Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Page 25
DEMANTSBRÚÐKAUP
Jónu og Arna Jakobssonar
í VANCOUVER
28. anarz sl var haldið hátíð-
letgt 60 ára giftinigarafmœli
þessatra imeridishjón'a, en þau voru
giff 2. apTÍl 1910 í Winnipeg. Árni
Jaikobsson fæddist 12. maí 1886
í Ra-uðuskriöu í Þlngeyjarsýslu.
IPoreldirar voru hjónin Jakob Jóns-
son og Sigriðiur Ingiríður Sigurðar
dóttir, úr Þingeyjansýslu, en flutt-
ust tveim árum eftir fæðingu Árrna
til Kanada. Prú Jóna er hins vegar
fædd hér í Kanada á Lögbergi í
Saskatchewan, foreldrar hennar
voru Friðlundur Jónsson og Helga
Hinriksdóttir, bæði kom-in úr
Húnavatnssýslu.
Fyrir réttu ári er ég, er þessar
línur rita, var að vinnu langt uppi
í Kascadefjöllum hér í Kanada,
bar fundum -siaman við niann nokk
um, sem mér til mikiUar furðu,
talaði íslenzku engu síður en ég,
iþá aðeins kominn að heiman. Þetta
var tengdasonur Árna og Jónu,
Sigmar Sveinsson, eiginmaður
Jak'obínu Si'gríðar, húverandi
forstöðukonu íslenzka elli-
heimilisins hér í Vancouver. Þar
sem Sigmar gat efcki um annað
talað en ísland, þótt aldrei hefði
hann þamgað komið, upphófust
iþarna kynni mín af þeim mikla
ættbálki sem kominn er út af þeini
'hjónum Árna og Jónu, og þeim
sjálfum um leið, mér og konu
minnd til mikils happs, gleði og
ánægju, sem sei-nt mun fyrnast.
Enda þótt flest af böirnum
þeirra hjóna búi hér í British
Kolumbia, þá hafa þau búið frá
árinu 1918 í Ashern Manitoba, en
létu nú undan börnum sínum að
koma hingað á veðurmildari slóð
ir, en þeim hjónum lætur ekki að
skapi að sitja aðgerðaiiaus og
hyggja beim í Siglunesjabyggð
strax og vorar, og mun Árni vera
orðinn órór í skapi, því hér í
IBritish Kolumbia er nú sól og hiti,
bióm og runnar farin að skarta
Bínu fegursta, en væntanlega legg-
ur hann fiskikaup á hilluna, en
þau liefur hann stundað frá árinu
1937 Oig til ársins 1969. Er það
nokkuð góður starfsdagur. Sömu-
leiðis var Árni í skólanefnd SAglu-
nesbyggðar í 35 ár og er mór sagt,
að hann hafi verið með afbrigðum
traustur og vinsæll maður og ekki
talið eftir að ljá hönd til sveitar
eða náuniganis, ef þess var farið á
leát.
Þótt efnin væru ekki mikil,
enda heimilið stórt, þá var það
gert út á ramimíslen2íka vísu með
norðlc r zkri gestrisni, enda gesta-
gangu eftir þvi. Bömin voru alin
upp i í -lenzknm siðum og til
marks i n það á þriðji ættliður-
inn frá 'ieim Árna og Jónu, hægt
með a® lcoona fyrir sig svörum á
kjamyrtri íslenzfcu ef svo ber
undir og hvort sem tengdadóttirin
er hollenzk eða skozk, þá þarf
eng'im íslendingi að bregða, þótt
hoLum verði boðin rúllupylsa og
pönnuköfcur. Auðvitað eru tengda-
börnin af mörgum þjóðernum, þar
sem börn þeirra Árna og Jónu
urðu 11. Bamabörn og barnabaroa
börn 28.
Verða börn þeirra nú nefnd,
eitt barn hafa þau misst, elzta
. barnið, Wilfred d. 1948, en hin
eru: Jakobína Sigríður gift Sig
mari Sveinssyni, þau bjuggu lengi
í New York. Gordon kvæntur Beb,
Tómas kvæntur Mörtu, Skúli
kvœntur Marion, Kenneth kvænt
ur Jean, Ella gift Jónasi, Bjöm
kvæntur Muriel, Arthur kvæntur
Mercy og Klara gift Jarnes. Öll
hafa bömin tekið föðumafn afa
slns og kalla -sig Johmsotn.
Heimilisfaug Jónu og Áxna
Jakobssonar hér er: 1986. East 38
ave., Vancouver, B.C. Kanada.
Með þessum línum færum yið
hjónin þeim Árna og Jónu okkar
beztu hamingjuóskir á íslenzka
vísu með afmælið.
Guðiaugur Bjarnason.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
25