Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 17

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Síða 17
að var til í þinghúsi hreppsins á Skútustöðum. Þau voru meðal ymigstu nemendanna. Kennari var Sigurður Jónsson á Arnarvatni. Telja Mývetningar, að sá skóli hafi orðið áhrifaríkur þar í sveit. Nem- ondurnir bundust samtökum með heitum um að verja næstu árum sér til menntunar. Fara í skóla, en ^oma aftur heim að námi loknu og vinna sveit sinni. Þetta efndu þeir og tóku heimkomnir höndum saman til ungmennafélagsstarf- semi, sem síðan hefur verið drif- fjöður skemimtanalífs og metining- ormála í sveitinmi. Tvíburasystkinin frá Gautlönd- um lögðu leið sína í Gagnfræða- skólann á Akureyri. Tóku próf U!PP í 2. bekk og stunduðu þar ®ám vetrarlangt. Voru heima oaesta vetur þar á eftir, en síðan ®*sta vetur í 3. bekk (1908—1909) °g útskrifuðust þaðan vorið 1909 með lofi. Að gagnfræðanáminu loknu fóru systkinin heim í Gautlönd og fóku að sér forstöðu á búi föður sms, sem varð nú að dveljast að ^iklu leyti á Húsavík (þegar hann ekki sat á Alþingi). Kaupfélags- starfsemin hafði færzt svo í auk- ana, að forstjóri varð að dvelja að staðaldri þar, sem félagið var rek- ið. Frá fermingáraldri átti Jón Gauti við vanheilsu að stríða, — ^einskemmd í fæti. Vegna þessarar Vanheilsu hans, gerðu systkinin eins vetrar hlé á skólagöngunni á Akureyri (1907—1908). Hólmfríður var aftur á móti keilsuhraust. Jón Gauti fór til Kaup- mannahafnar eftir tvítugsaidurinn, Hl þess að leita sér lækningar. Hvaldist þar á sjúkrahúsi. Fékk nokkra lækningu, en engan veginn fnlla bót. Barðist hann tvo tugi ára ®f mikilli hörku og dug við þenn- ®n sjúkdóm. í utanför þessari kynnt.i Jón Hauti sér eftir föngum, margs kon- ar menningarviðhorf í Danmörku °€ einnig í Bretlandi, því þangað lagði hann leið sína í þessari för. Heyjaði hann sér þekkingu á ýms- nm sviðum, svo athygli vakti. Lög- Sjöf um gjöld til sveitarsjóða og Gkatlalög þessara landa kynnti kann sér ítarlega, ásamt fram- kvæmdareglum, er þar að lutu. Vegna hins líkamlega meins, þefði virzt betur henta fyrir Jón ®n búskapur, að gerast námsmað- ÍSLENDINGAÞÆTTIR ur og skiiifstofumaður, sem hann hefir alla œvi verið mjög vel til failinn. En Gautlönd seiddu. í brjósti hans rífcti átthagatryggðin, búsýsl'Uáhuginn og landibótadyggð- ir. Enn um stund — eða svo lengi sem með þurfti — stóðu tvíbura- systkinin fyrir búi föður síns. Á því búi voru véiar fyrst tekn- ar til nota við heyskap í Mývatns- sveit og yfirleitt var þar nýjum tím- um boðið heim í búsháttum — að því, er kunnugir tjá. II. Jón Gauti Pétursson. Árið 1917 kvæntist Jón Gauti Pétursson myndariegri konu og vel gefinni Önnu Jakobsdóttur frá Narfastöðum í itejkjadai í Suður- Þingeyjarsýslu. Arið eftir hætti Pétur faðir hans búskan og hóf Jón þá eigin búrekstur á % af jörðinni, sem nú er skráð Gaut- lönd 1. Á % jarðarinnar bjuggu Sólveig systir hans og maður henn ar, Pétur Jónsson, sem nú eru lát- in. Búa þar þeinra niðjar og nefn- ist sú jörð á bókum, Gautlönd II.' Auðvitað eru þessar bújarð- ir vegna umbóta á landi og auk- ins og endurnýjaðs húsakosts orðn- ar allt aðrar og meiri undir bú en þær voru, þegar Gautlöndum var skift í tvö býli fyrir hálíri öld. Jón Gauti var áhugamikiU og hagsýnn bóndi. Hann átti jafnan afurðagott bú, enda stundaði hann kynbætur búpeningis. Yfirsýn um efnahag var öll í bezta lagi. Eítir sautjáin ára farsælt hjóna- band andaðiist Anna Jakobsdóttir kona Jóns Gauta, aðeins rúmlega fertug, frá 4 börnum, er þau höfðu eignazt. Var það þungt áfaU, eins og geta má nærri. Naut þá heimilið dáðríkis og tryggðar vinnulólks, sem þar undi hag sínum. Hefur mér verið sögð fögur saga um dyggðir vinmukonunnar Jóhónnu Iilugadóttur, sem sá um alla um- sýslu innanbæjar, og börnin elsk- uðu og tala ætíð um af ástúð og virðingu. Er sú kona enn á Gaut- löndum, þótt skift sé um húsbænd ur. Börnin fjögur eru í aldursröð talin: Ásgerður kennari, búsect í Reykjavik. Sigríður húsfrú á ísafirði og kennari, gift Ragnari H. Ragnars skólastjóra. Böðvar, bóndi á Gautlóndum, kvæntur Hildi Ásvaldsdóttur frá Auðnum í Laxárdal. Ragnhildur húsfrú á Akureyri, gift Jóni Sigurgeirssyni frá Heliti- vaði í Mývatnssveit, umsjónar- manni við sjúkrahúsið á Akureyri. Á Jón Gauti Pétursson hlóðust félagsmálastörf. Uppeldi hans í garði félagshyggjunnar og hæfi- leikar gerðu hann nálega sjálfk.iör- inn til víðtækrar forystu í félags- málum. Hann var kosinn sveita r stjórnaroddviti í Skútustaðahreppi árið 1919 og gegndi því starti sam- fleytt til 1966, að hann gaf ekki kost á sér lengur í endurkjör. Var þetta að sjálfsögðu oft tíma- frekt starf í svo fjölmennum hreppi og auðvitað ekki vinsæit alltaf. Oddviti kemst aldrei íijá árekstrum við einhverja, — og allra sízt ef hann gætir vel sam- eiginlegra hagsmuna hreppsbúa. Hið stöðuga endurkjör þessa odd- vita er honum öruggur vitnisburC- ur. í bókinni: „íslenzkir samtíðar- menn“ eru talin upp félagsmála- verk Jóns Gauta, — auk oddvita- starfsins — á þessa leið: „Formaður skólanefndar frá 1944. Formaður sjúkrasam’ags fra 1950. Matsmaður fasteigna frá 1932. í Yfirskattanefind Þingeyjar- sýslu 1922—‘62. f sýsluneínd S.- Þing. frá 1942. í sfjórn Kaupfél. Þingeyinga 1926—1936. Endur- skoðandi sama félags 1922—1926 og frá 1937. Fulltrúi þingeyinga í Stéttarsamibandi bænda 1947— 1960. í skólaráði Laugaskóla frá 1946. í fræðsluráði S.-Þing. frá 1058. í Framleiðsiuráði iandbúnað- arins 1955—‘59. í milliþiinganefnd um útvsraslög 1946—’47. 1 múli- þinganefiid til Jagasetningar um 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.