Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 4
hennar, sem Bjarni hét , var þá látinn. Þau hjón höföu eignast 12 börn, misst 2 ung, en hin 10 voru öll uppkomin. Um fjögurra ára bil var Sigurður þarna hjá Ragnhildi. En þá bregður hún búi þar og flyzt með dóttur sinni Onnu og manni hennar Jörgen að Þurá i ölfusi. Þar er hún, aö nokkru leyti,i skjóli þeirra með hann um eins árs skeið. Alla ævi sina minntist Sigurður Ragnhildar, fóstru sinnar, sem sam- nefnara fyrir allt, sem hann taldi fegurst og bezt i mannlegu lifi. Skö- mmu eftir lát Sigurðar sagði mér dóttir hennar, Jónina Bjarnadóttir, að aðskilnaður þeirra muni hafa verið þeim báðum sár og tregablandinn, þegar hann þá á sjötta aldurs ári er tekinn frá henni, aö ráði fööur hans, sem kom honum i fóstur til systur sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur, og manns hennar, Ólafs Þorsteinssonar, sem þá bjuggu i Þormóðsdal i Mos- fellssveit. Þar var Sigurður i fimm ár og leið mjög vel. Honum þótti ævin- lega, eftir að hann kom þangað, vænt um þau hjónin og Þormóðsdalinn, og hélt mikla tryggð við þessa föður- systur sina, allt þar til hún lézt i hárri elli 1955, en eftir það annaöist hann um grafreitinn hennar að Lágafelli i Mos- fellssveit. Þegar hann lézt aö morgni laugardagsins 18. desember s.l. hafði hann daginn áður glaður og heill heilsu, að þvi er séö varð, undirbúiö för, daginn eftir, sunnudaginn 19. desember, þangað með jólagrenið. Þegar Sigurður fór, sem drengur á ellefta ári,frá Þormóðsdal fór hann til vandalausra i Reykjavik. Hann sagði mér, að þar hafi sér liðið illa og leiðst mikið, og hafi hann strokið þaðan að Úlfarsá i Mosfellssveit til föður sins og stjúpu, sem hann þá hafði eignazt, Þórönnu Kristensu Jón- sdóttur. Þau höfðu tekið að sér að standa fyrir búi þar, sem eigandi jarðarinnar átti. Þau Bjarni og hún eignuöust tvær dætur, Kristinu Fjólu f. 18. ágúst 1917 og Sigriði Jóninu f. 10. nóvember 1918, er lézt 1951. Ekki fékk Sigurður lengi notið þess að vera á þessu nýja heimili sinu, þvi faðir hans missti heilsuna, og fyrir fermingar- aldur er hann farinn aö vinna fyrir sér, sem snúningadrengur við fjárgæzlu og fl., að Korpúlfsstöðum i Mosfellssveit. Þaðan var hann fermdur i Lágafells- kirkju. Sem unglingur var Siguröur hjá fööurbróður sinum, Guðjóni Jónssyni, kaupmanni að Hverfisgötu 50 i Reyk- javik og konu hans Sigriði Péturs- dóttur, um nokkurra ára bil. Þar vann hann viö verzlunina, fyrst sem sendi- sveinn, keyrði út vörur á handvagni, meðal annars inn á Kirkjusand, en siðan við afgreiðslu og önnur innan- búðarstörf. Þaðan stundaði hann nám i gagnfræðaskóla K.F.U.M. Sigurður sagði þau hjónin hafa verið sér sem góðir foreldrar, er hann var hjá þeim, og að það hafi verið sér mikils viröi að vera hjá þeim þerri ár. Ekki hafði Sigurður fengiö notið þess á bernsku og uppvaxtarárum sinum, nema um stuttan tima, að vera sam- vistum við föður sinn. En er hann var uppkominn, reyndisthann föður sinum frábær sonur, svo sem fram kom i mörgu. Meðal annars, þegar faðir hans kom, farinn að heilsu og alls ómegnugur fjárhagslega, af Vifil sstaöahæli, eftir margra ára baráttu viö erfiðan sjúkdóm, og Sigurður, sem þá var um tvitugt, tók á leigu herbergi fyrir hann, keypti i það rúm rúm fatnað og það annað, sem með þurfti til þess að hann gæti hafst þar við. Bjarni lést 12. febrúar 1930. Um nokkurt skeið stundaöi Sigurður vinnu við höfnina i Reykjavik, við saltburð og fl. Einnig vann hann hjá Sigvalda i Bræöraborg, keyrði á hest vögnum möl og sand til húsbygginga og vegageröar, En árið 1929 réði hann sig sem bifreiðastjóra til Steindórs Enarssonar i Reykjavik, sem hafði mikil umsvif við fólksflutninga. Fyrir