Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 2
Sigríður F. Hjartar Akranesi Hún andaðist i Landspitalanum i Reykjavik 21. febrúar s.l. eftir langa vanheilsu. Útför hennar var gerð frá Akraneskirkju 29. febrúar. — á einum bliðasta degi hins milda vetrar — að viðstöddu miklu fjölmenni. Sigriður F. Hjartar var fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 4.nóv. 1914. Hún var elzt af 6 börnum hjón- anna, Þóru Jónsdóttur og Friðriks Hjartar skólastjóra. Þau hjón voru "bæði Vestfirðingar i ættir fram. Heimili þeirra stóð á Suðureyri, Siglufirði og Akranesi, en Friðrik var skólastjóri á öllum þessum stöðum, unz hann lét af embætti á Akranesi vorið 1954 — eftir langt og farsælt starf — og andaðist 6. nóv. sama ár. Þar sem heimili þeirra stóð i þremur landsfjórðungum var það kunnugt mörgum, sem einstakt rausnar- og menningarheimili. Þar rikti heilbrigð gleði, mikið sönglif, áhugi á bók- menntum, bindindi,iþróttum og hvers- konar framfaramálum. Meðan börnin voru heima, var heimilið fjöl- mennt og þangað leituðu margir góðs félagsskapar. Hef ég marga hitt — allt norður að heimskautsbaug — sem eiga góðar endurminningar frá þvi menningarheimili og bera i brjosti ævilangt þakklæti fyrir þau kynni. Þetta var sá gróðurreitur, sem Sigriður Hjartar var vaxin úr. Hún bar einatt með sér svipmót æsku- heimilisins. Áhrif þess urðu henni haldgott veganesti á lifsleiðinni, eins og oft'vill verða. Þegar Sigriður var 16 ára fór hún til náms i Héraðsskólanum að Laugum i Þingeyjarsýslu. Þar dvaldi hún i 2 vetur og átti þar ógleymanlegan námstima, eins og titt var um unglinga á þeim árum. Batzt hún ævi- löngum tryggðarböndum við kennara og nemendur skólans. Og ekki nóg með . það. Þá þótti eftirsóknarvert að eiga pennavini. Fyrir milligöngu Þorgeirs Sveinbjarnasonar kennara á Laugum — sem var Borgfirðingur — komst hún i brefasamband við gáfaða stúlku úr Borgarfirðinum, sem þá var nemandi i Reykholti. Urðu af þessu bréfaskipti ævina út og gagnkvæm vinátta, báðum til mikilíar ánægju. Sigriður gat sér 2 góðan orðstir við námið og i iþróttum, skaraði hún fram húr, einkum i sundi. Varð það til þess, að hún synti yfir Eyjafjörð sumarið 1933 — hina sömu leið og Lárus Rist hafði gert 1907 — fyrst islenzkra kvenna. Þá annaöist hún sundkennslu næstu sumur. Sigriður giftist þann 15. sept. 1935 — Þórleifi Bjarnasyni, kennara frá Hælavik á Hornströndum. Fjölhæfum gáfumanni og rithöfundi. Þau voru búsett á Isafirði i 20 ár, en fluttu til Akraness 1955 og áttu þar heima, þar til á siðasta hausti, að þau fluttu til Reykjavikur vegna veikinda hennar. Þórleifur var fyrst kennari við barna- skólann á Isafirði en sfðar námsstjóri á Vestfjörðum og Vesturlandi. Var þvi að ýmsu leyti þægilegra að hafa heimili á Akranesi en vestra. Börn þeirra eru 4 og hafa öll lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Þau eru talin i aldursröö: Þóra — bókasafnsfræðingur — gift norskum lækni Kr. Mothes. Þau eru búsett i Jessheim i Noregi. Hörður, tannlæknir á Akureyri, kvæntur Svan- friði Larsen frá Akureyri. Friðrik Guðni kennari — nú við framhaldsnám i Hannover — kvæntur Sigriði Sigurðardóttur frá Steinmóðarbæ i Rangárvallasýslu og Björn, við félagsráðgjafanám i Osló, kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur frá Akureyri. Haustið 1964 — þegar þörnin voru öll farin að heiman — ýmist i framhalds- skólum eða stofnað eigin heimili- hóf Sigriður nám i Húsmæðrakennara- skóla Islands og lauk þar prófi vorið 1966. Það mun heldur sjaldgæft að húsmóðir um fimmtugt fari þessa námsbraut. En þetta lýsir ákaflega vel dugnaði og kjarki Sigriðar og viðleitni hennar til að leita sér að nýjum verk- efnum. Vafalaust hefur hana dreymt um það frá æskuárunum að öðlast þessa menntun, þótt það hafi þá orðið aö vikja fyrir skyldustörfum heimilisins. Hinsvegar stundaði hún jafnan vefnað og hverskonar handa- vinnu og lærði útskurð hjá Guðmundi frá Mosdal. Það var þvi mjög likt henni að afla sér meiri menntunar i þessum greinum og réttindi til kenn- slu, þegar tækifærið gafst. Eftir þetta kenndi hún handavinnu við bar- naskólann á Akranesi i nokkra vetur. Einnig kenndi hún á matreiðslu- námskeiðum hjá kvenfélögum o.fl. Fórst henni þetta kennslustarf mjög vel úr hendi og hefðu námskeið hennar á vegum kvenfélaganna t.d. á Akranesi átt mikla framtíð fyrir sér, ef hennar hefði lengur notið við. Sigriður var gædd mikilli höfðings- lund og fórnfýsi, ef hún vildi gleðja vini sina, hvort heldur var á heimili hennar eða utan þess.Hún var mikil húsmóðir, smekkvis, listelsk og söngvin. Heim-i hennar var þvi mikill rausnargarður, hvort sem það var á Isafirði eða Akranesi.Hún hafði gott lag á þvi að taka þannig á móti gestum sinum, að dvöl þeirra á heimiTinu yrðu ánægjuleg. Umræðuefnin skorti aldrei og sú heilbrigða gleði og menningar áhrif sem einkenndu æskuheimili hennar, sátu þar i öndvegi. Vinahópurinn var þvi stór og minnist nú meö sérstöku þakklæti liðinna unaðsstunda. Sigriður var mjög félagslynd og þroskuö til allra félagsstarfa. Hugk- væm og atorkusöm. Hún tók mikinn þátt i starfi Góðtemplarareglunnar á Akranesi og var lengi æðsti templar stúkunnar Akurblóm. Þá tók hún virkan þátt i störfum Kirkjukórs Akraneskirkju i bókmenntablúbb, sem starfaði á Akranesi i mörg ár og Odd- fellowstúkunni Ásgerður. Mörg félags- systkini hennar vita nú, að þar stendur opið skarð og ófyllt. Það var þvi ekki að ástæðulausu að rriikil söknuður rikti á Akranesi, er þau hjón urðu að taka þá ákvörðun á s.l. hausti að flytja ,,suður”. Siðasta lifs svonin var tengd lækningatæki á Landspitalanum, sem Sigriður þurfti að nota i viku hverri. Margir væntu þess, að það gæti komið til hjálpar, þvi lifsþróttur hennar var mikill. Þar var enga uppgjöf að finna. Hún var stór i lifi sinu, en ef til vill stærst i baráttu sinni við dauðann, Mér fannst hún oft storka hinum slynga sláttumanni og sliðra sverð hans. Það er fáum gefið. Hitt er algengara að ganga á vald hans við fyrstu stungu og verjast litt. ísfendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.