Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 30

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 30
mikils þroska og sérstæðrar persónu- legrar reynslu. Með kynnum hans af kennurum Hvanneyrar, og þó alveg sérstaklega kynnum hans af Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra hlaut hann enn nýja viðmiðun. Fyrr hafði Lúðvík kynnzt konu, sem hafði þá eiginleika til að bera, sem bezt hæfði drottningu, Oddnýju Sveinsdóttur. Nú kynntist hann karlmanni, sem var „mikil sál” og sameinaði i persónu sinni allt sem til þess þurfti að vera „höfði hærri en allur lýður”, svo sem sagt var um fyrsta konung þeirra ísraelsmanna. — Það kom þvi ekki á óvart að Lúðvik ilendist á Hvanneyri. Hann var þar heimilisfastur til ársins 1932 eða um sex ára skeið. Að visu vann hann stundum haust og vor við plægingar og aðra jarðvinnslu. Þá fór hann vorið 1928 með Steingrimi Steinþórssyni norður að Hólum, en Steingrimur hafði verið skipaður skólastjóri þar. Starf- aði hann það sumar á Hólum að hjálpa vini sinum að undirbúa búrekstur hans. En um haustið snéri Lúðvik aft- ur til Hvanneyrar. Við starfi Stein- grims tók þá Guðmundur Jónsson frá Torfalæk, sem reyndist hinn farsælasti kennari og tók siöar viö forstöðu bændaskólans. A Hvanneyri kynntist Lúðvik verð- andi konu sinni, Björgu Einarsdóttur frá Ekru i Stöðvarfirði. Björg hafði fariö suður til Reykjavikur aö læra orgelleik. Hún hafði verið á Eiðum og notið fræðslu séra Asmundar Guð- mundssonar, siðar biskups, en hann var þá skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum. Nú réðst Björg i vist hjá séra Asmundi, er fluzt haföi suður og gerzt kennari við guðfræðideild Há- skóla Islands, og konu hans Steinunni Magnúsdóttur. Meö aðstoð þeirra og áeggjan varð hún siðar vistráðin hjá Jóni Pálssyni bankagjaldkera, sem tryggði henni orgelkennslu bróðurson- ar sins og skjólstæðings Páls ísólfs- sonar. — Or Reykjavik lá leiö Bjargar til Hvanneyrar og þar bar fundum hennar og Lúðviks saman. Þau giftust 5. nóvember 1932 og var brúökaupið haldið að Sturlu-Reykjum. — Ný timamót i lifi Lúðviks voru runnin upp. Hann hlaut að stofna eigið heimili og tryggja þannig framtið fjölskyldu sinnar. A árabilinu 1932 til 1935 er Lúðvik Gestsson hinn trausti bjartsýni og djarfi heimilisfaðir. Hann, sem hingaö til hafði helgað starf sitt ræktun jarðar og sókn á fiskimið, og þetta hvort tveggja fyrstog fremst I annarra þjón- ustu, hann tekur nú á erfiðleikaárum kreppunnar miklu að leggja grundvöll eigin heimilisins á Austurlandi. Þegar yfir birtir heldur hann suður til Reykjavikur. A striðsárunum siðari hefur Austurland sem enn kallað hann til sin. Við striðslok er hann aftur kom- inn til höfuðborgarinnar. Þá virðist honum sem hann hafi fundið framtið- arverkefni sitt og kynnzt þriðja stór- menninu á lifsleiðinni, Birni Sigurðs- syni forstöðumanni tilraunastöðvar- innar á Keldum. Eins og áður heillast Lúðvik af þvi stóra og djarfa. Hann hefur fundið mann, sem er andlega skyldur Oddnýju Sveinsdóttur og Hall- dóri Vilhjálmssyni. Enn opnast honum sýn til stærri og fegurri heima. Vorið 1933 fluttu nýgiftu hjónin Björg- og Lúðvik til Reykjavikur og bjuggu það órólega sumar i höfuð- borginni, sumar atvinnuleysis og alls- leysis i landinu. Lúðviki Gestssyni tókst engu að siður að fá atvinnu. Um haustið hvarf hann með konu sina til Austurlands og lagði leið sina til fæðingarstaðar sins Eskifjarðar. Lúð- vik fann vel að Austurland togaði hann, dró hann til sin. A Eskifirði áttu þau hjónin heima veturinn 1933-1934 og þar fæddist eldri sonur þeirra Einar Guðgeir Þorbjörn 9. janúar 1934. A Eskifirði tók Lúðvik mik- inn þátt i félags- og stjórnmálalifi enda risu öldur stjórnmálanna hátt á þeim stað einmitt á þessum árum. Lúðvik lagði gjörva hönd á margt, var ódeigur við að sinna nýjum verkefn- um, enda hljómuðu alltaf i vitund hans orð skólastjórans á Hvanneyri: „Allt sem þú vilt, það geturðu.” Meðal ann- arra starfa hafði Lúövik á þessum vetri á hendi barnakennslu. 