Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 3
arnason bifreiðastjóri F. 21. nóvember 1905 — D. 18. desember 1971. Ég vil ekki láta hjá liöa að minnast nokkrum orðum þessa látna frænda mins. Hann var fæddur að Asgarði i Grimsnesi, þar sem foreldrar hans, hjónin Ólafía Sigriður ólafsdóttir og Bjarni Jónsson áttu heima. Ætt móður Sigurðar kann ég ekki rekja annað en það, að faðir hennar var Ólafur Sigurðsson, sem fyrstur manna mun hafa, opinberlega með skrifum, vakið máls á, aö komið yrði f framkvæmd almannatryggingum á íslandi. En Siguröur faöir ólafs bjó á Bjarna- stöðum i Grimsnesi og var Jónsson. Móðir Ólafíu Sigriðar var kona Ólafs, Ráðhildur dóttir Ólafs Ólafssonar bónda á Stóru-Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd og konu hans, Guðrúnar H*.fliðadóttur. En föðurætt Sigurðar frænda mins er mér kunn enda vorum við albræðrabörn. Bjarni faðir hans var sonur hjónanna Jóns bónda i Búrfells- koti i Grimsnesi, Bjarnasonar i Auðs- holti i ölfusi, Þorlákssonar á Ingólfs- hvoli i ölfusi, Eyvindar i Votmúla, Simonarsonar i Byggðarhorni i Flóa, Eirikssonar á Selfossi, Sveinbjörns- sonar, Jónssonar prests og annála- ritara, er sat á Hrepphólum i Hruna- mannahreppi, Egilssonar á Snorra- stöðum i Laugardal, Einarssonar, prests að Hrepphólum, Ólafssonar i Hvammi I Kjós, Þorbjarnarsonar prests, Ingimundarsonar, og Ing- veldar Gisladóttur, hreppstjóra a Kröggólfsstöðum i Olfusi, Eyjólf- ssonar hrepsstjóra á Kröggólfs- stöðum, Jónssonar, Eyjónssonar prests á Snæfoksstöðum i Grimsnesi, Björnssonar, Grimssonar, prests i Görðum á Akranesi, Bergsveinssonar prests á Otskálum, Hallgrimssonar á Egilsstöðum i Vopnafiröi, Þor- steinssonar, Sveinbarnarsonar of- ficialis i Múla (Barna — Svein- bjarnar), Þórðarsonar að Laugum I Reykjadal, Þorsteinssonar, Bótólfs- sonar hirðstjóra, Andréssonar, Bótólfssonar á Bótólfssteini i Noregi. Mér er nokkuð kunn ævibraut þessa frænda mins. Leiöir okkar lágu oft nokkuð saman, allt frá þvi, aö við vorum saman börn hjá sameiginlegu skyldfólki okkar, þá ekki sizt hjá föðursystur okkar Guðrúnu i Þor- móðsdal og ömmu okkar Ingveldi Gisladóttur. Foreldrar Sigurðar höfðu aöeins veriö i hjónabandi Um eins árs skeið, er hann fæddist. Skömmu siðar dó móðir hans. En nafn hennar bar hann. Tæplega missiris gamall var hann tekinn i fóstur af Ragnhildi Jónsdóttur að Minni — Bæ i Grimsnesi. Maöur Svo liðu dagar og vikur. Sýnt var að hverju stefndi. „Deyja vonir með degi hverjum nálgast eilifur aöskilnaður....” Og árdegis þann 21. febr. lauk dauöinn hlutverki sinu. Þótt hann væri, ef til vill lækning á miklum þjáningum og óumflýjanlegur, eins og heilsu var komið, varð mörgum hverft við. Það rikti harmur i húsum og hryggð á þjóðbrautum. Það áttu svo margir erfitt meö að sætta sig við það, að þessi kona, aðeins 57 ára aö alri, væri látin. Kona, með fangið fullt af áhugamálum, meö starfsvilja og lifs- þrá, sem virtist ætla að bjóða sjálfum dauðanum byrginn. Aldrei hefur það kannski komiö betur i ljós en þá, hve islendingaþættir sterk itök hún átti i hugum samferða manna sinna, en þegar dómurinn um hinn „eilifa aðskilnað” var fallinn. Og hversvegna þá? Það verður oft, eins og mannkostirnir skýrist betur og fleiri verði ljóst, hvers viröi samfylgd góðra manna er, þegar dauðinn hefur greitt högg sitt. Sr. Matthias sagði eitt sinn um konu, sem dó fyrir aldur fram: „Guðs náð skein yfir góðu sprundi, elska i augum, aðall af brám, mannúð mildi af mærum vanga, en liknstafir léku um varir.” Mér finnst þessi lýsing eiga hér vel við. Þetta snjalla erindi segir meira en langt mál. Þannig mun minningin um Sigriði Hjartar lifa I hugum þeirra, sem hana þekktu, til hins hinzta skapadóms. Mannkostir hennar, góö- vild, vinátta og tryggð er geymd i þakklátum hugum samferða- mannanna. Að lokum skulu henni fluttar þakkir minar og fjölskyldu minnar fyrir ljúfu kynnin á Akranesi allt frá 1955. Sá hópur mun stór, bæði hér og vestra, sem ber sama þakklæti i brjósti til hennar að leiðarlokum. Megi sá hugur samúðar verða vandamönnum nokkur huggun a átund sorgarinnar, og minningin um ástkæran vin bera birtu á framtiðarveg þeirra. Dan. Agústinusson. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.