Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 23
fyrirtæki landsins. Mun sú reynzla samfara áhuga og árvekni i störfum og samvizkusemi, hafa ráðið mestu um^að Helga Guðmundssyni voru falin hin vandasömu verzlunarerindreka- störf i Suðurlöndum. Enda fóru þau störfsvo úr hendi Helga, að allir sem hagsmuna áttu hér að gæta, luku á lofsorði. begar Helgi Guðmundsson tökst á hendur bankastjórn Otvegsbanka ís- lands h.f., kom brátt i ljós, að bankan- um hafði bætzt ný, örugg og farsæl for- ysta. Viðskipti bankans fóru sivax- andi, og hagur hans batnaði með ári hverju. Enda lagði Helgi Guðmunds- son ávallt mikla vinnu og alúð i öll störf, Bankanum helgaði hann starfs- krafta sina alla og óskipta. Hann mat mjög samstarfsmenn sina i fyrstu bankastjórn, Jón Baldvinsson og Jón Ólafsson, en þeir voru báðir alþingismenn og höfðu þvi mörgum hnöppum að hneppa. I minningargrein að þeim látnum, sagði Helgi Guð- mundsson um þá i Bankablaðinu 1938: „Þeir eins og kepptust um að reyna að hlúa svo að mér og minu verki, að sem mest af utanaðkomandi næðingi lenti á þeim og sem minnst á mér. Þvi voru þeir gagnvart mér eins og skjólgarðar eða klettar úr hafinu, sem stormar og sjóir brutu á. En ég fékk að vera i friði við okkar sameiginlegu verk.” Viðskiptamönnum bankans var hann hollur ráögjafi og leiðbeinandi. Kom þar að góðu haldi glögg mann- þekking, er fram kom i viðtölum Helga Við viðskiptamenn bankans um erindi þeirra og vandamál. Hann krufði hvert mál til mergjar og var siðan skjótur að taka ákvarðanir. Hafnfirðingum reyndist Helgi Guð- mundsson mikið tryggðartröll allt frá stofnun Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar, sem komst á fót af vanefnum og i fátækt, á árum atvinnuleysis við þröng kjör bæjarbúa. Með heilum ráðum og dáð studdi hann fyrirtækið yfir öldur erfiðleikaára kreppunnar, þegar upp- gjöf virtist jafnan á næsta leiti. Einnig við endurnýjun og uppbygg- ingu þessa óskabarns Hafnfirðinga, var Helgi jafnan hvetjandi til stór- átaka með vini sinum Asgeiri G. Stefánssyni. Forystumenn bæjarfé- lagsins frá þeim árum muna þá báða með þakklæti i huga. Mörg stórvirki voru unnin i atvinnu- sögu þjóðarinnar eftir lok siðustu heimsstyrjaldar. Ejtt stærsta átakið i þeim efnum var án efa kaup á 32 islendingaþættir nýsköpunartogurum frá Englandi. Að undirbúningi þeirra kaupa vann Helgi Guðmundsson mikið og farsælt starf, er hann fór utan i umboði rikis- stjórnarinnar 1946, þeirra erinda að ganga frá samningum um togara- kaupin. Fór vel á,að hann skyldi valinn til þeirra erinda, þvi aö hann var mað- ur áræðinn, bjartsýnn og stórhuga, en þó aðgætinn og athugull. Starfsfólki útvegsbankans var Helgi Guömundsson alla tið góður húsbóndi, raunsýnn og réttlátur. Harður var hann á köflum, en veg allra vildi hann greiða til vaxandi brautargengis i bankastörfum. Um hagsmuni stéttarinnar stóð hann vörð og var málsvari þeirra gegn pólitisk- um embættisveitingum, sem létu oft á sér brydda um hinar veigaminni stöður. Helgi fylgdist ávallt vel og af áhuga með hag og afkomu starfsfólksins. Oft greiddi hann götu þess á ýmsa vegu og leysti ótal vandamál bess. Starfsmannafélag Otvegsbankans studdi hann vel og drengilega. Hann afhenti félaginu á sinni tið fyrsta sam- komusal, er isienzkir bankamenn fengu til afnota. Starfsfólki bankans var hann mestur haukur i horni, þegar hann kom i gegn stofnun Eftirlaunasjóðs starfsmanna Otvegsbanka tslands, með félags- stjórninni, og öllum þeim óteljandi óeigingjörnu störfum, er hann vann að eflingu sjóðsins. Helgi Guðmundsson var tvikvæntur, Fyrri konu sina Karitas ólafsdóttur, prófasts á Stóra-Hrauni, Eyrarbakka, i Arnessýslu, missti hann 1951. Höfðu þau þá búið saman i hamingjusömu hjónabandi i 32 ár. Heimili þeirra var undurfagurt, og hlýtt viðmót húsbænd- anna veitti gestum þeirra dásamlegar móttökur. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lifi: Þóra, bankaritari i Otvegs- bankanum i Reykjavik, Kristin gift Einari G. Kvaran forstjóra, S.H., Olafur bankastjóri i Vestmannaeyj- um, kvæntur Sigriði Helgadóttur, augnlæknis Skúlasonar á Akureyri, og Guðmundur, raffræðingur, kvæntur Katrinu dóttur Sverris Thoroddsen fyrrverandi bankafulltrúa. Siðari kona Helga var Elin Július- dóttir. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð og voru barnlaus. Siðustu 12 ár ævinnar naut Helgi umönnunar jafnöldru sinnar, Svöfu Jakobsdóttir, sem reyndist honum ómetanleg á hinum siðustu æviárum hans i einveru og við hrakandi heilsu. Likami Helga Guðmundssonar hefur verið tií moldar borinn, en sál hans og endurminningar um góðan húsbónda, ljúfmenni og einlægan vin og félaga munu lifa og ljóma i skæru og björtu ljósi i þakklátum hjörtum gamalla starfsmanna Otvegsbanka íslands til æviloka og endurfunda. Þannig hygg ég,að hugur margra gamalla viðskiptamanna bankans falli i sama farveg. 1 riki guðs á himnum óskum við hon- um gleðilegra páska. 28-3-1972 Adolf Björnsson. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.