Íslendingaþættir Tímans - 27.06.1970, Síða 19
MINNING
Matthías Matthíasson
fulltrúi hjá Sjóvátryggingafélagi Islands
Einn af þeim sem hurfu sjón
um okkar á síðasta ári, var Matthí
as Matthíasson, fulltrúi hjá Sjó-
vátryggingarfélagi íslands.
Ýmsir urðu til að skrifa um
Matthías látinn eins og við mátti
búast, svo alþekktur og vinsæll
sem hann var.
í Morgunblaðinu var hans allveg
lega minnzt á útfarardegi 6.
desember — og var til ætlazt að
sumar þeirra minningargreina birt
ust einnig hér í íslendingaþáttum.
Að það hefur dregizt lengur en
algengast er, stafar af ýmsum or-
sökum, sem ekki þýðir um að sak
ast.
En Matthías er engum svo auð
gleymdur, að minning hans sé ekki
nokkurn veginn jafnfersk nú, og
hún var fyrir hálfu ári. Þar þarf
lengri tíma til, að yfir fenni. Og
svo er það einnig, að einmitt nú
á þessum árstíma, er sérstaklega
viðeigandi að minnast hans, —
þegar vorar í Þingvallasveit og
hestamenn koma saman í Skógar-
hóluim.
Nokkur vandi er að skrifa svo
um Matthías Matthíasson að verð
ugt sé. Og ætla ég mér ekki þá
dul að gera það sem skyldi. Þar
þarf meira til en viljann og vit
undina um greiðsluskyldu á gam-
alli innstæðu, sem alltaf var verið
að bæta við.
Matti Matt eins og hann var oft
ast nefndur átti umfram flesta
menn aðra, ýmsa þá eiginleika sem
drýgstir reynast til manngildis.
En vandasamt að fullyrða hverra
eiginda hans verður lengst minnzt,
enda svo saman stungnar, að erf
itt er um aðgreiningu.
Orðheldni hans, stundvísi og
reglusemi var viðbrugðið, og því
eðlilegt að hann ætlaðist til þess
sama af öðrum.
Hispursleysið og hnitnin í til-
svönim og dómum gat mörgum
verið minnisstætt. En höfðings
lund hans og tröllatryggð við þá,
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
sem hann batt vinskap við hygg ég
þó að hafi borið hann hæst.
Svo gat þó stundum virzt að
Matthías Matthíasson væri nokkuð
hrjúfur og ekki aðlaðandi við
fyrstu kynni, en það breyttist fljótt
við nánari samskipti. í því sam
bandi kemur mér í hug það sem
orðsnjall maður sagði eitt sinn, er
rætt var um Matthías, að það væri
ekki von að hann væri öðruvísi en
raun bæri vitni, því uppistaðan í
honum væri aðeins tvö jarðefni:
gull og grjót — aðeins hraunskán
utan um kjarnann. Að vísu var
þetta sagt í gamni, en þó af fullri
meiningu, en ég hygg að þeir,
sem þekktu Matthías nokkuð ná
ið, muni vera sammála um að þessi
táknræna mannlýsing hafi verið
nærri sanni.
Og víst var um það að vinum
hans var aldrei torsótt leið inn
fyrir „skorpuna“, — og alltaf til
tæk.
Að eðlisfari var Matthías hlédræg
ur og hélt sér lítt fram tn áber
andi afskipta. Jafnvel svo, að sum
um fannst stundum um of. En það
munaði oft miklu um liðveizlu
hans til framgangi þeim málefn
um, sem hann beitti sér fyrir eða
hugð hans beindist að.
Þar um er mér kunnast þátt
taka hans i félagssamtökum hesta
manna og þeim afskiptum, sem
hann hafði af ýmc',im fram
kvæmdamálum þeirra. Mun sá fé
lagsskapur búa lengi að hlutdeild
hans þar. Þarna var lika um að
ræða snaran þátt í lífi hans. Hesta-
mennskan virtist honum meðfædd,
enda arfborin og hæfni hans á
þeim vettvangi var aldrei um
deild.
í bernsku og á æskuárum sín
um var Matthías jafnan i sveit á
sumrum og kvnntist þvi sveitalíf
inu af eigin reynd. Það varð hon
um alla tíð handgott veganesti. því
viðhorf hans til lífskjara og hugð
armála sveitafólksms voru jafnan
slík. að inn í raðir stéttarinnar
mátti leita að betri málsvara.
Öðrum stöðum fremur batzt
hann traustum böndurn við
Arnarfell i Þingvallasveit. enda
öðrum þræði föðurleifð hans.
Þar rak hann búskap i
nokkur ár og þangað var
jafnan farið um flestar helgar árs-
ins, áratugum saman. Þar var sum
arleyfum eytt og yfirleitt dvalizt
þar eins oft og lengi og tök voru
til. Arnarfell var honum helgur
staður, sem gott var að >ninnast.
Það er helzt til oft að menn
fari héðan fyrir aldur fram og
engu síður þeir, sem sízt skvldi.
En svona hefur þetta lík1o»a alltaf
verið, því enginn má skönun
renna. En Matthías var ekki óvið-
búinn umskiptunum, þvi sjálfur
vissi hann manna bezt, að hverju
stefndi og hann tók örlögum sín-
um með þeirri rósemi og karl-
mennsku, sem fáum er fært og
hélt háttsemi sinni og andlegum
eieindinn fíi hinztu stundar.
Með Matthíasi er horfinn sjón-
um okkar sérstæður drengskapa-
maður, sem var engum líkur nema
sjálfum sér, — virtur og dáður af
öllum þeim, sem þekktu hann vel
og vis9u hvað inni fyrir bjó. Því
19