Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Qupperneq 28
torfþa&i, sem lagt var yíir hellur,
sem ra'iíað var á rafta þá er hél'du
þakinu uppi. Þessir kofar voru
oft notaðir sem beitarhús fyrir
fénað að vetrinum.
Þegar menn fóru i „verið“
urðu þeir oftast að bera útbúnað
sinn yfir Kleifaheiði vestur í
Pati-eksf.jörð, því venjulega var
ekki orðið hestfært yfir fjallið um
það leyti sem vertíðin hófst, og
hestar oftast magrir undan vetri.
Síðan urðu þeir að flytja hann á
báti út í verstöðvarnar Þá var
ekki um aðra báta að ræða en
lítil fimm- eða sexmanna för, sem
notuð voru til fiskveiðanna og
knún voru árum að ævafornum
sið.
í tólftu viku sumars var svo
komið h°im til bess að heyia á
kargaþvfðum túnum og snöggum
ensjum fvrir kúm og kindum. sem
revmt var að f’-'imflevta fiölskvld-
unum á með því sem af gekk
af landskuld og leigum eftir iarð-
irnar, en bær voru venjulega í
eigu einhverra, sem biuggu
annqrs staðar á landinu.
Það hefur víst verið skömmu
eftir fermingu, að Jón fór
að stunda sjóinn á annan hátt en
þann að ,,róa“ á árabátum á vor-
in. — Hann gerðist háseti á fiski-
skipum, sem veiddu á handfæri.—
Var hann ýmist á skipum frá
Patreksfirði eða Flatey. — Þeirra
vertíð byrjaði fyrr, í mið-góu eða
með einmánuði og stóð þar til
tólf vikur voru af sumri — Þar
gilti heppni við fiskidráttnn.
— Var Jón með betri fiski-
mönnum. þ.e. honum gekk vel að
draga þann gula. Voru slíkir
menn alltaf eftirsóttir
En lífsbaráttan var'hörð. og
Jón vann búi föður síns alla ævi
meðan hans naut við. — Stund-
aði hann sjó um vertíðir, heyskap
um sumur og fjárgeymslu á vetr-
um. — Seinustu sjómannsár sín
var hann á vetrarvertíðum frá
Revkjavík. Mig minnir að sein-
asta skipið sem hann var á á vetr-
arvertíð héti Hákon og strand-
aði þá upp í Hópsnesið í Grinda-
vik, líklega árið 1926.
Þótt aðeins sé á þessi störf
minnzt, gefur það óverulega inn-
sýn í ævi og störf Tóns. — Það
verður betur gert með því að
minnast bernskustöðva hans og
ábýlis um mestan hluta ævi hans.
Hreggsstaðir á Barðaströnd eru
næst yzti bærinn í sveitinni. Jón
varð snemma bundinn þessu býli
með höndum og huga.
Hreggstaðir eru ævagamalt
býli og sagnir gengu þar vestra
um að þeir væru landnámsjörð og
hétu eftir þeim er þar nam land,
Þetta voru í raun og veru þrjár
jarðir, sem höfðu . samliggjandi
beitilönd en sundurskiptar engj-
ar og tún, tíu hundruð hver að
fornu mati. Tvær með samskonar
leigumála en ein með hærri leigu-
-mála. — Hlunnindi fylgdu þei-m,
sem var selkópaveiði á vorin, um
30 kópar til forna. — Sæmilegt
var að róa þaðan til fiskjar, haust
og vor, þegar fiskur gekk í fló-
ann. En þegar Jón var að vaxa úr
grasi matti heita, að Breiðafjörður
yrði fisklaus eftir tilkomu brezku
togaranna, og lagaðist það ekki
fyrr en eftir fyrri heimstyrjöld.
Þess vegna urðu Barðstrendingar
að sækja fiskifang sitt á aðrar slóð-
ir eins og áður er sagt.
