Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 28
Lúðvík Gestsson Framhald af bls. 32 var á. Oddný læröi lagið og samdi und- ir þvi eftirfarandi erindi: Niutiu árin ég átt hef dvöl i veröldinni. Föðurgæzkan guödómleg gætti min á lifsins veg. Hans til liknar hönd ótreg hlúði trútt að sálu minni. Niutiu árin ég átt hef dvöl i veröldinni. Oddný var fljót að kasta fram visum og gátu hin hversdagslegustu atvik orðið henni yrkisefni. Dæmi um slikt er visa sú, sem hún orti um Lúö- vik honum til varnar, er hann var ásakaður um seinlæti: Gestsson Lúðvik Guömundur gengur snúðugt eigi. Hárs um brúöi berfættur, býsna prúður, rólegur. Þvi miður mun það svo, að litið hef- ur varðveitzt af skáldskap Oddnýjar. Hún orti þekktar formannavisur i Suðursveit, sem bera vitni fimi hennar og hugkvæmni. Lúðvik Gestsson gleymdi þvi aldré'i, að Oddný kom honum i skilning um að mannleg tilvera hefur tvö borð, hið ytra, sem er sýnilegt, og hið innra,: sem er ósýnilegt. Bæði eru jafnmikii- væg, hvorugt má vanmeta eöa van- rækja. Verk mannanna eru unnin hið ytra, þau eru öllum augljós og þau gefa tækifæri til tjáningar. Þar gefst sköpunarþrá og sköpunarþörf mögu- leiki að njóta sin. Vinna og list eru ná- skyld hugtök. Sú sannfæring Bretans Johns Ruskins hefði ekki verið fjarri, skoðunum þeim, sem rikjandi voru i Suöursveit á uppvaxarárum Lúðvlks og höfðuðu til þeirrar dyggðar, sem fólgin er i þvi aö vinna. — En hið ytra hlaut engu að siður að taka mið af hinu innra. Á innra borðinu komu við sögu trúarhugmyndir, siðahugmyndir og þó öðru" fremur almenn lifsskoðun og félagsvitund. Þrátt fyrir þá áherzlu, sem lögð var á gildi vinnunnar i Suður- sveit, var skilningur á ágæti hins innra furðu rikur. Þar kom margt til, en helzt það, sem nú skal greina: Trúarlif var mikið og trúin alvörumál þorra manna. Húslestrar voru tiökaðir á hverjum bæ og þótti með öllu sjálf- sagt. Ef svo vildi til að húslestrar féllu niður vegna sjósóknar eða af öðrum á- stæðum, varð að vinna lestrana upp siðar svo að engu ihugunarefni þeirra væri sleppt. — Kirkjugöngur voru tið- ar og hlýtt með gaumgæfni á boðskap prestsins. Staða prestsins var lika harla sterk. Þess minntist Lúövik, hversu allir litu upp til sira Péturs Jónssonar á Kálfafellsstað, enda öll- um ljóst hve læröur og fróöur hann var. Það kom þvi af sjálfu sér aö allt sem skrifa þurfti til opinberra aðila fyrir sveitarfélagiö hvildi á honum. Sjálfur telur Lúövik sig eiga honum mikið að þakka. En það var ekki trúarlifið eitt, sem vitni bar um hina innri kviku. Lúövik var að vaxa úr grasi einmitt á þeim árum, er kvika nýrra viöhorfa i stjórn- málum og félagsmálum fór um landið. Krafan um sjálfstæöi þjóöinni til handa, skilnaöurinn við Dani og-fána- málið voru fyrstu og augljósustu merki hins nýja tima. Um likt leyti og i beinu áframhaldi af sjálfstæöisbarátt- unni eöa sem einn þáttur var aö gera verzlunina innlenda og um leiö lands- menn sjálfa aö virkari aðilum i verzl- unar- og viöskiptamálum. I þeirri kviku, sem af öllu þessu leiddi, uröu þrjár félagsmálahreyfingar, þrenn al- þýðusamtök til: Ungmennafélögin, samvinnufélögin og verkalýðsfélögin. Lúðvik varð þeirra allra var, þó fyrst hinnar gustmiklu baráttu ungmenna- félaganna. Hann var aöeins 11 ára, þegar hinar hörðu alþingiskosningar fóru fram 1908. Hann