögð í kringum 18. júní. Rektor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.