Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Qupperneq 3
MINNING SVAVA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA í da-g 23. janúar verður mér hugsað til minnar kæru vinkonu, trú Svövu Jónsdóttur leikkonu. Hér í Fjörunni var hún borin í Þenna heim 23. janúar 1884. En 'Þ- 15. des. sl. lézt hún eftir hálfs mánaðar legu og uppskurð á Land- sPítalanum. Var það hennar fyrsta °g síðasta sjúkrahúsvist. Þetta var erfiður hálfur mánuður, en hún mætti því, sem að höndum har ^neð hetjuskap og fékk hægt og friðsælt andlát. Þann 29. s.m. var hún jarðsett hér á Akureyri við hHð manns síns, Baldvins Jónsson- ?.r verzlunarstjóra, sem lézt 1941. Oll börn hennar og þrjú barna- börn, öll búsett á Suðuriandi, fylgdu henni tll grafar. Eyjafjörður gat ekki tekið bet- ur á múti þessari merku dóttur sinni. Náttúran var öll í dýrlegu Jólaskarti, blæjalogn, fegurð og friður hvert sem litið var. Garður- jnn á Höfðanum líktist ævintýra- landi í hinum glitrandi hvíta hjúpi. Athöfnin í kirkjunni var áhrifa- ^núcil helgistund. Blómin úr gróð- ni'reitum Hauks sonar hennar fög- 'nr og fersk. Ljósadýrð, fagur söng úr Geysisfélaga og orgelleifcur Ja- fcohs Tryggvasonar, og snilldargóð ®®&ða séra Péturs. Að útför lokinni voru aðstand- ®ndur kvaddir að Hótel KEA í §°ði Leikfélags Akureyrar og 7°ntafclúbbsinis og sama kvöld fengu þau gott flugveður suður. Eftir að frú Svava missti mann ^nn hefur hún átt heima hjá börn ni sínum Um margra ára bil hér Afcureyri hjá frú Maju dóttur ®in-ni og manni hennar, Sigurði L. alssyni menntaskólakennara, sem /uinn er fyrir nokkrum árum. Eitt Var bún í heimsókn hjá syni í AUm ?^° fjölskyldu hans meríku, en síðan hjá Birnu og Sv nni hennar Gunnari Magnús- u 11 Wveragerði og þar var Hauk- °g hans fjölsfcyida í næsta húsi, ÍSLENDINGAÞÆTTIR en síðustu árin í Þorlákshöfn, en þangað fluttu frú Birna og Gunn- ar og frú Svava með þeim. Frú Jonna og hennar maður búa í Hafnarfirði, Hjördís Baldvins býr í Reykjavík. Frú Maja Baldvins er líka flutt til-Rvíkur og sömuleiðis Otto Jón Baldvins. Frú Svava Jónsdóttir var af góðu bergi brotin. Faðir hennar, Jón Chr. Stephánsson timburmeist ari og dannebrogsmaður var einn af merkustu borgurum bæjarins, síðustu áratugi 19. aldarinnar og fram á þessa öld (1829—1910), var bæjarfulltrúi í 14 ár og gegndi jafnframt ýmsum öðrum trúnaðar- störfum bæjarins. Kirkjuna okkar í Fjörunni byggði hann. Þegar trjá ræktunarstöðin var sett sunnan við kirkjuna um aldamótin, tók hann að sér alla umsjón og gæzlu henn- ar. Jón Chr. Stephánsson var tví- giftur. Fyrri kona hans, Þorgerð- ur, var dóttir Björns ritstj. (Fróða) Jónssonar. Eiganda fyrstu prent- smiðju á Akureyri. Þau eignuðust einin son, sem Ólafur bét og var talinn músík-séní. Hann veiktist af lungnabólgu nýkominn frá námi í píanó og orgelleik í Reykjavík. Upp úr þessu veiktist hann af berklum og lézt 20 ára gamall. En skömmu áður hafði frú Þor- gerður dáið, svo þetta voru mikilr harmatímar hjá Jóni Stephánssyni. Um þrem árum síðar giftist hann aftur ágætri konu, Kristjönu , Magnúsdóttur, skipstj. Jónssonar. Bróðir hennar, Páll Magnússon, var leikari og ágætur söngmaður. , Listrænt fólk í báðum ættum. Svava var einkabarn foreldra 1 sinna. Þegar séra Matthías Jochum- son fluttist frá Odda á Rangárvöll- ; um til Akureyrar, keypti hann næsta hús norðan við hús Jóns Stephánssonar. Börn séra Matthías ar voru á svipuðum aldri og Svava Og eignaðist hún þarna heilan hóp leiksystkina. Hefur frú Svava sagt | mér margt skemmtilegt frá þess- um árum, leikjum á balanum milll húsanna eða í fjörunnL Þar voru óþrjótandi skemmtileg viðfangs- efni. Ekki leið á löngu áður en þau fóru að leika, Svava og börn séra Matthíasar. Urðu þau fyrir • miklum áhrifum af leiksýningu 1890, sem haldin var á þúsund ára minningarhátíð landnáms Helga margra í Eyjafirði, hét leikurinn „Helgi magri“ og var eftir séra ’ Matthías. Ifelzta fólk bæjarins lék , eða undirbjó þessa merku sýn- - ingu, sem frú Svava hefur sagt mér að hafi haft mest áhrif á sig af öllum leiksýningum, sem hún hefði séð. Mamma hennar saumaði alla bún inga, sem voru mjög vandaðir, úr silki, flaueli og fínasta klæði og faðir hennar sá um alla smíði fyr- ir leiksviðið. Svo þetta hefur allt orðið henni mjög nátengt og minn- isstætt. Frú Svava taldi sín fyrstu spor „á fjölunum" hafi verið í skrlf- stofu séra Matthíasar, er þær Þóra, 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.