Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Side 4
Halldóra og Elin Matthíasdætua- á-
samt Svövu, lékiu Strikið eftir Pál
! Jónsson (síðar Árdal). Öllu var
í rutt úr svefnherbergi presthjón-
anna, sem var mæsta herbergi við
i skrifstofuna og þar settir bekkir
og stólar. Kennarar barnaskólans
! voru boðnir, en öðrum seldur að-
gangur á 5 aura. Raunar greiddu
; bara tveir og voru það húsráðend-
, ur. Auðvitað var leikið fyrir fuliu
i húsi. Og fleiri leikrit voru lei'kin
af þeim vinkonum. Prestshúsið
varð hennar amnað heimili og urðu
i þau kynni þeim öllum áreiðanlega
' mjog dýrmæt, er fram liðu stund-
ir.
■ Svava var einbirni og ástæður
góðar, að veita henni alla þá mennt
un, sem ungri stúlku þeirra tíma
' imátti að gagni koma. Hún var líka
j Stórgáfuð og bókhneigð, emda sí-
| lesamdi góðar bókmenntir alla ævi.
I Hún sagði mér að frú Anna Step-
j hensen hefði farið að kenna henni
, og Maríu kjördóttur sinni ensku
j þegar þær voru 5 ára. Enda var
! frú Svava ágætlega að sér í enskri
í tungu, talaði hana og las allt að
i því eins og móðurmálið. Um alda-
( mótin var hún í Kvennaskólanum
( á Akureyri (áður Laugalands-
j skóla). Þá var sú fjölmenhtaða
} gáfukona frk. Ingibjörg Torfadótt-
i ir frá Ólafsdal skólastjóri kvenna-
( skólans.
Á árunum 1902—3 var Svava í
skóla í Kaupmannahöfn. En þar
voru búsettar tvær móðursystur
hennar, Kristín og Ólína Magnús-
dætur, sem hefur verið gott að
koma til. í dvöl sinni í Kaup-
mannahöfn sá frú Svava margar
góðar leiksýningar. Þá sá hún t.d.
á leiksviði Herold, Olaf Paulsen og
Odu Níelsen o.fl. fræga leikara.
Einnig heyrði hún fræga leikara
lesa upp, þeirra á meðal var Mar-
tin Nielsen forstjóri Dagmarleik-
hússins, sem eitt kvöld heimsótti
skólann og las Ambrosius fyrir
nemana. En seinna átti hún eftir
sjálf að leika á móti Adam Paul
sen í þessu leikriti. Eftir heimkom-
una tók hún fullan þátt i leikhús-
starfinu á Akureyri allt til ársins
1014.
Skömmu eftri heimkomuna gift
ist Svava Baldvini Jónssyni verzl-
unarmanni á Akureyri. Bjuggu
þau í gamla fallega heimilinu á-
samt foreldrum frú Svövu og frú
Guðrúnu móður Baldvins. Þetta
var »tórt og mannmargt heimili.
1914 flutti fjölskyldan til Sauð-
árkróks, er Baldvln varð verzlun-
arstjóri „Hinna sameiinuðu ís-
lenzku verzlana". Þrátt fyrir mjög
umfangsmikið heimili, börnin
mörg og mikið um gesti o.fl. gaf
frú Svava sér tíma til að taka þátt
í leikstarfsemi þar á staðnum.
1921 fluttu þau aftur til Akur-
eyrarf Þá var búið að stofna Leik-
félag Akureyrar.-Tók hún þá þeg-
ar fullan þátt í leikstarfinu. Eftir-
lætis-hlutverk sín taldi hún Abi-
gael í Ambrosius, frú Midget í Á
útleið, Jenny í Apaloppunmi, sem
hún lék bæði á íslenzku og ensku
og Grímu í Skrúðsbóndanum. Yfir
100 hlutverk lék hún. Ég flutti
hingað í bæinn aftur 1937, eftir
27 ára fjarveru. Þá var ég svo
lánsöm, að enn stóð frú Svava á
hátindi listar sinnar. Margar per-
sónur, er hún skóp á leiksviðinu,
eru mér alveg ógleymanlegar. Hún
gerði öllum hlutverkum beztu skil,
smáum sem stórum. Það var sama
hvað hún gerði. Hún vandaði sig
ætíð.
1941 var frú Svava kjörin heið-
ursfélagi Leikfélags A'kureyrar og
hefur Leikfélagið sýnt henni marg-
víslegan sóma fyrr og síðar. Hún
var einnig sæmd íslenzku Fálka-
orðunni fyrir sína frábæru leiklist.