man þegar þeir vinirnir, hann og Benedikt Þórðarson frá Hala, sem var tveim árum eldri, fóru á þingmálafund á Kálfafellsstaö til að hlýöa á frambjóðendur og stuðningsmennþeirra, er þar fluttu mál sitt. Þá var i kjördæminu i fyrsta sinn i framboöi Þorleifur Jónsson frá Hólum og náði hann kosningu. Sagt hefur ver- ið, að aldrei hafi ræöumenn beitt rödd sinni meir og betur á tslandi heldur en i þeirri kosningabaráttu og hefur i þvi sambandi verið talað um „hina háu og skæru rödd frá 1908.” Vist er um hitt, að ungmennafélagshreyfingin hlaut eldskirn sina i þessum kosningum og varð eftir þær að voldugu þjóöfélags- afli á Islandi. Heima I Suðursveit var kosningunum fylgt eftir meö stofnun ungmennafélags þrem árum siðar, ár- iö 1911, sama árið og Lúövik fermdist. Fyrsti formaður þess ungmennafélags var Steinþór Þórðarson frá Hala, en Lúövik meðal stofnendanna. Þótt félagið væri að sönnu fámennt breytti það engu um áhugann og mikil félags- vitund skapaðist fyrir áhrif þess bein og óbein. Félagslegur áhugi var heldur ekki nýr af nálinni i Suðursveit. Var þar sveitarsiður að húsbyggingar á bæjum voru félagsátök. Þegar bað- stofa var byggð eða útihús reist, flykktust nágrannar að og aðstoðuðu við smiðarnar, án þess að laun kæmu fyrirönnuren þá vonin i samsvarandi hjálp siðar. Kjörorð ungmennafélag- anna „ræktun lýðs og lands” átti ekki sizt af þessum sökum greiðan aðgang aö huga almennings i Suðursveit, en varö að fyrirheiti og fagnaðarerindi hinum ungu. Það auöveldaði Lúðvik enn skilning á kalli hins nýja tima, sem þá hljómaði á íslandi, aö hann fékk tilsögn eða skólamenntun hjá tveim mönnum, er ekki bundu fræöslu sina við i náms grefnarnar einar heldur litu þeir fyrst og fremst á menntun sem vakningu. Það hefur fallið i hlut fræðimanna á allra siöustu árum og renna svokölluð- um visindalegum stoöum undir mikil- vægi forvitninnar i öllu námi, en sú uppgötvun er harla gömul og gildi hennar hafa allir góöir fræðarar hag- nýtt. Eiginleg skólamenntun Lúðviks heima i Suðursveit var ekki löng, að- eins niu vikna timi. Sigurður Sigurðs- son frá Kálfafelli kenndi honum eina viku. A þeirri viku lærði Lúðvik ef til vill ekki margt, en hann lærði mikið Þar sem Sigurður hvarf frá, tók Björn Karei Þórólfsson við. Björn Karel stundaöi barnakennslu i Suðursveit tvo vetur. Fyrra vetur hans naut Lúö- vik átta vikna kennslu og kom þá glöggt i ljós, hve auðvelt hann átti meö að Iæra, hve greindin var mikil og skilningurinn skarpur, sem og hitt, að hann hafði hlotið góöa undirstöðu hjá Oddnýju og Siguröi. Björn Karel kenndi Lúövik veturinn áöur en hann fermdist og ætlaðist til þess að fram- hald yröi á námi Lúðviks veturinn eft: ir, bauð að taka hann og veita honum frekari tiisögn. Af þvi gat samt ekki orðið. Störfin og annirnar heima á Gerði kölluðu að. A uppvaxtarárum sinum austur i Suðursveit skynjaöi Lúðvik hversu þungi og sókn félagsmálabaráttunnar breytti verzlunar- og viðskiptarhátt- um Austur-Skaftfellinga. Hann vissi. aö Þórhallur Danieison sá mikli öðl- ingur, hafði byrjaö afskipti sin ai kaupmennsku sem faktor i danskri selstöðuverzlun. Sjálfur hafði Þórhall- ur siöan eignazt eða yfirtekið verzlun- ina og rekið hana af miklum myndar- skap. Þegar hann aftur á móti gerði 28 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.