Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 20
Björnssonar sýslumanns í Borgar- fjarðar og Mýrasýslu, og áttu þau eina dóttur barna, Þóru Elfu. Sigriður giftist Jóni Magnússyni hreppstjóra og bónda á Havaðasstöðum i Leirársveit, og eru börn þeirra þrjú, Gunnar Magnús,Grétar og Pétur Georg. Ingi- björg er tvigift, og eru börn hennar fjögur, en menn hennar báðir Banda-' rikjamenn. Sonur hennar af fyrra hjónabandi, Ómar Castaldo, er hér- lendis. Hún er búsett i Bandar- ikjunum. Sveinbjörn átti Svanfriði Halvaag, af norskum ættum, og tvö börn með henni. Þau skildu. Pétur dó ungur, ógiftur og barnlaus. Einar hefur átt við langvarandi vanheilsu að búa. Guðný giftist ekki, enda firrðist hana heilsa, en Björg, sem er ógift, á sér fósturson, tólf ára gamlan. Af þessum hópi eru þau dáin, Pétur, Halldóra og Guðný. Barqabörn Helgu eru 10, en aö auki fóstursonur Bjargar. Barnabarna börn hennar eru orðin sjö Þegar þau Helga og Beinteinn komu að Grafardal, var þar gamall bær hrörlegur. Hann var rifinn á næsta ári og byggöur góður bær, sem lengi stóö, ef hann stendur þá ekki enn. Þar bjuggu þau góðu búi. Ætla mætti, að þaö sé fábreytt ævi að eiga heima i afskekktum dal, þar sem ekki sér til bæja, varla til f jalla, nema Heiðarhorniö kemur aðeins upp fyrir Kárnahliö, ekki sér vötn né sjó, ekki á nema þá, sem fremur mætti kaliast lækur, þar sem engin liggur alfara- leiöin. En ætli dægrin kunni þar, sem á þekktari stöðum, að syngja eilifðar- tónkviðuna sina með þeim tilbrigðum, sem aldrei þrjóta, ótruflaða af argi og þvargi, þar sem himinljós daga og nátta loga stillt og engin borgarljós trufla birtuna. Ætli Helga hafi ekki kunnað aö ljá þessu eyra? Það kunni hún. Það hef ég sannfrétt. Fotshljóð heyröist langleiðis að, kvak fugla, og ég ætla jafnvel tist hagamúsar hafi verið hljóðbært i þögninni. Allir dagar voru henni þarna yndisdagar, öll veður góð. fslenzk kona, sem ól mestan sinn aldur i framandi borg, fékk fyrir það hrós önduð, að hafa kennt syni sinum betur aö tala og rita móðurmálið en mörg sú kona, sem dvelst hér heima. Helga^ konan i afdainum, kenndi börnum sinum betur að tala, en flestar aðrar, og mörg af þeim uröu vel skáldmæit, eða sex af átta, og mun þetta eins dæmi. Pétur var svo harðskældinn, og svo leikinn að fara með erfiða bragar- hætti, aö hann gat ort viðstöðulaust hverja sléttubandavisuna af annarri, og eftir þvi fór önnur hagmælska hans. Fjögur af þessum systkinum hafa gefið út ljóðabækur, en af þvi litla, sem ég hef séð eftir Sigriöi, sýnist mér, aö hún hefði mátt fylla flokkinn. Haildóra og Sveinbjörn munu hafa verið drýgst á metunum, enda entist þeim lif og heilsa lengur en hinum. Hvaðan var þeim komin sú gáfa, hag- mælskan, sem þeim gafst i jafn rikum mæli? Gömul kona sagði mér fyrir löngu, að Beinteinn væri að langfeðga- tali kominn af ágætum hagyröing um, skagfirzkum, en rakti hún þá ættartölu. Enda þarf þessa ekki við. Móðurætt Helgu mun hafa staöið framarlega meðal borgfirzkra ætta að góðum gáfum, þreki og dug, einnig aö langlifi, og mun henni einnig hafa verið þaban komin sú mildi hugar- farsins og þolgæði, sem prýddi hana. 011 min kynni af Helgu voru góö, en að visu ekki löng. Henni var annt um, að gesti sinum liði vel, enda leið gesti hennar vel hjá henni. Allt lék þaö i höndum hennar.sem hún vann. Ekki fór hún varhluta af raunum. Hún hlaut að horfa upp á börn sin sjúkna og deyja, en önnur lifa við langa kröm. En fleiri voru samt þau, sem nutu lengstum góðrar heilsu: Efni hennar munu hafa sneyðzt, þegar leið á ævina, og hún var lengi ekkja. Ekki lifðu hana nema fimm af þeim átta börnum, sem upp komust. Helga var frið, liklega tággrönn ung, vel limuð. Hún bar með sér svipmót góðra ætta. Tungutak hennar var jafn einfalt og látlaust sem þar var gott, og mundi ýmsum þeim, sem telja sig þess umkomna að bera á borð fyrir þjóð sina talað og prentað mál, vera það hollt að setjast við fótskör þessarra gömlu kvenna til þess að drekka af þessarri lifandi lind. Málfriður Einarsdóttir 20 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.