hann keyrði Sigurður um margra ára skeið milli Hafnarfjarðar og Reyk- javikur sróran rútubil, og einnig um nokkur ár leiðina Reykjavik — Akureyri, sem Steindór hafði þá sér- leyfi fyrir. Oft voru i þeim ferðum 5—6 stórir rútubilar. Steindór mun hafa borið trunaðartraust til Siguröar, sem meðal annars kom fram i þvi, að hann setti hann sem yfirmann viö þessa norðurrútu. Hjá Steindóri starfaði Sigurður við fólksflutninga þar til hann hóf atvinnuakstur meö eigin fólksbilhjá samvinnufélaginu Hreyfli, sem stofnað var 1943, þar sem hann stundaði þá atvinnu til dauðadags. Hann var einn af stofnendum Hreyfils og gengdi oft trúnaðarstörfum fyrir félagið. Sigurður giftist áriö 1939 Jóhönnu Báru Jóhansdóttur á Ytri — Reistará i Eyjafirði. Þau eignuðust tvo syni, Ólaf Bjarna f. 13. ág. 1939 og Mágnús Jóhann f. 21. april 1943. Konu sina missti Sigurður 1951. Þá stóð hann einn eftir meö drengina, ákveðinn i að láta þá ekki frá sér, heldur hafa þá hjá sér og reyna eftir mætti að vera þeim bæði sem faðir og móðir, þar til þeir yröu sjálfbjarga, og til þess helga þeim allar stundir sinar, sem hann ekki væri i vinnunni til fanga heimilis þeirra. Hann hafnaði mörgu öðru, sem hann hefði efalaust haft ánægju af, svo sem utanlandsferðum, sem honum stóöu til boða i skákkeppnum erlendis, en skák var eftirlætis iþrótt hans. En hana lagði hann á hillina, gaf sér ekki tima aö sinna henni, utan það sem hann tók skákir viö félaga sina á Hreyfli, er beðið var á stöðinni eftir keyrslutúr. Sigurður var á yngri árum sundmaður góður, synti meðal annars, yfir Sogið skamt fyrir neðan brúna hjá Þrasta- lundi. Þaö þótti afrek nokkuð. Hann þótti einnig liötækur i glimu, er hann lærði hjá frænda sinum, Þorsteini Gislasyni. Hann var ágætlega kun- nugur landinu sinu, unni þvi og hafði ferðazt mikið um það. Einnig hafði hann lesið mikið um sögu þess og þjóðarinnar og kynnt-Sér helztu verk stórskálda hennar. Hj^jín kuhni og fór vel meö af munni fbSm mörg ljóð þeirra og geröi það gjarnan á ferða- lögum, ef tilefni gafst til, t.d. ef dvalizt var við staði, er þau voru ort um eða ef fyrir augu bar „Stjörnufákur” eða bragandi „Norðurljós”, svo eitthvað sé nefnt. Sigurður var vel fær bæði i danskri og enskri tungu, var eftir- sóttur til að ferðast um landið með út- lendingum, sem þau mái tala, ekki sizt frceðii..oniium. Gott vinfengi var.^vali milli fjölskykfu minnar i Hatnarfirði og fjölskyldu Sigurðar i Reykjavik. Móður mina hafði hann þekkt, eins og mig, allt frá þvi hann var drengur i Þormóösdal, sem áður var getið og fannst honum sem hann gæti aldrei fullþakkað henni, hvað hún hafði reynzt honum vel sem litlum dreng. Hvað maðurinn minn mat Sigurð mikils, mátti meðal annars sjá á þvi, að það eina skipti, sem hann tók á Jeigu bil tii að ferðast dálitið um landið með fjölskyldu sina, þá lagði hann mikið upp úr þvi að fá Sigurð i þá ferð. Engan hefði ég séð hlusta eins hug- fanginn eftir árniði og lækjarniði sem Sigurð. Hann sagðist heyra þar svo undur fagra tóna, jafnvel heil tónverk. Sigurður átti tvö sonabörn, Bjarna Þór Ólafsson og Margréti Báru Magnúsdóttur, bæði á áttunda ári er hann lézt. 'Siöan haustið 1959 áttum viö Sigurður bæði heimili aö HoltsgijRvik. Dætur minar, makar þeirra og börn kynntust honum mjög náið og mátu hann mikils vegna þeirra kynna. Börnin, sem eru sex, bókstaflega dáðu hann. Ég tek hér aðeins eitt dæmi af mörgum, sem lýsir svo ekki verður um villzt, hversu sterkur persónuleiki þessi fræni var i augum þeirra og eftirbreytnileg framkoma hans og dagfar allt. Það var fyrir tveimur árum, að ein dótturdóttur min, þá niu ára, var stödd heima hjá mér. Við- 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.