Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 17
hjóna Björns Bjarnasonar, alþingis- manns og bónda i Grafarholti, Eyvindssonar i Vatnshorni i Skorradal og Kristrúnar Eyjólfsdóttur, Þor- steinssonar bónda að Stuðlum við Reyðarfjörð. Þekktar og fjölmennar ættir, dreifðar um land allt. Hann fluttist ungur með foreldrum sinum suður i Mosfellssveit, fyrst að Reykjakoti og siðar að Gröf, sem hann kenndi sig æ siðan við. Þaö bæjarnafn breyttist siðar, er bærinn var fluttur upp að holtinu, og hét hann frá þvi Grafarholt og heitir enn, þótt nú sé sú jörð innan marka Reykjavikur. Grafarholt varð brátt menningar- miðstöð sveitarinnar. Hvort tveggja var, að Björn bóndi hafði notið mennt- unar erlendis i búnaðarháttum, Krist- rún menntuð eins og bezt var á kosið eftir þeirra tima mælikvarða og svo hitt að systkinin, sem voru sjö, drógu dám af foreldrum sinum og urðu þar af leiðandi drifandi afl i félagslifi fólksins i sveitinni. Steindór var elztur systkinanna og hefur án efa verið nokkuð mótandi fyrir þau og annað ungt fólk, sem þangað sótti. En hann hvarf fljótt að heiman og fór til náms og starfa, þó aö alla tið hafi sterk taug dregið hann til samskipta við þær hreyfingar, sem heimilið vakti i byggðarlaginu. Starfssvið Steindórs varð Reykjavik og raunar landið allt. Þar lagöi hann nótt við dag að vinna að hugðarefnum sinum — ungmennafélagshreyfing- unni, iþróttahreyfingunni og bind- indishreyfingunni. Strax á fyrstu árum sinum dróst hann æ meira að æskulýðsstarfi, og þar var það svið sem hann kaus sér og helgaði sina starfskrafta til hinzta dags. IOGT hefur naumast átt vinnusamari mann á þessu sviði og 1R átti hann um ára- tuga skeið sem traustasta og bezta unglingaleiðtoga, sem félagið hefur nokkru sinni eignazt. Þessar linur eru skrifaðar frá ÍR- ingi og iþróttamanni, sem átti þvi láni að fagna að kynnast náið þessum góða dreng og aldamótamanni, sem bar framtiðina fyrir brjósti og helgaöi æsku þess lands starfskrafta sina alla án þess að þar kæmi nokkuð á móti nema árangur vinnunnar. Ég held að honum hafi orðið nokkuð ágengt meö hæglæti sinu og umburðarlyndi, þó hafði hann ákveönar skoðanir um hreinleika hugar og handa en aldrei heyröi ég hann boða þennan boðskap nema i verki einu saman. Heilbrigö sál i heilbrigðum likama voru fyrstu boö aldamótamanna til æsku þessa lands og iþróttahreyfingin tók sér siðar að kjörorði. Trú von og kærleikur voru boð bindindishreyfingarinnar til sam- landa sinna. Steindór lifði sannur og heill i báðum þessum kjörorðum og laðaði æskuna til sín i anda þeirra. Þegar við i dag kveöjum Steindór hinztu kveðju er vert að lita til fram- tiðarinnar eins og hann og óska æsku þessa lands allra heilla, en óska þess jafnframt að hún megi eignast marga leiðtoga hans lika: þá er henni vel borgið. Vertu sæll og þakkir fyrir allt. Vp. Kveðja frá íþróttafélagi Reykjavikur. I dag kveðja IR-ingar einn af sinum mestu máttarstólpum, mann, sem haldið hefur merki félagsins hvað hæst á lofti allt frá stofnun þess 1911. Hér er um að ræða Steindór heitinn Björnsson frá Gröf, sem i dag er til moldar borinn. Ariö 1908 stofnaði hann drengja- félagið „Skarphéðin” og telpnafélagið „Röskvu” 1910. Kenndi hann báöum þessum félögum og siðar runnu þau inn i IR og þar hélt hann áfram að kenna þeim, enda var hann kennari fé- lagsins i mörg ár. Félagar þessara unglingafélaga urðu aðalkjarni fim- leikadeildar ÍR I áraraðir. Steindór Björnsson frá Gröf var geröur að heiðursfélaga Iþróttafélags Reykjavikur árið 1957 og var honum þar með sýndur örlitill þakklætis- vottur fyrir hans mörgu og gæfuriku störf i þágu félagsins. IR-ingar senda i dag þessum látna heiöursfélaga sinum hinztu þakklætis- og blessunarkveöjur yfir móðuna miklu. Steindór varð félagi i stúkunni Björg nr. 53, i Mosfellssveit i ársbyrjun 1899, þá 14 ára gamall, siðar i stúkunni Hlin i Reykjavik og stofnfélagi stúkunnar Framtiðarinnar nr. 173 árið 1918 og var hennar sivakandi og trúi félagi til hinzta dags 14. febrúar s.l. Sérstöðu átti hann á margan hátt innan Regl- unnar, m.a. auk annarrar fórnfýsi fyrir sina listhæfni er öllum var kunn, skrautritun er vel kom sér við ótelj- andi tækifæri og ýmis ávörp auk allra þeirra fræðslu- og hvatningarbréfa, er hann skrifaði með sinni eftirtektar- verðu og fögru rithönd og uppsetningu til félaga Framtiðarinnar og barna- stúkunnar Svövu nr. 23, er hann sýndi föðurlega umhyggju i 70 ár. 1 21 ár samfleytt var hann gæzlumaður hennar og i 9 ár þess utan ýmist aðalg.m. eða aðst.g.m. Heiðursfélagi stúkunnar Framtið- arinnar var hann frá 1943. Um skeið var hann stórgæzlumaður barnastúkustarfsins. Steindór var kennari að mennt og kenndi leikfimi um áratugi og eigin- lega alla ævi, þvi að svo lék hann við barnastúkubörnin fram á áttræðis- aldur, dáandi og vinnandi að heilsu- rækt alla ævi og af slikum nákvæmnis- háttum valinn til mælinga og dómara- starfa i iþróttakeppnum. Auk hinna miklu starfskrafta, er hann lagði fram fyrir hugsjón Góð- templarareglunnar, var hann si- gefandi til starfseminnar beina og óbeina fjármuni á einn og annan hátt, auk allra þeirra trúnaðarstarfa er hann leysti af hendi og átti hlutdeild i. Við Framtiðar- og Svövu-félagar þökkum gjafaranum það mikla Ián, að fá að njóta svo langa ævi sliks félags- bróður, sem lengi mun minnzt með virðingu og þökk fyrir 73ja ára bróður- leg félagsstörf. Fyrir hönd stúkunnar Framtiðar- innar nr. 173. Ingþór Sigurbjörnsson. Minningarljóð um: Steindór Björnsson frá Gröf, f. 3.5.1885d. 14.2.1972. (flutt á minningarfundi st. Framtíöin og við erfisdrykkjuna I Templarahöllinni) Ævitið sumra er fossandi flaumur þó falliö sé stutt fram á yztu nöf, lengri var þin, eins og stórelfustraumur vor Steindór Björnsson frá Gröf. Þú dáöir þinn fööur, hans arnfleyga anda, hans orösnild og færleika bundins máls og vildir sem næst þessum styrkleika standa og starfa til mannbóta, hreinn og frjáls. Lifskraft I skóla þú lærðir aö þjálfa, llf þiitt aö vanda og efla þess dáö. Þú vildir ei skilja viö hugsun svo hálfa, aö heföir ei sannleikans grunni náö. íslendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.