Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞJETTIR 7. TBL —5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 27. APRÍL — NR. 73. TIMANS Ingólfur Guðbrandsson hreppstjórí, Hrafnkelsstöðum Þau sorgartiðindi bárust mér á páskadag, að vinur minn, Ingólfur, hreppstjóri á Hrafnkelsstöðum, hefði orðið bráðkvaddur að heimili sinu að- faranótt þess dags. Með honum er fall- inn i valinn, fyrir aldur fram, mikill öðlingsmaður, er öllum er-harmdauöi, er af honum höfðu kynni. Ingólfur var fæddur að Þverholtum i Alftaneshreppi 4. maí 1902. Foreldrar hans voru hjónin Guöbrandur Sigurðs- son, bóndi og oddviti þar og siðar á Hrafnkelsstöðum, og kona hans, ölöf Gilsdóttir. Ingólfur fluttist með foreldrum sin- um að Hrafnkelsstöðum, Hraun- hreppi, I Mýrarsýslu 5 ára gamall og átti þar heimili til dauðadags. Heimili þeirra Ölafar og Guðbrandar á Hrafn- kelsstöðum var mikið fyrirmyndar heimili, bæði utan bæjar sem innan. Guðbrandur var stjórnsamur og form- fastur heimilisfaðir, hélt börnum sin- um til vinnu, las þeim og öðru heimilisfólki sinu húslestur, og lét börn sin annast það verk, er þau höföu aldur og þroska til. Ólöf var hlý og um- hyggjusöm móðir. Þangað var skjóls að leita hjá hinum fjölmenna barna- hópi þeirra hjóna. Hennar hlýja brást aldrei. Börn þeirra Hrafnkelsstaðahjóna, Guðbrandar og ólafar urðu 10, er full- orðinsaldri náðu. Ingólfur var þeirra elztur og er sá fyrsti, er frá fellur. Þessi s'ystkinahópur vakti eftirtekt fyrir glæsimennsku og glaðlyndi, og hversu samstæður hann var á unga aldri og hefur jafnan verið síðan. Þessir eiginleikar hafa skapað þeim traust og virðingu þeirra, er kynnzt hafa þeim Hrafnkelsstaðasystkinum i lifinu. Það féll i hlut Ingólfs að sitja eftir á föðurleifð sinni á Hrafnkelsstööum. Hann hóf þar búskap 1930 og bjó þar til dauðadags, nú siðast ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Áður en hann hóf búskap sinn, var hann við nám á Bændaskólanum á Hvanneyri og var þá þegar farinn að vinna að félagsmál- um á sviði landbúnaðarins. Má þar til nefna stofnun Hrossaræktarfélags Hraunhrepps. Hann var mikill áhuga- maður um hrossa- og sauðfjárrækt og vann mikið verk á sviði þeirra mála. Ingólfur vann mikið i félagsmálum sins byggðarlags, bæði i sveit og sýslu. T.d. var hann formaður búnaðarfélags sveitar sinnar um 30 ára skeið, hreppsstjóri I aldarfjórðung og sýslu- nefndarmaður i tæpa tvo áratugi. 011 störf leysti hann af hendi af samvizku- semi og sérstakri lipurð. Ingólfur á Hrafnkelsstöðum var mikill mannkostamaður, svo sem áöur er aö vikiö. Hlýjan og góðvildin, sem honum fylgdi, var svo mikils ráðandi i daglegri framkomu hans, að hjá þvi var ekki komizt að njóta hennar, enda mátti með sannisegja, að unun væri hennar að njóta. Kg átti þvi láni að fagna að kynnast Ingólfi á Hrafnkelsstöðum náið I nær tvo áratugi. Við vorum samherjar i stjórnmálabaráttunni. Hann veitti mér og stjórnmálaflokki okkar ómetanlegan stuðning, bæði með ráð- um og dáð. Hann var boðinn og búinn að leggja fram þá vinnu, er með þurfti, og hann var svo ráðsnjall og hollráöur, að með sanni mátti segja, að ráð hans brygðust ekki. Auk þessa var maður- inn af þeirri gerð, sem gaman var að hafa samvistir viö, gamansamur, fróður og velviljaður. I endurminning- um minum um kynni min af Ingólfi á Hrafnkelsstöðum er rikjandi þakklæt- ið, og nú söknuður að njóta ekki lengur þess góða vinar mins og hollra ráöa hans. Ingólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Liljr Kristjánsdóttur, árið 1940. Börn þeirra eru þrjú, Maria, gift Halldóri Valdimarssyni, bifreiða- stjóra i Boragrnesi, Guðbrandur, bif- reiðastjóri, kvæntur Margréti Kristjánsdóttur, Kristin, húsfreyja á Hrafnkelsstööum, gift Herði Ivars- syni, bónda þar. Stjúpbörn átti Ingólf- ur tvö, þau Sjöfn Halldórsdóttur, húsfreyju i Þverholtum, og Magnús Halldórsson, bifreiðastjóra á Stað. Hjónaband Lilju og Ingólfs var far- sælt. Þau voru samhent um alla hluti og studdu hvort annað i lifsbaráttunni, svo sem kostur var var og heilsa leyfði. Gestrisni þeirra var rómuð og greiðvikni við sveitungana. Ég vil enda þessar linur með þvi að færa konu Ingólfs, börnum og öðrum ástvinum hans innilegar samúðar- kveðjur frá okkur hjónum. Okkur er það ljóst, að söknuður þeirra er sár, en það er huggun harmi gegn, að eiga endurminningar um slikan ágætis- mann, sem Ingólfur á Hrafnkelsstöð- um var. Reykjavik, 6. aprll 1972. Halldór E. Sigurðsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.