Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 27
byggja gott og vandaö iveruhús á Hrishóli. Þessu verki lauk hann meö sæmd. Mun honum þá hafa þótt sem hann ætti léttara meö aö kveöja vett- vang ævistarfsins, ef sjá mætti meö sanni, aö hann heföi einhvern tima komiö þar viö. Björn Agúst var umgengnisgóöur og vel metinn af sveitungum sinum, eins og maklegt var. Hann var i hrepps- nefndinni um langt árabil, meöan naut forystu Jóns Jóhannssonar i Mýrar- tungu, sem var sjálfkjörinn oddviti lengi. Þegar Björn varö sjötugur, var góöur mannfagnaöur á Hrishóli. Hélt hann þar allri sveitinni hin beztu tööu- gjöld, og nú er ljóst, aö þaö hefir um leiö veriöeinskonar kveöjugildi. A þeim árum, sem siðan hafa liöiö, var hann á lausum kili, dvaldi mest á Reykhólum og i Hveragerði, og lagði ætiö liö sitt til aö fegra umhverfið eftir þvi sem kraftar leyföu. Fyrir nokkrum missirum gekk hann undir allmikla uppskurði og fékk nokkuö góöa timabundna bót meina sinna. En þar kom aö þau tóku sig upp á ný, og úr þvi var sýnt að hverju fór. Björn Agúst á Hrishóli sýndi sveit sinni höföinglega ræktarsemi meö stórgjöfum til menningarmála nú i vetur. Kom þaö raunar engum á ovart, sem þekktu hann rétt. Þó svo sé nú komið málum, aö hann er „alfluttur suöur”, þá er hann allt um það enn á meðal okkar, sem eigum hann ljós- lifandi i minningunni. Þannig veröur hann enn hinn sami Björn á Hrishóli i bliðu og striöu, meðan samferðamenn hans eru ofar moldu. Játv. J. Júliusson. Leiðréttingar 1 minningargrein um Asmund Kristjánsson bónda i Lindarhliö i Islendingaþáttum nr. 72 þ.á.: 1. A bls. S.Gestur Kristjánsson, Múla, er talinn fæddurárið 1916, en á aö vcra 1906. 2. A bls. 9segir um trjáviö, aö hann sé ,, nú fullplanaður orö- inn”, en á aö vera nú fullplant- aður oröinn. 70 ára Jensína Oladóttir Bæ, Arneshreppi Hinn 18. febrúar s.l. varð sjötug Jensína Öladóttir að Bæ f Arneshreppi, Strandasýslu. Jensina fæddist i Ingólfsfiröi I Ar- neshreppi 18. febrúar 1902, dóttir hjón- anna Jóhönnu Sumarliöadóttir og Ola Þorkelssonar, og ólst þar upp i glöðum systkinahópi. Arið 1928 fór hún i ljósmóðurnám til Reykjavikur, og aö þvi loknu kom hún heim og tók við ljósmóðurstörfum I Árneshreppi. Ariö 1929 giftist hún Guðmundi Val- geirssyni úr Norðurfirði. Þau keyptu hluta úr jöröinni Bæ i Trékyllisvik og hófu þar búskap. Jöröin var húsalaus aö kalla mátti, ibúöin var eitt litið her- bergi, og túniö var lltiö og kargaþýft, en þau voru samhent og nægjusöm, hann var búfræöingur en hún ljósmóö- ir, og bar allt vott um hagsýni og snyrtimennsku, utan húss sem innan, þótt búiö væri viö þröng kjör. Ariö 1936 réöust þau i byggja gott og vandað steinhús, þá var þúfnakarginn horfinn og hafin stækkun á ræktuöu landi. Nú fór aö birta yfir hjá þeim, þau eignuöust þrjá drengi, hrausta og efnilega, sem unnu viö búiö til þess þeir voru orönir fulltiða menn, og aö auki ólu þau upp þrjú fósturbörn. Jen- sina hélt sinu ljósmóðurstarfi jafn- framt þvi aö veita forstööu stóru og myndarlegu heimili. Ljósmóðurstarfinu sinnti Jensina með þeim ágætum, aö ekki varö á betra kosiö, svo traust og örugg, og oft var sagt, þegar útlitiö var alvarlegt hjá verðandi móöur, „Hún Jensina er komin, þá verður ailt I lagi.” Nú er Jensina búin aö vera ljósmóöir I Arnesi i 44 ár og hefur tekið á móti meira en 400 börnum, og svo mikil hamingja hefur fylgt henni i starfi, aö þótt stundum liti alvarlega út, þá var þekking og hamingja hennar svo mik- il, aö alltaf gat hún ráðið bót á erfið- leikunum. Nærri má geta, að mjög hefur reynt á þrek og dugnaö ljósmóöurinnar i starfi hennar, þetta var eitt erfiöasta hérað á landinu, vegleysur til skamms tima og yfir fjöll og hálsa að fara, en aldrei hikaöi Jensina, hvernig sem á stóð, hvort sem var á nótt eöa degi, hún var alltaf tilbúin, og svo rösk og létt til gangs, aö fyigdarmenn hennar áttu oft fullt i fangi meö aö fylgja henni eftir. Siðar var sú breyting gerö á, aö ljós- móöurhéraðinu var skipt. Tók Björg Pétursdóttir ljósmóöir á Gjögri viö syöri hlutanum, en Jensina hafði áfram nyrðri hlutann, frá Árnesi norð- ur i Skjaldabjarnarvik. Þess voru dæmi, að Jensína dvaldi allt að mánuði hjá konum á afskemmt- ustu bæjum, til aö biöa eftir fæðingu, þar sem veöurfar og aðrar aðstæöur gerðu ótryggt að til ljósmóður næöist i tima, er fæöingu bar að höndum. Þar kom þvi i hlut húsbóndans aö annast heimiliö i fjarveru húsmóðurinnar, og annaðist hann þaö svo vel, aö þar fór ekkert úrskeiöis, sama snyrtimennska og myndarbragur á öllu. Þó bættust á hann ýms félagsmálastörf til viðbótar öðru, er þurfti aö sinna. Nú er mikið breytt um hagi þessara samhentu og ágætu hjóna. Sonur þeirra og tengdadóttir eru sezt að búi með þeim, og léttir þaö mjög störf þeirra og daglegt strit. „Jensina min.” Ég og fjölskylda min þökkum þér af hjarta ómetanleg störf þin, öörum til heilla og blessunar, og undir þaö veit ég aö allir sveitungar þinir vilja taka af heilum hug. Viö óskum þér allra heilla og bless- unar á komandi árum. Hafðu hjartans þökk. Sveinbjörn Valgeirsson. islendingaþættir 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.