Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 9
Elínbjörg Petrea Jónsdóttir Skrapatungu Sem bróðir, sem frændi, sem faðir, sem forsjá hann öruggur var og svo ástkær, sem eiginmaður. Hann umhyggju trausta bar fyrir öllum. Ég aðeins þekkti um ævina slikan mann einn, sem einnig er genginn, en átti það sama og hann. Það er gott að geta farið svo góður og hreinn á braut. Að hafa það heilsteypta skapgerð að hvika aldrei i þraut. Nú veit ég, að vegur hans liggur um vonarlönd björt og hlý. En svo margs er að minnast og þakka, við munum ei gleyma þvi. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar mins Vilhjálms Guðmundssonar, frkvstj., sem lézt i Borgarsjúkrahúsinu 6. nóv. sl. eftir fremur stutta en mjög stranga sjúk- dómslegu þar. Vilhjálmur fæddist 20 . sept. 1912 á Harastöðum á Fellsströnd, Dalas., sonur hjónanna Guðmundar Gislsonar og konu hans Sigriðai Gisla- dóttur. Hann var annar i röðinni af 14 systkinum. Fátæktin var mikil eins og þá var viðast og þvi litlir möguleikar á að brjótast til mennta, en i þá átt stóð hugur hans, eins og annarra þeirra systkina. Hann dvaldist um skeið á Mælifelli hjá Tryggva Kvaran og las undir skóla og einn eða tvo vetur var hann i Menntaskólanum á Akureyri, en hann varð að hætta þar námi sökum fjárskorts. Siðar fór hann i Verzlunar- skólann og lauk þaðan prófi með glæsi- brag, enda var hann óvenju vel gefinn maður og næmur á allt, sem máli skipti og hann hafði áhuga á. Bækur var eini munaðurinn, sem hann leyfði sér um dagana, en i bókalestur fóru hans fáu fristundir, enda var hann jafnvigur á mörg tungumál og minnið var frábært. Að námi loknu vann hann um skeið hjá ýmsum aðilum unz hann setti á stofn eigin umboðs- og heildverzlun, en fyrir 17 áum stofnaði hann Vatns- virkjann hf. ásamt allmörgum mönn- um og gerðist frkvstj. þess fyrirtækis og má segja, að hann hafi byggt það upp að öllu leyti og væri slikt ærið starf venjulegum manni, en þetta var aðeins eitt af ótal störfum Vilhjálms, t.d. annaðist hann lengst af allt bók- hald og fjárreiður Félags Vatnsvirkja- deildarinnar hf. ásamt mörgum öðrum fyrirtækjum og fjölda einstak- linga, enda var starfsdagur hans lengri en nokkurs annars,sem ég hef þekkt. Hann gat aldrei neitað nokkurri bón og þrátt fyrir ótrúleg afköst var oftast unnið langt fram á kvöld og islendingaþættir f. 31. ágúst 1896, d. 21. marz 1972. Það tekur tryggðinni i skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Oft koma mér þessar hendingar Arnar Arnarsonar i hug, þegar ég hugsa um kynni okkar Peta min. Allöng eru þau örðin, enda stutt á milli bæja i dalnum okkar, þar sem við ux- um úr grasi. Arin liðu og þú fórst burt úr dalnum okkar, giftir þig og fórst aö búa i öðrum dal. En alla þina ævi saknaðir þú æskustöðvanna og reynsl- an sannaði mér, að gömlum vinum gleymdir þú aldrei. A seinni árum var ég oft hjá þér um tima að sumrinu. Mér er það minnisstætt, er ég lagðist eitt sinn veik af lungnabólgu og lækn- irinn, sem kom,tjáði mér, að ég þyrfti góðrar hjúkrunar við. Það varst þú, sem veittir mér þessa hjúkrun, þrátt fyrir mikið annriki heima fyrir og heilsubrest. Slik var takmarkalaus tryggð þin og hjartahlýja. Hugur minn reikar viða, annars vegar um löngu liönar stundir, hins vegar um stundir, sem eru nærri tim- anum, en hvoru tveggja jafn ferskar i minningu, sem þær væru samtvinn- helgarnar lika, en eitt gat hann ekki, en það var að setja upp verð fyrir vinnu sina. Málætkið segir, að það komi ávallt maður i manns stað, en þetta er ekki rétt, það taka margir við þeim verkefnum sem Vilhjálmur hefur annazt, en við þvi hlutverki að vera eins konar skriftafaðir fjölda manna, bæði i andlegum og verald- legum efnum, við þvi tekur enginn. Við gátum gengið að honum visum i skrifstofunni og rakið raunir okkar eða lagt fram hugmyndir okkar um þetta og hitt — ávallt gat Vilhjálmur hlustað og gefið góð ráð. Menn sóuðu timahans með alls konar kvabbi og kvarti og margir áttu tiðförult til hans, bvi hann var eins og raunverulegur faðir eöa eldri bróðir okkar, svo margra. Hin takmarkalausa ró og hið hægláta bros var svo traustvekjandi og engan þekki ég, sem ekki telur Vilhjálm hafa verið fágætan dreng og höfðingja,sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Hugulsemi hans og hlýja hefur yljað mörgum um hjartarætur — og sé til einhvers konar aðar i undirmeðvitund, þó svo að vit- und greini i milli. Siðast liðið sumar dvaldist ég hjá þér i nokkra daga. Timinn leið fljótt og fyrr en varði var burtfarardagurinn runninn upp, sól- bjartur sunnudagur hellandi geislum gróðurfyllingar og kærleika yfir byggðina, er eyddi að nokkru sárind- um skilnaðarins. En ég fór ekki ein úr hlaði, þvi að þú fylgdir mér og allt þitt heimafólk til Hvammstanga. Þar kvöddumst við, kvöddumst hinni hinztu kveðju. Nú ertu horfin yfir móöuna miklu vina min, en ég sit hér ein með tárin min. Hjartaö er fullt af þakklæti til þin.sem alltaf varst veit- andinn, en ég einungis þiggjandi kær- leiksverka þinna. — Guð blessi minningu þina. Svo sendi ég börnunum þinum Helgu og Sóffusi og öðrum nánum ættingjum minar innilegustu samúðarkveðjur. Sigriður Jóhannesdóttir. „góðverkabanki” hinum megin veit ég, að þar á hann fúlgu stóra, en um inneignir hérna megin skeytti hann ekki, i þeim efnum sem öðrum varð hann ætið sjálfur að sitja á hakanum. Ollum hinum mörgu vinum Vil- hjálms mun hann reynast ógleyman- legur maður, sökum sinna óvenjulegu mannkosta, og það skarð, sem varð við fráfall hans, verður aldrei fyllt, en hollt væri flestum mönnum að keppa að þvi að verða það, sem hann var. Vilhjálmur kvæntist 1. júni 1940 eftir- lifandi honu sinni, Asgerði Péturs- dóttúrfrá Stykkishólmi, hinni mætustu konu, og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru uppkomin, gift og nýtir borgarar. Asgerður stundaði mann sinn af frábærri ást og alúð i veik- indum hans og vakti yfir honum, þar til yfir lauk. Vil ég, kona min og fjölskylda votta henni, börnum, tengdabörnum, systkinum og vinum okkar dýpstu samúð við fráfall hins góða drengs. Bergur Haraldsson. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.