1 aprilmánuði árið 1934 varð Lúövik viö ósk tengdaföður sins, Einars Bene- diktssonar bónda og útvegsmanns að Ekru I Stöðvarfirði, að flytja þangað suður meö fjölskyldu sina. Einar var kvæntur siðari konu sinni Guöbjörgu Erlendsdóttur, sem gengið hafði Björgu konu Lúðviks i móðurstað og mátti þvi með sönnu kallast tengda- móðir hans. Þau Lúðvik og Björg voru með son sinn á Stöövarfirði fram til ársins 1936. Lúövik stundaöi sjóinn með tengdafööur sinum og skynjaði af næmleik þá óbliöu lifsbaráttu sem háð var. Um nokkurt skeið var Lúðvik viö sjósókn á Fáskrúösfirði. En aðstæður breyttust eystra og Lúðvik ákvað að hverfa til Reykjavík- ur I annaö sinn. 1 Reykjavik fæddist yngri sonur þeirra hjóna Erlingur Ragnar 6. júni 1939. — Við komuna til Reykjavikur urðu störf Lúðviks fjöl- breyttari. A vorin vann hann fyrst og fremst við garðyrkju, og ef til vill naut hann engra starfa meir og betur. Þrjú sumar var hann á þessu árabili starfs- maður hjá Ingólfi Daviðssyni, grasa- fræðingi og starf hans fólgið i þvi að annast tilraunamatjurtagarð, sem Ingólfur hafði fyrir Atvinnudeild Há- skólaTsIands. — Á veturna vann Lúð- vik hjá Búnaðarfélagi Islands. Stein- grimur Steinþórsson hafði orðið búnaðarmálastjóri árið 1935 og hann fékk Lúðvik til að sjá um bókasafn Búnaðarfélagsins, binda inn bækur en bókband hefur lengi verið uppáhalds- iðja Lúðviks, halda við bandi á bókum og veita jafnframt ýmsa aðstoð og hjálp eftir þvi sem annir kölluöu að. — Þá starfaði Lúðvik eitt sumar á Silungapolli hjá Oddfellowreglunni, sem á þessum árum rak þar barna- heimili. — Enn fékkst Lúðvík við byggingarvinnu I Reykjavik og var Jón Eiriksson múrarameistari vinnu- veitandi hans, frábær stjórnandi og félagi. Austurland kemur aftur inn i mynd- ina og verður aðsetur Lúðviks og fjöl- skyldi hans á árunum 1941-1944. — Vorið 1941 er haldið til Hornafjaröar og þar er Lúövik heimilisfastur til vorsins 1943. — Siöari heimsstyrjöldin stendur yfir, islenzkt þjóðlif er i um- róti, atvinnulif i blóma og margvisleg kvika. Lúðvik leggur gjörva hönd á margt sem fyrr, en fyrst og fremst er hann daglaunamaður, sem vinnur við fisk og uppskipun. Hann tekur þátt i kjarabaráttu verkalýðsfélagsins á Hornafirði og lendir I nokkrum átök- um við vin sinn og samherja áður, Jón Ivarsson kaupfélagsstjóra. öll átök verða að stórmálumi fámenninu og Lúðvik á erfitt með að sætta sig við skoðunarmismunur þurfi að skyggja á persónulega vináttu og koma i veg fyrir hlý handtök. Svo haföi það ekki verið á árum áður austur i Skaftafells- sýslu. Góðir vinir gátu deiltl hart án þess að til vinslita dragi af þeim sök- um. — Vorið 1943 fer Lúðvik og fjöl- skylda hans að Framnesi við Reyðar- fjörð. Lúðvik undi ekki á Hornafirði viö hinar breyttu aðstæöur. Nú fer hann að búa á Framnesi. Umskiptin féllu honum vel i geð. En atvikin höf- uðu þvi samt þannig að sá búskapur stóö aðeins eitt ár. Ytri ástæður kipptu stoðunum undan búrekstrinum. Við dvölina i Framnesi kynntist Lúðvik Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði og féll vel að skipta viö hinn austfirzka afreksmann. Þor- steinn reyndi allt sem hann gat til að hjálpa Lúðvik, bjarga búi hans og renna stoðum undir. Það var ekki með glöðu geði að Lúð- vík yfirgaf Austurland hið þriöja sinn, að skapa sér heimilisfestu. Þvi þótti honum nauðsynlegt að fá umþóttunar- 30 isiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.