Hreggsstaðir voru þá i eigu
annarra en þar bjuggu, og höfðu
leiguliðar setið þar um langan
aldur. En með tilstyrk Jóns gat
faðir hans fest kaup á tveimur
jarðanna og eftir það fór búið að
vaxa. —En þarna þurfti miklu
erfiði til að kosta, því slægjulönd
voru þarna rýr og túnin kargaþýfð
og grýtt, svo erfitt var að afla
heyjanna. En þetta breyttist, sér-
staklega eftir að Jón fór að sækja
vertíðir syðra að vetrinum, því
þá stundaði hann ekki sjó í burtu
að vorinu heldur hóf jarðarbætur
í stórum stíl, á þeirra tima mæli-
kvarða. Þá voru engar vélar
komnar til sögunnar, heldur risti
hann ofan af þúfnakollunum með
spaða, og síðan var þúfnakrag-
inn stunginn upp með reku og
grjótið vegið upp með járnkarli
og hestar látnir draga það úr
flaginu á sleða. Var það síðan að
mestu notað til þess að byggja upp
veggi skepnuhúsanna, sem Jón
hlóð upp til þess að byggja upp
á gamlan móð úr grjóti og torfi.
Hann var alveg sérstaklega vand-
virkur hleðslumaður.
En það var «oin1e?t verk að
">a hina grýttu jörð með hand-
verkfærum og fá hana slétta und-
ir þökurnar. Þetta batnaði þó
m.jög þegar Jón kom með lítið
Hankmo-spaðaherfi heim með sér
af einni vertíðinni. Einnig má
minnast þess að þriðii bóndinn i
sveitinni, sem kom sér upp hest-
vagni, eða kerru eins og þeir
voru kallaðir, var Jón. Kom
hann með vagnhjólin og ásinn
frá Kristni vagnasmið í Reykja-
vik, en Björn bróðir hans smíð-
aði heima dráttarkjáTkana og kass-
ann/Þannig var brugðizt við til
að koma upp dýrmætum tækjum
af eigin rammleik. — Síðan var
þetta tæki notað til flutninga fyrir
heimilið og nágrannana eins og
heimilisbílannir nú á dögum.
Fyrstu hestasláttuvélina í sveit-
ina fékk Jón einnig þegar slétt-
urnar á Hreggsstöðum voru orðn-
ar svo stórar, að engjasláttur lagð-
ist niður að mestu. — En ekki
gat hann hugsað til að geyma hana
í útjaðri túnsins yfir veturinn eins
og siður hefur verið í betur meg-
andi landsfjórðungum, heTdur bjó
hann henni byrgi úr röftum og
torfi, þar sem rún beið vel smurð
yfir veturinn, tilbúin til starfa hið
næsta sumar.
Það yrð of langt mál að lýsa
öllu því mikla erfiði, sem lá í
þessum framkvæmdum Jóns, að
bæta ábýli sitt á al'lan hátt, en
hver einasta stund var nýtt til
vinnu og mátti segja um hann, að
aldrei sæist liann sitja auðum
höndum.
Það væri oflof, sem Jón myndi
ekki kæra sig um, að segja að
öllum framkvæmdum á I-Ireggs-
stöðum hefði hann afkastað einn,
því margar hendur lögðu þar oft
sitt lið að verki. En forgönguna
um flest það, sem gert var, hafði
hann. —-En hann fékk líka sér
til samverka mann, sem fylgdi
honum eftir í einu og öllu Það var
Einar bróðir hans, er hann kom
að Hreggsstöðum. — Einar hafði
alizt upp hjá föðursystir sinni og
manni hannar fram yfir tvítugt,
en flutti til föður síns við lát
þeirra.
Það mun leitun á mönnum
sem samhentari hafa verið til
allrar vinnu, en þeim bræðrum
Ena-ri og Jóni, enda stóð sam-
vinna þeirra óslitin um rúmlega
þrjátíu ára skeið.
Árið 1957 seldi Jón systursyni
sínum jörðina og árið eftir fluttu
þeir bræður Jón og Einar á
Patreksfjörð og stunduðu þar
saman vinnu við fiskvinnstu
og frystihús KaupféTags Patreks-
fjarðar.
Jón hafði mikið yndi af sauðfé
og sinnti því jafna-n er hann var
heima á vetrum á Hreggsstöðum.
— Hreggsstaðir eru mikil fjöru-
n
ÍSLENDINGAÞÆTTIR