3. júní 1950 var hátíðlegt hald-
ið 50 ára leikafmæli frú Svövu
Jónsdóttur af Leikfélagi Akureyr-
ar. Er myndin, sem fylgir þessum
línum á prógrammi þess kvölds.
En frú Svava var meira en fram-
úrskarandi leikkona. Hún var fram
úrskarandi í allri viðkynningu, fjöl
gáfuð og stórskemmtileg. Persónu-
lega höfðum við mikið saman að
sælda. Meðal annars hannyrðaði
hún mikið fyrir mig á árabili.
Handbragð hennar var frábært og
samvinnan elskuleg.
Þegar frú Svava kom hingað
1967 í boði Leikfélags Akureyrar
í tilefni af 50 ára afmæli þess —
sína seinustu komu til bæjar-
ins í þessu lifi, veittist mér sú
mikla ánægja, að fá að njóta sam-
vista við hana á mínu heimili í eina
stutta viku. Ég er mikið þakklát
fýrir þessa ánægjulegu daga og
mun minnast þessara samveru okk
ar á meðan ég get munað.
1947—8 var undirbúin stofnun
Zontaklúbbs Akureyrar. En Ak-
ureyrarveikin svokJQaða kom í
veg fyirir stofnfund haustið 1948,
eins og til stóð. 4. desember þetta
ár vaæ samt ráðizt í að fcoma sam
an á HÖtel KEA og kjósa fyrstu
stjóm klúbbsins. Var þar mættur
um helmingur stofnfélaga. Hinar
vom allar veikar. í þessari fyrstu
stjórn var frú Svava. Var hún kos-
in varaformaður, en varaformaður
verður formaður næsta ár. Frú
Svava var mjög skemmtilegur og
góður stjórnandi, sem vænta mátti.
í þessari sömu stjórn var frú Maja
Baldvins ritari. Þetta var strax
ágætur félagsskapur, eins og alltaf
síðan. Frú Svava var alltaf mjög
góður félagi, öll framkoma hennar
ætíð ljúf og háttvís.
Þegar hún dvaldi hjá fólki sínu
í Ameríku nofckrum árum seinna
(1954), mætti hún sem fulltrúi
Zontaklúbbs Akureyrar á þing AI-
þjóða Zontafélagsskaparins, sem
þá var haldið í Cincinatie. Þar
eignaðist hún góðar vinkonur,
mjög merkar konur, einkum tvær,
doctor Dozier, sem var forseti Al-
þjóða Zonta (Zonta Intematio-
ale) og seinna heimsótti Zonta-
klúbhana í Reykjavík og á Akur-
eyri og frú F. Stephens, sem var
mjög merfcur lögfræðingur í Wall-
street í New York og bauð hún
frú Svövu að búa hjá sér meðan
hún dvaldist í New York. Þegar
frú Svava fór heim, bað frú Step-
her.s hana að senda til sín Zont-
'lir úr Zontaklúbbi Akureyrar,
sem yrðu þar á ferð. Nú var óg
svo heppin ári seinna, að Ienda í
þessum lukkupotti fyrir tilstilli
frú Svövu. — Þá sagði frú Step-
hens mér að frú Svava heíði hald-
ið langbeztu ræðuna af öllum full-
trúum á þinginu í Cincinatie, á
Ijómandi fallegri ensku og hún ein
af fulltrúum hefði ekki þurft að
lesa af blöðum, en verið fvndin og
gert að gamni sínu, enda gert
mestu lukku af þeim öllum og
fengið dytnjandi lófaklapp. Svo
spillti það efcki, að hún var í ís-
lenzkum hátíðabúningi sínum,
með skaut. Þetta sagði doctor Doz-
ier okkur líka þegar hún fcom.
Haustið 1955 heimsótti frú Step-
hens Zontak'lúbbinn í Rvík og á
Akureyri. Ég hef líka góðar heim-
ildir fyrir því, að árið, sem hún
dvaldist með fólki sínu vestra, en
þau bjuggu í smábæ sfcammt frá
Boston, hefði frú Svava mörgum
sinnum verið boðin í kvennaklúbba
þ.á.m. ZontaklúWb Bostonborgar
til að flytja erindi um ísland og
sýna myndir og alltaf var hún beð-
«
fSLENDINGAÞÆTTIR