Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 12
Guðni Þór Bjarnason leiksviðsstjóri begar þú ert kvaddur hinstu kveBju, vaknar i huga minum minning frá okkar fyrstu kynnum, fyrir nær 30 árum. Mér hafBi verið faliö aö fara með eitthvert smá hlutverk i leikriti hjá Leikfélagi Reykjavikur og steig þá min fyrstu spor á „fjölunum” eins og það er kallaö. Ég tók strax, fyrsta kvöldið, eftir ungum hávöxnum manni, að tjaldabaki, sem vann öll sin störf af slikri alúð og nákvæmni að það vakti athygli mina óskipta. Það leyndi sér ekki, að þarna var maður á réttum stað, með brennandi áhuga á starfi sinu, til þess að sýningin mætti takast sem bezt. Slikt er eðli góöra leikhús- manna. Ungi maðurinn sem hér átti hlut að máli, var Guðni Þór Bjarna- son. Við áttum eftir aö kynnast mjög aldur kom hér i kynnisferð 1956. Um haustið tók Haraldur upp sin fyrri störf i Chicago, og þar var hann til 1962. Siðustu árin starfaði hann sem einkalögreglumaður hjá stóru verk- takafyrirtæki. Hann kvæntist á fer- tugsaldri konu að nafni Elsy Johnson. bau áttu ekki börn. Haraldur var glæsimenni drengur góöur og mikill Islendingur alla tið. Hann átti þátt i að fanga Dillinger stórmorðingja, og hafði gaman af aö segja frá þeirri viðureign, svo og ýmsum útistöðum við Dickie Dick Dickensa Cicagoborgar. En þó hann væri hraustmenni, vann stórborgin á honum of fljótt, og hann trúði mér fyrir þvi er ég heimsótti hann 1960, aö sig hefði alltaf langað til að vera bóndi. En ekki varð við öllu séö, og allvel undi hann sinum hlut. Margir eldri Reykvikingar muna Harald, sem setti svip á bæinn 1930, þótti ekki smámunasamur sem „póliti”, og ók oft furðu greitt á nýja Fordbllnum. Er þau hjón komust á eftirlauna- aldurinn, fluttist Haraldur með konu sinni, sem nú er látin, til æskustöðv- anna og var á elliheimili siðustu ár. barna i Músardal, sem er aðeins lægð i hina stóru sléttu noröurfylkjanna, vildi hann bera beinin. Þórður Kárason. náið siöar, bæði i Iðnó og á leiksviði Þjóðleikhússins, þar sem við höfðum veriö samstarfsmenn i 22 ár óg á þess- um árum bundumst viö nánum vin- áttuböndum. Mikiö vatn hefur til sjávar runniö á þeim 30 árum, sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum, i gömlu Iðnó. örar og stórstigar tæknilegar framfarir hafa átt sér stað i allri vinnutilhögun i leik- húsunum. A sama tima hefur islenzk leiklist þróazt úr tómstundaiðju nokk- urra áhugamanna i ört vaxandi list- grein. Guðni var einn þeirra lánsömu áhugamanna i ört vaxandi listgrein. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þeim 30 árum, sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum, i gömlu Iönó. örar og stórstigar tæknilegar framfarir hafa átt ser stað i allri vinnutilhögun i leik- húsunum, A sama tima hefur islenzk leiklist þróazt úr tómstundaiöju nokk- urra áhugamanna i ört vaxandi list- grein. Guðni var einn þeirra lánsömu manna, sem lögðu þar hönd að verki. Guöni geröi sér snemma ljóst, að starf i leikhúsi, er hópvinna, og að aílt byggist á náinni samvinnu margra einstaklinga. Hvergi má hlekkur bresta, ef vel á aö takast. Hvert ein- asta handtak, hversu smátt, sem það viröist vera, þarf að vera unniö af brennandi áhuga fyrir starfinu og af stakri samvizkusemi. Hinn óbreytti starfsmaður aö tjaldabaki er jafn nauðsynlegur hlekkur i þvi samstarfi. bað eru ekki aðeins þeir, sem i sviðs- ljósinu standa, og þiggja þakkir frá ánaégðum leikhúsgestum, sem eiga lofiö og heiðurinn skilið ef vel gengur. Guðni Bjarnason var fæddur i Reykjavik, 30. ágúst árið 1920 og var þvi a 52. aldursári er hann lézt. Hann varð stúdent vrá Menntaskólanum i Reykjavik árið 1940 og hóf nám í lög- fræði við Háskóla Islands þaö sama ár, en vegna heimilisástæðna varð hann að hætta þar námi eftir skamman tima. Ungur að árum fór hann að starfa hjá Leikfélagi Reykjavikur og var hann þá enn i skóla. Þar vann hann þangað til Þjóöleikhúsiö tók til starfa árið 1950. I fyrstu var hann ráöinn þangaö sem verkstjóri en siðar tók hann viö starfi leiksviðsstjóra Þjóð- leikhússins og hefur nú gegnt þvi em- bætti i nær 20 ár'.- Þar veitti hann for- stöðu mannmargri og margþættri tæknideild. Guöni var mikill starfs- maður og virtur og vellátinn yfir- maður, sem vildi leysa hvers manns vanda. Ljúfmennska hans var einstök. Þess vegna er hans sárt saknað af okkur öllum, sem störfuðu með hon- um. Guöni var kvæntur Þórdisi Magnús- dóttur, hinni ágætustu konu. Hún bjó manni sinum og einkadóttur þeirra hjóna vistlegt og hlýlegt heimili, og þar naut hann góðrar hvildar eftir annasaman og oft langan starfsdag. J4ú að leiöarlokum, færi ég þér hug- heilar þakkir fyrir einlæga vináttu þina og ánægjulegt samstarf á liðnum árum og ég er þess fullviss að ég mæli þar einnig fyrir hönd; starfsfélaga minna i Þjóðleikhúsinu. Far þú i friði, — Blessuð sé minning þin. Klemenz Jónsson. t 12 íslendingaþættír

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.