Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Side 26

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Side 26
_ r _ Björn Agúst Björnsson Fæddur 28. ágúst 1892 Dáinn 14. marz 1972 Foreldrar Björns á Hrishóli voru þau hjónin Astrióur Bjarnadóttir og Björn Björnsson, sem bjuggu i Hólum i Reykhólahreppi. Björn var elztur i stórum hóp systkina. Hólar voru mikil jöró, og mun hafa veriö æöi þungur róöurinn aö koma upp stórum barnahópi. Hefir þvi án efa snemma mætt mikiö á elzta syni þeirra Hólahjóna. Gamli Björn bóndi var járnsmiður og gerði mikiö að þvi að smiða hvaðeina fyrir bændur bæði nær og fjær. Björn yngri vandist smiöum þvi strax i bernsku. Það leiddi þvi eins og af sjálfu sér, að þegar hann var uppkominn, fór hann til járnsmiðanáms og járnsmiðavinnu til Sigmundar Brandssonar móöur- bróður sins á Isafirði. Stundaði hann þá atvinnu allmikið og efnaðist vel, miðað við það sem þá gerðist með unga menn um þær slóðir, enda fór hvort tveggja saman hjá honum, atorka mikil og góð samhaldssemi. En Björn fjarlægðist samt sem áður ekki sveitina, og hann átti lika bústofn og hefir að likindum alltaf stefnt að þvi að verða bóndi. Leið svo fram til þess er hann var orðinn þritugur. Eins og henda mun með alla heilbrigða menn, kom að þvi að ástargyðjurnar snurtu hann meö sprota sinum. Hefi ég fyrir satt, að ef vel væri kannaö, fyndist i sögu Björns, að hann hafi hlýtt kalli þeirra i nokk- ru. Þá kom það fyrir unga menn að leggja land undir fót um langvegu, dregniraf ósýnilegu afli i þann lands- Hríshóli fjóröung, þar sem elskan þeirra ól manninn. Slikan óskráðan ævisögu- kafla ætla ég að Björn hafi átt. En þriðji áratugur tuttugustu aldarinnar á ekki aðeins slikar sögur i minningu sinni, heldur lika ótal dæmi þess, að engill hvita dauðans laust marga unga stúiku og margan ungan manninn einmitt i fegursta blóma lifsins. Og þar með var örlagadómurinn þungi fallinn. Þeim var ekki skapað nema að skilja. Verður ekki farið lengra út i þá sálma. Árið 1926 keypti Björn Agúst jöröina Hrishól i Reykhólasveit og árið eftir, 1927, fór hann að búa þar. Þá var Ingi- björg systir hans með 3 ung börn, búin að slita samvistum við mann sinn. Bjuggu þau systkinin saman upp frá þvi, og gekk Björn þeim systur- börnum sinum svo gott sem i föður- staö. Það gefur nokkuð glögga bendingu um afstööu Björns til ættfólks sins, að þegar yngsta systkini hans, Sæmundur, hafði fest ráð sitt og vantaði jarðnæöi, þá rýmdi Björn fyrir honum um þriggja ára skeið, 1940- 1943. Tveimur til þremur árum siðar lét Björn svo af höndum jarönæði undir nýbýli fyrir uppeldis- og systur- son sinn, Garðar Halldórsson, sem bjó i sambýli við frænda sinn upp frá þvi, unz Björn brá búi. Það gerðist vorið 1962, á þvi sama ári sem Björn varð sjötugur. Þá seldi hann Reyni Halldórssyni, yngri systursyni sinum og uppeldissyni, sem þá var kvæntur, en hafði unnið fóstra sinum allt til þess dags, i hendur þann hluta jarðarinnar, sem hann átti eftir. Svona litur ævistarfssaga Björns út i samanþjöppuðu formi, formi sem er svo þröng-, að mjög orkar tvimælis, hvort maður á að leyfa sér að segja svo langa sögu i sögu i svo stuttu máli. Björn Agúst var bóndi af llfi og sál. Hverjum manni var hann árrisulli og sisinnugur við hvaðeina, sem búið snerti. Annaö sérkenndi hann ekki siður, en þaö var næstum áfjálg snyrtimennska við sérhvað það, sem hann fór höndum um eöa hafði fyrir augum, hvort heldur var utan bæjar eöa innan, af bæ eða á. Hann hafði alltaf smiðju á bæ sinum og leysti margan vandann fyrir sveitunga sina hvað það snerti. Þegar halla tók degi i búskap Björns, setti hann sér það mark að á siðustu árum hans. Það lifði sem bezt var i sálu hans”, i ósérplægni hans og ósérhlifni. Kristinn gerði ekki miklar kröfur fyrirsjálfan sig, en hann gerði miklar kröfur til sjálfs sin. — Ahuginn hvarf honum aldrei og við ný og framandi verkefni þótti honum unun að glima. Svo skýrist starf hans að ljósmynda- gerð á siðustu árum, ekki síður en þrá • hans til ferðalaga, að ógleymdum kvöldvökunum mörgu, er hann undir- bjó og skipulagði að Hrafnistu. Hvar söngur ómar seztu glaöur, það syngur enginn vondur maður. Þessar ljóðlinur eru hafðar eftir Marteini Lúther, — Kristinn Agúst Ás- grimsson þekkti og dáði undraveröld söngs og tónlistar. — „Enginn falskur tónn má hljóma hér,” er sagt að sé letrað yfir dyrunum á minningasafni tónskálds nokkurs. — Enginn falskur tónn má hljóma hér, — þau gætu lika átt við sem einkunn Kristinn Agústs. Trú hans og trúarsannfæring var ör- ugg og traust. Vafalaust hefur sú ör- ugga trú veitt honum styrk og orðið honum hvatning, að einnig hann mætti láta ávexti andans birtast bræðrum sinum og systrum. Frjálslega hlaut hann að tala, rúmt var i hjarta hans. Guömundur Sveinsson Bifröst. 26 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.