Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 21
Hjónin Arni Björnsson og Jónína Þorsteinsdóttir Einn þeirra manna, sem ógleyminn er á gamla tið og forna vináttu minnti mig á það fyrr i vetur, að ekki hefði verið skrifuð eftirmæli Árna kennara og Jóninu konu hans. betta var gamall sveitungi þeirra i Möðruvalla- sókn, Aðalsteinn Jónsson á Baldurs- heimi, þakklátur hollvinur þess góða sem gert hefur verið, og vill að merki þess standi. Ljúft er mér að gera minningu þessara merku ágætishjóna með nokkrum orðum, þótt siðbúna megi kalla. Vinfengi foreldra minna og þeirra var traust, og stóðu þau kynni i áratugi við margháttað samstarf sem enn verður greint. Eldri systkin mín voru nemendur Arna, en við hin yngri nutum fræðandi og elskulegra kynna við þau hjónin, þótt flutzt heföu til fulls úr sveitinni, en tengsl Arna og Jóninu við fólkið útfrá rofnuðu aldrei . Árni bóndi var fæddur i Bryta á belamörk 24. janúar 1894. Voru foreldrar hans Björn bóndi þar Björnsson á Miðhálsstöðum i öxnadal Jónassonar, og kona hans Margrét Vigfúsdottir bónda á Glerá og viðar, en hún var dótturdóttir sira Gamaliels á Myrká, sem mjög var nafnkenndur nyrðra á sinni tið , Fljótamaður að ætt, hagorður og sérkennilegur. Kona sira Gamaliels var Hólmfriður Stefánsdóttir prests lengst á Myrká Halldórssonar. Af sira Stefáni og buriði konu hans, Jónsdóttur prests á Myrká Ketilssonar, eru komnir ýmsir ágætismenn, merkir að starfsþrótti og forsjá. Árni ólst að miklu leyti upp hjá Guðrúnu móðursystursinniog Asgrimi manni hennar Sveinsyni, en þau bjuggu i Stóru-Brekku i Hörgárdal 1892-1905 og siðan á brastarhóli. — Sem margir áhuga og efnismenn þeirra tima fór Árni i Hólaskóla og lauk þar námi 1920. Að visu má sakna þess, að hann átti ekki kost á lang- skólanámi, þvi aö hann var bæði greindur og skarpur að hverju, sem hann gekk. Ritstörf hans siöar er hann skrifaði sögu ungmennafélags Möðruvallasóknar og Búnaðarfélags Arnarneshrepps, auk blaðagreina, sýna málvöndun hans og bókvisi, og hæfileika til rannsókna og ritstarfa.Og hann unni sögulegri geymd, minnugur á fróðleik og nákvæmur i aðgreining efnisins. A þroskaárunum var áhugi Arna þó bundnastur búskap. Hóf hann búnað sinn 1920 á Nunnuhóli, sem um all langt skeið var setið ábýli i Mööru- vallatúni, eða unz bærinn þar brann 1937. Hafði Arni hug á að fá þar fasta ábúð á Nunnuhóli skipt út úr prestsetrinu, en er ekki gat af þvi orðið fluttist hann að Stóru- sambýli við Hannes Jóhannsson og Sigriði konu hans. Búskaparsaga Arna varö ekki lengri. Hann hafði stundað barna- kennslu i Arnarneshreppi frá haustinu 1921 meðfram búskapnum, og hlaut hann þvi að hvila að miklu leyti á konu hans að vetrinum, bau Jónina bor- steinsdóttir frá Sauðárkróki höfðu gifzt 1921. Jónina mun hafa þreytzt á búsumstangi, er þau voru farin frá Nunnuhóli, enda þótt sambýliö I Stóru- Brekku væri hið bezta. Hún var fingerð kona, en afkastamikil og hæf til hverra starfa, sem voru i kaupstað. Eldra barn þeirra, Eysteinn, fæddist á Nunnuhóli haustið 1923 en Guðrún i StóruBrekku 1931. Urðu þá, sem vænta má, meiri annir húsfreyju. Varð svo eitt með öðru til þess, að þau hjónin brugðu búi og fluttust til Akureyrar 1933. Arni hélt þó kennslustörfum áfram i Arnarneshreppi allt til 1946, og dvaldi þá tiðum á Syðri-Reistará hjá þeim önnu og borláki, nema um helgar, er hann hvarf til fjölskyldu sinnar, þegar veöur framast leyfði. Gelík hann þá iðulega milli Reistarár og Akureyrar, en þaðeru um 20 km, og var talinn afburða göngumaður, fljótur i förum, og sá litt á þreyta. En þau skiptin hafa aldrei verið talin, er hann fvlgdi börnunum heim að „Húsinu” í aðdynjandi eöa á brostmni stórhriö. Hann var frá blautu barns- beini þjálfaður við fjölbreytilega vinnu gamla búskaparlagsins. Enda þótt Arni hlyti loks að breyta' starfsaðstöðu sinni og tæki við kennslu á Akureyri, kom hin mikla áreynsla fram, er hann lamaðist á heilsu hálf sjötugur að aldri. Hinar miklu göngu- leiðir ungu áranna og kappsfullt verk lagið, hafa þó ef til vill ekki reynzt eins lýjandi og sjálf kennslan. Hún var gerð af þessum sama heiðarlega og sigur- krefjandi áhuga. En það má hafa fyrir víst, aö ekkert hafi þreytt Arna ken- nara eins og árangurslaus barátta við kennslu þeirra, sem drógust afturúr, þvi að hann vildi koma öllum nemendum áinum til þroska. En jafnvel hinn ódeigi hugur og mikli máttur hans varð þar stundum ráð- þrota. Slikt þekkja allir, en hugsjónir og lifsskoðun manna eins og Arna Björnsonar eru nú siður ljós dagsins. Eins og greindi er ég ekki einn nemenda Árna, og því kunnugri honum og þeim Jóninu á öðrum vett- vangi. En svo mikið hef ég heyrt um kennslu hans, af skyldum og óskyldum, að ég tel mig geta borið á hann lof af þeim rökum, enda munu ekki svik i hugum gamalla nemenda hans i Arnarneshreppi, er þeir min- nast kennara sins á Reistárá. begar Árni hætti kennslu útfrá, voru þar miklar breytingar i aðsigi á skipan skólamála. Aðeins var kennt á Reistará tvo vetur enn. Siðan i nýju skólahúsi á Hjalteyri. Aðstöðu- muninum þarf ekki að lýsa. Kennarinn var ekki lengur á vist fjarri fjölskyldu sinni, en búin ibúð i skólahúsinu. Börnin gengu ekki framar á skólann, en tekinn upp akstur, sem aðeins brást i mestu snjóavetrum, bessar breytingar eru þó smávægilegar i samanburði við þann mikla mun sem orðinn er á húsakostinum á bæjunum og öllum búskaparháttum. En hér, sem annars staðar, hefur mikil fólks- fækkun fylgt i kjölfarið. Fram- farir i búnaði eru almenn- ar með þjóðinni. En þeirra er sérstaklega minnst, þegar hugurinn hvarflar til Árna og Jóninu vegna þess, hver búskaparahugi þeírra og islendingaþættir 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.